Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
51
nokkuð af og vann töluvert í, gerði
þar á meðal seríu um Auschwitz,
— þessi mynd er úr þeirri mynd-
röð,“ bætir hann við og bendir á
litla og finlega mynd á einum
veggnum í vinnustofunni. „Mér
hefur alltaf þótt ætingin vera
skyld innhverfri og viðkvæmri
ljóðagerð. Hún er vandmeðfarin
og knöpp.
Ég keypti tæki til að vinna graf-
:k úti í Svíþjóð og kom með þau
heim og kenndi á þetta í MHI og
ásamt nemendum mínum þar var
endurreist félagið Islensk grafík,
sem Jón Engilberts og fleiri höfðu
stofnað á sínum tíma. Félagið
varð fljótt öflugt og þessi tækni,
sem hafði verið nær óþekkt hér,
varð brátt útbreidd og myndir,
gerðar hér, vöktu athygli á sýn-
ingum erlendis. Þetta var upphaf-
ið að ágætum ferli Bjargar Þor-
steinsdóttur og Ragnheiðar Jóns-
dóttur, svo dæmi séu nefnd.
Sjálfur hef ég ekki mikið unnið í
grafík hin síðari ár, því ég hef haft
svo mikið að gera og þetta er
tímafrek listsköpun og það er
frekar hægt að ganga frá mál-
verki, og koma að því aftur síðar,
heldur en grafíkmynd. En núna,
þegar ég fer væntanlega að hafa
meiri tíma er ekki ólíklegt að ég
taki til við þetta aftur, í nýju
pressunni.
Ég hef alltaf haft tilhneigingu
til að segja sögur í mínum mynd-
um og einnig hef ég fengist nokk-
uð við bókaskreytingar. Núna er
ég að fara að vinna myndskreyt-
ingarverkefni um Skaftárelda og
mig langar mikið til að vinna það í
grafík."
Eitthvert óttalegt tóm
Og nú er dagurinn næstum
kominn upp á rönd og mannfljótið
farið að streyma með járnslegnum
og ljósumprýddum boðaföllum
upp í móti eftir Breiðholtsbraut-
inni, áleiðis i lygnur sjónvarps,
svefns og nætur. Við risum upp og
skoðum nokkrar myndir Einars í
geymslu inn af vinnustofunni. Það
er ljóst. Þær eru tilfinningaríkar.
Fjalla um marklausar skemmtan-
ir og yfirborðskennd samskipti
fólks, t.d. ein, er ber nafnið
„partí“.
„Sjáðu þessi hús, hér í borg-
inni,“ segir Einar og bendir út um
gluggann. „Það er gaman að
ímynda sér allt þetta fólk inni í
þeim. Þetta er mitt líf, og þitt.
Yfirleitt hefur fólk allt til alls í
þessum húsum, en samt er eitt-
hvað að. Það er eitthvert óttalegt
tóm. Ég málaði eina gríðarstóra
mynd um þetta. Hún heitir „Dokt-
or Stefán yfirgefur samkvæmið".
Fólk virðist ekki hafa neitt til
að trúa á og berjast fyrir þegar
húsið er loks komið upp. Þá er
bara þetta tóm. Fólk finnur enga
ánægju. Er alltaf að leita hennar í
einhverju eilífðar skemmtana-
brjálæði. Skemmtunin verður
lokatakmarkið. Það væri ánægju-
legt ef fólk á íslandi hyrfi frá
þessum óhemju áhuga á efna-
legum gæðum, sem ekkert eru og
fyndi sér meiri tilgang í bókum og
listum, andlegum efnum og sjálfu
sér. Þó er reyndar einstakur
menningaráhugi hér á landi, mið-
að við aðrar þjóðir, en hann vill
oft verða fyrst og fremst spurning
um magn, en ekki gæði. Mæli-
kvarðinn á myndlistarmann verð-
ur hvað mikið hann selur. Það er
bissnes-hugarfar. Þá er verið að
tala um framleiðslu en ekki list.
En það er gott fólk í þessum
húsum. Það er bara eitthvert tóm,
sem sem þarf að fyllast."
Það er óþarfi
að þreyta sig á helgarinnkaupunum...
Kannast þú ekki við föstudags-
tilfinninguna? Allir bílar bæjarins
að þvælast fvrir þér í umferð-
inni, bilastæðin stöþpuð og
matvöruverslanirnar troðfullar
af fólki, sem keppist við að
kaupa sér í helgarmatinn.
Það væri nú þægilegt að geta
losnað við þetta allt saman!
Þar kemur frystikistan til skjal-
anna. Pað er ekki nóg með að
þú getir gert innkaup í stórum
stíl með lengra millibili og
fækkað þannig búðarferðunum.
Þú getur líka keyþt ýmsa mat-
vöru á lægra verði í stórum
einingum, nýtt þér allskonar
tilboðsverð og útsölur, s.s. á
kíöti, smjöri og grænmeti,-og
bakað til jólanna í júlí!
Við eigum mikið úrval af Philips
og Carawell frystikistum og
frystiskápum, sem henta öllum
heimilum.
Frystikista er fjárfesting, sem
borgar sig strax!
...Það er engin
föstudagsörtröð við
frystikistuna!
Hafðu samband, við erum sveigjanlegir í samningum.
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655
T-1 ■ ■ 1
Colourty4rt cPhoto
Vandaöar
;
i
Þaö er góöur siöur aö láta
taka mynd af börnunum
meö jöfnu milllbill.
Þau vaxa, dafna og breyt-
ast.
Þessvegna er þaö svo
gaman aö eiga góöa
Ijósmynd.
Gjafa-
myndatökur
aldraðra
j tilefni árs aldraöra er
mér sérstök ánægja aö
bjóöa öllum 70 ára og
eldri ókeypis myndatöku
A hamingjustund ríkir há-
tíöarstemmning á stofunni
hjá mér.
Ekta strigamyndir, Barr-
okk-rammar, Innrömmun.
Mikiö úrval.
Verið
velkomin í
myndatöku
LJUbMTNUAPJUNUS I AIS
Laugavegi 178 — s. 85811