Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjörnsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir !iHPl Áll DROTTINSDEGI Má kasta föðurhlutverki Guðs fyrir róða ? Hver telur þú að sé staða kvenna í kirkjunni? Athugun, sem gerð var á hinum Norður- löndunum, leiddi í ljós að karlar eru þar ráðandi í öllum stjórn- arstörfum. Konur starfa við hlið þeirra sem ómissandi vinnuafl en þeim er ekki hleypt þangað, sem ákvarðanir eru teknar. Ef víðar er litið um veröld kemur hið sama í ljós sem og að í þjóð- félögunum utan kirkjunnar er hlutur kvenna víða lítill. Kirkjan hefur hafið sókn til að bæta hag kvenna og vinna að jafnrétti og samvinnu karla og kvenna. Einn liðurinn í því starfi er að halda mót og ráðstefnur um gjörvalla heimsbyggðina og í maí í sumar, 7.-9. maí, var ein slík ráðstefna haldin í Járvenpáá í Finnlandi. Séra Hreinn S. Hákonarson, sem þá starfaði við Norrænu sam- kirkjustofnunina í Sigtúnum, NEI, sótti ráðstefnuna sem full- trúi íslensku kirkjunnar. Erindi Dr. Constance Parvey Við spyrjum séra Hrein um fyrirlestra ráðstefnunnar og hann segir okkur fyrst frá fyrir- lestri dr. Constance Parvey. Hún starfaði sem prestur í Banda- ríkjunum en var kölluð til Genf- ar til að annast mikið starf á vegum Alkirkjuráðsins varðandi samstarf karla og kvenna. — Erindi dr. Parvey var mjög skemmtilegt. Hún vitnaði í upp- hafi í orð Dietrich Bonhoeffer: Let us go forth and seek the church together. Hún sagði að þessi orð ættu að vera yfirskrift þessarar umræðu, þetta væri sameiginlegt verkefni kristinna manna og enginn gæti dregið sig í hlé í skjóli kynferðis. Konur og karlar í auglýsingum Dr. Parvey fjallaði um það hvernig konur væru notaðar í auglýsingum og sagði að þar væri niðurlæging konunnar hvað augljósust. Konan væri þrykkt í munstur ákveðinna hlutverka en það sama væri í rauninni að ger- ast með karlmanninn. Það er farið að nota hann meira og meira í auglýsingum og festa Séra Hreinn S. Hákonarson út- skrifaðist úr guðfræðideild ||j TOrið 1981. Hann er nú settur sóknar - prestur í Söðulsholtsprestakalli. hann í ákveðnum hlutverkum. Þetta er slæmt fyrir bæði kynin. Má kasta föðurhlut- verki Guðs fyrir róða? Hún ræddi um guðshugtakið og velti því fyrir sér hvort ekki mætti gefa föðurhlutverk Guðs upp á bátinn. Faðirinn var áður tákn styrkleika, trausts og ná- vistar. Það gildir ekki lengur í þjóðfélögum okkar. Feður eru að heiman, þeir eru ekki hinir traustu uppalendur, í uppeldinu er treyst á miklu fleiri aðila. Dr. Parvey minnti á Mary Daly, einn af brautryðjendum kvenna- guðfræðinnar, og taldi hana of róttæka í þessum efnum. Hún taldi að hjá henni gætti sterkrar tilhneigingar í þá átt að snúa hlutunum við en það væri ekki ætlunin, heldur sú að draga fram jafnstöðu. Óréttlæti í garð kvenna — almennt óréttlæti Dr. Parvey telur að skoða beri undirokun kvenna og karla í nánum tengslum við almennt óréttlæti er viðgangist í heimin- um. Hún talaði um arðrán í þriðja heiminum og kynþátta- misræmi og sagði að öll þessi mál bæri að skoða sem heild. Erindi frá Norðurlöndum Göran Agrell frá Stokkhólmi kynnti athugun, sem gerð hefur verið á hinum fjórum Norður- löndunum á samfélagi kvenna og karla í kirkjunni. Dr. Pirkko Lethiö, einn hinna fjölmörgu kvenguðfræðinga Finna, flutti erindi um umræðu innan lút- ersku kirkjunnar í Finnlandi um konur og karla í kirkjunni. Biblíulestrar voru haldnir undir stjórn Ellen Juhl Christiansen lektors frá Danmörku. Þeir voru mjög skemmtilegir og umræður voru fjörugar. Fjallað var um textann í Gal. 3, 26—28. Þau, sem lögðu orð í belg, undirstrik- uðu öll að textinn væri afar mik- ilvægur i umræðunni um stöðu karla og kvenna í samfélagi kristinna manna. Hvað hindrar samfélag karla og kvenna? Þá voru hringborðsumræður um það hvað hindrar samfélag karla og kenna. Flestir töldu að höfuðhindrunin væri hin fast- bundna hlutverkaskipting, sem ætti sér margvíslegar rætur. Ekki voru allir sammála um hverjar þær rætur væru, sumir töldu ða hindranirnar væru þjóðfélagslegar, aðrir að þær væru persónulegar og fólk gæti kannski ráðið við þær með per- Verið ekki áhyggjufullir 15. sunnudagur eftir þrenningarhátið Matt 6, 24-34. Áhyggjur þekkja allir, ungir sem aldnir. Þær fylgja lífi okkar frá morgni til kvölds, og varna mörgum svefns og hvíldar um nætur. Það eru bæði hinar smávægilegu, hversdagslegu áhyggj- ur, og hin alvarlegri vandamál, stóru „krísurnar" í lífinu. Þetta allt þekkir sá, sem flytur fjallræðuna og hvetur okkur þar og uppörvar með hvatningunni dásamlegu: „Verið ekki áhyggju- fullirf" Áhyggjur hjálpa aldrei hið minnsta, og verða oft til að bregða fæti fyrir lifsgleði og lífsvon alla. Við getum ekki komið í veg fyrir að þær láti á sér kræla, en við getum aftrað þeim frá því að búa um sig með okkur. Eða eins og Lúther sagði einhverju sinni: JÞú getur ekki varnað fuglunum að fljúga yfir höfði þér, en þú getur komið í veg fyrir það að þeir byggi sér hreiður í hári þínu!" Hann sagði líka að andstæða trúarinnar væri ekki vantrú, held- ur kvíði og áhyggjur. Vegna þess að það að trúa er að treysta þeim Guði sem Jesús Kristur birtir sem himneskan föður, sem veit og skilur og elskar. Gegn áhyggjum gefur Kristur okkur það ráð, sem virkast er: að biðja föðurinn á himnum, og fela á hendur honum allt sem áhyggjum veldur, jafnt hið smávægilega sem og torleystu vandamálin. Og svo megum við vita og treysta því, að hann muni vel fyrir sjá. „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ (FiL 4, 6-7.) sónulegu framtaki meira en gert væri. Yfirskriftir starfshópanna Starfshópar unnu af kappi og skiluðu áliti. Starfshóparnir voru sex og verkefni þeirra voru þessi: 1. Samfélag karla og kvenna. 2. Guðsmyndin og tákn- málið. 3. Mannskilningurinn — karlinn. 4. Mannskilningurinn — konan. 5. Hefðin í kirkjunni og þýðing hennar fyrir samfélagið. 6. Hvernig birtist kvenna- kúgunin í þjóðfélaginu? Ég var í starfshópnum um hefðina og það var, gagnstætt því, sem ég átti von á, afar skemmtilegur hópur. Kari Börresen frá Noregi stjórnaði hópnum. Hún flutti inngangs- orð, þar sem hún ræddi m.a. hvernig hefðin, bæði í Ritning- unni og hjá kirkjufeðrunum, hefði verið notuð til að undiroka konuna. Hún taldi að hefðin væri ónothæf, þó yrði henni ekki kastað í einni svipan. Ljóöalestur Mörtu Tikkanen Þessi ráðstefna var í rauninni of fjölmenn, þarna voru um sex- tíu manns, sem áttu ekki lengri tíma saman en tæpa tvo daga. Gestum ráðstefnunnar var boðið til Helsinki og þar var skoðuð sænsk-finnska menningarmið- stöðin Hanaholmen. Við hlýdd- um á lestur skáldkonunnar Mörtu Tikkanen. Ljóð hennar fjölluðu flest um undirokun kon- unnar. Það var magnaður kvæðalestur og mjög eftirminni- legur. Þessir andstæð- ingar kvenpresta halda greinilega að Guð sé karl- kyns. Þennan mun sér Guð á kvenprestum og karlprestum. Heilsuvika á Húsavík íslendingar leitiö ekki langt yfir skammt aö hvíld og hressingu. Heilsuvikur hafa veriö ákveönar frá 26.9.—28.11 1982 og frá 6.2.—10.4. 1983. Upplýsingar á Hótel Húsavík, Feröaskrifstofu ríkisins, Ferðaskrifstofunni Orval og Feröaskrifstofunni Útsýn. Hótel Húsavík Breiðholtsbúar Aad Groeneweg (sem áður rak Alaska í Breiöholti) hefur opnaö nýja blómaverslun aö Arnarbakka 2, Breiöholti. Viö önnumst blómaskreytingar viö öll tækifæri og leggj- um áherslu á góöa þjónustu. Haustlaukar í úrvali. Póstsendum. Opiö alla daga vikunnar frá 9—21. BREIÐHOLTSBLÓM ARNARBAKKA 2 SÍMI 79060 PÓSTHÓLF 9092 129 REYKJAVlK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.