Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 57 Árið 18% stigu þessar fjórar nunnur af SL Jóæfsreglunni á land í Reykjavík og komu sér fyrir í prestshúsinu á Landakoti. Þær eru frá vinstri: Justine, Ephrem, Thekla og Clementia. ii Elsta kapella nunnanna, síðar franskt sjúkraskýli og leikfímishús Landa- kotsskólans. Húsið var rifíð 1929. kölluð á norræna tungu munka- regla, bræðurnir munkar og klaustur þeirra munklífi. Orðið klaustur var lítt eða ekki haft á þjóðveldisöld, en stundum orðið staður (reglustaður) ef ekki þurfti að tiltaka nákvæmlega, hvert klaustrið var. í öllum þeim klaustrum, sem síðar voru stofn- uð, nema í nunnuklaustrunum, mun hafa verið Agústínusarregla. Hún var einnig kölluð kanoka- regla, bræðurnir oftast kanokar og klaustur þeirra kanokasetur (kanokalíf). Kanokar voru upp- haflega nefndir prestar þeir, sem voru í klerkaráði við dómkirkjur eða aðrar höfuðkirkjur, öðru nafni kórsbræður. Ágústínusarregla átti miklum vinsældum að fagna á Norðurlöndum er leið á 12. öld. Fyrstu klaustur af þeirri reglu munu hafa verið stofnuð í Noregi á dögum Eysteins erkibiskups, en fyrsta kanokasetrið hér á landi var sett í Þykkvabæ í Veri, 1168. Þorkell Geirason er þar hafði búið beitti sér fyrir stofnuninni, gaf mikið fé til hennar og gerðist þar sjálfur kanoki. Þorlákur Þórhallsson, síðar biskup, gerðist þar einnig kanoki þegar í upphafi. Hann hlýtur að hafa kynnst Ágústínusarreglu er- lendis, annaðhvort í París eða Lincoln, þar sem hann var við nám. Þorlákur var fyrst príor í klaustrinu, en síðan vígður til ábóta. Varð klaustrið skjótt frægt fyrir góða siðu, og svo segir í sögu Þorláks biskups, að þangað hafi farið menn „úr öðrum munklífum eða reglustöðum, bæði samlendir og útlendir, að sjá þar og nema góða siðu“. Nú eru kunnastir manna í klaustrinu á þjóðveldis- öld, auk Þorláks, þeir Gamli kan- oki, sem orti Harmsól o.fl., og Brandur Jónsson ábóti, síðar bisk- up á Hólum, sem sneri Alexand- erssögur á íslenska tungu. Þykkvabæjarklaustur var lengi höfuðsetur kirkjuvaldsstefnunnar og má eflaust rekja það til Þor- láks. Nokkrum árum síðar var kanokasetur sett í Flatey á Breiðafirði, en það var fært þaðan að Helgafelli, þótti víst enga framtíð eiga fyrir sér í Flatey. Jón Loftsson í Odda efndi til klausturs á Keldum á Rangárvöllum á efri árum sínum og lét gera kirkju og klausturhús. Ætlaði hann að helga það Jóhannesi skírara og ganga í það sjálfur. Þá var sett klaustur í Saurbæ í Eyjafirði og loks rak að því að klaustur væri sett í Sunnlendingafjórðungi, en það hafði lengi farist fyrir. Beitti Þorvaldur Gizurarson í Hruna sér fyrir stofnun þess og fékk Snorra Sturluson í lið með sér. Keypti Þorvaldur Viðey og var þar klaustur sett 1225 eða 1226. - Menningarsetur - Allt hafa þetta verið munka- klaustur, sem upp hafa verið talin, en 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu, hið eina hér á landi á þjóðveldisöld. Klaustur- haldið gekk illa, og mun fjárhagur þess hafa verið óhægur. Féll starf- semi þess niður um skeið af þeim sökum, en seint á þrettándu öld var klaustrið endurreist og vígði Árni biskup Þorláksson Agötu Helgadóttur, systurdóttur sína, til abbadísar þangað. í Kirkjubæ var Benediktsregla. Fleiri klaustur voru stofnuð, því alls voru ellefu talsins hér á landi í kaþólskri tíð. Níu handa körlum og tvö handa konum og stóðu þau öll fram að siðaskiptum, nema þau í Hítardal og Saurbæ. Stjórn klaustranna virðist hafa verið með sama hætti hver sem reglan var. Stóð ábóti oftast fyrir hverju klaustri karla. Var hann kjörinn af bræðrum en vígður af biskupi. Næstur ábóta að völdum og skipaður af honum var príor. Hann fór með æðstu völd í klaustrinu í fjarveru ábóta og við fráfall hans, uns nýr ábóti var kosinn. Príor var og æðsti maður klaustursins, ef biskup taldist hafa þar ábótavöld. Með líkum hætti voru abbadís og príor í nunnuklaustrum. íslensku klaustrin voru mikil menningarsetur eins og flest klaustur önnur í hinum vestræna heimi og átti miklar eignir. Marg- ir bræðranna í klaustrunum voru viðriðnir bókmenntir. Tveir kan- okar úr Þykkvabæ urðu biskupar, þeir Þorlákur Þórhallsson og Brandur príor hinn fróði Hall- dórsson. Kennslu í klaustrunum eða við þau er einungis getið af tilviljun en telja má víst að hún hafi farið fram að staðaldri. Námsefnið var klerkleg fræði, þótt margt þeirra væri aðeins undirstöðugreinar almennrar menntunar. I verklegum efnum fara ekki sögur af öðru en ölgerð munka. í Flugumýrarbrennu 1253 var Þórólfur munkur, ölgerðar- maður, frá Þverá. Hefur hann ver- ið fenginn til að gera öl í brúðkaupsveisluna á undan brennunni og hefur líklega skarað fram úr öðrum í þeirri íþrótt. Islensku klaustrin voru að ýmsu leyti mjög þjóðleg þótt menn lifðu þar eftir erlendum reglum. Ekkert þeirra var stofnað sem nýlenda erlends klausturs, svo að séð verði, eins og t.d. Cisterciensa-klaustrin í Noregi. Hefur nú verið rakið nokkuð upphaf klaustra á Islandi, en eftir siðabót og með drápi Jóns Ara- sonar biskups á Hólum og sona hans 1550 hurfu klaustrin af ís- landi og eignir þeirra runnu til konungs. Aldrei síðan hafa verið munkaklaustur á íslandi, en árið 1896 stigu hér á landi fjórar syst- ur af St. Jósefsreglunni og komu sér fyrir í prestshúsinu í Landa- koti. Hófu þær fljótlega að kenna börnum, en seinna að hjúkra fólki. I endurminningum systur Clem- entinu, sem var ein af þessum fjórum systrum, sem fyrstar komu til Islands til trúboðsstarfa, segir meðal annars. - Glæsileg kaþólsk söguhefð - „Af þeim þjóðum, sem siða- skiptin slitu úr tengslum við heil- aga kirkju, eru íslendingar í hópi hinna merkustu. Sögueyjan mikla langt úti við Dumbshaf á að baki sér glæsilega kaþólska söguhefð, sem leið ekki undir lok fyrr en á dögum Kristjáns III Danakon- ungs. Með yfirgangi var íslenska þjóðin svipt hinum dýrmæta fjár- sjóði trúarinnar. Hin stórfenglegu klaustur landsins voru lögð í eyði, og þjóðin varð að horfa upp á það máttvana, að prestar og biskupar væru teknir höndum og varpað í dyflissur. Jón Arason, síðasti kaþ- ólski biskupinn á Hólum, varð píslarvottur fyrir trú sína. Og lauk þannig með tignarlegum hætti langri röð kaþólskra bisk- upa á íslandi." Þegar franski presturinn séra Sjá næstu síöu Systir Vinventia En þótti ykkur ekki erfitt að læra málið? — Jú, það var mjög erfitt. Á margan hátt verra fyrir okkur því við fórum frá Þýskalandi til Dan- merkur þar sem við lærðum dönsku og síðan til íslands þar sem við þurftum að læra íslensku. Þess vegna var það erfiðara en ella. Það er eflaust auðveldara að læra íslenskuna ef komið er beint frá Þýskalandi. Hvers vegna kusuð þið að fara i opið klaustur eins og þetta en ekki lokað og strangara eins og karm- elklaustrið? — Hlutverk systranna t Karm- elreglunni er að biðja fyrir þvi landi, sem þær lifa í. Við viljum vinna og biðja. Þess vegna vildum við ekki fara í lokað klaustur. Auk þess getur ekki hver sem er gerst nunna í slíkum klaustrum. Það er sérstök köllun. Við virðum þær auðvitað mjög en við erum ekki kallaðar til þess. Finnst ykkur þið hafa séð árangur af starfi ykkar? — Við erum mjög ánægðar með það sem við erum búnar að gera hér á landi. Eru það ekki æ færri stúlkur, sem ákveða að fórna æfi sinni i þágu Drottins og eruð þið ekkert hræddar um að klaustur eigi eftir að lognast útaf í framtíðinni? — Það hefur vissulega minnkað mikið að stúlkur gangi í klaustur. Áður fyrr gengu að jafnaði 14 til 16 stúlkur í St. Jósefsregluna i Danmörku. Á síðasta ári voru það þrjár stúlkur, sem gerðust nunnur hjá reglunni. Ein og ein reyna í smátíma og finnst það svo ekki þess virði. Þær vilja ekki binda sig til æfiloka. En við höldum að það sé að aukast aftur að stúlkur gangi í klaustur. Þetta gengur svolítið í bylgjum. Og það eru allt- af fleiri og fleiri sem vilja fara í lokuð klaustur. Þar finna þær ró og frið í hjarta sér. Þar er heldur ekki eins mikil vinna. Það er líka svo að margt unga fólkið vill í æ ríkari mæli aðstoða i fangelsum og flóttamannabúðum, einnig að- stoða eituriyfjasjúkiinga. Snúa þeim aftur út í samfélagið sem heilbrigðum manneskjum. Kemur það aldrei fyrir að þið verðið bænþreyttar í öllu því um- róti, stríðum og manndrápum, hatri og djöfulskap sem á sér stað í heiminum frá degi til dags? — Við vitum að Guð heyrir allt- af okkar bænir. En kannski er það oft þannig að það sem við biðjum um er ekki alltaf það sem passar við á þessum og þessum tíma. Hann veit betur en við hvað vant- ar og hvað við þurfum. Þið skiptið um nafn þegar þið gangið í klaustur? — Já. Þær sem ganga í klaustur nú til dags fá að halda skirnar- nafninu. Áður urðum við að breyta nafninu. Þegar einhver fer í klaustur byrjar hann eða hún nýtt líf. Hann á ekki neitt og má ekkert eiga. Eins var það með nafnið áður fyrr. Rétt eins og þeg- ar stúlka giftir sig, fær hún nafn mannsins síns, allstaðar nema á íslandi. En það er líka að breytast víða. Búningurinn er hluti af þessu? — Já. Við eigum tvo. Einn til hátíðabrigða. Sniði búninganna var breytt 1968. Þá voru þeir gerð- ir nýtískulegri. Er St. Jósefsreglan ströng regla? — Ströng og ekki ströng. Hún er ekki eins ströng og hún var áður. Hún hefur aðlagast kröfum nú- tímans, gert það hverju sinni. Það er nauðsynlegt að fylgja tíðarand- anum. — Segir ekki einhvers staðar í Biblíunni að eigi skuli draga sig út úr, heldur vera mitt á milli og predika. „Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það,“ segir í Matt. 5.13. — Það segir á öðrum stað í Bibl- íunni: að þeir sem fylgi mér segi skilið við foreldra og systkin og hinn veraldlega auð. Það höfum við gert. Fylgist þið vel með því sem ger- ist úti í heimi? — Já. Við horfum á fréttir í sjónvarpinu. Við verðum að fylgj- ast með því hvað er að gerast í heiminum. Ég sé að hér eru íslenskar bæk- ur í hillum. Lesið þið mikið af þeim? — Já. Við höfum lesið nokkuð af Islandssögunum og svo Nonna- bækurnar, Bibliuna á islensku og guðspjöllin og sitthvað fleira. Eigum við ekki að láta þetta nægja? — Þú getur kannski sett þarna í endann, Guð blessi islensku þjóð- ina. — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.