Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
77
iftL^AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
Þessir hringdu . . .
Hvernig væri að
reisa kæfu
verksmiðju?
H.Þ. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Ég hef verið að lesa um það í
blððunum, að við Íslendingar eig-
um svo mikið kjöt og ættum að
gefa eitthvað af því til fátækra
landa. Mér fyndist svo sem ekkert
að því, ef við mættum einhvers í
missa, en mér heyrist á flestum að
svo sé ekki. Þess vegna hefur mér
dottið í hug, hvort ekki sé hægt að
gera betur í markaðsöflun fyrir
kjöt og kjötvörur okkar erlendis,
sérstaklega unnar kjötvörur. Væri
ekki t.d. hægt að reisa hér verk-
smiðju til þess að búa til kæfu úr
einhverju af þessu kindakjöti og
selja á markaði erlendis, þótt ekki
sé hægt að selja það í heilum
skrokkum. Veitir nokkuð af því, að
við reynum að grynna eitthvað á
erlendum skuldum þjóðarinnar.
Svona þjónusta
er fyrir neðan
allar hellur
Sesselja Ingimundardóttir, Kefla-
vík, hringdi og hafði eftirfarandi
að segj a:
— Ég hef unnið við trygg-
ingastörf og veit hversu mikið er í
húfi að sjúklingum þyki vel um sig
sinnt, hvort sem er á því stigi eða
úti í heilsugæslunni sjálfri. Mig
langar til að segja frá nýlegri
reynslu minni, heldur óskemmti-
legri, þar sem ég Jjurfti sjálf á
þjónustu að halda. Eg átti pantað-
an tíma á heilsugæslustöðinni.
Þar sem viðkomandi læknir sem
ég átti pantaðan tíma hjá var ekki
viðlátinn, var mér komið að hjá
öðrum lækni. Ég er ævi-blóðþrýst-
ingssjúklingur og mig vantaði lyf,
auk þess sem ég ætlaði að láta
mæla þrýstinginn, en það tekur
ekki nema örskamma stund. Ég
þáði því boðið með þökkum og fór
til læknisins. Þegar ég kem til
hans neitar hann að mæla hjá mér
blóðþrýstinginn, segist aðeins
hafa tekið að sér að skrifa upp á
lyfseðil, en ekkert meir. Og mann-
inum varð ekki þokað í þessari
ákvörðun sinni. Ég hafði tekið mér
frí í vinnu til að komast í þennan
viðtalstíma, svo að mér sárnaði
þetta, auk þess sem maðurinn var
ekkert að reyna að dylja óþolin-
mæði sína: „Þú getur látið þinn
lækni mæla þinn blóðþrýsting,"
sagði hann með þjósti. Þó eru eng-
ir heimilislæknar í Keflavík og
maður vitjar aðeins vakthafandi
lækni heilsugæslustöðvarinnar
hverju sinni. Mér finnst svona
þjónusta fyrir neðan allar hellur
og langar til að vita, hvort fleiri
Keflvíkingar hafa fengið móttök-
ur í þessum dúr.
Stórgóður og lif-
andi flutningur
6350-7148 hringdi og hafði eftir-
farandi að segja:
— Fyrst af öllu langar mig til
að þakka framúrskarandi flutning
á Bangsímon í Morgunstund barn-
anna. Þar sannast það ótvírætt, að
ungir og aldnir geta haft ómælda
ánægju af sömu hlutum. Ég las
þessa sögu upp til agna fyrir
drengina mína, sem nú eru upp-
komnir menn, og man eftir
ógleymanlegum upplestri Helgu
Valtýsdóttur á sögunni, hinnar
miklu listakonu. Hjalti Rögn-
valdsson leikari á þakkir minar og
annarra fyrir stórgóðan og lifandi
flutning. Hvers vegna fáum við
ekki fleiri leikara sem upplesara í
útvarpið? Ég þarf ekki að taka
fram þann mismun sem er á flutn-
ingi þeirra á efni, af hvaða tagi
sem er, og flutningi óreyndra les-
ara. Og hér er önnur spurning og
svar óskast: Hver er munur á tón-
leikum og stórtónleikum? Ég
minnist þess ekki að hafa heyrt
þetta fyrr. Eða voru Pavarotti-
tónleikarnir auglýstir þannig á
sinum tima?
Setjum flúor-
inn í gosið
Olafur í Kópavogi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég hef svolítið verið að fylgj-
ast með þessu tannskemmdamáli
og flúortali. Mér hefur dottið í hug
ráð við því öllu saman. Það er að
blanda flúor í gosdrykkina. Stað-
reyndin er nefnilega sú að krakkar
hér lifa vart á öðru en gosdrykkj-
um og sælgæti, og það er að sjálf-
sögðu meginástæðan fyrir þessum
miklu tannskemmdum: sælgæt-
isát og gosdrykkjaþamb. Það kem-
ur að litlu gagni að setja flúor í
vatn, því að þetta fólk smakkar
aldrei vatn. Setjum því þetta
undraefni bara í gosið. Þá kemst
það til skila.
Hvað er á bak
við þessa gffur
legu ásókn?
Dr. átján hringdi og hafði eftir-
farandi að segja:
— Ég er hérna með eina stutta
spurningu eftir að hafa hlustað á
viðræðuþáttinn í sjónvarpinu á
þriðjudagskvöldið. Mig langar
hálfpartinn til að vita, hvernig
stendur á þessari gífurlegu ásókn
útgerðarmanna í að fá að halda
áfram þessum bullandi taprekstri,
sem virðist engin smuga til út-
göngu úr? Mér fyndist forvitnilegt
fyrir almenning að fá að vita hvað
er á bak við það að menn sækjast
eftir þessu.
Vísa
vikunnar
Ó, maður, hve minningar
sveima
eins og myndir á hvítri voð.
I hænsnakofanum heima
var haninn æðsta goð.
Hákur
1K.arli»að'
UI skóla-
stjón
EiriWMO®
hefw
Ere»»* I
1 rerik
H»»»
fcetw I
,i***to»»
20*1« 1
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Jón rétti fram vinstri hendina, þegar Páll lyfti
hægri hendi.
Rétt væri: Jón rétti fram vinstri höndina, þegar Páll lyfti
hægri hendi.
SlGeA v/öGA g A/LVtRAU
ýú ví/m 'ftÚA Wíffi YIÉtf
WK/ OVt SUÍ tíýftjm 40 VASTftWA V/A/VA
Wou MT/tf A WföTOTÖW/ 06 OW-
p5/K AD V/Ó/V 6TT/ V4W WWVTÁm
WAUPLfáGimi
Alúöarþakkir fœri ég öllum þeim, sem glfíddu mig meö
margvíslegum hætti á áttrœöisafmæli mínu 29. ágúst sL
og geröu mér daginn ógleymanlegan.
GuÖ blessi ykkur öU.
ANNA ÓLAFSDÓTTIR
FRÁ GUNNHILDARGERÐI.
POLYFONKORINN
Lærið að syngja
Auöveld leiö aö hefja söngnám, Kórskóli Pólýfónkórsins
tekur til starfa 4. október.
Pólýfónkórinn óskar einnig eftir góóu
söngfólki, einhver tónlistarmenntun
áskilin.
Innritun og uppl. í síma 21424 á skrifstofutíma og
símum 82795 og 45799 á kvöldin.
ALLTAF Á tRIÐJUDÖGUM
MáA*'
MCENROE
MILLJÓNAMÆRINGUR
MEÐ MINNIMÁTTARKENND
DÆMA ÍSLENSKIR
KNATTSPYRNUDÓMARAR
MEÐ EYRUNUM?
ENSKA OG ÞYSKA
KNATTSPYRNAN
Itarlegar og spermandi íþróttafréttir
s