Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 4

Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Nguyen van Binh, erkibisk- up (til hægri), gekk til samninga við stjórnina í Hanoi; hann hefur þótt samvinnuþýður við hin kommúnísku yfirvöld landsins. Verena Stem: Jafnvel fjöllín myndu flýja ef þau hefðu fætur A ferð um Suður-Vietnam, sjö árum eftir valdatöku kommúnista. Ríkisstjórninni í Hanoi tókst bæði mjög fljótt og rækilega að baka sér varanlegar óvinsældir meðal íbúa Suður-Vietnams. I Saigon sést sjaldan nokk- ur brosa lengur. Ardegis á sunnudegi, klukkan er orðin níu, og ég stend og bíð fyrir framan dómkirkjuna í Ho Tsji Minh-borg. Guðsþjónustan byrjar ekki fyrr en eftir hálftíma. Ég er nú þegar bú- in að labba mörgum sinnum um- hverfis þessa rauðu nítjándu aldar múrsteinsbyggingu, staðnæmist alltaf fyrir framan hliðardyr kirkjunnar á vesturhliðinni og beini leitandi augnaráði um lysti- garðinn, sem nær alveg upp að kirkjunni, handan götunnar. Þau hlytu að koma gegnum garðinn. í laumi er ég að vonast eftir því að hitta Nguyen-hjónin. Þessi fyrrverandi prófessor í læknis- fræði við háskólann í Saigon og kona hans eru á meðal þeirra ör- fáu kunningja minna, sem ég veit með vissu að búa ennþá í Saigon, fyrrum höfuðborg Suður-Viet- nams — nú umskírð Ho Tsji Minh-borg. Hér áður fyrr höfðu þau aldrei misst af hámessunni á sunnudögum. Ég hafði ekki árætt að heimsækja þau á heimili þeirra, enn sem komið var. Viet- nömum er stranglega bannað að hafa nokkur einkasamskipti við útlendinga, það hafði ég heyrt hvað eftir annað. Rússnesk-vietnömsk vinátta Lítil stúlka færir mér skrautnál með litlum kringlóttum skildi á að gjöf. Nálin er ætluð til þess að stinga í jakkaboðunginn sem skrauti, og á skildinum er upp- hleypt græn eldflaug á rauðum grunni, og minnir myndin fremur á jólatré. Nálin er gerð til minn- ingar um fyrstu sameiginlegu geimflaug Rússa og Vietnama. Hér og þar í borginni má ennþá líta risastór veggspjöld með myndum af geimförunum tveimur og áletruninni: „Lengi lifi vinátta Rússa og Vietnama." í sýningar- gluggum getur að líta nýjustu fréttamyndir um lífið í Moskvu, en enginn virðist veita þeim neina sérstaka athygli. Ég sting einum af þessum kryppluðu og snjáðu dong-seðlum í hönd litlu stúlkunn- ar; hef þessa seðla samanbrotna og til reiðu hvern út af fyrir sig í handtöskunni minni. Þá kem ég auga á hana, þar sem hún kemur gangandi gegnum lystigarðinn, Madame Nguyen Tri Hunh, hávaxin og grönn; hún er dóttir fransks embættismanns í nýlendunni og vietnamskrar eig- inkonu hans; hún er ein á ferð. Þegar hún kemur auga á mig, trú- ir hún í fyrstu ekki sínum eigin augum. Ég kinka kolli til hennar svo varfærnislega, að enginn tekur eftir því og geng á undan henni inn í kirkjuna. Við krjúpum sam- an í fimmtu bekkjaröðinni á hálf- rökkvuðum stað fyrir framan gilda súlu, en þá getur enginn á bak við fylgst með okkur. Ég ýti til hennar litlum miða, sem ég hafði áður skrifað skilaboð á: „Bý á Palace-hótelinu." „Viljið þér koma og drekka te með mér seinna í dag?“ spyr hún hvíslandi á þessari fallegu og óaðfinnanlegu frönsku, sem mað- ur heyrir jafnvel sjaldan í sjálfri París. Ég lít undrandi á hana: „Er það ekki of hættulegt?" „Guð minn góður," segir hún, „með hverju ættu þeir svo sem að geta hrætt okkur núna, eftir allt það sem á undan er gengið?" Orð- in eru full biturleika. „Hvar er eiginmaður yðar?“ spyr ég. „Hann dó í lok siðasta árs. Hann hafði svo miklar áhyggjur af Thanh, það braut niður þrek hans.“ „Er Thanh þá ekki enn kominn aftur?“ „Nei,“ segir hún, „hann er ekki kominn ennþá.“ Samkomulag milli kaþólskra og kommúnista Það er Paul Nguyen- van Binh erkibiskup sem flytur messuna. Hann svarar neitandi beiðni minni um viðtal, sem ég hafði með leynd leitað eftir við hann. Hann hefur náð vissu samkomulagi við kommúnistana. „Kirkjan hefur nú lært að laga sig að nýjum þjóð- háttum og nýju gildismati, hún þarf ekki lengur að óttast ofsókn- ir.“ Þannig hljóðaði yfirlýsing erkibiskupsins í Saigon eftir heimsókn hans til Hanoi fyrir tæplega fimm árum. Kaþólikkar í Vietnam eru að- eins um 7 prósent af allri íbúatölu landsins. Éftir fyrsta vopnahléið og skiptingu Vietnams árið 1954 höfðu flestir kaþólikkar flúið frá Norður- til Suður-Vietnams. Á valdatíma hinna kaþólsku einræð- isherra, Diems og Thieus, voru kaþólskir menn alls staðar hátt- settir í stjórnsýslu og í hernum — og óttuðust því mest allra hefnd kommúnista eftir valdatöku þeirra árið 1975. Núna er dómkirkjan fullskipuð kirkjugestum; kirkjusóknin er mun meiri en á dögum Diems og Thieus. Á stórhátíðisdögum eins og á páskum og jólum verður að koma fyrir hátölurum á torginu fyrir utan, til þess að mannfjöld- inn geti fylgst með messunni. „Þetta er dapurlegt land með döpru fólki," segir Nguyen Tri Hunh, „hver og einn leitar sér huggunar einhvers staðar." Sjö árum eftir stríðslok er ég sem sagt aftur komin til Vietnam. Þetta er óþýðlegt land. íbúar þess eru óþýðlegir og fáskiptnir. Þrátt fyrir alla ringulreiðina, sem ríkti í Suður-Vietnam í stríðinu, átti fólkið alltaf létt með að brosa vingjarnlega. „Lien-xo!“ hrópa börnin á eftir mér á götunni eða þegar ég fer akandi um landið. Það þýðir „Sovétríkin". Hér áður fyrr kölluðu þau „My-tsjá“ (Amer- íka). Núna fleygja þau smástein- um eða sandi á eftir mér. Hinir fullorðnu horfa kuldalega beint fram fyrir sig eða til hliðar. Það er bannað að hafa nokkurt samband við útlendinga. Skyldi líka vera bannað að umgangast hina vin- samlegu Rússa? Ég fæ brátt svar við þeirri spurningu. Franska við lýði, en enskan gleymd Fyrir utan starfslið gistihús- anna, virðist enginn í Saigon kunna lengur ensku. Hver sá, sem kunni ensku, hefur fyrir löngu far- ið úr landi fyrir fullt og allt, er mér sagt seinna. Hinir, sem eftir urðu, hafa fyrir löngu týnt niður enskukunnáttu sinni vegna þess hve fá tækifæri gefast til að tala þá tungu — eða þá að menn halda þeirri kunnáttu sinni leyndri. Franska, tungumál fyrrverandi nýlendu-herraþjóðarinnar, er ekki eins illa séð í Vietnam nú á dögum eins og tunga hinna svonefndu heimsvaldasinna. En frönsku tala hins vegar næstum eingöngu þeir, sem komnir eru yfir fimmtugt. Til dæmis roskni, virðulegi maðurinn, sem ávarpar mig á aðalpósthúsinu og kemur strax að efninu: „Gjörið svo vel að gefa mér fimm dong, Madame, verið þér svo góðar, fjöl- skjrlda mín sveltur." Á bókagrindunum, sem standa undir berum himni við Calmette- breiðgötuna, leita ég að viet- namskri orðabók. Það er alls ekki svo auðvelt að finna hana. Loksins grefur einn bóksalanna upp snjáða bók í rauðu plastbandi með gylltu letri. „Brautryðjendaverk í gerð ensk-vietnamskrar orðabók- ar“, les ég í formála bókarinnar; hún var gefin út í Hanoi árið 1950. Bóksalinn vill fá 40 dong fyrir bókina; það eru um 200 ísl. krónur eða mánaðarlaun verkamanns í Vietnam núna. En bóksalinn vill ekki lækka verðið um eitt einasta xu. Ensk-vietnamskar orðabækur eru mjög eftirsótt fágæti — þetta eru eftirsóttar bækur af þeim, sem vilja læra ensku í laumi, af því að þeir ætla að hverfa úr landi. Á nóttunni reyni ég að æfa mig í að mynda nokkrar einfaldar setningar á vietnömsku. Við morgunverðarborðið æfi ég hina réttu tónhæð — af sex mögulegum — fyrir hvert orð, og nýt við það aðstoðar þjónustustúlkunnar, sem gengur um beina. Ég er að vona, að ofurlítil kunnátta í vietnömsku hjálpi til gera ískalt andrúmsloft- ið í kringum mig svolítið hlýrra. Stúlkurnar frá ferða- skrifstofu ríkisins Saigon, þessi hóruborg fyrri tíma, þar sem stúlkurnar buðu hverjum sem var þjónustu sína sem hermannadækjur, er ekki orð- in neinn siðsemdarstaður nú á dögum, en borgin hefur verið hreinsuð mjög rækilega. Lasta- bælið Saigon líkist kannski einna helzt líkhúsi. Líkið er til sýnis. Á laugardagskvöldum er dansað á Hótel Rex. Chan sækir mig stundvíslega klukkan átta; hann er túlkur og leiðsögumaður hjá ferðaskrifstofu ríkisins í Saigon. „Þetta er bezta tækifærið til þess að ná sambandi við íbúa borgar- innar," hafði Chan sagt við mig. Salurinn er á annarri hæð hótels- ins og var áður notaður sem liðs- foringjaklúbbur Banda- ríkjamanna. Það er næstum því niðamyrkur þarna inni. Fyrir ofan dansgólfið snýst speglahjálmur, sem endurkastar ljósinu frá rauð-gul-grænum ljóskösturum síleiftrandi og slokknandi á víxl. í ljósglömpunum birtist fólkið á dansgólfinu rétt sem snöggvast grámóskulegt í framan, í afkára- legum fettum. 15 manna hljóm- sveit, allt rosknir menn, spilar há- væra pop- og rokkmúsík af eldri gerðinni, en inn á milli heyrast svo þýðari danslög eins og „Yest- erday" og „Dónárvalsinn". Það sést ekki einn einasti vietnamskur karlmaður á dansgólfinu en aftur á móti fjöldi fríðra vietnamskra stúlkna, sem eru að dansa við evr- ópska karlmenn, Rússa, Austur- Þjóðverja, Búlgara og Tékka, sem eru að vinna við verkefni, er telj- ast þróunarhjálp viðkomandi landa í Vietnam. „Af hverju komuð þér ekki með konuna yðar?“ spyr ég túlkinn Chan. „Hún hefur ekki leyfi til að koma hingað." „En hverjar eru þá þessar viet- nömsku stúlkur?" spyr ég aftur. „Þetta eru afgreiðslustúlkur í ríkisreknu verzlununum." „Já, en hvers vegna er þeim þá leyft að koma hingað?" „Það er ferðaskrifstofa ríkisins, sem borgar þeim fyrir að koma,“ svarar Chan. „Hvað borgar ferða- skrifstofan þeim?“ „Tíu dong fyrir kvöldið." „Táknar það, að þið séuð nú þeg- ar búnir að þjóðnýta vændið?" spyr ég. Chan lítur sem snöggvast gremjulega á mig: „Ef þér viljið endilega orða það þannig, já.“ Þetta reyndist þó einungis rétt að vissu marki. Þegar dansleikn- um lýkur um klukkan ellefu, fara flestar stúlkurnar saman heim- leiðis í hópum eða þær eru sóttar af lítilli rútu frá ferðaskrifstofu ríkisins. Aðeins þær stúlkur, sem falið hefur verið „sérverkefni" mega stofna til nánari kynna við útlendingana. Útiskemmtun í Saigon Á laugardagskvöldum býr Saigonæskan sér sjálf til sína eig- in spennandi afþreyingu. Skömmu eftir kl. níu um kvöldið eru allar akreinarnar á Boulevard Hue fyrir framan gistihúsið mitt auðar og tómar. Stöðugt fleira fólk tekur hins vegar að safnast saman á gangstéttunum báðum megin breiðgötunnar og inn á milli sölu- turnanna á eyjunni í miðri göt- unni. Klukkan hálftíu um kvöldið hefst svo kappaksturinn: með skelfilegum ærandi hávaða og í grábláum útblástursskýjum æða unglingarnir eftir breiðgötunni á skellinöðrum og skröltandi mót- orhjólum, alveg niður undir Saig- on-fljót og svo aftur uppeftir göt- unni. Nokkrir þeirra eru með stúlkurnar sínar á baksætinu og aka um í stórum sveigjum og beygjum með hallandi hjóli frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.