Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 5

Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 53 annarri gangstéttinni til hinnar; aðrir aka án þess að halda í stýrið eða þá standandi uppi á sætinu. Áhorfendurnir klappa hinum fífldjörfu ökumönnum lof í lófa fyrir ökukúnstirnar. Lögregluþjónninn í sandgulum einkennisbúningi, sem stendur venjulega á götuhorninu fyrir framan hótelið með M-16-riffil sér um öxl, hefur fengið tvo óvopnaða starfsbræður sína með sér sem liðsauka. Ég spyr einn þeirra: „Er þessi kappakstur bannaður?“ „Ekki beinlínis bannaður," segir hann, „en þetta fólk veit auðvitað, að svona framferði samsvarar ekki hinni sönnu sósíalísku hegð- un.“ Eftir um það bil klukkustund hljóðnar hávaðinn; benzínið er of dýrmætt í Vietnam. Hver mót- orhjól-eigandi fær aðeins fjögurra til sex lítra skammt af benzíni á mánuði. Á svarta markaðnum kostar benzín 50 ísl. krónur lítr- inn. Húseigendur hírast í garðhúsunum Seinni hluta dagsins eftir kirkjugöngu fer ég í stórum boga út frá gistihúsinu í áttina til Rue Pasteur. Við þessa götu, sem ligg- ur upp frá Saigon-fljóti og þvert í gegnum alla miðborgina, bjuggu hér áður fyrr efnaðir miðstétt- armenn í fallegum einbýlishúsum með súlnaskreytingum í nýlendu- stíl. Núna heitir gatan „Nguyen Thi Minh Khai“, en Saigon-búar kalla hana ennþá Pasteur-götu. Það er skynsamlegra að vera fót- hún er sú að fá aftur að sjá einka- son sinn, Thanh. Hann er doktor í þjóðhagfræði og var kallaður í herinn þegar hann hafði lokið námi. Síðast var hann orðinn flugforingi í suður-vietnamska flughernum. Árið 1974, einu ári áð- ur en kommúnistar komust til valda í Suður-Vietnam, hafði hann fengið sig lausan úr hernum og gerðist umboðsmaður kana- dísks fyrirtækis í Saigon. Það stoðaði honum ekkert, því fjórum vikum eftir valdatökuna og svonefnda frelsun Suður-Vietnam handtóku kommúnistar hann og fluttu á brott. „Fyrst var hann í eins mánaðar pólitiskri endurhæf- ingu að sögn hinna nýju kommún- ísku yfirvalda,“ sagði Madame Hunh „þeir sögðu í þá daga í einn mánuð. Nú eru liðin sjö ár. Þeir hafa víst heldur lítið tímaskyn." Eftir eitt ár var Tanh sendur til Norður-Vietnams. Þar er hann ennþá í fangabúðum um 200 km frá Hanoi. Einu sinni i mánuði fær Madame Hunh ritskoðað bréf frá honum. Tanh hefur hlotið endurmenntun sem trésmiður á þessum árum, en foreldrarnir urðu að greiða kostnaðinn við tré- smíðanám hans. Allt í allt urðu það rúmlega fimm þúsund banda- ríkjadalir, sem þau urðu að greiða kommúnistastjórninni í því skyni. Á síðasta ári féll Tanh fjögurra metra fall ofan af húsþaki, þar sem hann var við vinnu, og braut báða fótleggi. „Þá bugaðist mað- urinn minn alveg," segir Madame Hunh, „hann vissi hvað ástandið er slæmt að því er varðar alla læknishjálp í Norður-Vietnam. j Þetta drap hann.“ Fjöllín myndu flýja... í óteljandi skipti varð hann að lýsa því skriflega, að hve miklu leyti pólitísk endurhæfing og lík- amleg vinna hefði breytt honum. Breytt — til hvers? Chuong er í augum hinna kommúnísku yfir- valda „ópersóna“, einnig eftir að hann hefur verið látinn laus úr þrælkunarbúðunum: Hann má ekki fá nein persónuskilríki af- hent, hann fær enga skömmtun- arseðla og enga vinnu. Konan hans er farin frá honum með bæði börnin og býr núna með öðrum manni. „Eg á einskis annars úr- kosta en að flýja eða þá að ráða mig af dögum." „Viö vitum einkar vel, aö landar okkar í Suöur- Vietnam hafa oröiö aö þola langvínnt hernám, og menn uröu þó eins og allir aörir aö stunda einhverja vinnu til aö framfleyta sér og sínum. Viö munum því ekki refsa mönnum, né reyna aö hefna okkar á þeim, heldur munum viö koma á lýöræöislegu og framfarasinnuöu skipulagi í ríki, þar sem hver og einn getur fundiö sinn rétta staö í lífinu." Þetta var loforðið, sem forseti þjóðfrelsishreyfingar Vietnams, Nguyen Huu Tho, gaf Suður- Vietnömum við valdatöku komm- únista í apríl 1975. Eftir að landið hafði aftur verið sameinað, hinn 2. júlí 1976, var Tho ýtt til hliðar og gerður að varaforseta ríkisins, en flúði á síðasta ári, þær fréttir, að dóttir þeirra hefði nú fengið land- vistarleyfi í Ástralíu. Við göngum framhjá dökkum geymsluskúr við Saigon-fljót og beygjum svo inn í „Gong Tru“. Það er svo til engin lýsing á götunni. Á gangstéttunum situr fólkið um- hverfis steinolíutýrur. Jjien-Xo,“ hrópa börnin á eftir okkur, hinir fullorðnu horfa þegjandi og fjandsamlega á okkur. Til vonar og vara göngum við eftir miðri akreininni; við og við fáum við smástein i bakið. Við álítum, að við höfum fundið rétta húsið, en það er nær ómögu- legt að sjá húsnúmerið í myrkr- inu. Við göngum fram og aftur og vitum ekki almennilega, hvað við eigum að gera. Þá bremsar allt í einu einhver á reiðhjóli rétt við hliðina á okkur. Við stökkvum skelfingu lostnar til hliðar. Mað- urinn á reiðhjólinu segir lágt: „Ég tala frönsku og svolítið í ensku. Get ég hjálpað ykkur?“ Við segj- um honum húsnúmerið og nafn fjölskyldunnar. Jú, við erum á réttum stað. Fréttin um það, að við séum engir Rússar, virðist hafa breiðzt út eins og eldur í sinu um næsta nágrenni; bláókunnugt fólk kemur og heilsar okkur. Nú þegar vitað er, að við erum ferðamenn frá Vesturlöndum, erum við á svip- stundu umkringdar fjölda fólks, sem hefur upp fagnaðarlæti og klappar saman höndunum um leið og okkur er fylgt upp stigann upp á aðra hæð hússins. Við erum orðnar mjög óttaslegnar, því svona mikil læti hljóta að vekja athygli lögreglunnar og kalla á að- gerðir hennar. „Er það ekki Mótorhjólið er stöðutákn i Saigon. í Saigon er rekinn blómlegur svartur markaður. vegna hins ahrarlega vöruskorts i landinu hafa kommúnistar ekkert gert til að hindra þennan verzhinarmáta. Vörurnar á svarta mark- aðnum eru flestar komnar úr þeim pökkum, sem víetnamskir flóttamenn senda ættingjum sínum frá Vesturlöndum. gangandi, því þannig er auðveld- ara að hafa auga með því, hvort einhver elti mann „svo lítið beri á“. Eftir þrjá stundarfjórðunga hef ég fundið húsið aftur. Madame Nguyen Tri Hunh býr núna í einu herbergi í garðhúsi bak við einbýl- ishúsið, þar sem þjónustufólkið bjó áður. Hinir nýju valdhafar slógu eign sinni á íbúðarhús læknaprófessorsins og konu hans; þar býr háttsettur maður í komm- únistaflokknum með fjölskyldu sinni. Þau eru frá Norður-Viet- nam, og sem stendur eru þau í sumarleyfi norður í Hanoi. Madame Hunh ýtir skröltandi tevagni á undan sér, þegar hún kemur inn í herbergið, þar sem ég sit og bíð. Hún hellir í bollana og segir afsakandi: „Teið er ósköp þunnt, því tímarnir hafa breytzt. En mér tókst að minnsta kosti að ná í svolítinn sykur.“ Hún býr í þessu eina herbergi innanum ein- tómt drasl. „Við urðum að selja öll húsgögnin okkar smátt og smátt til þess að geta lifað. Það er allt farið, sem við áttum." Eftir að maðurinn hennar andaðist á síð- asta ári á hún aðeins eina ósk og Tanh er nú orðinn 43 ára. „Haf- ið þér nokkra hugmynd um, hve lengi hann á að vera ennþá í vinnubúðunum? — „Já,“ segir hún og hin blæbrigðaríka, hljómfagra rödd hennar verður allt í einu hljómlaus. „í hitteðfyrra skrifaði hann bréf: Enn fimm ár í viðbót." Hún hellir í flýti aftur í bollana til þess að reyna að leyna þeim harmi, sem ætlar að yfirbuga hana. Það er stöðugt að koma fleira fólk inn í þetta litla, skugga- lega herbergi. Við hliðina á mér á snjáðum legubekknum situr Chuong, einn af vinum Tanhs. Hann var áður flugmaður hjá flugfélaginu „Air Vietnam". Hon- um var refsað með fimm ára vist í pólitískum endurhæfingarbúðum kommúnista, Tan Bien, við Tay Ninh, skammt frá landamærum Kampútseu. Hann var látinn laus 1. maí í fyrra. Hann varð að stunda skógarhögg, vinna sem járnsmiður; matarskammturinn var tvær skálar af hrísgrjónum á dag, og hann léttist um 15 kg. Meira gat hann ekki lagt af, og ennþá er hann ekkert nema skinn- ið og beinin. sú staða er því sem næst alveg áhrifalaus í Vietnam nútímans. Samkvæmt ágizkunum Amnesty International eru enn — 7 árum síðar — um 300.000 manns í haldi í þrælkunarbúðum kommúnista, sem þeir sjálfir hafa gefið heitið „endurhæfingarbúðir". „Ríkisstjórninni i Hanoi,“ segir Madame Hunh, „hefur tekizt bæði mjög fljótt og rækilega, að fá allt fólkið í Suður-Vietnam upp á móti sér. Næstum því hver einasti mað- ur hér hugsar mest um það, hvort honum muni takast að flýja. Hver einasti. Ef fjöllin hefðu fætur, myndu einnig þau flýja land.“ Þegar einhverjum tekst að flýja, samfagna honum allir, sem til hans þekkja, og það er litið á við- komandi sem hetju. Síðasta óskin Á mánudagskvöld fylgi ég ástr- alskri hjúkrunarkonu, Lynette, sem þarf að fara í heimsókn á einkaheimili í borginni. Hún hefur unnið í eitt ár í flóttamannabúð- ætlar núna að færa foreldrum vietnamskrar kennslukonu, sem hættulegt fyrir yður, að við skyld- um koma hingað heim til yðar?“ spyrjum við föðurinn Dung. „Nei, nei, alls ekki,“ segir hann, „lögreglan veit hvort eð er um alla mína hagi. Nú, hvað geta þeir svo sem gert?“ Lítil, feimnisleg stúlka gægist fram á milli fóta gamla mannsins. „Þetta er hún Kieu, ein- asta barnabarnið mitt,“ segir Dung. Móðir hennar dó skömmu eftir að barnið fæddist. Faðir Kieu litlu, elzti sonur Dungs, flúði til Hong Kong fyrir fjórum árum og hefur reynt að fá því framgengt, að dóttir hans megi fara á lögleg- an hátt frá Vietnam. En viet- nömsk yfirvöld vilja ekki sleppa henni úr landi. „Ef hún Kieu litla fengi að fara til föður síns, gæti ég dáið róleg- ur,“ segir Dung. Hann er rúmlega sextugur að aldri og þjáist mjög af hjartveiki. Það er heldur ólíklegt, að Dung eigi eftir að fá ósk sína uppfyllta: Vietnam nú á dögum er naumast hægt að kalla landið, þar sem óskir manna rætast. * Greinarhðfundur hefur breytt nöfnum þeirra Saigon-búa, sem talað var við. Helgarferö frá kr. 3.731.- OStO Helgarferö frá kr. 3.870.- Helgarferö frá kr. 3.227.- fm MMt Helgarferö frá kr. 5.000.- Vikuferö 5.—12. okt. kr. 5.675.- HUiR Helgarferö frá kr. 4.841,- FERDA.. MIDSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.