Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 6

Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 54 Sextugur: Páll Pálsson hrepp- stjóri á Borg í dag er Páll Pálsson, bóndi og hreppstjóri á Borg í Miklahoits- hreppi, sextugur. Verðugt væri að skrifa góða grein um svo ágætan samferðamann og sveitarhöfð- ingja, en stutt afmæliskveðja verður að nægja að þessu sinni. Ýmir munu ætla, að Páll sé borinn og barnfæddur Snæfellingur, en svo er ekki. Hann er fæddur og uppalinn við ísafjarðardjúp. For- eldrar hans voru bændahöfðing- inn Páll Pálsson í Þúfum og Björg Andrésdóttir, kona hans. En eig- inkona Páls á Borg er Inga Ás- grímsdóttir Þorgrímssonar á Borg í Miklaholtshreppi og þar hafa þau hjón búið allan sinn búskap. Börn þeirra eru Páll verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Hafdísi Hall- dórsdóttur Benediktssonar frá Hellissandi; Ásgrímur bifreiða- stjóri, sem býr í Gröf, ásamt heitkonu sinni Helgu Tryggva- dóttur frá Vöglum í Eyjafirði; Auðunn húsasmiður á Borg, kvæntur Rósu Einarsdóttur; Arndís og Björgvin heima á Borg hjá foreldrum sinum. — Þeir, sem leið eiga um Miklaholtshrepp og eitthvað líta í kringum sig, komast varla hjá því að veita Borg sér- staka athygli, svo og Minni-Borg, þar sem mágur Páls, Halldór Ás- grímsson, býr með sinni fjöl- skyldu. Á þeim jörðum er stór- mannlega hýst og vel búið. Ofar túnum rís klettaborgin sjálf, tign- arleg náttúrusmíð, mótuð af meistarahöndum, fegurst á þá hlið sem að fjallinu veit, segir Ásgrím- ur á Borg. Og yfir byggðinni gnæfa Ljósufjöll í allri sinni dýrð. Páll á Borg hefur auk mikilla umsvifa og búsýslu heima fyrir unnið mörg og mikilvæg störf í þágu sveitar sinnar og sýslufélags. Hann hefur setið í hreppsnefnd og lengi verið hreppstjóri Miklhrepp- inga. Árum saman markavörður héraðsins og unnið m.a. í fast- eignamats-, úttektar- og jarða- nefndum. Hann hefur átt sæti á aðalfundum Stéttarsambands bænda og búnaðarþingi. Öll störf, sem Páll tekur að sér, rækir hann af samvizkusemi, trúmennsku og reglusemi í hvívetna. Páli hefur hlotnazt sú gæfa að eignast góða konu og einstaklega samhenta og trausta fjölskyldu, sem lítur á Borg sem óðal, heimkynni og at- hvarf, þó að leiðir kunni að liggja að heiman á stundum. Á þessum tímamótum sendum við hjónin afmælisbarninu beztu þakkir fyrir góð kynni og vináttu og árnum fjölskyldunni á Borg allra heilla á komandi árum. Friðjón Þórðarson Getur borgað sig að sóða ekki út f SAMVINNU við Flugleiðir hefur Pylsuvagninn í Austurstræti ákveðið að brydda upp á nýjung til að reyna að stuðla að auknu hreinlæti í mið- borginni. Fær hver viðskiptavinur pylsu- vagnsins, sem hendir pylsubréfun- um í þar til gerðar ruslatunnur við vagninn, afhentan sérstakan happdrættismiða, sem gerður hef- ur verið af þessu tilefni. Miðar þessir gilda í happdrætti sem dregið verður í síðar á árinu. Fær vinningshafinn að launum helgarferð til Luxemborgar og ókeypis máltið á veitingahúsinu Cockpit Inn, sem er í eigu Valgeirs Sigurðssonar. Kjörorð pylsuvagnsins hefur í ár verið „hreint torg“ og hafa allir starfsmenn hans verið klæddir þar til gerðum vinnufötum með þeirri áletrun á. SÆNSKA 0DUX) HEILSURÚMIÐ í dag eru allir helstu fagmenn á þessu sviði á sama máli og DUX: Fyrirmyndardýnan á að hafa mjúkt efra lag og hart neðra lag, þannig að hryggurinn hvíl- ist alltaf í eðlilegri stellingu. DUX hefur ávallt framleitt dýnur í samræmi við þessa reglu. En það er fyrst með tækniframförum nú- tímans, sem tekist hefur að sanna að DUX- reglan býður upp á einstæðan svefn og betri slökun. Á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur umfangsmiklum rannsóknagögnum verið safnað saman. í þeim kemur hvað eftir annað í ljós að DUX-dýnan ber af öðrum. Leyndardómur DUX-dýnunnar felst í tvö- faldri fjöðrun úr sérstöku stáli. Harður neðri hlutinn tryggir djúpfjöðrun og tekur á móti öflugum hreyfingum. Efri hlutinn, sem er mýkri, gefur eftir þar sem hann verður fyrir þrýstingi og lagar sig þannig að líkamanum. Hann lætur undan þrýstingi frá öxlum og mjöðmum, en styður þægilega við mitti og fótleggi. Meira en 1000 gormar eru til taks að bregð- ast við sérhverri hreyfingu líkamans. Með tilliti til gæða er Dux einnig öðrum dýnum fremri. Sérhver hlutur er valinn af kostgæfni með hliðsjón af því hlutverki, sem honum er ætlað. Dýnurnar gangast undir prófanir, sem jafngilda meira en tuttugu ára tillitslausri notkun. Prófraun felst í því, að 110 kg trébrúðu er velt án afláts fram og aft- ur á dýnunni. Eftir þessa óblíðu meðhöndlun verða gormarnir engu að síður að vera sem nýir - ekki aðeins heilir, heldur einnig með upphaf- legri fjöðrun og mýkt. Þegar góð ending DUX dýnunnar er höfð i huga má segja, að hún sé ekki aðeins öðrum dýnum betri, held- ur einnig ódýrari. Þegar allt kemur til alls kosta notaleg ró og einstakur svefn á DUX-dýnu aðeins nokkra aura á nótt. Má það ekki teljast viðunandi kostnaður þegar í boði er að eyða þriðjungi ævinnar á konunglega vísu? Tilfinningin þegar þú liggur á DUX-dýnu er sannarlega engu lík. Þegar þú liggur á bakinu finnur þú hversu vel dýnan styður við allan líkamann frá toppi til táar. Þegar maður sofnar hvílist sérhver vöðvi í fullkominni slökun. Maður vaknar og byrjar nýjan dag ut- hvíldur til líkama og sálar. Ekkert húsgagn er eins mikið notað og rúmið. Enginn hlutur hefur eins mikil áhrif á það, hversu miklu við fáum áorkað í.starfi og leik. Þú hefur sannarlega farið mikils á mis. Það muntu þó ekki uppgötva fyrr en þú hefur fengið þér DUX-dýnu. DUX 2000 er DUX-dýnan sem uppfyllir ýtrustu kröfur. Hún hefur djúpt efra lag með sérstaklega mjúkri fyllingu. Breidd: 90 og 120 cm. Lengd: 200 cm. DUX 484 er mest selda DUX dýnan. Hún er framleidd í tveimur misjafnlega mjúkum útgáfum. Breidd: 90-105-120-140-165 cm. Lengd: 200/210 cm. HRINGIDÍ 27560 _ .. .og við sendum þér að kostnaðarlausu nákvæmar ■ upplysingar um betri og dýpri sveln i sænsku DUX ■ heilsurúmi DUX AÐALSTRÆTI9 SÍMI27560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.