Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 11
59 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 næstflestar í Asíu. Fram að þessu hefur reglan einbeitt sér að rekstri sjúkrahúsa, skóla, barna- heimila og elliheimila. En þar sem opinberir aðilar hafa í auknum mæli axlað þær byrðar, sem syst- urnar tóku að sér í sjálfboðavinnu, verða nú smám saman breytingar á starfsháttum þeirra. Er þar helst um að ræða ýmiss konar safnaðarstarf þar sem smærri hópar sjá um þjónustu eins og trú- fræðslu barna og unglinga, heim- sóknir til sjúkra og aldraðra og störf fyrir kirkjur og sóknir. Aðalstöðvar reglunnar eru í Rómaborg, en hún skiptist síðan í 47 umdæmi og er ísland og Fær- eyjar í umdæmi með Belgíu og Hollandi. Stjórn þess umdæmis situr í Brússel. Flestar systurnar í Stykkishólmi eru frá Belgíu, en einnig frá Hollandi og Kanada. Þær eru nú 15 talsins. - Starfsdagurinn - Venjulegur starfsdagur í klaustrinu í Stykkishólmi er þannig að auk messu, sem syst- urnar sækja daglega, eru sungnar tíðir þrisvar á dag, 20 mínútur á morgnana, 10 mínútur í hádeginu og 30 mínútur á kvöldin. Þar að auki er 30 mínútna tilbeiðslutími milli kl. 14.30 og 16.00, sem syst- urnar skiptast á um að taka þátt í. Þetta er sá rammi, sem starfið fer fram í. Hlutverk systranna er svo afar margvíslegt. Sumar vinna við dagheimili, þar sem þær gæta 30 til 40 barna ásamt starfsstúlkum úr þorpinu. Aðrar sinna síðan heilsugæslu- og hjúkrunarstörf- um. Fjórar þeirra eru hjúkrunar- fræðingar að mennt en tveir sjúkraliðar. Þar að auki reka þær prentsmiðju, sem annast allt prentverk fyrir Kaþólsku kirkjuna á íslandi, auk margs konar smá- prents fyrir ýmsa aðila í Stykkis- hólmi og nágrenni. Eftir vinnu á kvöldin koma systurnar saman, horfa á sjón- varp, stunda hannyrðir eða aðra tómstundaiðju. Flestar þeirra eru frönskumælandi og lesa dagblöð og tímarit á því máli. Aðrar eru af flæmskum uppruna og eru áskrif- endur að helgarblaði á því máli. Allar eru þær erlendir ríkisborg- arar, en tala íslensku, umgangast fjölda íslendinga dag hvern og lifa sig inn í gang mála hérlendis. Systurnar fá sex vikna sumar- leyfi á þriggja ára fresti og fara þá einatt í heimsóknir til ættingja sinna erlendis, eða í heimsóknir til merkisstaða í Evrópu. - Karmelregla - Stofnun Karmelreglunnar á ís- landi má rekja til heimsóknar kardinálans Von Rossum, sem kom hingað til lands 1929 vegna vígslu Dómkirkjunnar í Reykja- vík. Montfortaner faðir dr. Hub- erts, sem var í fylgdarliði kardin- álans var við þetta tækifæri svo hugfanginn af þeim móttökum, sem þjóðin veitti hinum háborna gesti að hann ræddi við kardinál- ann um þann möguleika að stofna íhugunarkirkju (kontemplatíva) svo að systurnar gætu stuðlað að endurkomu hins „tigna Lúters- fólks" með bænum og fórn til móðurkirkjunnar. Faðir Huberts leitaði til mismunandi klaustra í Hollandi til að koma þessari hugmynd á framfæri, en varð lítið ágengt í þeim efnum. Loks sneri hann sér til Karmelsystranna frá Schiedam. Forsvari þeirra var móðir Elísabet og var hún hlynnt því að taka til greina að stofna klaustur á íslandi, en hún gat ekk- ert gert í því máli á þessum tíma þar sem í ráði var að flytja Karm- elklaustur hennar til Egmond. Og biskupinn frá Haarlem vildi ekki gefa leyfi til stofnunar klausturs á Islandi áður en stofnkostnaður fyrir a.m.k. einni klaustursálmu væri fyrir hendi. 1937 kom móðir Elísabet hingað til lands ásamt föður Timótheusi og einni með- systra hennar í þeim tilgangi að kynnast aðstæðum að eigin raun. Við þetta tækifæri færði postul- legur aðstoðarprestur Meulenberg henni að gjöf lóð í Hafnarfirði sem staðsett var hátt yfir bæj- arkjarnanum. Þær tilskipanir sem þá voru í gildi kváðu svo á um að garðurinn þyrfti að vera girtur að utan. Og sökum þess að ókleift reyndist að standa undir þeim kostnaði sem háir klausturmúrar hefðu í för með sér varð úr að klaustrið var reist á svo hárri hæð sem raun ber vitni. Árið 1939 fór Elísabet í sína aðra íslandsferð til að hafa umsjón með byggingu fyrstu álmunnar og hinna lágu klausturmúra. Þegar Elísabet frétti 1940 að Þjóðverjar hefðu lagt undir sig Holland var bygg- ingu klaustursins svo að segja lok- ið. Fyrir þessar sakir einangruð- ust þær systur frá móðurlandi sínu. í kjölfar þessa sigldi hernám Breta hér. Síðan komu Banda- ríkjamenn og tóku þeir Karmel- klaustrið á leigu. Þó að systurnar hefðu talsverðar tekjur af leigunni ákváðu þær að taka boði nokkurra bandarískra klaustra 1943 og dveljast þar til stríðinu lyki. Stofnandinn, móðir Elísabet, átti aldrei eftir að sjá klaustrið aftur, því að alvarlegur sjúkdómur, sem hún átti við að stríða, dró hana til dauða árið 1944 í Boston. Því sneru einungis þær systur Veron- ica og Martina til íslands á ný í ágúst 1945. Hér urðu þær að leggja hart að sér til að koma klaustrinu í samt lag, en það hafði verið notað á vegum ríkisvaldsins í fjarveru þeirra til að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausar fjöl- skyldur. Það var svo ekki fyrr en í apríl 1946 að nýjar nunnur af Karmelreglunni komu hingað. Meðal þeirra var nýja klaustur- stýran, móðir Dominica. Alls komu hingað 12 nunnur. Með því var unnt að stunda hér eðlilegt klausturlíf. Af þessum tólf er ein látin, en þrjár hurfu aftur til Hollands. Síðar var tekið við tveimur systrum til viðbótar frá klaustrinu í Egmond. Þrjár af hin- um nínu, sem hér hafa stundað meira eða minna klausturlíf, hafa gengist undir hina „heilögu heitstrengingu”. Á síðustu árum hafa engar yngri systur bæst í hópinn. - Grindur og blæjur - Karmelsystrunum er aðeins kunnugt um eina fjölskyldu, sem gengið hefur rómversk-kaþólsku kirkjunni á hönd vegna áhrifa af stofnun Karmelreglunnar hér á landi. Annars eru Karmelsystur á móti því að tala um trúskipti, vilja heldur tala um sameiningu í Kristi. Ef á heildina er litið hefur systrunum verið mjög vei tekið af því fólki, sem þær hafa komist í snertingu við. Um tíma voru grindur í viðtalsherbergjunum, en þær hafa nú verið fjarlægðar og sama má segja um blæjur þær, sem huldu systurnar þegar þær fylgdu íslendingum um klaustrið. Karmelsystrum reyndist ekki erf- itt að venjast Islendingum, en þó verður að taka tillit til þess að enn hefur engin íslensk stúlka prófað að ganga í regluna. Það myndi koma sér mjög til góðs fyrir syst- urnar ef íslensk stúlka gengi í regluna, ekki aðeins vegna þess að áframhaldandi starfsemi klaust- ursins yrði þar með tryggð heldur einnig vegna þess að þá yrðu syst- urnar að taka upp íslenskt talmál. Helsta hlutverk systra í Karm- elreglunni er bænagerð. Líta þær á sig sem fulltrúa íslensku þjóðar- innar og eru hagsmunamál og neyð þjóðarinnar hluti af bænum þeirra. Gegnum aldir var kórbæn- in beðin á latínu og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að sá siður var tekinn upp að flytja hana á móðurmálinu (hollensku) því að engir íslenskir textar voru fyrir hendi. Er það í bígerð hjá þeim Karmelsystrum, þegar þær hafa eignast fullkominn íslenskan texta, að leyfa þeim, sem áhuga hafa á að sækja kórbænina, eins og hina heilögu messu, en frá upp- hafi hefur fólki verið heimilað að sækja hana. Hafa nokkrir trú- menn í nágrenninu nýtt sér það. — ai. Núskínsólin í Kaiabiskahaf inu fyrirfjá sememtilbúnir aðlakaþátfí nýjum ævirrtýrum! Þar er ströndin hvít, himininn heiður, hafið blátt, þar eru glæstir garðar, sundlaugar, golfvellir, tennisvellir, heilsuræktarstöðvar, strandbarir og barnaleikvellir. Þar eru veitingastaðir við allra hæfi, tónlist jafn fyrir eyru og fætur, næturklúbbar og spilavíti. Þar er hægt að komast á túnfiskveiðar og í regnskógarferð, kafa niður á kóralrifin, kynnast sögu spænskra landkönnuða og njóta hinnar stórkostlegu sólarupprásar. Þar er allt sem þarf í ævintýri! Brottfarir til Puerto Rico verða alla þriðjudaga í haust fram til 30. nóvember. Ferðirnar eru 1, 2 eða 3ja vikna langar. Ferðatilhögun: Flogið er til San Juan en skipt um vél í New York í báðum leiðum. Fulltrúi Flugleiða verður hópnum til aðstoðar á Kennedy- flugvelli. Gisting: Hægt er að velja um gistingu í hótelherbergjum eða íbúðum á El San Juan Hotel og El San Juan Tower en hvort tveggja er með því besta, sem þekkist í Puerto Rico - og þar er „standardinn" hár. Verð: Frá 12.463 fyrir 1 viku, 14.918 fyrir 2 vikur og 17.353 fyrir 3 vikur, miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið er flugfar, gisting, flutningur til og frá hóteli og íslensk fararstjórn. URVAL FLUGLEIDIR ÚTSÝN Samvinnuferðir -Landsýn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.