Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
Bíóið inn í bækurnar
Höfundur þeirrar bókar sem að
undanfornu hefur verið söluhæst í
Bandaríkjunum er, eins og venja er
um slika menn, afskaplega ríkur og
hefur víst nálægt tveimur milljónum
dala í irstekjur. Hann heitir Steph-
en King og skrifar í hasar- og hryll-
ingsmyndastíl. Kvikmyndir hafa og
verið gerðar eftir mörgum sögum
hans og fleiri eru á leiðinni. Af þeim
sem þegar hafa litið dagsins Ijós má
nefna „Carrie", „The Shining" og
„Cujo“.
Nýja bókin heitir „Different
Seasons" og er yfir 500 bls. að
stærð. Hún hefur að geyma fjórar
sögur, en aðeins ein þeirra er þó
alvöru hryllingssaga. Höfundur-
inn virðist vera að leita eftir við-
urkenningu gagnrýnenda sem
eitthvað annað og meira en æsi-
sagnahöfundur. Ekki er vitað um
viðbrögð þeirra enn.
Hins vegar hefur stíll Kings
verið nefndur „eftirlæsis-stíll"
(Postliterate Prose) og er þá átt
við það, að lesandi bóka hans eða
annarra höfunda, sem skrifa á
þennan hátt, þurfi ekki að vera
sérlega skarpur eða frjór í hugsun
til að hafa full not af sögunum,
þar eð hann þurfi ekki að geta sér
í hugarlund nema agnarlítið brot
af því sem sagt er frá. Nánast öllu
er lýst með tilvísun til kvikmynda
eða sjónvarpsþátta sem lesandinn
Stephen King
Umsjón:
Sveinbjörn I. Baldvinsson
hefur séð eða teiknimyndablaða
sem hann hefur skoðað.
Stephen King lýsir því hvernig
einni sögupersónu sinni er inn-
anbrjósts þegar hún þarf að leysa
úr einhverjum vanda, á eftirfar-
andi hátt: „Honum varð hugsað til
teiknimyndafígúru með steðja
festan á höfuðið." Stundum setur
hann nánast hljóðrás inn í sögur
sínar: „Ég tók að heyra fyrir mér
uggvænlega fiðlutónlist." Þegar
menn í einni sagna hans finna lík,
sem þeir hafa leitað lengi, veltir
sögumaðurinn fyrir sér hvernig
þeir myndu koma líkinu fyrir
sjónir, væri það ekki liðið: „Éins
og líkburðarmenn í hryllings-
mynd“.
Stephen King er ekki fyrstur
rithöfunda til að innleiða popp-
menninguna í verk sín. Thomas
Pynchon og Donald Barthelme
hafa einnig leikið sér að þessari
hugmynd, svo einhverjir séu
nefndir. King er ánægður með
vinsældir þess sem hann skrifar,
en jafnframt leiðist honum þegar
hann er sakaður um að vera, að
vandlega yfirlögðu ráði, að mjólka
gjöfulan markað. „Ég tek skriftir
mínar jafn alvarlega og mér fram-
ast er unnt," segir Stephen King,
höfundur sjö skáldsagna, eigandi
nútímalegs húss í litlu þorpi í
Maine og tuttugu og þriggja her-
bergja hallar annars staðar í fylk-
inu. Á hvorum staðnum sem hann
dvelur í hvert sinn með fjölskyld-
unni, framleiðir hann 1500 orð á
dag. Gróft reiknað fær hann tæpa
fjóra dollara fyrir hvert þeirra,
svo það er kannski ekki nema von
að hann taki skriftirnar alvarlega.
— Byggt á TIME
Listinn yfir mest seldu skáldverkin í Banda-
ríkjunum leit þannig út í vikuritinu Time 13. september
sl. Listinn er byggður á upplýsingum frá 1000 bóka-
verslunum þar í landi. Tölurnar í svigum tákna stööuna
næstu viku á undan.
1. Different Seasons (King) (D
2. Master of the Game (Sheldon) (-)
3. E.T: The E.T. Storybook (Koktzwinkle) (-)
4. The Valley of Horses (Auel) (-)
5. The Prodigal Daughter (Archer) (2)
6. The Parsifal Mosaic (Ludlum) (3)
7■ The Case of Lucy Bending (Sanders) (4)
8- Lace(Conran) (9)
9. The Man from St. Petersburg (Follett) (7)
10. The One Tree (Donaldson) (6)
I Þrjár jólabækur frá Rifbjerg
LÍKT og hér á landi, eru um þessar
mundir að mótast úti í heimi útgáfu-
áætlanir bókaforlaganna á komandi
vertíð. Eitt stærsta bókaforlag f
nágrannalöndum okkar, danska
fyrirtækið Gyldendal, sendi nýlega
frá sér útgáfulista sinn. Þar er að
finna 148 væntanlegar útgáfubækur
eftir þekkta og óþekkta höfunda
Hér verða nefndar fáeinar.
Einhver þekktasti og mikilvirk-
asti rithöfundur Dana á hvorki
fleiri né færri en þrjár bækur á
þessum lista. Sá er Klaus Rifbjerg.
Að þessu sinni gefur Gyldendal út
eftir hann eina skáldsögu, eitt
leikrit og eina ljóðabók. Skáldsag-
an ber nafnið „Jus og/eller Den
Gyldne Middelvej" og fjallar um
huggulegan eiginmann sem verður
gripinn löngun til að myrða konu
sína eftir silfurbrúðkaupið. Leik-
ritið nefnist „Sangen om sengen"
og verður frumsýnt í Konunglega
leikhúsinu nú í desember. Ljóða-
bókin heitir „Landet Atlantis".
Poul 0rum sendir í haust frá sér
bókina „Ravnen mod Aften" en
þar lýsir hann líðan sinni eftir að
hann missti konu sína í janúar
1980. Svipað efni tekur Dea Trier
Morch til meðferðar í nýrri
skáldsögu sinni sem heitir „Áft-
enstjernen" og verður gefin út af
Vindrosen-forlaginu.
í fyrra kom út skáldsagan,
„Klokken í Makedonien" eftir
bókasafnsfræðinginn Knud H.
Thomsen og hlaut hún mjög góða
dóma ekki síst fyrir gamansemina
sem í henni fólst. Nú hefur
Thomsen sagt upp starfi sínu og
helgað sig ritstörfum eingöngu.
Afraksturinn af því er ný skáld-
saga, Roverne í Skotland" sem
mun vera í svipuðum anda og
fyrsta bókin. Thomsen hefur lagt
mikla vinnu í gagnasöfnun fyrir
þessa sögu og meðal annars farið
fimm ferðir til Skotlands þeirra
erinda. Sagan gerist á árunum
fyrir orrustuna á Culloden-heiði
1746.
Fella- og Hólasókn
Aöalfundur Fella- og Hólasafnaðar veröur haldinn
sunnudaginn 26. sept. í safnaðarheimilinu Keilufelli 1,
aö lokinni guösþjónustu sem hefst kl. 11 árdegis.
Sóknarnefnd.
LÆRID BRIDGE LÆRIÐ BRIDGE
BRIDGESKÓLINN
BORGARTÚNI 18
BYRJENDANÁMSKEIÐ
28. sept.—30. nóv.
10 skipti.
þriðjudagskvöld kl. 20.00, 3 klst. í senn.
LENGRA KOMNIR
FRAMHALDSNÁMSKEIÐ:
27. sept.—29.nóv.
10 skipti
mánudagskvöld kl. 20.00, 3 klst. í senn.
SPILAKLÚBBUR BRIDGESKÓLANS,
öll miövikudagskvöld
frá 29. sept., opnaö kl. 19.30.
HAUSTIÐ ER RÉTTI TÍMINN
TIL AÐ BYRJA
BRIDGESKÓLINN
uppl. og skráning í síma 19847.
Örn Clausen, hrl.,
Barónsstíg 21,101 Reykjavík. S. 12994 — 18499.
Húseign Verzlunarmannafólags Reykjavíkur aö Hagamel 4, Reykjavík er til sölu. Eignin er
aö grunnfleti 137 m2, kjallari og tvær hæöir. í risi er salur ca. 100 m2. Eigninni hefur ætíö
verið haldiö vel viö og er í mjög góöu ásigkomulagi.
Eignin er til sýnis á venjulegum skrifstofutíma, frá kl. 09:00—17:00, eöa utan skrifstofu-
tíma eftir nánara samkomulagi.
Tilboðum í eignina skal skilaö á skrifstofu undirritaös fyrir kl. 12:00 þann 30. september nk.