Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
REIMLEIKAR
„ ... En þaö er af Rósenkar að segja, að
undir eins og hann er orðinn einn síns liðs,
sér hann eitthvað koma rennandi á móti
sér neöan snjóskafl, sem var milli hesthús-
kofans og bæjarins. Fær hann fyrst ekki
greint á því neina sköpun, en þegar það
kemur nær, sér hann, að þetta er í
mannsmynd, nema að andlitið vantaði eða
að minnsta kosti kvaðst hann hvorki hafa
séð á því nef né augu, munn né höku. Við
þessa sýn grípur Rósenkar mikill ótti, en
hann átti ógjarnan vanda til slíkra kenja
áður. Breytir hann nú í einu vetfangi
stefnu sinni og tekur á rás inn barðið til
þess að forða sér frá að lenda í flasinu á
þessum ískyggilega óskapnaði. En ófreskj-
an bregður þá jafnskjótt við og beinir
skrefum sínum í sömu átt, skundar inn
skaflbrúnina fyrir neðan Rósenkar og þaö
af svo mikilli skyndingu, að hann þykist
sjá, að sér ætli ekki að takast að skjótast
fram hjá henni niður að bænum. Vindur
hann sér þá við aftur og hleypur út barðið
og fær snarazt fram hjá óvættinni niður á
skaflinn. En hann er varla fyrr kominn út
á skaflinn en ófreskjan ræðst á hann aftan
frá og heldur honum föstum. Hefjast þar
harðvítugar sviptingar, og að því er Rós-
enkar fannst upp á líf og dauða. Beitir
Rósenkar öllum líkams og sálar kröftum
til þess að verjast misþyrmingum ófreskj-
unnar. Það var þó enginn hægðarleikur,
því að í hvert sinn, sem hann reynir að ná
á henni tökum, rennur hún úr höndum
honum eins og slepjaður bjór eða glerhál
hvelja, og lagði af ódaun mikinn. En jafn-
skjótt og Rósenkar missir hendur af henni,
ræðst hún að honum með svo mögnuðum
fítonsanda, að hann fær ekki staðizt, og
leggur hún sig sérstaklega í framkróka
með að hefta för hans heim að bænum. En
sökum þess að Rósenkar átti undan all-
brattri brekku að halda, þá barst þessi
hvimleiði leikur hægt og hægt niður skafl-
inn og niður að bæjarhúsunum.
Þar var þröngt sund milli bæjarins og
tveggja skemma. Reynir Rósenkar að sæta
færi með að sleppa gegnum sundið inn í
bæinn. En þegar hann er loksins kominn
inn í sundið, nær forynjan í trefju — það
köllum við á Suðurlandi trefil — sem hann
hafði lauslega brugðna um hálsinn ...
Duldist Rósenkar ekki, að hún ætlaði að
reyra trefjuna að hálsinum og binda enda
á viðskipti þeirra með því að hengja hann
þarna í sundinu. En Rósenkar vildi það til
happs, ef happ skyldi kalla, að lykkjan
raknaði sundur, þegar ófreskjan þreif í
trefjuendann. En í því að djöfull þessi
rykkir til sín trefjunni, nær Rósenkar í
annan enda hennar, og togast þeir á um
hana, unz þeir svipta henni sundur á milli
sín, og hélt hvor sínum enda. Við það fellur
Rósenkar aftur á bak, en fær þó komið
fótum fyrir sig, áður en óvætturinn næði
að þrúga hann undir sig. í þessum umbrot-
um nær hann handfestu í dyrastaf á timb-
urskúr, sem var fyrir bæjardyrum, og
tekst við illan leik að forða sér í bæinn.
Skildi þar í það sinn með honum og
ófreskjunni."
„Slökkvid þid ljósið!“
„í sama mund og Rósenkar er sloppinn
inn í bæinn, ber svo við, að Lovísa Eiríks-
dóttir, sem þá var vinnukona í Neðrabæ,
fer með öðrum kvenmanni út í fjós til þess
að mjólka kýr. Þegar þær fara niður bað-
stofustigann, sjá þær hvar Rósenkar
stendur bak við stigann í daufri skímu,
sem lagði frá grútarkolu, er þær báru með
sér í fjósið. Er hann torkennilegur ásýnd-
um, föt hans öll tætt og sundur rifin, og
niður með hálsinum öðru megin lafir
trefjuslitrið, en sá hlutinn, sem ófreskjan
hélt eftir, fannst um morguninn í sundinu.
Þegar skímuna frá kolunni leggur framan
í Rósenkar, kallar hann til mjaltakvenn-
anna: „Slökkvið þið ljósið!" Og í sömu svif-
um líður hann í ómegin ...“
Sögurnar af Bæjadraugnum, sem átti að
hafa gengið ljósum logum á Snæfjalla-
strönd við ísafjarðardjúp skömmu fyrir
síðustu aldamót, eru allsvakalegar. Frá-
sögn sú er birt er hér að ofan er hluti af
þætti er Þórbergur Þórðarson rithöfundur
tók saman um þessa reimleika, en þáttur-
inn er í „Gráskinnu" þeirra Þórbergs og
Sigurðar Nordal. Átti Þórbergur viðtöl við
fólk er varð vitni að reimleikunum eða
tengdist þeim með einhverjum hætti, og
húsið, og hætta þá samstundis hrind-
ingarnar...“
Draugatrúin hefur lengst af verið í há-
vegum höfð hér á íslandi og draugasögur
sagðar bæði til fróðleiks og skemmtunar.
Reimleikar trúðu menn statt og stöðugt að
ættu rætur að rekja til látinna manna,
sem af einhverjum ástæðum „lágu ekki
kyrrir“. Gat það stafað af því að þeir hefðu
í lífi sínu verið illmenni, hefðu farizt vo-
veiflega, ættu einhvers að hefna eða væru
slíkar aurasálir að þeir fengju ekki slitið
sig frá reitum sínum hérna megin grafar.
Gátu og fleiri ástæður legið til — t.d. að
hinir framliðnu þyrftu að koma frá sér
skilaboðum, ráðstafa einhverju eða koma
einhverju til leiðar.
Sósupanna, pottur, skæri og blaðsnifsi
fljúga í loft upp í kofa í frönsku Ölpunum
þar sem reimleikar áttu sér stað. „ Við get-
um ekki útskýrt hvað það var sem við
sáum,“ sögðu Ijósmvndarinn og félagi
hans, „við getum einungis lagt það við
drengskap okkar að Ijósmyndirnar eru
ófalsaðar.“
telur hann að það segi satt og rétt frá í
einstökum atriðum.
Átti draugurinn einkum að hafa lagzt á
tvo unga menn í sveitinni, þá Rósenkar
Pálmason og Benedikt Lyngdal. Svo er
helzt að skilja, að fólkið hhfi talið að
draugurinn ætti sök á dauða Rosenkars,
svo var ásókn hans mögnuð: „Sá hann
ófreskjuna æ oftar á glugganum, naut lít-
illar værðar og trylltist stundum í svefni,
eins og hann væri hatramlega kvalinn;
matarlystin þvarr, og kraftarnir gengu
smám saman til þurrðar, unz hann andað-
ist...“
„ . . sér hann hvar Bene-
dikt
hendist milli veggja“
Eftir lát Rósenkars er sagt að draugur-
inn hafi lagzt á Benedikt félaga hans, og
gengið nærri lífi hans. Segir svo á einum
stað af viðskiptum þeirra: „ .. Páli þykir
nú ískyggilega seinka komu Benedikts með
moðpokann. Fer hann þá að gruna, að ekki
muni allt með felldu í Berghúsum. Hraðar
hann sér því til fundar við Benedikt, og
þegar hann kemur inn í fjárhúsdyrnar, sér
hann, hvar Benedikt hendist veggjanna
millum í húsinu með emjan og óhljóðum,
eins og honum sé hrint til og frá af ósýni-
legu afli. En undir eins og Páll er kominn
inn í húsið, dettur allt í dúnalogn.
Nú gerir Páll það til reynslu, að hann fer
inn í geil, sem var í heygarði inn af húsinu,
og skilur Benedikt einan eftir fyrir fram-
an. Hugðist hann að prófa þannig nokkru
ger, hverju fram færi, þegar Benedikt væri
aftur orðinn einn síns liðs. En varla hafði
Páll komið sér fyrir í geilinni, er sömu
lætin hefjast aftur frammi í húsinu. Páll
sér, að Benedikt er kastað eins og knetti
aftur og fram um gólfið, en fær þó eigi
greint þann, sem pústrum þessum valdi.
Þegar Páli þykir úrskeiðis ganga um þenn-
an leik, skundar hann aftur fram í fjár-
Galdramenn og
uppvakningar
Þá vöktu galdramenn oft upp drauga,
mögnuðu með kynngi sinni og létu þá er-
inda fyrir sig — s.s. að drepa óvini sína og
sækja sér tóbak eða brennivín.
Ekki voru það einungis menn sem geng-
ið gátu aftur heldur einnig dýr, bæði villt
og tamin. Afturgöngur manna og dýra
áttu jafnvel að geta slegið sér saman í
eina, og varð þá af þvi magnaður fjandi.
Var það t.d. tilgáta manna við Isafjarð-
ardjúp, að Bæjadraugurinn hefði verið
slíkur samsláttur manns og sels.
Draugum var skipt eftir eðli sinu í ýmsa
flokka s.s. fylgjur, uppvakninga, peninga-
drauga, svipi, sjódrauga, fjörulalla, send-
ingar o.fl. Voru þeir gjarnan ofstopafyllst-
ir framan af draugsævi sinni en dofnuðu
með tímanum og urðu um síðir að mein-
lausum slæðingi. Slíkur var fítonsandi
sumra drauga, og þá helzt þeirra sem
magnaðir höfðu verið af galdramönnum,
að þeir lögðust bæði á menn og skepnur og
drápu, og gerðu mikinn usla. Varð þá að fá
til kunnáttumenn að setja þá niður, en til
þess voru höfð ákvæði og særingar. Þóttu
þeir menn hinir þörfustu, er kunnu skil á
slíkum fræðum, enda gátu þeir einir hjálp-
að ef reimleikar gerðust iskyggilegir.
Engan þarf að undra þótt spíritisminn
ætti hér auðvelt uppdráttar, þar sem
draugatrúin var svo rótgróin, en með hon-
um breyttust viðhorf manna töluvert til
drauganna. Þeir voru nú kallaðir andar og
tóku menn að spjalla við þá í makindum
um heima og geima, eða landsins gagn og
nauðsynjar. Þó gátu „andarnir" einnig átt
það til að gerast baldnir og illskeyttir, og
gerðu þá miðlum og sálarrannsókna-
mönnum ýmsar skráveifur. í sögu Indriða
miðils, sem Þórbergur Þórðarson skráöi
eftir Brynjólfi Þorlákssyni söngkennara,
segir frá miklum reimleikum er Jón nokk-
ur úr Vestmannaeyjum átti að hafa staðið
fyrir. Segir m.a. um þetta í bókinni „Ind-
riði miðill".
Reimleikar í
Tilraunafélaginu
„ .. Uppúr því gerðust reimleikar Jóns
svo rammir, að flest allt fast og laust ætl-
aði af göflunum að ganga i Tilraunahúsinu
og miðillinn virtist vera i mikilli hættu.
Varð ekki betur séð en Jón legði sig mjög í
framkróka með að gera okkur allt til
óleiks og bölvunar, sem hann gæti. Þess
vegna var ekki annað talið þorandi en að
fá einhvern til að halda vörð um miðilinn á
nóttinni með Þórði, og skiptumst við
nokkrir á um þann starfa ... aðfaranótt
hins 11. desember, féll í minn hlut að vaka
hjá Indriða. Sú nótt mun mér seint úr
minni líða. Þeir Þórður og Indriði háttuðu
um kvöldið hvor í sínu rúmi, en ég henti
mér útaf á legubekk í fremra herberginu.
Engum okkar kom dúr á auga. Indriði leið
undireins í trans, og stjórnandinn talaði af
vörum hans og sagði, að nú yrði hann að
hafa hraðan á, því að Jón væri á leið heim
til okkar. Sigmundur og norski læknirinn
D.C. Daníelssen ... gerðu einnig vart við
sig. Kvaðst Sigmundur hafa hitt Jón i dag,
og hefði hann þá verið búinn að birgja sig
upp með töluverðan kraft...
Nú verður það næst til tíðinda, að tveim-
ur kertastjökum, sem stóðu á harmoníum í
fremra herberginu, er kastað niður á gólf.
Þar næst bursta, sem var undir kommóðu
í sama herbergi, hent inn í svefnherbergið.
Þá hljóðar Indriði á hjálp og segir:
„Hann er kominn!"
Ég bregð samstundis við og snarast inn
í herbergið til miðilsins og að rúmi hans.
Finn ég þá, að hann er að hefjast á loft í
rúminu, og leggst ég ofaná hann til þess að
halda honum niðri. Þá er borði, sem stóð
útivið gluggann milli rúmanna í svefnher-
berginu, lyft uppí rúm Þórðar. Tek ég það
og set það niður þangað, sem það áður
stóð.“