Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
65
„Þeir koma þarna
í gegnum vegginn“
„Þá slotar nokkur andartök, og ég fer
aftur framí fremra herbergið. En rétt í því
hrópar miðillinn aftur úr rúmi sínu, að
Jón sé þar ennþá kominn. Ég sný undireins
inní svefnherbergið, en þegar ég kem í
dyragættina milli herbergjanna, veit ég
ekki fyrr til en gusa af vatni kemur fram-
aní mig, og í sömu svipan dettur vatns-
kanna niðurá gólfið fyrir framan fæturna
á mér. Kannan hafði staðið á þvottaborði,
sem var 2 til 6 fet frá fótagafli Indriða. Ég
held nú áfram að rúmi hans. Þá verður
stutt kyrrð. Indriði segir, að nokkrir sjó-
dauðir menn hafi verið í för með Jóni. Hafi
þeir verið að tala um það sín á milli, að
þeir þyrftu að bregða sér burtu til þess að
sækja meiri kraft. Indriði var ákaflega
skelkaður. Svo líður dálítil stund, þar til
Indriði segir:
„Nú koma þeir. Þeir koma þarna gegn-
um vegginn." Það var veggurinn yfir rúmi
Indriða. Hann gat þess líka, að einn þeirra
væri með hattkúf á höfði, og væri hann
bundinn undir kverkina með snæri. Rétt í
þessu sendist náttpottur undan rúmi Ind-
riða framí fremra herbergið og brotnar
þar á gólfinu. í sömu svifum er rúminu
rykkt frá veggnum hérumbil hálfa alin,
þrátt fyrir það, að ég ýtti fast á móti og
spyrnti vinstra fæti í rúm Þórðar til þess
að geta neytt betur krafta minna. Um leið
finn ég, að verið er að lyfta Indriða upp í
rúminu, og varð ég að halda honum niðri.
Var svo kraftalega ýtt á rúmið og lyft
undir Indriða, að mér skrikaði fóturinn
uppaf rúmstokki Þórðar, og rann hann
innaf stokkbrúninni, svo að skinnið hrufl-
aðist framaná fótleggnum frá öklalið upp-
að hnéskel. Meðan á þessu gengur, kemur
Þórður framúr rúmi sínu mér til hjálpar.
Þá er hafið á loft borðið, sem var milli
rúmanna. Féll það síðan niður á herðar
Þórði, þar sem hann stóð við fótagaflinn á
rúmi Indriða. Þórður grípur til hendinni
Ekki er annad að sji en bordið svífi í
lausu lofti en myndin er tekin á miðils-
fundi hji enska miðlinum Jack Webber.
Miðillinn hefur verið hundinn niður í stól-
inn til að útiloka svik af hans hilfu.
og þrífur í einn fót þess og heldur því
föstu, meðan hann fer uppí rúm sitt aftur
og dregur ábreiðuna uppyfir höfuð. Þá er
borðplötunni lamið nokkra stund í sífellu
ofaná höfuð honum.
Gauragangurinn í hýbýlum Indriða
gerðist nú svo ískyggilegur að við sáum
okkur ekki fært að hafast þar við lengur og
afréðum að flýja...“
Svikabrögd eda
ofskynjanir?
Eftir að hafa lesið frásagnir af undrum
af þessu tagi kemur manni gjarnan í hug
að skýringin sé einfaldlega svikabrögð eða
ofskynjanir viðstaddra. I bók sinni „Þessa
heims og annars“ bendir Dr. Erlendur
Haraldsson hins vegar á að ofskynjanatil-
gátan sé erfið þegar margir sjá svip sam-
tímis: „Dæmi um það mátti heyra í út-
varpserindi sem Einar Magnússon,
menntaskólakennari og síðar rektor, flutti
16. febrúar 1949. Hafði Einar ásamt Jó-
hannesi Áskelssyni jarðfræðingi og Valdi-
mar Sveinbjörnssyni leikfimikennara
gengið á Löðmund í desember 1933 til að
athuga, hvort sæist til eldgoss inn á öræf-
unum sem orðrómur lék á um.“
í erindi sinu sagði Einar m.a.: „ .. Ætl-
uðum við að fara niður nokkru norðar en
við komum upp. Við höfðum vindinn í bak-
ið og óðum snjóinn knálega, en bylur var
allmikill. Sæmilega bjart var þó vegna
tunglsljóssins. Þegar við höfðum skammt
farið sparn Valdimar allt í einu við fótum,
en hann gekk í miðið, og sagði harkalega:
„Hvað var þetta? Er þetta maður?“ Við
litum upp og horfðum þangað, sem Valdi-
mar benti. Sáum við þá, hvar maður sat á
Miðillinn Colin Evans virðist fljóta í lausu
lofti i þessari mynd sem tekin var i mið-
Isfundi í Conway Hall í London írið 1930.
'iamkvæmt kenningu spíritismans er hon-
im haldið uppi af öndum.
steini alllangt frá okkur eða nærri úti á
fjallsbrúninni. Sneri hann baki við okkur
og reri ákaft fram og aftur, en ruggaði sér
stundum til hliðanna með ekki minni
ákafa. Horfðum við á þetta um stund og
sögðum ekki orð. Ekki veit ég, hvað þeir
hugsuðu, Jóhannes og Valdimar, en mér
datt strax í hug, að hér mundi vera draug-
ur á ferð, enda hafði ég heyrt að reimt
væri við Löðmund ... Ég taldi rétt að kalla
til veru þessarar og láta hana vita um
nærveru okkar og öskraði því: „Hver er
þetta?“ En maðurinn anzaði engu, heldur
hélt áfram að róa sér í gríð og erg. Vindinn
bar af okkur og taldi ég því líklegt, að
maðurinn hlyti að geta heyrt til okkar, og
öskraði aftur sýnu hærra en fyrr og bætti
nú við einhverjum skammaryrðum, sem
Þessi mynd sýnir vel hvernig Ijósakrón-
urnar sveifluðust i lögfræðiskrifstofunni
sem talað er um I greininni. Fyrirbærin
íttu sér einungis stað að deginum þegar
ritarinn Annemarie Sch. var í húsinu.
ekki eru eftir hafandi. En það kom fyrir
ekki. Jóhannes var okkar mestur vísinda-
maður og hafði orð á því, hvort hér gæti
ekki verið um missýningu að ræða, en það
töldum við fráleitt, því að þá ætti sýn þessi
að hverfa...“
„En hann bara
reri og reri“
„Syrti nú bylinn og vindurinn hvein um
eyru okkar, en ókennileg vera reri hið
ákafasta nokkuð framundan. Ég hrópaði
hið þriðja sinn og skoraði á veru þessa að
segja til sín. En hún gegndi engu. Töldum
við þá rétt að ganga að verunni, við værum
þrír, og mátti það vera magnaður fjandi,
sem við hefðum ekki í fullu tré við. Við
gengum áfram hægt og hægt viðbúnir að
fjandi þessi risi upp þá og þegar og réðist
að okkur. En hann bara reri og reri á
steininum sem ákafast. Við kölluðum og
æptum og nálguðumst hægt og hikandi
þar til ekki virtust meira en svo sem 10
metrar að steininum. Þá stönsuðum við og
leist ekki á blikuna. Kölluðum enn og
gengum hægt nær, Valdimar með reidda
skófluna og Jóhannes með hakann á lofti,
en draugsi bara reri. Er við áttum svo sem
þrjá metra eftir að steininum, hvarf
draugsi allt í einu og sáum við ekki annað
en steininn. Við gengum að honum og káf-
uðum á honum og leituðum allt í kringum
hann, en urðum einskis vísari. Steinninn
stóð rétt út af fjallsegginni og virtist
draugurinn hafa steypt sér fram af og út í
bylinn, og höfum við ekki séð hann síðan.“
En hversu mikla trú hafa íslendingar
almennt á því að reimleikar eigi sér stað í
raun og veru? í könnun sem Dr. Erlendur
Hundraðstölur svarenda
sem telja:
Aö sjá megi framliöna menn Aö ná megi l sambandi l viö framliöna á miöilsfund- um Reimleika- Fyrirbæriö
Óhugsanlegt 2 3 10
Ólíklegt 5 8 23
Mögulegt 31 34 34
Líklegt 26 21 12
Visst 31 21 9
Engin skoöun 5 13 12
Niðurstöður „Könnunar i dulrænni
reynslu íslendinga, trúarviðhorfum og
þjóðartrú“ varðandi reimleika og reynslu
af litnum mönnum. Könnunina fram-
kvæmdi Dr. Erlendur Haraldsson isamt
nokkrum hiskólanemum, og mi ætla að
hundraðstölurnar gefi nokkuð rétta mynd
af viðhorfum íslendinga til þessara mila.
Haraldsson framkvæmdi ásamt nokkrum
háskólanemum fyrir nokkrum árum kem-
ur fram að 55 af hundraði þeirra sem
spurðir voru um reimleika töldu þá mögu-
lega, líklega eða vissa — en 33 af hundraði
töldu þá óhugsandi eða óliklega. 12 af
hundraði höfðu enga skoðun á málinu.
í bókinni „Þessa heims og annars", þar
sem Erlendur Haraldsson gerir grein fyrir
könnuninni, segir m.a. um reimleika:
„ .. Spurning okkar um reimleika hljóðaði
þannig: Hafið þér nokkru sinni búið eða
gist í húsi sem reimt var í að yðar áliti af
eigin reynslu?"
Fimmti hver maöur hefur
reynslu af reimleikum
„Þeir sem þessa könnun gerðu undruð-
ust hve margir kváðust hafa eigin reynslu
fyrir reimleikum. Voru það 18% eða nærri
fimmti hver maður. Lítill munur var milli
kynja, 17% karla og 20% kvenna höfðu
búið í eða gist í húsi sem reimt var í.“
Rétt er að geta þess að lokum að dular-
sálfræðingar og aðrir rannsóknarmenn
sem kannað hafa reimleikafyrirbæri, telja
að reimleikar þurfi alls ekki að stafa af
draugum eða framliðnum mönnum, nær-
tækari skýringu sé hægt að finna á þeim.
Þeir álíta að sum reimleikafyrirbæri að
minnsta kosti stafi frá lifandi mönnum og
sé um að ræða svonefndar firðhræringar.
Niðurstöður rannsókna á fjölmörgum
firðhræringafyrirbærum eru taldar benda
til að firðhræringar geti orðið í kringum
fólk sem á við djúpa tilfinningalega
spennu að stríða, sérstaklega unglinga.
Hefur sú tilgáta verið sett fram, að við
ákveðnar kringumstæður geti „sálarorka"
þess losnað úr læðingi og valdið allskyns
hreyfingum og fyrirbærum í námunda við
það. Ekki þykja þessar kennisetningar
mikil vísindi, en menn styðjast við þessar
hugmyndir til skýringar á fyrirbærunum
meðan ekki finnast aðrar haldbetri.
Nútímaleg draugasaga
Dæmigerð firðhræringafyrirbæri urðu I
Rosenheim í Þýzkalandi á árunum
1967—68. Er harla nútímaleg draugasaga
sögð af skrifstofu lögfræðings i Rosen-
heim.í Bæjaralandi, en þar ætlaði allt um
koll að keyra vegna firðhræringa. Ljósa-
krónur sveifluðust til, ljósapípur skrúfuð-
ust úr stæðum sínum, einkennilegir smell-
ir heyrðust í loftinu og rafmagnsöryggi
fóru hvað eftir annað að því er virtist að
ástæðulausu. Þá var lítið um vinnufrið
með köflum á skrifstofunni — allir sím-
is, þótt enginn væri að reyna að ná sam-
bandi við skrifstofuna, og oft kom fyrir að
samtöl rofnuðu í miðju kafi.
Sálfræðingurinn Hans Bender gerði ít-
arlega rannsókn á þessura reimleikum
ásamt nokkrum félögum sínum. Komst
hann að þeirri niðurstöðu að óróinn staf-
aði líklega frá unglingsstúlku, Annemarie
Sch., sem nýlega hafði hafið störf á
skrifstofunni. Annemarie átti við mikla
tilfinningalega spennu að stríða sem hún
bældi niður og forðaðist að láta bera á.
Hin dularfullu fyrirbæri gerðust alls ekki
nema hún væri nærstödd, en Bender telur
sig hafa gengið fyllilega úr skugga um að
ekki hafi verið nein brögð í tafli varðandi
fyrirbærin sjálf.
Samantekt: — bé.