Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 71 ÁFÖRNUM VEGI » É1 „Tónlistin er læknis- lyf við streitu" — sagði Andrés Björnsson, útvarpsstjóri í fimmtán ár „Ég er ekki viss um aö það megi kalla þetta skemmtilegt starf, en það er áhugavert eins og margir segja. I>að skeður margt og maður mætir ólíkum viðfangs- efnum,“ sagði Andrés Björnsson er við hittum hann á förnum vegi nú fyrir skömmu, en hann hefur gegnt starfi útvarpsstjóra síðast- liðin fimmtán ár. Nú hefur útvarpið sætt nokk- urri gagnrýni í tónlistarvali og öðru. A þessi gagnrýni rétt á sér, Andrés? „Stundum er gagnrýni nauð- synleg og á því fullkomlega rétt á sér, en oft er útvarpið gagn- rýnt án þess að nokkrar for- sendur séu fyrir hendi. Þegar gagnrýni er byggð á réttum for- sendum, er tekið tillit til henn- ar.“ Hvers konar tónlist fellur þér best í geð? „Auðvitað er ég barn míns tíma. Við sem erum komnir af léttasta skeiðinu hlustum mikið á tónlist sem var ný fyrir um þrjátíu árum — hún vekur upp minningar frá okkar tíð. Eg hlusta mikið á alls kyns klass- íska tónlist, óperur og sinfóní- ur. Þar með er ég ekki að segja að nýjar tónlistarstefnur eigi ekki rétt á sér. Ný tónlist er áreitin og þarf því mikinn tíma til kynningar, en viðurkenndri tónlist þarf einnig að gera góð skil. Tónlistin er læknislyf við streitu. Ef þú ert þreyttur og ert að dveljast við einhverja hversdagslega hluti, þá er ekk- ert betra fyrir hugann en að hlusta á tónlist sem þér líkar." Hvernig notar þú útvarp og sjónvarp? „Ég nota aldrei þessa miðla eins og ég held að margir séu farnir að gera í dag — sem ein- hverja rödd dagsins, er eigi allt- af að vera til staðar. Þegar ég legg við hlustirnar eða horfi á sjónvarp, geri ég það til þess að veita því eftirtekt. Ég reyni fyrst og fremst að hlusta á fréttir — og veðurfréttir ekki síður, þó það megi virðast und- arlegt þar sem ég er mikill inni- setumaður. Ástæðan fyrir því er kannski sú, að erfitt er að slíta sig frá þeim tíma er veðrið var stór þáttur í gangi alls þjóð- lífsins. Sumar dagskrár hlusta ég á eða horfi vegna efnisinnihalds þeirra, en aðrar af skyldurækni af því að þær eru umdeildar eða vafasamar. Besta dagskrárefnið að mínum dómi er það sem sameinar skemmtun og fróð- leik. Það sem veldur mér mest- um vonbrigðum í fjölmiðlum er, hversu títt íslensku máli er mis- boðið. Margar dagskrár eru þó einnig ágætar að þessu leyti." Margir segja að ekki sé nóg af afþreyingarefni í ríkisfjölmiðl- unum. Hver er þín skoðun á því? „Það er ærið misjafnt hverja merkingu fólk leggur í orðið af- þreyingu. Ég þykist vita skýr- ingu á orðinu, en hún er bara ekki fullnægjandi. Það, sem ein- um finnst afþreying, finnst öðr- um ekki. Þetta hugtak er því afstætt. Það er erfitt að gera svo öllum líki, þó að það sé — að vissu marki — markmið slikrar stofnunar sem ríkisútvarpið er.“ Er kominn timi til þess að af- létta einokun á útvarps- og sjónvarpsrekstri ? „Menn verða að hafa sínar skoðanir á því eins og öðru. Ég hef sjálfsagt minnihlutaskoðun á því sem fleiru, en ég ætla þó ekki að gefa neinar yfirlýsingar. Ég hef eytt miklum tíma í að kynna mér það sem er að gerast á erlendum vettvangi. Við eig- um sumt sameiginlegt með öðr- um þjóðum en annað ekki. Fá- mennið á íslandi sníðir fólkinu stakk í mörgum efnum,“ sagði Andrés Björnsson útvarps- stjóri. M j ! klÍ ||;] P I Þessa mynd tók Olafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, af fríðum hópi fslendinga fyrir utan Cooper Hewitt-safnið i New York, en þar var opnuð sýningin Scandinavian Modern 1980—1982 á mánudaginn var. Sýningunni er ætlað að sýna yfirlit yfir þróun listiðnaðar og hönnunar á Norðurlöndum frá 1880. Verk 15 íslenskra hönnuða eru meðal verka á sýningunni. A myndinni eru frá vinstri: Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða og María Jónsdóttir, Úlfur Sigmars- son, forstöðumaður útflutningsmiðstöðvar iðnaöarins, og Sigríður Pétursdóttir, Elín Káradóttir og Hilmar Bragi Jónsson, eigendur timaritsins Gestgjafans, Ragnheiður Gröndal og Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Flugleiða. Það hefur svo sannarlega verið ástæða til að gapa yfir öllu því vatni sem veðurguðirnir helltu yfir okkur í siðustu viku. Eða er það kannski bara syfjan, sem leggst yfir okkur mörlandana þegar skammdegið færist yfir. Verður Jörundur dávaldur og dulmögnuður innan skamms? Allténd hef- ur dávaldurinn Frisenette boðið honum að koma út til sín og kynna sér aðferðir sínar. „Langar til að fá ráðherrana á skemmtun hjá Frisenette“ — sagði Jörundur, aðstoðarmaður dávaldsins „MIG HEFIIR mikið langað til þess að fá ráðherrana ■ ríkisstjórninni á skcmmtun hjá Frisenette. Það hefði verið hægt að fá alþýðubandalagsmenn- ina til þess að samþykkja flugstöðvarbygginguna og Steingrím til þess að synda til útlanda," sagði Jörundur A. Guðmundsson, hárskeri og skemmti- kraftur með meiru, en hann hefur nú að undanförnu aðstoðað dávaldinn og dulmögnuðinn Frisenette á sýningum hans hér á landi. Hvernig hefur verið að starfa með dávaldinum? „Frisenette er ákaflega léttur og skemmtilegur maður. Hann var reyndar hættur að koma fram, en meðal annars fyrir til- stuðlan konu hans, sem hefur ekki komið með honum hér áður og aldrei litið landið augum, ákvað hann að slá til og enda feril sinn hér og nú. Þegar haft var sam- band við mig og ég beðinn um að aðstoða hann, greip ég tækifærið fegins hendi. Eg fylgist vel með öllu sem gerist á sviðinu og sé að hér er ekki um neitt plat að ræða. Fólkið, sem fengið er upp á svið út úr salnum, væri heimsins bestu leikarar ef þetta væri ekki ekta. Ég hef aldrei kynnst þessu áður, en þetta hefur svo sannarlega vakið áhuga minn.“ Má kannski búast við því að þú verðir orðinn dávaldur innan skamms? „Því lofa ég ekki, en maður hef- ur samt heilmikinn áhuga á þessu. Frisenette er reyndar bú- inn að bjóða mér að koma út til sín til þess að kynna mér þetta. Hver veit nema maður slái bara til,“ sagði Jörundur. I næstu viku heldur dávaldur- inn skemmtanir fyrir norðan og austan, þar sem haldnar verða uppákomur á Akureyri, í Aðal- dalnum, Neskaupstað og á Eg- ilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.