Morgunblaðið - 23.09.1982, Side 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
210. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
PrentsmiÖja Morgunblaösins
Friðargæzlusveitir komnar til Beirút simamynd - ap
Sveitir franskra friðargæzluliAa komu til Beirút í gærkvöldi, en á þessari mynd stíga þeir um borð í flugvél, sem
flutti þá frá Frakklandi til Kýpur, en þaðan voru þeir fluttir sjóleiðis til Beirút.
Einnig stigu bandarískir friðargæzluliðar um borð í flugmóðurskip i Napólí í gær og er búist við þeim til Beirút
árla á laugardag. Friðargæzlusveitirnar koma aftur til Beirút til að forða atburðum af því tagi, sem urðu þegar
framin voru fjöldamorð í flóttamannabúðum Palestínumanna í borginni í lok síðustu viku.
Belgrad, 22. september. AP.
MIÐNEFNI) júgóslavneska kommúnistaflokksins kemur saman til fundar á
fostudag, en ýmislegt bendir nú til þess að klofningur haft aukist i flokksforyst-
unni og að enginn afturbati hafi orðið í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Mitja Ribicic flokksleiðtogi sagði á
fundi í skóla flokksins í Kumrovec,
fæðingarstað Títós fyrrurn forseta,
að grundvallar ágreiningur vaeri
innan forystunnar um hvernig leiða
mætti þjóðina út úr aðsteðjandi
efnahagsörðugleikum, og hvernig
gera mætti flokkinn virkari.
Ribicic sagði einnig að um væri að
ræða ólíka og gagnstæða afstöðu
ýmissa leiðtoga til undirstöðuatriða
kommúnismans. Hann lagði áherzlu
á að nást yrði „eining" á miðstjórn-
arfundinum um úrræði til að leysa
efnahagsörðugleika þjóðarinnar.
Jafnframt sagði Ribicic að allir
yrðu að átta sig á hversu alvarlegir
örðugleikarnir væru, og að aðgerð-
ísraelar hyggjast fara frá
arleysi væri á góðri leið með að gera
efnahagskreppuna að pólitískri
kreppu einnig.
Hann sagði ennfremur að flokkur-
inn mætti ekki fjarlægjast grundvöll
sinn, verkamennina, ef forða ætti
samskonar hörmungum og átt hefðu
sér stað í Póllandi. Hann lagði
áherzlu á nauðsyn mikils flokksaga.
Ribicic gaf í skyn að þeim tilfell-
um fækkaði þar sem einn maður
væri í framboði til embætta og í
ábyrgðarstöður, og sagði að þurft
hefði að endurtaka ýmsar kosningar
í miðstjórninni, þar sem frambjóð-
endur hefðu ekki fengið tilskilinn
stuðning í fyrstu atrennu.
Birst hafa greinar í júgóslavnesk-
um blöðum, þar sem efnahagsað-
gerðir hafa verið gagnrýndar. Er-
lendar skuldir Júgóslava nema 18
milljörðum dollara og 12,5% at-
vinnuleysi ríkir í landinu, en flestir
atvinnuleysingjanna er ungt fólk.
Milka Planinc forsætisráðherra hef-
ur nýlega varað við auknum örðug-
leikum á næsta ári.
Vestur-Beirút fyrir helgi
^ Beirút, Tel Aviv, Wa«hington, 22. september. AP.
ÍSRAELAR hafa gefið í skyn við stjórnina í Líbanon, að þeir muni
draga sveitir sínar frá Vestur-Beirút fyrir helgi, að því er Larry
Speakes, formælandi Bandaríkjastjórnar, sagði í kvöld. Tugir araba
og lögregluþjóna særðust þegar til átaka kom milli lögreglu og
ísraelskra araba, sem efndu i dag til aðgerða til að mótmæla fjölda-
morðunum í Líbanon. Jafnframt urðu snarpar umræður um morðin í
þingi ísraels, þar sem felld var tillaga stjórnarandstöðunnar um
opinbera rannsókn á morðunum.
Tillagan um rannsókn var felld
með 48 atkvæðum gegn 42, en
einn ráðherra samsteypustjórn-
arinnar greiddi atkvæði með
stjórnarandstöðunni, og einnig
Yitzhak Berman orkuráðherra,
sem sagði af sér í dag. Eftir
brotthlaup Bermans hefur sam-
steypustjórn Begins níu sæta
meirihluta á þingi. Þung orð
féllu þegar Begin og Simon Perez
leiðtogi Verkamannaflokksins
skiptust á skeytum, en þingfund-
urinn varð róstusamur og varð
bæði að flytja þingmenn og fólk
á áhorfendapöllum á brott með
valdi.
I átökum araba og lögreglu í
Nazareth slösuðust 39 arabar og
25 lögreglumenn. Tólf arabanna
voru særðir skotsárum og 14 ára
piltur liggur milli heims og helju.
Þá slösuðust fjórir lögregluþjón-
ar og 34 arabar í Jaffa, en víðar
kom til átaka.
Yfirmaður borgaralegu stjórn-
arinnar á Vesturbakkanum,
Menachem Milson, sagði í dag af
sér til að mótmæla þeirri ákvörð-
un stjórnar Begins að setja ekki
á laggirnar rannsóknarnefnd til
að kanna viðbrögð ísraelsku
sveitanna við fjöldamorðunum.
Larry Speakes sagði að sumar
sveitir ísraela hefðu þegar verið
fluttar á brott frá vesturhluta
Beirút í dag og í gær, og að ísra-
elar hefðu lagt fram áætlanir um
brottflutning sveitanna, sem eft-
ir væru. Hefðu þeir afhent
stjórnarhernum ýmsar stöðvar
sínar í borginni.
Austurríkismenn hvöttu til
þess að Öryggisráð SÞ sendi
nefnd til Líbanon til að rannsaka
fjöldamorðin. Þá hvöttu full-
trúar á fundi alþjóðlegra þing-
mannasamtaka í Rómaborg til
þess að diplómatísk, menningar-
og viðskiptaleg tengsl við ísrael
yrðu takmörkuð.
Mubarak forseti Egyptalands
sagði í dag að fjöldamorðin væru
afleiðing þeirra „mistaka" að
flytja skæruliða PLO á brott án
friðarsamkomulags. Brottflutn-
ingurinn hefði ekki verið tengdur
yfirgripsmeira samkomulagi um
frið í Miðausturlöndum. Á neyð-
arfundi utanríkisráðherra ar-
abaríkja var samþykkt ályktun
þar sem Bandaríkin voru for-
dæmd fyrir „siðferðilega ábyrgð"
á fjöldamorðunum, en hafnað
var kröfum um refsiaðgerðir.
Jafnframt fordæmdu fundar-
menn Israela, og sögðu þá bera
beina ábyrgð á morðunum.
ísraelskir hermenn réðust inn
í sendiráð íran og Alsír í Beirút
og höfðu á brott með sér ýmis
skjöl úr öryggisgeymslum og
leynihólfum, að sögn starfs-
manna sendiráðanna. Herstjórn-
in í ísrael sagði vopnahléð í aust-
urhluta Líbanon hafa verið rofið
fjórum sinnum í nótt, og var sök-
inni skellt á skæruliða á svæði
Sýrlendinga við vatnið Qara-
aoun.
Fundist hafa lík 220, sem líf-
látnir voru í fjöldamorðunum, og
giska sérfræðingar Bandaríkja-
stjórnar á að 300 manns hafi ver-
ið myrtir, en frelsissamtök Pal-
estínumanna telur þá vera nær
1.400.
Haglél hrellir
íbúa Rómar
Komahorg, 22. september. AP.
SKYNDILEG haglhríú olli miklum
usla í Kómaborg i mesta annatím-
anum í morgun, umferðarhnútar
mynduðust og vatn flæddi inn í
verzlanir og hús í miklum vatns-
austri í kjölfar haglélsins.
í Portuense féli aurskriða í
kjölfar haglélsins og fyllti neð-
anjarðarræsi með þeim afleið-
ingum að fjórir menn, sem þar
voru við vinnu, fórust.
í austurhluta Primavalle slas-
aðist kona þegar veggur féll yfir
hana. Skelfing greip um sig þeg-
ar haglélið dundi, og urðu
slökkvilið borgarinnar og björg-
unarsveitir að svara hundruðum
neyðarútkalla.
Miklar rigningar geisuðu einn-
ig í hafnarborginni Genúa á
Norður-Ítalíu og hlaust af því
mikill vatnsaustur í borginni.
Frjálslyndi flokkurinn
kynni að þurrkast út
Bonn, 22. september. AP.
VINSÆLDIR Frjálslynda flokksins, sem er i oddaaðstöðu í vestur-þýzkum stjórn-
málum, hafa aldrei verið minni, samkvæmt könnun, sem vikuritið Die Zeit birti i
dag. í Ijósi þessa hefur verið aukinn þrýstingur á Hans-Dictrich Genscher um að
frestað verði atkvæðagreiðslu um vantraustsyfirlýsingu á stjórn Schmidts, sem
fyrirhuguð er í þinginu 1. október næstkomandi.
Símamynd AP.
Ariel Sharon varnarmálaráðherra
ver stefnu stjórnar fsraels í Líbanon
við snarpar umræður í þinginu í gær.
Samkvæmt könnun Die Zeit nýtur
Frjálslyndi flokkurinn (FDP) fylgis
aðeins 2,3% þjóðarinnar, miðað við
5,1% í síðasta mánuði. Flokkurinn
þarf að hljóta 5% atkvæða til að fá
mann kjörinn á þing, en í kosningun-
um 1980 hlaut Frjálslyndi flokkur-
inn 10,6% atkvæða.
Úrslit könnunarinnar hafa valdið
því, að flokkurinn hefur klofnað í
afstöðunni til vantraustsyfirlýs-
ingar, og vilja ýmsir þingmanna,
sem taldir voru fylgja Genscher, nú
fresta eða leggja vantrauststillög-
una á hilluna. Telja þeir óánægju
þjóðarinnar með brotthlaup Gensch-
ers augljósa og að of mikil hætta sé
á að flokkurinn þurrkist út í vænt-
anlegum kosningum, sem fram fara
6. marz nk., ef vantrauststillagan
nær fram að ganga.
Andstæðingar Genschers innan
FDP koma saman til fundar næst-
komandi laugardag til þess að ræða
brotthlaup Genschers. Hefur hann
orðið að beygja sig fyrir kröfum
þeirra um sérstakan landsfund FDP
um miðjan næsta mánuð, og er talið
að Genscher verði að bíða fram yfir
fundinn til að sjá hvort hann hefur
fylgi til að mynda stjórn með Hel-
mut Kohl.
Einnig er sprottinn upp ágreining-
ur milli kristilegra demókrata og
bræðraflokksins í Bæjaralandi, sem
talinn er geta spillt fyrir væntanlegu
stjórnarsamstarfi mið- og hægri
flokkanna.
Samkvæmt könnun Die Zeit hefur
SDP aukið við sig fylgi, úr um 30
prósentum í sumar og haust, í 36,7%.
Fylgi CSU hefur hins vegar lækkað
um eitt prósentustig, úr 53,7% í
52,7%, en flokkurinn gæti samt náð
hreinum meirihluta, ef kosið yrði nú.
Talið er að Strauss og ýmsir íhalds-
samir fylgismenn hans muni leggja
hart að Kohl að fallast á tillögur
Schmidts um kosningar í nóvember,
þar sem CSU gæti þá hugsanlega
fengið hreinan meirihluta og losnað
þannig við að mynda stjórn með
Frjálslynda flokknum, sem mörgum
demókrötum stendur stuggur af.
Klofiiingur í
Júgóslavíu