Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 Uppsögn bókagerðarmanna á launalið andstæð samningi?; Vinnuveitendur stefna málinu til félagsdóms BOKAGERÐARMENN og vinnuveitendur funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær og var fundurinn stuttur, en vinnuveitendur hafa lýst þeirri skoðun sinni að uppsögn launaliða í kjarasamningi væri ólögleg og myndu þeir leggja málið fyrir félagsdóm, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemjara í gær. Sagði Guðlaugur að ekki yrði boðað til fundar á meðan þetta mál skýrðist ekki. Bókagerðarmenn sögðu upp launa- liðnum vegna skerðingarákvæða í bráðabirgðalögunum sem sett voru í síð- asta mánuði. Þórarinn V. Þórarinsson, lög- fræðingur hjá VSI, sagði í samtali við Mbl. í gær, að ákvæði það sem bókagerðarmenn byggðu uppsögn sína á fæli það í sér, að launaliðn- um væri fyrst hægt að segja upp, þegar breyting á greiðslu verðbóta á laun kæmi til framkvæmda. Gagnvart samningi bókagerðar- manna og annarra væri ljóst að unnið yrði og laun greidd sam- kvæmt gildandi samningi til 1. desember. Ekki væri fullljóst hvaða áhrif bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar frá í ágúst hefðu, vitneskja um það fengist ekki fyrr en 1. desember, þannig að forsend- ur til uppsagnar gætu fyrst skap- ast þá. Þórarinn sagði, að viss venja væri komin á túlkun uppsagnar- ákvæðisins og hefði hingað til ver- ið litið svo á, að nauðsynlegt væri að áhrif breytinga á vísitölu væru komin fram. Ef skerðing bráða- birgðalaganna kæmi til fram- kvæmda þá gætu samningar losn- að 1. janúar. Því myndu vinnuveit- endur nú leita til félagsdóms og stefna þar inn málinu og gera kröfu til þess að uppsögnin verði dæmd andstæð samningsákvæð- um, enda hefði ekkert annað verkalýðsfélag á landinu sagt upp samningi á þessari forsendu. Magnús E. Sigurðsson, formað- ur Félags bókagerðarmanna, sagði í gær, að vinnuveitendur litu svo á að uppsögn launaliða væri ólögleg. Bókagerðarmenn litu hins vegar svo á, eins og í samningi stæði, að heimilt væri að segja upp samn- ingnum ef sett yrðu lög, en þegar væri búið að setja slík lög og þau tekið gildi. Magnús sagðist ekki eiga von á frekari viðræðum á milli aðila á meðan úrskurður lægi ekki fyrir. Magnús sagði að viðbrögð at- vinnurekenda kæmu bókagerðar- mönnum mjög á óvart, vegna þess að samningarnir væru skýrir að þeirra mati. Við því væri hins veg- ar ekkert að gera og væri nú sem fyrr reynt að mistúlka samninga. Nafn konunnar sem fannst látin KONAN, sem fannst látin í Brúss- el á þriðjudag, hét Solveig Magn- úsdóttir, ritari í sendiráði Islands í borginni. Solveig var 24 ára göm- ul, fædd 24. maí 1958. ítarlegri lögreglurannsókn á dauða hennar er haldið áfram. 35.000 pílagrímar á vegum Flugleiða STARKSKOI.K Klugleiða, sem unnið hefur við pílagrímaflut; milli Alsír og Saudi- Arabíu, kom heim í gær. Þarna er um 97 manna hóp að ræða, flugfólk og starfsmenn á jörðu niðri, sem unnið september. Það voru alls 35.000 pílagrímar sem fluttir voru að þessu sinni. Flog- ið var frá sjö stöðum í Alsír til Jedda í Saudi-Arabíu. Tvær DC-8-flugvélar Flugleiða voru í þessum flutningum, en auk þess voru í þeim þrjár flug- vélar frá SAS á vegum Flugleiða, tvær DC-8 og ein Boeing 747. Boeing-flugvélin getur flutt 475 far- þega í hverri ferð, en DC-8 252. Lent var með síðustu farþeganna í Jedda seint í fyrrakvöld, en þá á miðnætti hófust tíu daga Ramadan-hátiðahöld múhameðstrúarmanna og meðan þau standa yfir má ekki lenda í borg- inni. Að hátíðahöldunum loknum munu Flugleiðir flytja pílagrímana aftur til síns heima og er gert ráð hefur að þessum flutningum frá því 5. fyrir að þeim flutningum ljúki 19. október. Að sögn Jóhannesar Óskarssonar, flugrekstrarstjóra Flugleiða, mun þessi samningur Flugleiða um píla- grímaflugið við stjórnvöld í Alsír vera sá stærsti sem gerður hefur verið við eitt flugfélag. Þetta er samningur upp á rúmar 9 milljónir dollara og það voru milli 40 og 50 flugfélög, sem gerðu tilboð í flugið. Taldi Jóhannes að það hefði ráðið miklu um að Flugleiðir fengu samn- inginn, að þeir hafa getið sér gott orð í þessu pílagrímaflugi, sem og SAS, sem vitað var að Flugleiðir myndu leita til, ef þeir fengju samn- inginn. Gamla skýlið sem rífa á og skúr sem lögreglumenn hafa til bráðabirgða. Ljósm. Mbl. Gunnar Si(ftrygi{sson Keflavíkurflugyöllur: Lögreglumenn fá nýtt vardskýli Keflavíkurflugvelli, 22. september. ALLKLESTIR landsmenn hafa eflaust ekið framhjá varðskýli lögregl- unnar í aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Þarna hafa lögreglumenn haft aðsetur dag og nótt um margra ára skeið við illan aðbúnað, þvi skýlið hefur hvorki haldið vatni né vindum. Hafa lögreglumenn ítrekað óskað eftir endurbótum. Nú hefur verið ákveðið að rífa þetta skýli og byggja nýtt. Var byrjað að rífa skýlið í gærmorgun og strax að því verki loknu verður hafizt handa við að reisa nýtt skýli fyrir lögreglu- mennina. Verður það einnig timburbygging, en mun vandaðri en sú gamla. Eru lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli afar ánægðir með það að fá nýtt og vandað skýli í stað hins gamla. Meðan á framkvæmdum stendur færist innakstur á völl- inn til og eru þeir sem leið eiga inn á Keflavíkurflugvöll beðnir að gæta að því. FrétUriUri. Hér má sjá starfsmenn Pósts og síma og starfsmenn varnarliðsins við vinnu sína. Eins og sjá má, voru veggir skýlisins orðnir ansi fúnir. Bráðabirgðalög um olíusjóð fiskiskipa og hækkun fiskverðs RÍKISSTJORNIN gaf á þriðjudaginn út bráðabirgðalög um Olíusjóð fiskiskipa og hækkun fiskverðs. Var það gert í kjölfar samþykktar ríkis- stjórnarinnar um lausn á vanda útgerðarinnar. Samkvæmt lögunum skal Olíusjóður starfræktur í því skyni að greiða niður verð á brennsluolíu til fiskiskipa á timabilinu 1. september til 31. desember 1982. Sjóðinn skal fjármagna með 30 milljóna króna framlagi úr Tryggingasjóði fiskiskipa og jafnframt er sjóðnum heimilt að taka lán allt að 30 milljónum króna. Hvað fiskverðið varðar skal það hækka um fjóra af hundraði frá og meö 15. september síðastliðnum og gilda til 30. nóvember næstkomandi, þrátt fyrir ákvæði bráðabirgðalaga frá 21. ágúst 1982 um efnahagsaðgerðir. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Sighvat Björgvinsson, formann þing- flokks Alþýðuflokksins. Fara svör þeirra hér á eftir, svar Ólafs fyrst. Ólafur G. Einarsson „Allsendis ófullnægjandi brádabirgða- aðgerðir“ „Sem fyrri daginn grípur rík- isstjórnin til bráðabirgðaað- gerða til þess að bjarga í horn. Ekkert er gert sem dugar til að grundvallaratvinnuvegirnir geti staðið á eigin fótum. Ein björg- unaraðgerð vegna útgerðarinnar svo sem hækkun fiskverðs um 4% leiðir af sér nauðsyn annarr- ar vegna fiskvinnslunnar. Varla verður um annað að ræða en áframhaldandi og hraðara geng- issig. Þannig er vaðið áfram í sama vítahringnum, og ekkert af þessu dugar. Viðurkennt er að útgerðin verður áfram rekin með halla enda stefna stjórnvalda að halda atvinnurekstrinum í helj- argreipum ríkisvaldsins, enginn má hafa hagnað af starfsemi sinni. Um einstaka liði þessara aðgerða er ekkert sérstakt að segja, þeir kunna að hafa ein- hverja þýðingu hver fyrir sig og allir saman eins og málum er nú komið hjá útgerðinni. En ég ít- reka að hér er um hreinar bráða- birgðaaðgerðir að ræða og alls ófullnægjandi. Krafan er um raunhæfar aðgerðir, en við þeirri kröfu getur núverandi rík- isstjórn ekki orðið. Til þess skortir hana bæði dug og traust nægilega margra," sagði Ólafur. Sighvatur Björgvinsson „Landinu stjórnaÖ með tilskipunum, ekki þingræði" „Það er ekki nú frekar en fyrr, sem ríkisstjórnin hefur haft fyrir því að láta stjórnarand- stöðuna vita af þeim bráða- birgðalögum, sem hún hefur sett. Við höfum allar okkar fréttir gegnum fjölmiðla og ég hef ekki séð bráðabirgðalögin og hef því ekki haft aðstöðu til þess að skoða með neinni nákvæmni, hvað í þeim felst. Hins vegar sýnist mér það á öllu, að hér sé aðeins um að ræða í fyrsta lagi mjög takmarkaðar ráðstafanir og í öðru lagi aðgerð- ir, sem ekki séu til þess ætlaðar að þær eigi að endast nema í skamman tíma og í þriðja lagi hef ég ekki enn séð neinar skýr- ingar á því hvar eigi að útvega það fjármagn, sem meðal annars á að verja til niðurgreiðslna og tilfærslna á skuldum. Hver á að greiða það? Hvar á að útvega það og hvaða kjör eiga að vera á þessu fjármagni. Hver á að greiða mismuninn á þeim kjör- um, sem virðist eiga að bjóða sjávarútveginum til skulda- skipta annars vegar og hins veg- ar þeim kjörum, sem vitað er að fjármagn fæst á í þjóðfélaginu í dag. Þetta er varðandi efnisatriði málsins, en hitt finnst mér þó enn þá alvarlegra að ríkisstjórn- in skuli núna, þegar enginn vafi leikur lengur á því, að hún er búin að missa starfhæfan meiri- hluta á þingi, setja bráðabirgða- lög án þess að blikna eða blána. Bráðabirgðalög, sem hún hlýtur að vita, að hún hefur ekki meiri- hluta til að tryggja að fram nái að ganga. Þetta finnst mér raun- ar vera svo alvarleg athöfn af hálfu ríkisstjórnarinnar, að þingflokkar og þingmenn verði að taka til sérstakrar yfirvegun- ar hvaða viðbrögð eigi að sýna í þessu tilviki. Það skiptir ekki meginmáli hvort vöntunin á þingmeirihluta nemur einum þingmanni eða 10, það er stigs- munur en ekki eðlismunur. Stað- reyndin er sú að ríkisstjórnin er farin að setja lög, vitandi það að hún hefur ekki meirihluta til að tryggja framgang þeirra. Þá eru menn farnir að stjórna landinu með tilskipunum, ekki þing- ræði,“ sagði Sighvatur. Beinum afskiptum af fisksöl- um erlend- is hætt í KJÖLFAR þess, að tekist hefur samkomulag um lausn á vanda út- gerðarinnar og fiskveiðibanni hef- ur verið aflétt, hefur viðskipta- ráðuneytið ákveðið að fisksölur er- lendis skuli fara fram á sama hátt og áður. Það er, að ekki skuli fjall- að sérstaklega um hverja einstaka beiðni um fisksölur erlendis, held- ur skipuleggi LÍÚ sölurnar alfarið í umboði ráðuneytisins eins og verið hefur. í gær og fyrradag seldu fjögur fiskiskip afla sinn er- lendis, 6 skip eiga eftir að selja afla í þessari viku og bókaðar eru 13 sölur erlendis í næstu viku. Skipin, sem seldu afla í gær og fyrradag eru: Dalborg EA seldi 101,2 lestir í Hull. Heildar- verð var 1.388.800 krónur, með- alverð 13,70 kr. Siglfirðingur SI seldi 103,6 lestir í Hull. Heildar- verð var 1.472.800 krónur, með- alverð 14,21 kr. Katrín VE seldi 49.3 lestir í Grimsby. Heildar- verð var 416.300 krónur, meðal- verð 8,44 kr. Hákon ÞH seldi 67.3 lestir í Hull. Heildarverð var 975.900 krónur, meðalverð 14,51 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.