Morgunblaðið - 23.09.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
5
Fólk hlustar
þegartalað
er um frið
— segir Vigdís forseti að Bandaríkjaferðinni lokinni
„ÞAÐ MÁ SEGJA, að ég hafi verið á höfðingjaferðalagi um Bandaríkin,"
sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í samtali við Morgunblaðið
skömmu áður en vél Flugleiða frá Chicago lenti með forsetann og fylgd-
arlið hennar á Keflavíkurflugvelli á miðvikudagsmorgun. „En ég hitti
mikið af venjulcgu fólki, bæði í móttökum íslendingafélaga og islenskra
viðskiptaaðila. Einnig sátu margir boð Reagans i Hvíta húsinu og í New
York, Seattle og Minneapolis hitti ég mikið af háskólafólki. Ég sagði í
flestum viðtölum sem ég gaf, og þau voru mörg, að ég vildi endilega fara
aftur til Bandaríkjanna, skoða náttúruna og kynnast landinu betur.
Maður verður að hafa komið til Bandaríkjanna til að geta opnað um þau
munninn."
Þetta var fyrsta ferð Vigdísar
forseta til Bandaríkjanna. Hún
hafði margsinnis ætlað sér til
Bandaríkjanna áður en hún
hlaut kosningu, en eitthvað kom
ávallt í veg fyrir að hún kæmist.
Öryggisverðir fylgdu henni
hvert fótspor á hennar fyrstu
ferð og hún gekk um á rauðum
dreglum, gisti á bestu hótelum
og borðaði besta mat. En hún
sagði, að fólkið sem hún hitti
hefði ekki verið svo ólíkt því
fólki sem hún hefði hitt ef hún
hefði farið á eigin vegum. Hún
hitti mikið af menningar- og
menntafólki með áhuga á listum
og bókmenntum eins og hún
sjálf. Hún sagðist nú skilja
nafngiftina „wheat basket" eða
hveitikarfan betur eftir að hafa
flogið í margar klukkustundir
yfir óendanlega víðáttu og oft
hefði ekki sést einn óræktaður
blettur.
Vigdís forseti talaði mikið um
frið og undirbúning framtíðar-
innar fyrir börnin í Bandaríkja-
ferðinni. Henni fannst hún alls
ekki vera að hætta sér of nærri
stjórnmálum með að gera það
þótt friðarmál séu hápólitísk
efni í Bandaríkjunum. „Þegar
talað er um frið, byrjar fólk
strax að hlusta," sagði hún. „Það
vissu allir hvað ég var að tala
um. Við vitum öll að við verðum
að halda friðinn í heiminum, við
erum bara ekki sammála um
hvernig best er að gera það. En
fréttir af nýjum uppfinningum,
t.d. í læknisfræði, sýna, að hinn
MorRunbladid/ólafur K. Magnússon
Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, kveður Sverri Hauk Gunnlaugsson sendifulltrúa og Guðnýju Aðal-
steinsdóttur konu hans.
skapandi mannsandi getur leyst
margar gátur og hann hlýtur að
finna leið út úr þeim ógöngum
sem heimurinn er kominn í.
Hann hlýtur að geta brúað þetta
ósamræmi í skoðunum án þess
að við þurfum að berjast."
Bandaríkjaferðin var farin til
að opna norrænu menningar-
kynninguna Scandinavia Today í
Washington DC, Minneapolis,
New York og Seattle. Vigdís for-
seti flutti setningarræðurnar
fyrir hönd allra Norðurland-
anna. Hún var gagnrýnd í
danska blaðinu Politiken fyrir
fyrstu ræðuna sem hún flutti í
Kennedy Center fyrir að hafa
farið út fyrir ræðutextann, sem
öll löndin höfðu samþykkt fyrir-
fram, og tala um þjóðirnar átta,
en ekki löndin fimm. Hún bætti
Færeyjum, Grænlandi og Lapp-
landi inn í ræðuna þegar hún
talaði um menningu allra Norð-
urlandanna. Vigdís forseti sagð-
ist ekki taka gagnrýni sem þess-
ari alvarlega. Greinina hefði
væntanlega þreyttur, svangur og
óánægður blaðamaður skrifað.
Hún sagðist ávallt hafa lagt
áherslu á sérstaka menningu
allra þjóðanna þegar hún starf-
aði í ráðgjafanefnd Norður-
landaráðs um menningarmál og
þetta hefði ekki verið nein ný
hugdetta hjá henni. Hún sagðist
ekki hafa orðið vör við óánægju
hjá hinum Norðurlöndunum með
ræður hennar og sjaldan hefði
hún verið ausin slíku lofi og í
ræðu sem danski sendiherrann
flutti í hádegisverði háskólans í
Seattle.
Vigdis forseti og hið íslenska
fylgdarlið forsetans í Bandaríkj-
unum fóru og vottuðu frú Hall-
dóru Eldjárn og fjölskyldu henn-
ar samúð sína á miðvikudag.
Heimdallur með fund 1 kvöld:
Efnahagsstefnur Thatchers og Reagans
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðLsmanna í Reykjavík, gcngst
fyrir fundi í kvöld og verður þar
fjallað um efnahagsstefnu Reagans
Bandarikjaforseta og Thatchers, for-
sætisráðherra Breta. Frummælend-
ur verða þeir Vilhjálmur Egilsson
hagfræðingur og Hannes Gissurar-
son sagnfræðingur.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Árni Sigfússon formaður
Heimdallar, að hér væri um að
ræða eitt þeirra fræðslukvölda í
fundarformi sem Heimdallur
myndi efna til á næstu mánuðum.
Að þessu sinni yrði fjallað um
efnahagsstefnu Reagans og
Thatchers og reynt að draga fram
hver helsti munurinn væri. Myndi
Vilhjálmur, sem er nýkominn frá
námi í Bandaríkjunum, fjalla um
stefnu Bandaríkjaforseta, en
Hannes, sem stundar nám í Bret-
landi, um stefnu forsætisráðherra
Bretlands.
Árni sagði að fundurinn væri
opinn öllu sjálfstæðisfólki, sem
vildi kynna sér þessi mál nánar.
„Skilnaður“
frumsýndur í næstu viku
LEIKRIT Kjartans Ragnarssonar,
Skilnaður, sem frumsýna átti 17.
september, verður að öllum líkind-
um ekki frumsýnt fyrr en seinnipart
næstu viku. Ástæða þess að fresta
varð frumsýningunni er sú, að einn
lcikenda slasaðist. Er nú bara beðið
eftir að hann nái sér.
Sigurður Flosason
Sigurður Valgeirsson
Jóhann G. Jóhannsson
Tómas R. Einarsson
Sveinbjöm I. Baldvinsson
ÍÍIiSii Si