Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 1_
„Kauprán“ vinstri
flokkanna og
skerðing lífskjara
eftir Lárus Jónsson,
alþingismann
Aðalatriði bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar er skerðing verðbóta
á laun 1. des. nk. Þetta kemur
ekki á óvart. Segja má að slík verð-
bótaskerðing hafi orðið að einu
allsherjar bjargráði vinstri flokk-
anna svonefndu eftir að
Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur-
inn unnu kosningamar 1978 á
slagorðinu „kjósið ekki kaupráns-
flokkana'* og „samningana i
gildi". Hinn 1. desember kemur til
framkvæmda þrettánda „kaup-
rán“ þessara flokka frá því að þeir
unnu kosningasigur sinn vorið
1978. Þessi skerðing verðbóta
nemur samtais 48,19%. Gífurleg
verðmætaaukning sjávarvöru-
framleiðslu og aflaaukning hefur
orðið á þessu timabili en kaup-
máttur sigið jafnt og þétt og sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar
mun hann minnka um 6% á næsta
ári vegna bráðabirgðalaganna.
Verðbólgan er enn milli 50 og 60%
eins og hún hefur jafnan verið sið-
asta áratug þegar vinstri stjórnir
hafa setið að völdum. Er ekki kom-
inn tími til að læra af reynslunni?
Prettánda
„kaupránið“
Allir stjórnmálaflokkar hafa
staðið að löggjöf um afnám eða
lækkun umsamdra visitölubóta á
laun og þannig í reynd viður-
kennt að slíkar aðgerðir séu
réttlætanlegar sem neyðarúr-
ræði. í framkvæmd felur þessu
afstaða einnig í sér að stjórn-
málaflokkarnir gera sér grein
fyrir ágöllum vísitölukerfisins.
Alþýðuflokkurinn og einkum Al-
þýðubandalagið hafa reynt að
skapa sér sérstöðu í þessum efn-
um gagnvart launþegum. Þeir
unnu kosningar 1978 með mestu
blekkingum sem um getur í
stjórnmálasögunni einmitt með
því að lofa kjósendum beint og
óbeint að standa órofa vörð um
verðbótakerfið á laun. Þeir
fundu upp og notuðu hugtakið
„kauprán" um slíka verðbóta-
skerðingu.
Eftir kosningarnar 1978
mynduðu þessir flokkar ásamt
Framsókn vinstri stjórn. Sú rík-
isstjórn hóf feril sinn með
„kaupráni" 1. des. það ár. Þetta
„kauprán" átti að bætast með
ýmsu móti. Þessi ríkisstjórn
beitti sér fyrir setningu
svonefndra „Ólafslaga" á Al-
þingi. í þessum lögum felast
ákvæði um kerfisbundið „kaup-
rán“. Framfærsluvísitala er
lækkuð þegar út eru reiknaðar
verðbætur á laun skv. ákvæðum
Ólafslaga. Eftir kosningarnar
1979 var núverandi ríkisstjórn
mynduð og enn hefur „kauprán-
inu“ verið haldið áfram af fullri
hörku. Síðasta afrekið eru nýsett
bráðabirgðalög og þar er í engu
reynt að dylja hvað gert er. Það
er ekki minnst á „slétt skipti" né
einhverskonar ívilnun í stað
12,1%
7,5%
Kaupmáttur kauptaxta
(breyling í •/• frá fyrra ári)
79
77 78
-0,1%
80_______81_ 82 83 (spá)
0%
{J
4,9%
-1%
U
-6%
vinstri úrræði: Pólitíska
afskiptasemi, hækkun skatta,
aukin ríkisumsvif, höft, boð og
bönn o.s.frv. við hliðina á
visitölukrukki og „kaupráni".
Höfuðmarkmiðið átti að vera að
koma verðbólgunni niður í sama
stig og í nágrannalöndunum
(10%) og vernda kaupmátt
launa. Reynslan er ólygnust. Allt
hefur þetta verið unnið fyrir gýg
og þessi vinstri úrræði orðið
okkur þungbærara heimilisböl
en flesta óraði fyrir.
810%
Samfals sker&ing verbbótivísitolu
frá l.des. 1978 : 48,19%
1des.
78
tmars tjúni tsept tdes
'80
429%
220%
[]
054%
P
i.ium
l.mars Tjúni 1 sept. 1des.
82
kaupránsins. Nú er gengið hreint
til verks.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
„kaupráns“-feril þessara tveggja
ríkisstjórna. Þær hafa skert
verðbætur á laun 13 sinnum
samtals um 48,Í9% á fjórum ár-
um eftir allt brigslið í garð ríkis-
stjórnar Geirs Hallgrímssonar
og svardagana um að koma
samningunum i gildi.
Kjararýrnun í
góðærinu
Nokkrar grunnkaupshækkanir
hafa að sjálfsögðu orðið á þess-
um árum en verðbótaskerðingin
hefur verið þeim mun meiri.
Niðurstaðan er sú að þegar
mestu „vinir launþega" hafa ráð-
ið lögum og lofum í landinu og
íhaldsúrræðin þá væntanlega
lögð á hilluna hefur orðið mikil
kjararýrnun eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. Þetta hefur
gerst þrátt fyrir mestu veltiár
sem komið hafa í sjávarútvegi í
sögu þjóðarinnar á þessu tíma-
bili.
Hver er svo árangurinn?
Að svo miklu leyti sem þessar
ríkisstjórnir hafa reynt að
stjórna efnahags- og atvinnu-
málum þjóðarinnar á þessum
tíma hafa þær notað margvísleg
Ragnheiður hlaut
alþjóðleg verðlaun
fyrir grafíkverk
Eitt af grafíkverkum Ragnheiðar.
ÍSLENZKA grafíklistakonan
Ragnheiður Jónsdóttir hlaut á 6.
alþjóðlega grafikbiennalinum,
sem opnaður var 12. ágúst í Fred-
rikstad í Noregi, verðlaun fyrir
myndirnar sem hún átti þar. Al-
þjóðlega dómnefndin var skipuð
fulltrúum frá Noregi, Spáni, Sov-
étríkjunum, Colombiu og Japan.
Þetta er í þriðja sinn sem
Ragnheiður hlýtur alþjóðleg
verðlaun fyrir grafkiverk sín.
1976 hlaut hún verðlaun á al-
þjóðlegum biennali í Frenchen í
Þýzkalandi og 1978 á alþjóðleg-
um biennali í Ibiza Spáni. Lista-
konan hefur á undanförnum ár-
um tekið þátt í fjölda slíkra al-
þjóðlegra biennala í Englandi,
Frakklandi, Þýzkalandi, Spáni,
Ítalíu, Austurríki, Júgóslavíu,
Finnlandi, íslandi og Japan og
sömuleiðis í sýningum í Banda-
ríkjunum, Þýzkalandi og Pól-
landi auk Norðurlanda.
Ragnheiður býr í Garðabæ og
vinnur þar grafíkmyndir sínar.
Hún er fædd 1933 og nam í
Reykjavík, Kaupmannahöfn og í
París hjá S.W. Heyter í Atalíer
17. Fyrstu einkasýninguna hélt
hún í sýningarsal MR í Reykja-
vík 1968 og eru einkasýningar
hennar síðan orðnar 25 talsins,
bæði á íslandi og víða erlendis.
Minna má á grafíkseríuna í 6
myndum, sem hún vann fyrir
Listahátíð 1980 og nefndi „Ég
er ...“ og myndir og hönnun á
Úrvali úr ljóðum Halldórs
Laxness í tilefni af 80 ára af-
mæli skáldsins.
Haustmót
TR hefst á
sunnudaginn
HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur
1982 hefst næstkomandi sunnudag,
26. september, og verður teflt í húsa-
kynnum félagsins að Grensásvegi
44—46.
í aðalkeppninni verður þátttak-
endum skipt í flokka með hliðsjón af
Eló-skákstigum, sem Skáksamband-
ið lét reikna í júní sl. Tefldar verða
ellefu umferðir í öllum flokkum. í
efri flokkunum verða tólf keppend-
ur, sem tefla einfalda umferð allir
við alla, en í neðsta flokki verður
teflt eftir Monrad-kerfi.
Umferðir verða þrisvar í viku, á
sunnudögum kl. 14 og á miðvikudög-
um og föstudögum kl. 19.30. Bið-
skákadagar verða inn á milli.
Lokaskráning í aðalkeppnina
verður laugardag, 25. september, kl.
14-18.
Keppni í flokki 14 ára og yngri á
haustmótinu hefst laugardag, 2.
október. Tefldar níu umferðir eftir
Monrad-kerfi, umhugsunartími 40
mínútur fyrir hvorn keppanda.
Keppnin tekur þrjá laugardaga,
þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun
verða a.m.k. fyrir fimm efstu sæti.
Haustmótið er jafnframt meist-
aramót Taflfélagsins og hlýtur sig-
urvegari í efsta flokki titilinn
„Skákmeistari Taflfélags Reykja-
víkur 1982“. Björn Þorsteinsson hef-
ur oftast orðið skákmeistari Taflfé-
lags Reykjavíkur, alls fimm sinnum,
en Gunnar Gunnarsson hefur fjór-
um sinnum borið sigur úr býtum.
Núverandi skákmeistari Taflfélags
Reykjavíkur er Jóhann Hjartarson.
Ragnheiður Jónsdóttir í vinnustofu sinni.