Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
„Tilgangslaus mótmæli“ segir Thatcher:
Víðtæk samúðarverkföll
ollu víða óþægindum
Lundúnum, 22. Heptember. AP.
KOLANÁMUMENN, verkamenn í stáliðnaði, starfsmcnn við sjúkraflutn-
inga og starfsmenn almenningsfarartækja voru á meðal þeirra hundruða
þúsunda meðlima verkalýðsfélaga, sem tóku þátt í því að ganga út úr
fyrirta kjum sínum um allt Bretland í mótmælaskyni við ríkisstjórn Margaret
Thatcher í dag. Mótmælin, sem stóðu frá klukkustund og allt upp í sólar-
hring ollu mjög víða óþægindum.
Víða um landið var efnt til mót-
mælagangna og sú fjölmennasta
var í miðborg Lundúna. Þar gengu
120.000 manns að Hyde Park í
„anda kjötkveðjuhátíðar" og héldu
þar stóran útifund. Lögregla segir
á hinn bóginn að helmingi færri
hafi tekið þátt í göngunni.
Samúðarverkföll þessi, sem
reyndar eru bönnuð með lögum
frá 1980, voru til þess að styðja
750.000 manns starfandi í stétt
hjúkrunarfólks í vinnu hjá ríkinu.
Undanfarna fjóra mánuði hefur
hjúkrunarfólk farið í verkfali af
og til víðs vegar um landið til þess
að reka á eftir kröfum sínum um
hærri laun.
Leiðtogar bresku verkalýðsfé-
laganna, sem hafa 11 milljónir
manna innan sinna vébanda,
skipulögðu þessi verkföll og sögðu
í dag að þau hefðu fengið mjög
góðar undirtektir um land allt.
Leiðtogar prentiðnaðarins og
hjúkrunarfólks tilkynntu enn-
fremur í dag, að von væri á frekari
verkföllum.
Vinna var aðeins með eðlilegum
hætti í 40 þeirra tæplega 200 kola-
náma, sem eru víðs vegar um
landið. Flestar hafnir voru lokað-
ar. Flest sjúkrahús landsins urðu
að miða við neyðarþjónustu ein-
vörðungu og aðeins 18 þeirra 75
sjúkrabifreiðastöðva, sem eru í
„Það var ríkisstjórn sósíal-
demókrata, sem sá um samninga
við Grænlendinga um sama mál-
efni á sínum tíma og hefur
London störfuðu eðlilega. Greip
stjórnin til þess að biðja sjúkra-
bifreiðir hersins að vera til taks.
Margaret Thatcher, sem nú er í
opinberri heimsókn í Kína, sagði í
dag að samúðarverkföll þessi
væru ekki til neins. Thatcher fékk
víða kaldar kveðjur og á strætis-
vagni í Skotlandi mátti lesa eftir-
farandi borða: „Haltu þig frá
Skotlandi, við höfum ekki efni á
eggjunum." Var þar vísað til þess
að Skotar hefðu ekki efni á að
kaupa egg til að grýta í forsætis-
ráðherrann.
kannski ekki af þeim sökum get-
að annað en gert svipað sam-
komulag við okkur Færeyinga,"
sagði Hilmar Kass.
Vilja byggja
risastórt
kjarnorkuver
Nýju I)elhí, 22. Neptember. Al\
SKYRT var frá því í útvarpi í Nýju
Delhí i dag, að Sovétmenn hefðu
boðið Indiru Gandhi, sem nú er i
opinberri heimsókn i Moskvu, að
reisa 1.000 megawatta kjarnorkuver
i Indlandi.
Orkuver þetta, ef af byggingu
þess yrði, yrði helmingi stærra en
sams konar orkuver, Tarapur, sem
reist var af Bandaríkjamönnum
skammt frá Bombay. Tarapur-
orkuverið, sem er 420 megawött að
stærð, líður nú fyrir skort á elds-
neyti vegna deilu Indlands og
Bandaríkjanna um varúðarráð-
stafanir, sem dregist hefur á lang-
inn.
Forsetinn
spáir friðsöm-
um lyktum
San Pedro Sula, Hondúras,
22. september.
FORSETI Hondúras, Roberto
Suazo Cordova, spáði því í dag
að umsátrinu um hús verslunar-
ráðsins í borginni, þar sem
skæruliðar hafa haldið tveimur
ráðherrum og 80 kaupsýslu-
mönnum i gíslingu í fimm daga,
myndi Ijúka á friðsamlegan
máta, að því er talsmaður hans
sagði. Á hinn bóginn bárust eng-
ar fregnir af þvi að eitthvað mið-
aði í samningaviðræðunum við
skæruliðana.
Forsetinn flaug í dag yfir
byggingu verslunarráðsins. Að
sögn talsmanns hans sagðist
forsetinn ekki sjá lausn á
vandamálinu, en efaðist ekki
um að því lyki á friðsamlegan
hátt „innan skamms tíma“. Er
forsetinn var nánar spurður
við hvað hann ætti með þessu
svaraði hann þvi til að hann
teldi deiluna myndu leysast á
næstu þremur eða fjórum dög-
um.
Millisvæðamótið:
Kasparov og
Beljavsky
standa bezt
Moskvu, 21. Heptember. AP.
GARRY Kasparov frá Sovétríkjun-
um komst einn í efsta sætið á milli-
svæðamótinu i Moskvu með því að
sigra Rúmenann Florian Gheorghiu
í tólftu og næstsíðustu umferð móts-
ins. Kasparov hefur þar með hlotið
átta vinninga og að auki biðskák við
Filippseyinginn Rodriguez. Næstir
koma Kúbumaðurinn Garcia og
Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari,
með sjö og hálfan vinning. Að öðru
leyti urðu úrslit í tólftu umferð sem
hér segir:
Christiansen, Bandaríkjunum,
vann Rodriguez, en jafntefli varð
hjá Tal og Quinteros, Argentínu,
svo og hjá Garcia og Svíanum
Anderson. Skákir Murei, ísrael, og
Sax, Ungverjalandi, Gellers, Sov-
étríkjunum, og Velimirovic, Júg-
óslavíu, og Beljavskys og Van der
Wiels, Hollandi, fóru allar í bið.
Þá gaf Garcia biðskák sína við
Beljavsky úr tíundu umferð.
Staðan á mótinu er nú þessi:
1. Kasparov 8 v. og biðskák.
2. -3. Garcia og Tal 7'A.
4. Andersson 7 v. og biðskák.
5. Beljavsky 6'A v. og 3 biðskákir.
6. Geller 6‘/2 v. og biðskák.
7. Christiansen 5% v.
8. Sax 5 v. og biðskák.
9. Velimiroivc 4'/2 v. og 3 biðsk.
10. Gheorghiu 4‘k v. og biðskák.
11. Murei 3'k og 3 biðskákir.
12. Van der Wiel 3Vi v. og biðskák.
13. Rodriguez 3 v. og 2 biðskákir.
14. Quinteros 2'k v. og biðskák.
Deilan um yfírráð yfir auðæfum á hafsbotni:
Færeyingar taka tilboði
Dana um samningaviðræður
horshofn, Færeyjum. 22. september. Frá Jógvan
HINN NÝI forsæti.sráðherra
Dana, l’aul Schliiter, hefur boðið
færeyskri viðskiptanefnd til við-
ræðna um „hafsbotnsmálið" þann
12. október næstkomandi.
Formaður nefndarinnar, Jógvan
Sundsteion, formaður færeyska
iagaþingsins, hefur tilkynnt að
danska forsætisráðuneytinu hafi
verið tjáð að nefndin hygðist
þekkjast boðið.
Fyrir skömmu sendi lands-
stjórnin í Færeyjum bréf til for-
sætisráðuneytisins danska þar
sem greint var frá því, að hún
væri ekki sátt við þá lausn á
„hafsbotnsmálinu", sem fyrrum
ERLENT
Argc, fréttaritara Mbl.
forsætisráðherra, Anker Jörg-
ensen, hafði komist að. Sú lausn
fól í sér að Færeyingar skyldu
hafa sama yfirráðarétt og
Grænlendingar. Það vildu Fær-
eyingar ekki samþykkja.
Viðskiptanefnd þessi hefur
skýrt forsætisráðuneytinu frá
því að frá hennar sjónarhóli séð
sé umrætt svæði í umsjá Færey-
inga og því eigi yfirráðaréttur og
allar ákvarðanir að vera alfarið í
höndum þeirra. Þessi skoðun
nýtur mikils stuðnings á laga-
þinginu.
Formaður markaðsnefndar
lagaþingsins, Hilmar Kass, sagði
aó ekki hefði verið mögulegt að
komast nær settu marki á með-
an fyrrverandi ríkisstjórn var
við völd í Danmörku. Nú þegar
ný stjórn hefði tekið við væri
það e.t.v. ljós í myrkrinu og
meiri möguleiki á að ná sani-
komulagi, sem Færeyingar gætu
sætt sig við.
Vísar fréttum
Amnesty á bug
New Vork, 22. Heptember. AP.
FERDINAND E. Marcos, forseti Filippseyja, neitaði í dag alfarið ásök-
unura Amnesty International um aukin morð og pyntingar pólitískra
fanga og segir fréttir samtakanna vera stórlega ýktar.
í viðtali við CBS-fréttastofuna
bandarísku sagði að sumir fang-
ar gætu hugsanlega hafa sætt
slæmri meðferð, en að um víð-
tækar pyntingar og að 1.000
manns hefðu verið drepin á síð-
asta ári væri fráleitt.
Marcos sagði ennfremur að
þeim opinberu starfsmönnum,
sem staðnir væru að pyntingum,
væri refsað. Sagði Marcos, að
hann gæti líkt „pyntingunum á
Filippseyjum við lögregluofbeld-
ið í Bandaríkjunum".
WHSB *******
5*ö«ttoS CHAKirr ?©
** » ** W
fytobgf&thii
Símamynd/ AP.
Frá kröfugöngunni, sem efnt var til í miðborg Lundúna i gær.