Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBÉR 'íM
rnsr
Frá blaðamannafundinum i Unglingaheimilinu ad Kópavogsbraut 17.
Unglingaheimilið í Kópavogi 10 ára:
Opin umræða stuðl-
ar að fordómaleysi
TÍU ár eru nú liðin frá því að Ungl-
ingaheimili ríkisins í Kópavogi var
stofnaö. Á þeim tíma hefur starf-
semin þróast og tekið tölverðum
breytingum. Það er nú starfrækt í
fjórum deildum. Þær eru: Neyðar-
athvarf unglinga að Kópavogs-
braut 9, þar sem unglingum er ætl-
uð vistun um skamman tíma. Með-
ferðarheimilið aö Kópavogsbraut
17, sem er meðferðar- og skóla-
heimili, þar sem 10 nemendur eru
til vistar í einu. Svonefnt sambýli
að Sólheimum 17, sem opnað var í
fyrrasumar. Þar geta 6 unglingar
búið og sótt þaðan skóla og vinnu.
Deildarstjóri býr á heimilinu
ásamt fjölskyldu. í fjóröa lagi er
rekin unglingaráðgjöf í tengslum
við fyrrnefnd heimili. Hún er einn-
ig til húsa að Sólheimum 17. Henni
er ætlað að þjóna öllu landinu,
eins og heimilunum og þangað
geta allir leitað, sem við einhvern
svona vanda eiga að stríða, hvort
sem það eru unglingarnir sjálfir,
foreldrar eða aðrir sem með ungl-
ingum vinna.
A meðferðarheimilinu á Kópa-
vogsbraut 17 hafa 144 unglingar
búið á þessum 10 árum, 50 stúlk-
ur og 94 strákar. í neyðarat-
hvarfinu hafa 78 unglingar verið
í skammtímavistun það sem af
er þessu ári, í samtals 411 sólar-
hringa. Er það mikil aukning frá
því í fyrra, en þá voru unglingar
þar í samtals 138 sólarhringa.
Kristján Sigurðsson, forstöðu-
maður Unglingaheimilis Ríkis-
ins, sagðist vonast til, að með
opinni umræðu væri hægt að
stuðla að fordómaleysi gagnvart
stofnuninni og að hún hefði
áhuga á því að starfa fyrir
opnum tjöldum, en þvi miður
hefði borið töluvert á fordómum
gagnvart henni meðal fólks.
Hann sagðist líta svo á, að
markmið stofnunarinnar væri
að hjálpa þeim unglingum, sem
af einhverjum ástæðum hefðu
lent í þeirri aðstöðu, að hafa ekki
fylgt með hópnum og sagðist
Fordæma fjöldamorðin
Núskínsólin
i Karabískahaf inu
fyrirfiá
sem em filbúnir
aðlakaþátfí
nýjum ævirrtýrum!
Þar er ströndin hvít, himininn heiður, hafið blátt,
þar eru glæstir garðar, sundlaugar, golfvellir,
tennisvellir, heilsuræktarstöðvar, strandbarir og
barnaleikvellir.
Þar eru veitingastaðir við allra hæfi, tónlist jafn
fyrir eyru og fætur, næturklúbbar og spilavíti.
Þar er hægt að komast á túnfiskveiðar og í
regnskógarferð, kafa niður á kóralrifin, kynnast
sögu spænskra landkönnuða og njóta hinnar
stórkostlegu sólarupprásar.
Þar er allt sem þarf í ævintýri!
Brottfarir til Puerto Rico verða alla þriðjudaga
í haust fram til 30. nóvember. Ferðirnar eru 1,
2 eða 3ja vikna langar.
Ferðatilhögun: Flogið er til San Juan en skipt
um vél í New York í báðum leiðum. Fulltrúi
Flugleiða verður hópnum til aðstoðar á Kennedy-
flugvelli.
Gisting: Hægt er að velja um gistingu í
hótelherbergjum eða íbúðum á El San Juan
Hotel og El San Juan Tower en hvort tveggja er
með því besta, sem þekkist í Puerto Rico - og
þar er „standardinn" hár.
Verð: Frá 12.463 fyrir 1 viku, 14.918 fyrir 2 vikur
og 17.353 fyrir 3 vikur, miðað við gistingu í 2ja
manna herbergi. Innifalið er flugfar, gisting,
flutningur til og frá hóteli og íslensk fararstjórn.
LjÓNmyndir Mbl. Kristján Kinarsson
Kristján Sigurðsson, forstöðumað-
ur Unglingahcimilisins.
trúa því að það sé gagnleg aðstoð
sem þessi stofnun veitti, sem
þjóðfélagið ætti að bjóða upp á.
Fjórum til fimm árum eftir að
stofnunin tók til starfa, var unn-
in skýrsla, þar sem reynt var að
gera sér grein fyrir árangrinum
af starfsemi stofnunarinnar.
Fram kom að um 70% þeirra,
sem höfðu verið þar til vistar,
bjuggu við nokkurn veginn eðli-
legar aðstæður.
Kristján Sigurðsson sagði
jafnframt: „Ég hef oft verið
spurður, hvort ekki þyrfti fleiri
eða stærri heimili, til þess að
leysa þann vanda sem fyrir
hendi er. Ég hef jafnan svarað
og er sömu skoðunar enn, að
stofnanir til vistunar unglinga
séu fyrst lausn þegar engin ann-
ar möguleiki er fyrir hendi og
því beri að hafa stærð stofnana í
lágmarki, til þess að jafnan sé
annarra ráða leitað jafnframt.
Ég er enn sannfærður um að
Unglingaheimilið hefur aðstoðað
marga unglinga og gerir enn,
enda er unnið í þeim anda.“
MBL..'hefur borizt eftirfarandi frá
Alþýðuflokknum:
„Flokksstjórn Alþýðuflokks-
ins lýsir hryggð sinni og samúð
vegna fjöldamorðanna í Líbanon
um leið og hún fordæmir verkn-
aðinn og þá sem að honum
standa. Ríkisstjórn ísraels hef-
ur með árás sinni á Líbanon, ít-
rekuðum vopnahlésbrotum og
afskiptaleysi af fjöldamorðun-
um fyrirgert þeirri samúð sem
ísraelar hafa notið. Þeim ber
tafarlaust að verða á brott úr
Líbanon, en alþjóðlegar friðar-
sveitir að taka upp öryggisgæzlu
í landinu öllu.“
Þá hefur Mbl. borizt eftirfar-
andi frá Alþýðubandalaginu:
„Alþýðubandalagið fordæmir
harðlega fjöldamorðin í flótta-
mannabúðum Palestínumanna í
Beirút og lýsir einlægri samúð
með þeim sem eiga um sárt að
binda vegna þessa ódæðis.
Flokkurinn fordæmir stjórn-
völd ísraels fyrir þá ábyrgð sem
þau óumdeilanlega bera ásamt
Bandaríkjamönnum á þessum
hryðjuverkum bandamanna
sinna. Jafnframt tekur Alþýðu-
bandalagið undir kröfur þær,
sem nú eru bornar fram víða um
heim, að her ísraels verði á
brott frá Líbanon og þjóðarrétt-
indi Palestínumanna verði virt í
verki, þ.á m. réttur til að stofna
eigið ríki. Flokkurinn telur að
ríkisstjórnin eigi að taka undir
þessa meginkröfu Frelsissam-
taka Palestínumanna á alþjóð-
legum vettvangi og telur rétt að
ríkisstjórnin leiti samráðs við
ríkisstjórnir Norðurlandanna
um aðstoð við Palestínumenn og
samtök þeirra."
URVAL FLUGLEIÐIR
ÚtsÝn Samvinnuferdir-Landsýn