Morgunblaðið - 23.09.1982, Page 32
32
Ít-JT
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
HELO SAUNA
Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög
hagstæöu verði.
Benco,
Bolholti 4, sími 21945
1x2
4. leikvika — leikir 18. september 1982
Vinningsröð: 1 1 X — 212 — 122 — 221
1. vinningur: 12 réttir — kr. 148.135,00
75499 (1/12, 4/11)
2. vinningur: 11. réttar — kr. 2.645,00
875 9649+ 66759 75493 90264
876 18484 67870 75933+ 91310
7084 60502 71398 76511 91951
7726 64443 71510 77034 95510
Kærufrestur er til 11. október kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboös-
mönnum og á skrifstofu Getrauna í Reykjavík. Vinnings-
upphæöir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa stofni
eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GERA MÁ RÁD FYRIR VERULEGUM TÖFUM Á
GREIÐSLU VINNINGA FYRIR NÚMER, SEM ENN
VEROA NAFNLAUS VIO LOK KÆRUFRESTS.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
BÁTAR
„TERHI 415“
Hraögengur bátur meö
stýringu og fyrir allt aö
35 Hp vél. (Aðeins 1
bátur til).
TERHI-bátarnir eru ósökkvanlegir og viðurkenndir af Sigl-
ingamálastofnun ríkisins.
ATH. ÞETTA ERU SÍÐUSTU BÁTARNIR Á GÖMLU
VERÐI.
Vélar & Taeki ht
TRYGGVAGATA 10 BOX 397
REYKJAVlK SfMAR: 21286 - 21460
Hvað þýðir, „að setj-
ast í helgan stein“?
eftir Guðjón B.
Baldvinsson
Þessi spurning leynir á sér.
Innihald hennar er drýgra við-
fangsefni en í fljótu bili virðist.
I frétt frá öldrunarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna gefur að
lesa: „Hinum öldruðu skal einnig
sjá fyrir upplýsingum um, hvað
það hefur í för með sér að setjast í
helgan stein, þannig að þetta
breytingaskeið geti orðið sem
léttbærast. Þrátt fyrir víðtækt at-
vinnuleysi í mörgum löndum, at-
vinnuleysi, sem oft kemur verst
við þá ungu, á ekki almennt að
lækka eftirlaunaaldur. Hinsvegar
á einstaklingum að vera kleift að
fara fyrr á eftirlaun, ef þeir óska
þess.“ Mbl. 18. sept. sl.
Þessar setningar, og raunar
fleiri í fregn þessari, gefa ástæðu
til umfjöllunar á ýmsa vegu. Hér
og nú skal þó aðeins drepa á eitt
atriði, upplýsingagjöf um það að
„setjast í helgan stein".
Við skulum ekki treysta því að
ríkisstjórn sjái algerlega um upp-
fræðsluna. Fleiri aðilar þurfa að
koma til, sveitarfélög, samtök
þeirra er fást við málefni aldr-
aðra, stéttarfélög og þeir öldruðu
sjálfir. Við skulum rétt aðeins
svipast um af „hinum helga steini"
og gá að hvað það myndi vera
helst, sem fræða þarf um.
Vitanlega þurfa ekki allir
fræðslu um öll þau atriði, sem
nefnd verða, og væntanlega veldur
það ekki misskilningi.
Efnahagsafkoma
Flestum mun verða hugsað til
fjárhagsafkomunnar. Aldurs-
mörkum til ellilauna fylgja ýmis-
leg réttindi, sem fólk þarf að vita
um. Auk eftirlauna frá Trygginga-
stofnun koma til ýmsar uppbætur
þaðan, síðan eftirlaun úr sjóðum
launþega, afsláttur á ýmsum
gjöldum o.fl. o.fl. sem fólk veit
ekki almennt um.
Heilsufar
Margir eru alltof hirðulausir
um heilsu sína. Aldrinum fylgir sú
skylda að leita ráða um heilsu-
gæslu sína. Láta athuga hvernig
háttað er blóðrás, hjartastarf-
semi, meltingu, gigt, sjón, heyrn
o.s.frv. Hvernig er auðveldast að
afla þeirra upplýsinga, sem heim-
ilislæknirinn lætur ekki í té. Þarf
kannske ráð sérfræðings t.d. um
mataræði, hentuga hreyfingu
o.s.frv.
Atvinna eða tómstundavinna
Hvernig er háttað líðan á vinnu-
stað, og er þá ekki aðeins átt við
líkamlega heldur og andlega, þ.e.
hvort aðstæður og andrúmsloft á
vinnustaðnum sé á þann veg, sem
viðkomandi unir við, og ef eitt-
hvað skortir á um æskilegan að-
búnað, hvort og hvernig megi úr
bæta. Er atvinnan í veði og er
unnt að lagfæra það með einhverj-
um hætti? Er áhugi fyrir tóm-
stundaiðju og þá hvort til þyrfti
að koma nokkur leiðbeining eða
tilsögn um verklag, t.d. við bók-
band, smíði, sauma, matargerð,
sem karlmönnum af eldri kynslóð-
inni væri mikil nauðsyn að kynna
sér? Það gæti bjargað sjálfstæðu
lífi okkar nokkur ár til viðbótar.
Upplýsingar um hentuga fæðu eru
mjög mikilsverðar, aldrinum
fylgja ýmsar breytingar, sem vert
er að hafa í huga.
Bóklegt nám
Margir eru þeir eldri menn, sem
fóru á mis við skólalærdóm í æsku
sinni. Ýmsir þeirra eiga löngun og
andlegt þrek til að bæta við þá
þekkingu, sem reynslan og lífið
hefur veitt, og bæta við einhverri
námsgrein sem þeim er hugleikið
að kynnast, s.s. einhverju tungu-
máii, sögu, landafræði eða ein-
hverri svonefndri raungrein.
Ferðalög
Margt er þar á boðstólum, en
meira virðist lagt upp úr utan-
landsferðum heldur en þægilegum
skoðunarferðum um okkar eigið
land. Þó hefur Ferðaskrifstofa
ríkisins skipulagt ferðir um
ákveðna landshluta með það fyrir
augum að unnt sé að fara hægt
yfir. Kannske þyrfti að veita al-
Stjórn Palme ræðst
fyrst að atvinnuleysinu
Stukkholmi, 21. septembtT. Krá (iuAfinnu Kagnarsdúttur, fréttaritara Mbl.
HVAÐA afleidingar hafa stjórnarskiptin fyrir Svíþjóð næstu mánuði og ár, er
spurning sem margir spyrja sig nú. „Það fyrsta sem við ráðumst á er
atvinnuleysi," sagði Kjell-Olof Feldt verðandi fjármálaráðherra Svía í dag.
„Við viljum sýna að Svíþjóð er búin að fá nýja stjórn og nýja stefnu.“ í haust
hefja svo jafnaðarmenn umræður um launþegasjóðina við stjórnarandstöð-
una, atvinnrekendur og launþega. Launþegasjóðirnir verða þó varla fullmót-
aðir að því er talið er fyrr en í fyrsta lagi 1985, en ekki er ólíklegt að
jafnaðarmenn reyni þó að byggja upp einhverja sjóði fyrr til styrktar iðnaðin-
um. Jafnaðarmenn segjast reiðubúnir að hlusta á og ræða allar tillögur um
sjóðina.
Fjögur kosningaloforð munu
jafnaðarmenn einnig efna í haust,
en það er í fyrsta lagi að auka
atvinnuleysisbætur. í öðru lagi að
verðtryggja eftirlaunin. I þriðja
lagi að auka ríkisstyrkinn til
dagheimilisbygginga. Og í fjórða
lagi að rífa upp ákvörðun fyrri
stjórnar um að hætta greiðslu
tveggja fyrstu veikindadaganna.
Einnig er trúlegt að jafnaðarmenn
komi á verðstöðvun í haust.
Kosningaloforðin á að greiða
með hækkuðum söluskatti. Hann
á að hækka úr 17,7 prósentum í
19%, og með atvinnurekenda-
skatti, sem hækka á um hálft pró-
sent.
Til að bæta barnafjölskyldum
upp söluskattshækkunina mun
nýja stjórnin hækka fjölskyldu-
bætur.
Um ríkisskuldirnar, sem nú eru
76 milljarðar sænskra króna, segir
Kjell-Olof Felt: „Markmiðið er að
minnka skuldirnar, en það er ekki
útilokað að við, til að byrja með,
höldum áfram að taka lán ef við
getum notað peningana til að efla
iðnaðinn."
Samningarnir við hagsmuna-
samtökin eiga sjálfsagt eftir að
reyna á þolrifin í nýju ríkisstjórn-
inni í haust.
„Launþegarnir verða að gera sér
grein fyrir að ef þeir stilla kröfum
sínum í hóf, hverfa peningarnir
ekki í auknum gróða eins og hjá
fyrri stjorn, heldur verður þeim
varið til að skapa nýja atvinnu-
möguleika," sagði Kjell-Olof
Feldt.
Olof Palme lofar einnig að hafa
nána samvinnu við stjórnarand-
stöðuna og alla aðila, bæði á
vinnumarkaði og annars staðar í
þjóðlífinu í starfi hinnar nýju
stjórnar.
Hagsmunasamtökin hafa lýst
yfir ánægju sinni með hina nýju
stjórn og telja að nú muni samn-
ingamálin ganga betur en í tíð
borgarastjórnarinnar. Atvinnu-
rekendur og forsvarsmenn iðnað-
arins, sem fyrir kosningar beittu
skeytum sínum að jafnaðar-
mönnum fyrir launþegasjóðatil-
löguna, segjast nú binda vonir sín-
ar við að jafnaðarmenn hjálpi til
við að halda launakröfunum niðri.
í kauphöllinni stigu hlautabréf-
in eftir kosningarnar, gangstætt
því sem margir höfðu spáð. Aðrir
telja að þeir sem óttuðust laun-
þegasjóðina hafi verið löngu búnir
að selja sín hlutabréf og að kaup-
höllin hafi verið búin að aðlaga sig
sigri jafnaðarmanna.