Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 34
34
MOBOUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
BALLETTSKOLI
EDDU
SCHEVING
Skúlatúnl 4
Ballett fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. All-
ir aldurshópar frá 5 ára aldri.
Innritun og upplýsingar { síma 76350 kl. 10—12
f.h. og 14 19 a.h.
SKÓLARNIR
BYRJA...
AF ÞVÍ TILEFNI BJÓÐUM VID
SVEFNBEKK Á
KR 1.985
SKRIFBORD Á
KR 1.526
Metsölublad á hverjum degi!
Minningarorð:
Geir Sigurðsson
Fæddur 18. maí 1902
Dáinn 14. september 1982
I dag verður borinn til hinstu
hvíldar gamall sveitungi og heim-
ilisvinur. A slikum stundum fer
ekki hjá því að manni verði hugs-
að til þess hve lifið sem okkur er
léð, er í raun og veru stutt og hvað
við eigum margt ógert þegar kaliið
kemur.
Geir Sigurðsson var fæddur í
Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá í
N-Múlasýslu.
Faðir: Sigurður Einarsson
fæddur 4. október 1851 að Staka-
hjalla í Hjaltastaðaþinghá. Sonur
Einars Jónssonar og Ingibjargar
Sigurðardóttur er þar bjuggu, nú
er þetta býli komið í eyði fyrir
mörgum árum.
Móðir: Sigurbjörg Sigurðardótt-
ir fædd 14. mars 1864 á Horni í
Nesjahreppi í A-Skaftafellss. For:
Sæbjörg Jónsdóttir og Sigurður
Þorvaldsson, vinnuhjú þar.
Hjaltastaðaþinghá er fögur og
búsældarleg sveit. Um síðustu
aldamót var mikill menningar- og
framfarahugur í héraðinu. Barna-
uppfræðslan var með ágætum eft-
ir þeirra tíma hætti. Tónlistarlíf
var gott og lestrarfélagið stóð í
blóma. Bindindisfélagið örvaði
unga fólkið til dáða og mun þar
hafa verið byggt eitt fyrsta sam-
komuhús á Fljótsdalshéraði. Bún-
aðarfélag hafði starfað alllengi og
snemma á 19. öld hófust þeir
handa um áveitur og skurðgröft.
Þetta hvatti unga bændasyni til
þess að afla sér menntunar á sviði
landbúnaðar. í þessu umhverfi
sleit Geir Sigurðsson barnsskón-
um. Heimilið í Rauðholti var
mannmargt, börnin urðu 9 á 14
árum. Það varð því þungur róður
fyrir einyrkjahjón og marga
munna að fæða. Börnin hjálpuðu
til strax og kraftar leyfðu, og eins
og þá var títt, var þeim komið í
burtu til snúninga. Geir var aðeins
sex ára gamall þegar honum var
komið í fóstur til vandalausra.
Hafa það vafalítið verið erfið spor
fyrir lítinn dreng að hverfa frá
föður- og móðurknjám og eiga
þangað ekki afturkvæmt. Hjónin í
Dölum í Hjaltastaðaþinghá, Jón-
ína Jónsdóttir og Þórarinn Ólafs-
son fóstruðu Geir næstu árin. Þeg-
ar hann var 12 ára andaðist móðir
hans og stuttu síðar fóstri. Hann
var þó áfram í Dölum og átti þar
fast heimili þó hann ynni og um
sinn í Eydölum í Breiðdal.
Hugur Geirs stóð alla tíð til
jarðræktarstarfa og skepnuhirð-
inga. Hann stefndi því að því með
öllum ráðum að komast á búnað-
arskóla til þess að læra og kynnast
nýjungum á því sviði. Arið 1923
þegar hann var 21 árs settist hann
á skólabekk á Hvanneyri. Námið
veittist honum auðvelt og var það
ekki síst fyrir það hve næmur og
samviskusamur hann var. Um
vorið er hann hafði lokið prófi úr
yngri deild skólans, var hann ráð-
inn til jarðvinnslustarfa, en þó
einkum til plæginga í Borgarfirði.
Um sumarið var hann svo við
heyskap. Þannig vann hann fyrir
skólagjaldi næsta vetrar og árið
1924 settist hann í eldri fram-
haldsdeildina. Þarna kynntist
hann Þorgils Guðmundssyni frá*
Valdastöðum í Kjós, en hann var
ráðsmaður og íþróttakennari við
skólann. Geir var alla tíð léttur á
fæti og lipur í hreyfingum, hann
fékk því góða dóma hjá íþrótta-
kennaranum.
Vorið 1925 útskrifaðist hann
með ágætiseinkunn frá Hvann-
eyri. Eftir það hvarf hann austur
á land og vann þar næstu 4 árin
við ræktunarstörf. Sumarið 1929
fékk Geir bréf frá Þorgils Guð-
mundssyni íþróttakennara, þar
sem hann fer þess á leit við fyrr-
verandi nemanda sinn, að koma
suður til Reykjavíkur og æfa fim-
leika er sýna eigi á Alþingishátíð-
inni á Þingvöllum sumarið 1930.
Þessu áhugaverða boði tók Geir,
þó svo hann yrði að bera nokkurn
kostnað af svo löngu ferðalagi. Er
til RVK kom hófust æfingarnar og
fimleikasýningin fór svo fram á
Þingvöllum 1930, við góðar undir-
tektir áhorfenda og ógleymanleg-
an orðstír fimleikafiokksins. Þetta
var mesta gæfuár í lífi Geirs því
um þetta leyti hafði hann ráðið sig
hjá Lorens Thors á Korpúlfsstaði
og þar kynntist hann Bobbu, sem
átti eftir að vera sólargeislinn í
lífi hans næstu 30 árin. Bobba hét
í raun og veru því virðulega nafni
Þorbjörg Jóhannsdóttir og var
fædd 9.04.1910 á Kirkjubóli í
Múlasveit í Barðastrandasýslu.
Hún var dóttir hjónanna: Guðrún-
ar Mikkelínu Bæringsdóttur f. 2/9
1877 í Múlasókn, Barðaströnd og
Jóhanns Sigurðssonar f. 29/12
1867 í Reykhólasveit, Barðaströnd.
Það var fallegt í Kirkjubólshlíð-
inni en lífsbaráttan var hörð og
margir hafa orðið að láta undan
síga í baráttunni við vetrarhörk-
ur, strjálbýli og erfiðar verslunar-
ferðir á árabátum til Flateyjar
sem var nærtækasti verslunar-
staðurinn.
Ómegðin var mikil á þessu harð-
býla landi Kirkjbóls. 14 urðu börn-
in með tveimur konum og komust
12 til fullorðinsára og eru á lífi 10
þeirra.
Ungri að aldri var Bobbu komið
út í Skáleyjar á Breiðafirði til
Kristínar Einarsdóttur og Skúla
Bergsveinssonar og þar var hún í
fóstri til 16 ára aldurs. Þrátt fyrir
fagurt útsýni og fjölbreytt eyja-
störf, þráði Bobba að skoða heim-
inn og fyrsti áfangi í þeirri för var
RVK. Þar vann hún á ýmsum
stöðum, svo sem hjá Eiríki Kristó-
ferssyni skipherra og á Reynistað
við Skerjafjörð hjá frú Guðlaugu
er var kennari að mennt og
merkileg kona og Elís kaupmanni
og fyrrverandi kaupfélagsstjóra á
Djúpavogi. Þetta voru stórmynd-
arleg heimili og taldi hún þau
hafa verið sína skóla.
Síðan lá leið hennar að Korp-
úlfsstöðum. Hjá Lórens Thors
vann Geir í 10 ár og var þá ýmist á
Korpúlffstöðum Arnarholti eða í
Melshúsum og líkaði vel. í október
1932 gengu þau í hjónaband Geir
og Bobba og þrátt fyrir kreppuna
bjargaðist allt. Svo kom árið 1940
með hernám íslands, þá fékk her-
inn Arnarholt til afnota og bú-
skapur breyttist og drógst saman
hjá Lórens Thors. Það vor fluttu
Geir og Bobba að Urriðakoti í
Garðahreppi með börnin sín sem
þá voru orðin þrjú. Þar voru þau í
tvö ár. En þá fékk Geir ráðs-
mannsstöðu á Setbergi og var þar
til ársins 1947 að hann fékk Hval-
eyri við Hafnarfjörð til ábúðar.
Þar undu þau hag sínum vel þó að
þá þegar væri farið að bera á
heilsuleysi Bobbu. Eftir 12 ára
búsetu á Hvaleyrinni bauðst þeim
góð jörð. Það var Hjarðarnes á
Kjalarnesi í Kjósarsýslu. Þetta
var árið 1959. Þau slógu til og þar
með eignaðist ég þessa indælu,
traustu nágranna, sem hafa
reynst okkur sannir vinir í gegn-
um árin.
Geir var vel látinn á Kjalarnesi,
sat í hreppsnefnd og voru falin
ýmisleg trúnaðarstörf. Hann var
hvers manns hugljúfi er kynntist
honum og glaður í góðra vina hópi.
Þorbörg andaðist 18. júlí 1961 á
sjúkrahúsi. Hún hafði átt við
langvarandi veikindi að stríða, en
verið með betra móti og átti að fá
að fara heim til ástvina sinna
þennan dag. En lofaðu engan dag
fyrr en um sólarlagsstund.
Geir bjó áfram í Hjarðarnesi
með aðstoð barna sinna. Hann var
mikið snyrtimenni og fórst vel úr
hendi allt er að heimilishaldi laut
og yngsta syninum, sem enn var
barn að aldri, reyndist hann sem
besta móðir og föðurhlutverkið
var ekki afrækt heldur.
Arið 1968 keypti Skúli, elsti son-
ur Geirs jörðina írafell í Kjós og
þangað flytur fjölskyldan um vor-
ið. Þar hafa feðgarnir búið félags-
búi síðan. Geir hefur unnið fullan
vinnudag og séð um fjósverkin,
þar til á síðasta ári að hann
kenndi þess sjúkdóms er bar hann
ofurliði. Geir átti mikið og gott
bókasafn og las mikið.
Skúli er giftur Hólmfríði Vil-
hjálmsdóttur frá Hrolllaugsstöð-
um á Langanesi og eiga þau tvær
dætur og tveimur sonum Hólm-
fríðar hefur Geir reynst eins og
hann ætti í þeim hvert bein.
Á undanförnum árum hafa oft
dvalið börn um lengri eða
skemmri tíma á írafelli, þeim hef-
ur Geir verið eins og besti afi, og á
kvöldin hafa þau safnast saman
við sjónvarpið hans.þar sannaðist
máltækið, þröngt mega sáttir
sitja. Því þar var hver lófastór
blettur setinn.
Önnur bðrn Geirs og Þorbjargar
eru: Óttar ráðunautur hjá Búnað-
arfélagi íslands, hann var giftur
Línhildi Björnsdóttur en hún and-
aðist fyrir nokkrum vikum. Sigríð-
ur fóstra. Sævar trésmiður í Borg-
arnesi, giftur Halldóru Jónsdóttur
frá Kjóastöðum í Biskupstungum.
Sigurður rafvirki í Borgarnesi,
giftur Guðríði Þorvaldsdóttur frá
Bíldsfelli í Grafningi.
Ég votta börnum hans og öðrum
ástvinum innilega samúð okkar
hjónanna.
Hulda Pétursdóttir Útkoti
Merkjasöludagur Menningar-
og minningarsjóðs kvenna
HINN árlegi merkjasoludagur
Menningar- og minningarsjóðs
kvenna verður laugardaginn 25.
sept. nk.
Tilgangur sjóðsins er að vinna
að menningarmálum kvenna,
m.a. með því að styðja konur til
framhaldsnáms. Alls hafa 516
konur hlotið styrk úr sjóðnum.
Merkjasalan hefur um árabil
verið ein helsta fjáröflunarleið-
in til stuðnings sjóðnum, þar
sem leitað er til almennings í
landinu um aðstoð. Það er því
ekki síst undir því komið hvern-
ig til tekst með þessa fjáröflun,
hversu mikið fé sjóðurinn hefur
handbært til styrkveitinga
hverju sinni.
Aðalverkefni sjóðsins nú er að
safna æviminningum, svo hægt
sé að gefa út fimmta hefti
æviminningabókarinnar, sem
trúlega verður líka síðasta heft-
ið. Enn vantar margar greinar
og vill 8tjórnin hvetja fólk til að
minnast látinna ættingja og
vina með þessum hætti.
Kvenfélög sjá um merkjasöl-
una, hvert á sínum stað um allt
land. Merkin kosta 10 kr. og
sölulaun verða greidd.
FrélUtilkynning.