Morgunblaðið - 23.09.1982, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
Evrópukeppnin:
Fram með lang
yngsta liðið
— sjö 2. flokks leikmenn léku með
ÞAÐ ER ekki nokkur vafi á því aö
Fram teftdi í gærkvöldi fram
yngsta liöinu sem nokkru sinni
hefur tekiö þátt í Evrópumóti í
knattspyrnu. Alls voru sjö annars
flokks leikmenn í liði Fram í
gærkvöldi. Allt efnilegir leikmenn
en alla skortir þá bæöi meiri
reynslu og líkamsstyrk.
Leikurinn í gær hefur eflaust
veriö góöur skóli fyrir þá flesta.
Þetta eru þeir leikmenn sem eiga
eftir aö hefja merki Fram á loft á
rtýjan leik í knattspyrnunni, koma
liöinu i 1. deild og sjálfsagt eiga
þeir eftir aö leika marga Evrópu-
leiki í framtíöinni. I gærkvöldi vant-
aöi reynda leikmenn í liö Fram eins
og Guömund Baldursson, mark-
vörö, Trausta Haraldsson og Hall-
dór Einarsson. Þá var Hafþór
Sveinjónsson ekki meö þar sem
hann var í leikbanni. Þaö munaöi
um minna fyrir Framliöiö.
Ef aldur Marteins Geirssonar er
undanskilinn í liöi Fram þá var
meöalaldurinn í liöinu 19 ár.
— ÞR
• Guðmundur Torfason reynir skot aö írska markinu.
Ljósm.: Kristján Einarsson
Yfirburðir enskra
Tveir knattspyrnulandsleikir í
undir 21 árs aldursflokknum fóru
fram í fyrrakvöld. England og
Vestur-Þýskaland áttust viö á
Brammal Lane í Sheffield og
hafói enska liöiö athyglisveröa
yfirburði. 3—1 uróu lokatölurnar
og þótti sá sigur í minnsta lagi.
Garry Owen hjá WBA skoraöi
fyrsta markiö á 13. mínútu, en
Justin Fashanu bætti ööru marki
við á 51. mínútu. Owen var síöan
aftur á feröinni á 73. mínútu, er
hann skoraói úr víti. Rudi Völler
skoraði eina mark Þjóöverja tíu
mínútum fyrir leikslok.
Þá mættust Wales og Noregur á
Ninian Park í Cardiff og lauk þeim
leik án þess aö mörk væru skoruö.
Aö sögn fréttaskeyta voru þaö
heimamenn sem hrósuöu happi,
því Norðmenn höföu yfirburði í
leiknum, geröu raunar allt nema aö
skora. Áhorfendur voru aöeins
tæplega 700.
• Marteinn Geirsson hefur náó aó skjóta þrumuskoti aó marki Shamrock, en markvörðurinn náói aö verja.
Ljósm. Kristján Einarsson
Unglingalió Fram
réð ekki við írana
EKKI fór þaó svo þetta haustió aó
íslenskir knattspyrnuáhugamenn
fengju aó sjá mark skoraó af ís-
lensku líöi í Evrópukeppninni í
knattspyrnu. Fram, sem lék í
gærkvöldi gegn Shamrock Rov-
ers frá írlandi í UEFA-keppninni í
knattspyrnu, fetaói í fótspor ÍBV
og Víkings og tapaði leik sínum
án þess aó skora mark. írska liöiö
sigraði Fram meö þremur mörk-
um gegn engu. Staöan í hálfleik
var 2—0. Sigur íranna var verö-
skuldaöur. Þeir voru allan tímann
fljótari á knöttinn og höfóu mun
meiri knattleikni til aö bera en
hinir ungu leikmenn Fram. Liö
Fram náói þrátt fyrir tapió oft
góöum leikköflum og sköpuóu
leikmenn sér oft ágætis mark-
tækifæri en eins og svo oft í leikj-
um íslenskra liöa gegn erlendum
tókst ekki aö koma knettinum í
net andstæóinganna.
Lengst af í fyrri hálfleiknum var
jafnræöi meö liöunum. Mikil bar-
átta var í leikmönnum en ekki
tókst leikmönnum aö skapa sér
veruleqa hættuleg marktækifæri.
Fram- 0:3
S-Rovers
Fram fékk fyrsta markiö á sig á 30.
mínútu leiksins. Þá kom góö
sending fyrir mark Fram. Friörik
markvöröur freistaði þess aö
bjarga meö úthlaupi en missti
knöttinn yfir sig. Knötturinn datt
niöur fyrir fætur R. Murphy sem
þakkaöi fyrir sig meö því aö skora
örugglega af stuttu færi.
Besta marktækifæri Fram kom
þremur mínútum síöar en Marteinn
Geirsson átti þrumuskot frá víta-
teigshorninu aö marki Rovers sem
markvöröurinn bjargaði naumlega.
Mínútu áöur en flautaö var til
leikhlés skoruöu iranir sitt annaö
mark. Buckiey braust i gegn á
kantinum og gaf snilldarlega vel
fyrir markiö. Þar kom Campell á
fullri ferö og sendi knöttinn í netið
meö þrumuskalla. Var þetta glæsi-
leqasta mark leiksins.
i síöari hálfleiknum böröust
leikmenn Fram vel og náöu aö
byggja upp ágætis sóknarlotur úti
á vellinum en þaö gekk frekar illa
aö skapa hættuleg marktækifæri
er inn í vítateiginn var komiö. Þeg-
ar líöa tók á leikinn sóttu leikmenn
Fram mun meira en irsku leik-
mennirnir vöröust vel og náöu svo
stórhættulegum skyndisóknum.
Sitt þriöja mark skoruöu írarnir
svo á síöustu mínútu leiksins.
Tommy Gaynor sendi boltann í
netiö eftir mikinn darraöardans og
einleik inni i vítateig Fram.
Atkvæöamesti leikmaður Fram í
þessum leik var Marteinn Geirs-
son. Hann vann allan tímann mjög
vel og var sterkur í varnarleiknum.
En þar mæddi mikiö á honum.
Aörir leikmenn voru jafnir aö getu.
Leikmenn Shamrock Rovers voru
frískir. Þeir voru fljótir á boltann og
sýndu oft ágætis tilþrif. Ágætis
veöur var meöan leikurinn fór fram
í gær. Áhorfendur á leiknum voru
445 talsins. Dómari var frá Belgíu
og skilaöi hann hlutverki sínu vel.
— ÞR.
Pólverjar refsa
ólympíumeistara
JACEK Wszola, Ólympíumeistari
í hástökki 1976 og einn vínsælasti
íþróttamaóur þeirra leika, hefur
verið settur í eins árs keppnis-
bann í heimalandi sínu, Póllandi,
af ýmsum ástæöum.
Wszola er refsað m.a. fyrir aó
koma ekki strax heim eftir frjáls-
íþróttakeppni í Stuttgart í
V-Þýzkalandi í ágúst, eins og
hann hafói fengið fyrirmæli um.
Eftir Stuttgart-mótió hélt Wszola
til Belgíu og Lúxemborgar, þar
sem hann keppti á mótum.
Meginástæöan er þó sögö sú,
aö á nýafstöönu Evrópumeistara-
móti í Aþenu neitaöi Wszola aö
klæöast þeim íþróttaskóm, sem
pólska frjálsíþróttasambandiö
lagði honum til.
Sambandiö haföi gert samninga
við Adidas, sem sér pólska frjáls-
íþróttahópnum fyrir öllum klæön-
aöi á þessu ári, en Wszola var
sjálfur á mála hjá Tiger-skófram-
leiöandanum. Neitaöi Wszola aö
klæöast Adidas-skóm i hástökks-
keppninni, og notaöi Tiger-skóna
sína. Hann stökk 2,21 í undan-
keppninni og tryggöi sér öruggt
sæti í úrslitakeppninni, þar sem
hann þótti líklegur sigurvegari.
Þegar úrslitakeppnin fór fram
næsta dag bólaöi hins vegar
hvergi á Wszola, hann haföi veriö
sendur heim meö fyrstu flugvél
fyrir óhlýðnina. Sama uröu tveir
aörir pólskir frjálsíþróttamenn að
þola.
Vægast sagt eru ástæöurnar
fyrir útilokun Wszola frá keppni
undarlegar, og eins þaö aö honum
skuli meinaö af þessum ástæöum
aö taka þátt í úrslitakeppninnH
Aþenu. Wszola veröur þó að bíta í
þetta súra epli, þar sem hann get-
ur ekki um frjálst höfuö strokiö,
frekar en flestir landar hans aðrir.
Á mótinu í Aþenu neituöu ýmsir
brezkir frjálsíþróttamenn, þ.á m.
David Moorcroft, heimsmethafi í
5.000 metra hlaupi, og Steve
Cram, sigurvegari i 1.500 metrum,
aö klæöast landsliösskyrtum, sem
báru merki Adidas, sem þurfti aö
borga brezka frjálsíþróttasam-
bandinu 20 þúsund sterlingspund,
eöa jafnviröi hálfrar milljónar
króna, til þess aö brezkir lands-
liösmenn klæddust Adidas-vörum
á þessu ári.
Moorcroft og Cram klæddust
heldur skyrtum meö nafni Nike,
sem sá þeim fyrir keppnisskóm, og
hefur Adidas-fyrirtækiö í hyggju aö
stefna brezka frjálsíþróttasam-
bandinu, og þar meö þessum
kempum tveimur, fyrir rétt í Lund-
únum. — égés.
• Þessi ungi maöur, sem þið
sjéiö é miöri myndinni, lætur
sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Hann er ekki eins og margir
myndu halda viö fyrstu sýn
eitthvert lukkutröll liðanna fré
Sevilla é Spéni. Salvador Cast-
elo Noles, 11 éra gamall, hefur
öölast dómararéttindi og þaö í
fyrstu deild éhugaknattspyrnu-
manna. Eiginlega ætlaöi Salv-
ador sjélfur aö veröa knatt-
spyrnumaöur, en svo tók hann
þé ékvöröun: „Ég verö aö vinna
meira meö kollinum." Hann
skréði sig é dómaranémskeið
og auövitaö var gert grin aö
þeim litla og hlegiö aö honum í
fyrstu. Síðan fór hann (próf eins
og aórir þátttakendur og fékk
hæstu einkunn og hefur þegar
þetta er skrifað dæmt tvo leiki í
áhugamannadeildinni
spænsku, einnig meö góöum
vitnisburöi eftirlitsdómara.