Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982
51
anfarinna ára hefur sýnt þær
hættur sem í því felast fyrir
margar þjóðir, ef þær eiga of
greiðan aðgang að erlendu fjár-
magni án nokkurra skilyrða um
skynsamlega nýtingu þess. Við
þær aðstæður er hætt við því, að
menn freistist til að fresta óhjá-
kvæmilegum aðgerðum er miða að
því að takmarka neyslu og fjár-
festingu og koma þannig á viðun-
andi greiðslujöfnuði gagnvart út-
löndum — eyði sem sé um efni
fram þar til allt er komið í óefni.
Enginn vafi er á því, að þeim
þjóðum, sem ekki hafa frestað
vandanum með þessum hætti
heldur reynt að leysa hann ýmist
sjálfar eða með aðstoð Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, hefur farnast
betur en hinum sem láta reka á
reiðanum. Nú fellur það í hlut
sjóðsins að hafa forystu um samn-
inga við Mexíkó sem síðan verða
lagðir til grundvallar þegar gert
er átak til efnahagslegrar við-
reisnar þar í landi og samið að
nýju við lánardrottna landsins.
Það kom glöggt í ljós í umræð-
um um þessi mál á fundinum í
Toronto, að menn setja nú miklu
meira traust á forystu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins í þessum efnum
en áður. Reynslan hefur sýnt að
án forystu stofnunar sem hefur
bæði til þess reynslu og þekkingu
að setja skilyrði fyrir fjárhags-
legri fyrirgreiðslu er hætt við að
margar þjóðir gæti ekki að sér
fyrr en þær eru sokknar of djúpt í
skuldafenið til þess að geta bjarg-
að sér af eigin rammleik.
Eitt af þeim verkefnum sem
mest áhersla er nú lögð á er að
flýta endurskoðun á kvótum ein-
stakra landa hjá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum og standa vonir til að
hægt verði að ná samkomulagi um
það efni á næsta fundi stjórnar-
nefndar sjóðsins í apríl næstkom-
andi. Með þessari endurskoðun er
stefnt að því að auka fjármagn
sjóðsins um 50 —100% og þar með
aðgang aðildarríkjanna að lántök-
um hjá honum.“
Erlendar skuldir íslendinga
Línuritin sýna þróun erlendra skulda íslendinga frá 1977 en brotna línan
fyrir þetta ár gefur til kynna sídustu spár. Til vinstri er þad dregið upp
hvernig greiðslubyrði vaxta og afborgana hefur vaxið sem hlutfall af útflutn-
ingstekjum. Til hægri kemur fram hlutfall erlendra skulda miðað við þjóðar-
tekjur.
— Hver er staða íslands gagnvart
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nú og
hvernig hefur samskiptunum við
hann verið háttað?
„íslendingar hafa nokkrum
sinnum fengið mikilvæga aðstoð
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum. I
fyrsta skipti þegar viðreisn efna-
hagslífsins var skipulögð 1960, síð-
an í efnahagsörðugleikunum 1967
— 68 og síðast eftir olíuverðs-
hækkunina 1974 — 75. Síðustu
lánin sem íslendingar fengu voru
sérstök olíulán sem sjóðurinn
veitti vegna áhrifa olíuverðshækk-
ana á greiðslujöfnuð íslands 1974
—75 og er endurgreiðslu þeirra
lána svo að segja fulllokið. íslend-
ingar skulda Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum því nú svo til ekkert og
felst óneitanlega mikið öryggi í
þeim lánamöguleikum, sem við
eigum hjá sjóðnum, ef á þarf að
halda.
pláss fyrir skólann á kirkjuloft-
inu. Var þetta í fyrstu hugsað
sem bráðabirgðahúsnæði, en
skólinn var þar til húsa í tvo
áratugi (23 ár) og fór jafnan vel
á þessu sambýli skóla og kirkju
með góðum skilningi og lipurð á
báðar hliðar. Þeir, sem stund-
uðu nám eða voru kennarar við
gagnfræðaskólann á þessum ár-
um eiga hinar bestu minningar
um þetta samstarf. Það hefur
einnig oft komið í ljós, að marg-
ir nemendur muna vel eftir
skólavist sinni á kirkjuloftinu
og hafa sýnt kirkjunni ræktar-
semi við mörg tækifæri, ekki
síst nú, í sambandi við vígslu
hins nýja safnaðarheimilis.
Eitt langar mig sérstaklega
að minnast á í sambandi við
þessa eftirminnilegu kirkjuhá-
tíð, er sýnir glöggt góðan hug og
ræktarsemi við kirkjuna, en það
er hópferð fermingarbarnanna
frá 1946, er fædd voru 1932 og
því jafnaldrar kirkjunnar og
héldu upp á fimmtugsafmæli
sitt með þessum sérstaka hætti.
Alls voru fermingarbörnin
þetta ár (1946) 70 að tölu, og
dreifð, ef svo mætti segja um
allar jarðir, nokkur búsett í öðr-
um heimsálfum, en aðeins 12
þeirra eru búsett í Siglufirði.
Það var ekki svo lítið átak, að
ná sambandi við þennan tiltölu-
lega stóra hóp og undirbúa og
skipuleggja síðan ferð norður til
Siglufjarðar á þessum tímamót-
um. Og allt þetta tókst með
ágætum. Langflest fermingar-
börnin frá 1946 hittust í Siglu-
firði, rifjuðu upp gömul kynni
og nutu góðra stunda í dásam-
lega fögru veðri á æskustöðvum
sínum, heilsuðu upp á frænd-
fólk og vini og sáu fjörðinn
skarta sínu fegursta. Viðtökur
heimafólks voru bæði hlýlegar
og höfðinglegar.
í mínum huga og okkar hjón-
anna verður þessi ferð til Siglu-
fjarðar ógleymanleg. Hlýhugur
fólksins var sem blíður vorblær,
þótt tekið væri að halla sumri.
En minnisstæðast af öllu
verður mér þó þessi hópur
fermingarbarnanna frá 1946,
jafnaldra kirkjunnar, sem
héldu upp á fimmtugsafmæli
sitt með þessum sérstæða hætti.
Þá sýndu þau mér þann per-
sónulega sóma, að tengja nafn
mitt fallegri gjöf til kirkjunnar
og veita okkur hjónunum þá
ánægju, að fá að fylgjast með
þeim til og frá Siglufirði í þess-
ari einstæðu sögulegu ferð, sem
tókst öll svo giftusamlega.
Ég held líka að Siglfirðingum
hafi þótt alveg sérstaklega vænt
um þessa ræktarsemi við æsku-
stöðvarnar, sem lýstu sér í
heimsókn þessa afmælisár-
gangs á þessari velheppnuðu
kirkjuhátíð.
Ef þessar fáu línur skyldu
koma fyrir augu þeirra, sem
voru í þessum afmælisárgangi
frá 1932, þá sendum ^ið hjónin
þeim sérstakar kveðjur og
þakkir fyrir ánægjulegar sam-
verustundir og ræktarsemi í
okkar garð og Siglfirðingum öll-
um fyrir hlýhug þeirra og gest-
risni fyrr og síðar.
A efri árum þykir manni al-
veg sérstaklega vænt um allan
hlýhug og ræktarsemi, ekki síst
þegar það tengist þeim málum,
sme manni eru hjartfólgin.
Það hefur löngum verið gæfa
og styrkur íslensku kirkjunnar
að hún hefur átt velunnara og
áhugafólk í öllum stéttum og
starfshópum, sem hafa viljað
efla áhuga fyrir kristilegri
menningu og verðmætum. Vax-
andi kristin áhrif er gæfa þjóð-
ar vorrar.
— í Toronto ræddu menn al-
mennt um þróun efnahagsmála í
veröldinni. Hvert er þitt mat eftir ad
hafa hlýtt á þ»r umræður?
„Umræðurnar um efnahagsmál
á þessum ársfundum eru ávallt
mjög fróðlegar. Það vakir ekki síst
fyrir mönnum að finna leiðir til að
samræma stefnu ríkjanna i því
skyni að ná sem bestum efna-
hagslegum árangri. Eins og kunn-
ugt er hefur heimsbúskapurinn
einkennst af stöðnun undanfarin
ár og vaxandi atvinnuleysi. A
ársfundinum 1981 bjuggust flestir
við því, að úr myndi rætast nú í ár,
en nú er ljóst að litlar horfur eru á
efnahagsbata fyrr en 1983 og eru
reyndar mjög skiptar skoðanir um
það, hvort um nokkurn teljandi
hagvöxt getur orðið að ræða á því
ári. Erfið afkoma fyrirtækja og
mikil fjárhagsvandamál þeirra,
sem hlaðist hafa upp á löngu sam-
dráttartímabili, veldur hvort
tveggja hér miklu um, og enn virð-
ist vera að draga úr fjárfestingu í
atvinnutækjum.
Nokkuð hefur þó áunnist. Dreg-
ið hefur úr verðbólgu meðal helstu
iðnríkja heims og virðist þeim
þjóðum hafa farnast best sem tek-
ist hefur að halda verðbólgu í
skefjum svo sem Japönum og
Þjóðverjum. Efnahagsstefna
flestra iðnríkja hefur því að und-
anförnu mjög beinst að því að
draga úr verðbólgu og skapa þann-
ig grundvöll hagvaxtar á komandi
árum. Yfirleitt voru menn sam-
mála um það í Toronto að þessi
barátta gegn verðbólgunni hlyti
að verða meginatriði í efnahags-
stefnunni enn um sinn. Hins vegar
greindi menn nokkuð á um það,
hvaða tækjum skyldi beitt í þessu
skyni og hversu hratt skyldi farið.
Margir töldu að of mikil áhersla
hefði verið lögð á aðhald í pen-
ingamálum sem leitt hefur til
mjög hárra vaxta en úr þessu
megi bæta með því að styrkja
ríkisfjármálin og draga úr eftir-
spurn opinberra aðila eftir lánsfé,
með því móti megi bæði lækka
vexti og auka framboð á fjár-
magni til atvinnufyrirtækja. Sum
lönd, meðal annars Norðurlöndin,
lögðu áherslu á hlutverk stefnunn-
ar í launamálum, með víðtækum
samningum um tekjustefnu væri
hægt að draga úr þörfinni fyrir
harðvítugar aðgerðir í peninga-
málum. Ennfremur virðist nauð-
synlegt að leggja meiri áherslu á
það en gert hefur verið, að efna-
hagskerfið sé sveigjanlegt. Þetta
er unnt að gera með því að draga
úr verndaraðgerðum í þágu at-
vinnugreina sem eru í hnignun og
hvetja jafnframt til flutnings á
vinnuafli og fjármagni til nýrra
og vaxandi atvinnuvega. Er eink-
um þörf á meiri sveigjanleika í
mörgum hinna eldri iðnríkja."
— Var ekki dálítið erfitt að sitja
undir þessum ræðum sem íslending-
ur með hugann við okkar vandræði
og stefnu sem sýnist ganga þvert á
þetta allt saman?
„Þegar litið er á það sem kom
fram á fundinum í Toronto þá gef-
ur fæst af því íslendingum tilefni
til bjartsýni.
í fyrsta lagi er ljóst, að enn er
mjög tvísýnt um það hve fljótt
megi vænta efnahagslegs aftur-
bata er nægi til þess að létta Is-
lendingum róðurinn. Horfurnar
eru sérstaklega alvarlegar þegar
hugað er að því að koma á fót
ýmsum nýjum iðngreinum til að
auka útflutning einkum að því er
varðar orkufrekan iðnað.
í öðru lagi bendir flest til þess
að bilið milli Islands og annarra
landa sé að aukast bæði þegar litið
er til verðbólgu og viðskiptajafn-
aðar. Flest hin þróuðu ríki í kring-
um okkur hafa verið að ná dýr-
keyptum árangri í þessum efnum.
Hins vegar horfum við Islend-
ingar nú, meðal annars vegna sér-
stakra aðstæðna, bæði fram á vax-
andi verðbólgu og meiri viðskipta-
halla en áður.
í þriðja lagi felst í þróuninni á
erlendum lánamörkuðum alvarleg
áminning til íslendinga um að
draga úr erlendri skuldasöfnun og
bæta stöðu sína út á við, svo að
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar-
innar verði ekki stefnt í alvarlega
hættu."
Bj-Bj.
KOMATSU
ALLAR STÆRDIR OG
GERÐIR LYFTARA
FRÁ
KOMATSU
Opiö mastur
Opna mastrið á Komatsu-
lyfturunum veitir óhindraó
útsýni.
Eigum til afgreiðslu nú þegar eftirtalda lyftara:
3 tonna dieselknúinn.
21/a tonna rafknúinn.
IV2 tonna rafknúinn.
Ýmis aukabúnaður fáanlegur. Gott verð og greiðsluskilmálar.
Margar aðrar stærðir af diesel og rafknúnum lyfturum væntanlegar á
næstunni.
Aukið öryggi á vinnustööum
meö Komatsu.
Varahluta og viöhaldsþjónusta.
KOMATSU á íslandi
BÍLABORG HF.
Véladeild Smiöshöföa 23. Sími: 81299