Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 6

Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Arnór Guðjohnsen: Það var glampandi sól og hiti, þegar ég keyrði inn í Lokeren, lítinn og vinalegan bæ í Belgíu. Erindið var að hitta Arnór Guðjohnsen knattspyrnumann sem hefur undanfarin ár leikið þar með liði staðarins við góðan orðstír. Ég hafði heimilisfang hans skrifað hjá mér, en þrátt fyrir að Lokeren sé ekki með fleiri íbúa en 40 þúsund manns gekk mér illa að finna götuna. Ég fór því fyrst að íþróttaleikvangi staðarins og athugaði hvort leikmenn Lokeren væru ekki við æfingar. Þegar ég kom að íþróttasvæðinu komst ég að raun um að engin æfing hafði verið þann daginn og leikmenn væru í fríi. Ég fékk hinsvegar upplýsingar um það hvar Arnór ætti heima og hélt því af stað aftur til að reyna að finna götuna. Það gekk nú hálfbrösuglega. Þegar ég gafst upp og spurði til vegar lítinn vel þybbinn íbúa staðarins var hann sjálfur ekki alveg viss hvar gatan væri. En mitt í samræðum okkar kom ungur maður aðvífandi og spurði hvort hann gæti hjálpað. Ég nefndi nafn götunnar. Ungi maðurinn var hugsi um stund en þegar ég nefndi nafn Arnórs brosti ungi maðurinn og sagði hvellt: Eltu mig, ég veit hvar Arnór á heima. Það var greinilegt að Arnór var vel þekktur í borginni. Arnór er í raun óþarft að kynna. Þrátt fyrir að hann sé aðeins tutt- ujíu 0(í eins árs gamall er hann orðinn landskunnur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. En hann er ekki aðeins þekktur hér heima. I Belgíu er hann álitinn einn af bestu knattspyrnumönnunum sem leika þar í 1. deild. Arnór var val- inn einn af 11 bestu knattspyrnu- mönnum 1. deildar síðasta keppn- istímabil. Það hefur heldur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast grannt með knattspyrnunni á meginlandinu að þar er mikið efni á ferðinni. Arnór er samningsbundinn Lok- eren fram á næsía vor. En þá er ekki ólíklegt að lAkeren verði búið að fá tilboð í piltinn frá knatt- spyrnufélögum með stór nöfn. Óstaðfestar fregnir herma að bæði lið Man. Utd. og Ipswich hafi haft mikinn áhuga á að fá hann til sín áður en keppnistímabilið hófst í haust. En Arnór fór sér hægt að skrifa undir samning hjá Lokeren. Allir þeir sem séð hafa Arnór leika með landsliðinu hér heima geta sjálfir dæmt um hæfileika piltsins. En þeir eru slíkir að ekki er nokkur vafi á því að hann hefur alla möguleika á að komast í fremstu röð knattspyrnumanna í Evrópu. Reyndar hefur hann sýnt það nú þegar að hann gefur þeim bestu lítið eftir. Og í landsleikjum á móti Englandi, Hollandi og Wales var Arnór álitinn einn al- besti leikmaður vallarins. „Það er draumur mínn að komast á toppinn“ 'V- '1 ' ; t ■ A y.t f Wfp Æ V*siá _ 4 m Arnór er mjög leikinn með boltann og getur gert ýmsar kúnstir með hann. • Arnór í heimavelli, en þar hefur hann gert garðinn frægan og er orðinn stjarnan í liði Lokeren. En ekki kom það baráttulausL Þegar ég hafði burstað af mér mesta ferðarykið settumst við Arnór út í sólina bak við hús hans í Lokeren. Arnór færði mér kaldan bjór sem var vel þeginn og ég fór að spyrja Arnór spjörunum úr og það er best að gefa honum bara orðið. Varla nægilega þroskaður — Eg er að hefja fimmta keppnistímabilið mitt með Lok- eren-liðinu. Eg fór hingað mjög ungur. Ég lagði allt kapp á að vera búinn að skrifa undir samning hjá Lokeren áður en ég yrði 17 ára gamall. Astæðan fyrir því var sú að þá hafði ég sömu réttindi og Belgi. En lið hér í Belgíu geta að- eins notað tvo erlenda leikmenn. Ég telst hinsvegar ekki erlendur leikmaður þar sem ég skrifaði svo snemma undir. Lokeren hefur því alla tíð getað notað tvo erlenda leikmenn og haft mig jafnframt í liðinu. — Það voru mikil viðbrigði fyrir mig að fara hingað svona ungur og fyrsta keppnistímabilið hér var mjög erfitt. Ég komst strax í liðið og lék alla leiki þess út keppnistímabilið. Við urðum í fjórða sæti þetta keppnistímabil sem er mér alltaf minnisstætt. Ég var varla nægilega líkamlega þroskaður til þess að taka þátt í svona strangri keppni. En vissu- lega herti þetta mann andlega og líkamlega og reyndist hinn besti skóli þó svo að hann væri strang- ur. Eitt var það sem háði mér verulega hér í byrjun, úthalds- leysi, en það lagaðist er líða tók á keppnistímabilið. Nú, nokkur breyting varð á þeg- ar ég hóf annað tímabil mitt hér hjá Lokeren. Aðalþjálfari okkar fór til Anderlecht og vildi ólmur taka mig með sér. En það varð nú ekkert úr því. Aðstoðarþjálfarinn tók við og hann setti mig til hlið- ar. Hann lék aðeins með tvo leikmenn frammi í kappleikjum og þeir Elkjær og Lubanski voru í þeim stöðum. Ég þurfti því að berjast við þá um sæti í liðinu. Ég var lítið notaður þetta keppnis- tímabil, þrátt fyrir að þegar ég fékk tækifæri að koma inná skor- aði ég í hverjum leik og stóð mig vel. Þetta var orðið mjög erfitt sál- arlega. Það er auðvelt að brotna niður. En ég var heppinn að hafa fjölskylduna úti hjá mér þessi fyrstu ár og hún stappaði í mig stálinu, og hjálpaði mér raunveru- lega yfir erfiðasta hjallann. Ég lagði mjög hart að mér við æf- ingar og sótti ótrauður á brattann. í heil tvö keppnistímabil varð ég að sætta mig við að sitja meira og Kindakjötskynning Næstu daga veröur efnt til kynningar á ófrosnu kindakjöti í afuröasölu SÍS, á Kirkjusandi. Neytendum gefst kostur á aö velja og kaupa, á sérstöku kynningaveröi alla gæöaflokka dilkakjöts, auk kjöts af veturgömlu fé. Oskaö er eftir aö neytendur útfylli eyöublaö, meö spurningum um hvernig þaö kýs helst aö hafa kjötiö. Notiö tækifæriö og kaupiö ófrosiö kindakjöt á kynningarveröi. Kjötmatsnefnd. Kennsla hefst í byrjun október Byrjendaflokkar: Tvisvar í viku Framhaldsflokkar: Tvisvar— þrisvar í viku. Opnir flokkar: Einu sinni í viku. Aðalkennarar: Sigríöur Ármann og Ásta Björnsdóttir. Innritun í síma: 72154. BflLLETSKOLI 5IGRÍÐAR flRmflfln SKULACÖTll 32-34

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.