Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 16

Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Rætt við liðsmenn Nýja kompanísins um jazztónlist og fleira Siguröur Flosason, 18 óra menntaskólanemi. Lýkur stúdentsprófi og einleikaraprófi á saxófón næsta vor, vonandi. Hóf tónlistarnám fimm ara gam- all. Hefur dólæti á Charlie Parker en lítið álit á Grover Washington jr- Texti: Sveinn Guöjónsson/ Myndir: Jóhann G. Jóhannsson, 27 ára tónlistarkennari. Stundaöi háskólanám í Boston og Uppsöl- um og lauk BA-prófi í eðlisfræði og tónlistarfræði. Undir áhrifum frá Bill Evans og Chopin og ffylli- lega sáttur við aö hafa tónlist að lifibrauði. Emilía Björnsdóttir Sveinbjörn I. Baldvinsson, 25 ára rithöfundur. Lýkur BA- prófi í bókmenntafræði innan skamms, með dönsku sem auka- fag. Hefur starfað við blaða- mennsku meö námi. Hóf tón- listarnám ungur að árum og er undir áhrifum frá Bítlunum, Stan Getz, Kenny Burrell, Jim Hall og Philip Catherine. Tómas R. Einarsson, 29 ára sagnfræðingur, húsvöröur og tónlistarnemi. Tekur kontra- bassa fram yfir rafmagnsbassa. Hóf harmónikunám 19 ára gamall en fékk köllun á konsert hjá Niels Henning 0rsted Pedersen, sem nú er hans uppáhaldsmaður númer eitt, tvö og þrjú. Ekki svört plata Þegar þú gengur á götu í miðborg Reykjavíkur áttu síst von á, að undir fótum þér séu menn að nostra við sköpunarverk, semja og æfa tónlist, jafnvel jazz, og þú leiðir ekki einu sinni hugann að slíku. En svo heyrir þú skyndilega daufan óm af hljómlist leggja upp úr loftræstiopi, á stóru verslunarhúsi við fjölfarið götuhorn, og þú dregur auðvitað þá rökréttu ályktun, að einhverjir hljóti að vera að leika á hljóðfæri þarna niðri. Og ef þú gerist svo djarfur að renna á hljóðið máttu alveg eins eiga von á að standa brátt augliti til auglitis við liðsmenn hljómsveitarinnar „Nýja kompaníið“. Jazzhljómsveitin „Nýja komp- aníið“ hefur starfað í rúm tvö ár og hefur markað sér ákveðna sérstöðu í íslensku tón- listarlífi með því að útsetja og leika frumsamda jazztónlist í rík- ari mæli en tíðkast hefur fram til þessa. Hljómsveitin sendi nýlega frá sér sína fyrstu hljómplötu, „Kvölda tekur", og sú plata mark- ar þau tímamót í íslenskri jazz- sögu, að vera fyrsta platan með frumsömdu efni, sem starfandi jazzhljómsveit sendir frá sér. Enginn ríður feitum hesti frá því að leika jazztónlist á íslandi og þess vegna lék okkur forvitni á að vita hvers vegna ungir og tiltölu- lega efnilegar menn eyða miklum hluta frítíma síns í að semja, út- setja og leika jazz og svarið er raunar ákaflega einfalt: „Ánægjan, fyrst og fremst og svo einhver þörf fyrir að fást við skap- andi starf á þessu sviði." Þeir félagar í „Nýja kompaní- inu“ voru að æfa fyrir væntanlegt tónleikahald sitt í Reykjavík í byrjun október og við gefum þeim sjálfum orðið: „Hugmyndin er að fylgja plöt- unni eftir með tónleikum nú í haust og þá gerum við okkur vonir um að geta haldið að minnsta kosti einn opinberan konsert sem stendur upp úr þessu venjulega „rauðvíns-jammi" þótt auðvitað sé nauðsynlegt að hafa það með. Síð- an reiknum við með að fara eitthvað í menntaskólana og víðar eftir því sem tækifæri gefast. En konsertinn yrði þá frekar hugsað- ur sem alvarleg kynning á plöt- unni, þar sem við verðum jafn- framt með mikið af nýju efni. En með þessu erum við ekki að gera lítið úr „rauðvíns-jamminu" því það er ómissandi hluti af þessu öllu saman og síst óskemmtilegri. Það eina sem við viljum losna við er að leika fyrir mjög drukkið fólk á öldurhúsunum." Er jazzinn yfir það hafinn eða eru þetta fordómar? „Hvorugt, þetta á bara einfald- lega ekki saman. Þegar fólk er komið á ákveðið stig í drvkkjunni vill það fá dansmúsík, sem er mjög eðlilegt. Maður myndi sjálfsagt vilja það sjálfur. En jazzinn gerir þær kröfur að menn hlusti með nokkurri athygli, sem drukkið fólk á yfirleitt erfitt með. Þess vegna á þetta ekki saman og því ástæðu- laust að vera að svekkja sig á svo- leiðis löguðu." Þegar hér var komið sögu fannst okkur tími til kominn að kynnast þeim félögum örlítið nán- ar, hverjum fyrir sig, enda eru þeir um margt ólíkir þrátt fyrir sameiginlegan áhuga á jazzinum. Annað er það sem virðist mjög einkennandi fyrir „Nýja kompaní- ið“, — það er nánast inntöku- skilyrði í hljómsveitina að vera með BA háskólagráðu í einhverri grein. Þrír eru BA-menn, einn verðandi BA-maður innan skamms, en einn er enn í mennta- skóla sakir bernsku sinnar. Hann mun Ijúka stúdentsprófi næsta vor og að því loknu fer hann vænt- anlega í háskólanám og lýkur BA-prófi og í trausti þess var hon- um veitt undanþága til inngöngu í hljómsveitina, segja þeir. Jóhann Jóhann G. Jóhannsson, 27 ára gamall eðlisfræðingur og tónlist- arfræðingur, leikur á píanó. Hann kennir tónlist við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og sjálfur segir hann svo frá tónlistarferli sínum: „Kynni mín af tónlist byrjuðu mjög snemma, eins og raunar hjá öllum, en ég byrjaði mjög ungur að læra á píanó. Ég var átta ára, þegar ég byrjaði hjá Carl Billich og síðan var ég í Tónlistarskólan- um hjá Halldóri Haraldssyni. Síð- an lá leiðin til Bandaríkjanna, í Brandeis University í Boston, þar sem ég lagði stund á eðlisfræði og tónlistarfræði í fjögur ár. Ég var svo eitt ár í Uppsölum í Svíþjóð í tónlistarfræðinámi, áður en ég kom hingað heim og byrjaði með Nýja kompaníinu, ásamt kennslu- störfum í tónlist." Um eftirlætis jazzleikara sinn og aðra áhrifavalda í tónlistinni segir Jóhann G. Jóhannsson: „Ég hef mestar mætur á píanistanum Bill Evans sem jazzleikara. En ég fór í jazzinn út úr klassíkinni þannig að ég er alveg eins undir áhrifum frá Chopin og eins get ég nefnt „rag-time“ píanistann Scott Joplin." Sigurður eldri Sigurður Valgeirsson trommu- leikari er 28 ára gamall, BA í ís- lensku og vinnur á auglýsinga- deild Dagblaðsins og Vísis. Þegar við byrjuðum að rifja upp feril hans í tónlistinni gall við í félög- um hans: „Gleymdu ekki Rigmor,“ og þessa meldingu útskýrir Sig- urður á eftirfarandi hátt: „Þetta er eins konar innanhússbrandari hjá okkur, að ég hafi fengið takt- inn í mig í dansskólanum hjá Rigmor. En ég hef ekkert lært á trommur fyrir utan nokkra tíma hjá Guðmundi Steingrímssyni. Ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.