Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
Fátt um óvænt
nöfn hjá Kohl
Honn, 4. októlH*r. Al\
I KYKSTl' opinberu ra-ftu sinni (Ttir art hann tók vió völdum sa(;ói llelmut Kohl,
hinn nýi kanslari V-ITskalands, aó undir sinni stjórn yrðu V-I>jóðverjar áfram
tryKRir bandamenn Kandaríkjamanna og að tengsl þjóðanna bvjrjrðust á ga)>n-
kva'mu trausti og vináttu. Ilann sagði ennfremur að stærstu verkefni stjórnarinn-
ar vrðu að styrkja efnahag landsins og að berjast gegn atvinnuleysi.
ísraelskir hermenn sUnda við langferdabifreið sem ráðist var á á sunnudag með þeim afleiðingum að sex
hermenn létu lífið og 22 slösuðust. Sfmamynd ap.
Kunnugleg andlit eru á meðal ráð-
herra í hinni nýju ríkisstjórn Kohls
og fátt kom á óvart þegar hann lagði
fram ráðherralista sinn. Þrír ráð-
herrar fyrri stjórnar sitja áfram.
Eru það þeir Hans Dietrich-
Genscher, utanríkisráðherra, Otto
Lambsdorff, viðskiptaráðherra og
Josef Ertl, landbúnaðarráðherra.
Allir þrír eru meðlimir frjálsra
demókrata. Fjórði maðurinn frá
frjálsum demókrötum í hinni nýju
stjórn Kohls er Hans Engelhart, sem
verður dómsmálaráðherra.
Sú staðreynd, að þrír ráðherrar í
lykilembaettum, eru úr stjórn
Schmidts hefur vakið menn í
V-Þýskalandi til umhugsunar hvort
hinni nýju stjórn takist eitthvað bet-
ur upp en þeirri, sem sat. Margir
óttast að þessi stjórn muni aðeins
sitja þar til næst verður kosið.
Fjórir ráðherranna sautján eru úr
flokki Frans Josef Strauss, CSU, en
sjálfur fékk hann ekki ráðherraemb-
ætti. Hinir níu eru úr flokki Kohls,
kristilegra demókrata.
260 herforingjar ísraela
krefjast afsagnar Sharons
— loftárás Israela á eldflaugapall Sýrlendinga 1 Líbanon
Keirút og Jerúsalem, 4. októher. AP.
SKÝRT VAR frá því í dagblaðinu Yedioth Ahronoth í dag, að 260
herforingjar innan ísraelshers heföu skrifað undir skjal, þar sem
þess er krafist að Ariel Sharon, varnarmálaráðherra landsins, segi af
sér vegna trúnaðarbrots gagnvart æðstu mönnum hersins. Ekki er
lengra síðan en í gær, að herráðið í ísrael neitaði að staðfesta frétt
London Times þess efnis að herforingjarnir hefðu krafist afsagnar
Sharons.
Frétt þessi kemur í kjölfar
mikillar gagnrýni, sem Sharon
hefur sætt í heimalandi sínu að
undanförnu. Náði hún hámarki
við fjöldamorðin í flóttamanna-
búðunum í Beirút.
Israelskar herþotur gerðu í
dag árás á eldflaugapall Sýr-
lendinga í Dahar-El-Baida um
30 km austur af Beirút, að því er
Egyptakind;
Neyðarástand-
inu framlengt
Kairó, 4. október. AP.
EGYPSKA þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag, að
framlengja neyðarástandi því, sem lýst var yfir eftir morðið á Anwar
Sadat forseta í fyrra, um eitt ár til viðbótar.
Þar með er yfirvöldum áfram
gert kleift að hlera síma, rit-
skoða og gera dagblöð upptæk og
halda fólki í gæsluvarðhaldi án
ákæru í því augnamiði að
tryggja öryggi í landinu.
Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, var í gær mjög
harðorður í garð Israela í
sjónvarpsávarpi sem hann flutti
og sagði þá stefna friði í Mið-
austurlöndum í hættu með því
að snúa baki við þeim friðarum-
leitunum, sem verið hafa í gangi.
Varaði Mubarak ísraela við og
sagði að framferði þeirra í Líb-
anon myndi hafa mjög slæm eft-
irköst. Sagði Mubarak að slíkt
morðæði, sem ísraelar hefðu
sýnt í Líbanon dræpi kannski
fólk, en ekki viljastyrkinn. Þykir
ræða Mubaraks bera því vitni að
gjáin, sem myndast hefur á milli
þjóðanna, sé enn að breikka.
virðist til að hefna þeirra sex
hermanna sem létust og 22 sem
slösuðust í fyrirsát í Líbanon í
gær.
í tilkynningu frá ísraelska
hernum var sagt að engin tengsl
væru á milli þessara tveggja at-
burða. Sagði að árásin væri
hluti þeirrar stefnu ísraela að
leyfa ekki staðsetningu sovéskra
SA-9 varnarflauga í Líbanon.
ísraelar gerðu þrjár slíkar loft-
árásir í síðasta mánuði, þá síð-
ustu fyrir þremur vikum.
Umsátrið rétt austur af Beir-
út olli mesta manntjóni, sem
orðið hefur við vopnahléslínu
Sýrlendinga og ísraela í Líban-
on frá því i septemberbyrjun
þegar átta ísraelskir hermenn
voru handteknir er þeir hættu
sér inn á yfirráðasvæði Sýrlend-
Met dollara í
þremur löndum
Lundúnum, 4. október. AP.
STAÐA Bandaríkjadollara styrktist
enn í dag og hefur gengi hans uldrei
verið hærra í Frakklandi, Noregi og
á Ítalíu. Þá var dollarinn hærri en
hann hefur verið i fimm ár í Japan
og fimm og hálft ár í Bretlandi. Á
sama tíma lækkaði gullverð veru-
lega, um 20 dollara únsan í dag, og
er únsan nú komin niður fyrir 400
dali.
Dollarinn fór í fyrsta sinn yfir
7,20 franka í dag og í Noregi voru
í fyrsta sinn yfir sjö krónur í doll-
ar, 7,02. Á Ítalíu var sömu sögu að
segja. Dollar aldrei hærri en í dag.
inga. Þeim hefur enn ekki verið
skilað.
Amin Gemayel, forseti Líban-
on, fól í dag Shafik Wazzan, sem
gegnt hefur embætti forsætis-
ráðherra landsins að undan-
förnu, að mynda nýja ríkis-
stjórn. Fréttir höfðu verið í
blöðum í Líbanon um að Gem-
ayel hygðist fela Ahmed El-
Hajj herforingja stjórnarmynd-
un.
Ítalía:
Níu skærulið-
ar handteknir
N'aptilí og Mílanó, 4. október. AP.
ÍTALSKA lögreglan handtók um
helgina einn af forsprökkum
Kauðu herdeildanna, sem talinn
er vera höfuðpaurinn í blóðug-
ustu árásum skæruliðahreyf-
ingar þessarar undanfarna mán-
uði.
Auk forsprakkans voru
fimm aðrir skæruliðar hand-
teknir, þar af tvær konur.
Mikið magn vopna og sprengju-
efna var gert upptækt er lög-
reglan réðst inn í þrjú fylgsni
þeirra í Napólí.
Lögregluyfirvöld á Ítalíu
telja handtökurnar eitthvert
stærsta skrefið í baráttunni
við skæruliða síðan í janúar
þegar ræningjar James L.
Doziers, hershöfðingja, voru
handteknir í Padúa.
Þá voru þrír eftirlýstir með-
limir nýfasista handteknir um
helgina. Tilheyra þeir þeim
samtökum hægrisinnaðra
öfgamanna á Ítalíu, sem hvað
mestum ótta hafa valdið.
Fregnir þessar höfðu varla
verið birtar er fimm grímu-
klæddir menn rændu ríkum
listaverkasafnara í Bassano
del Grappa. Hann er 53. fórn-
arlamb mannræningja á Ítalíu
á þessu ári.
Súdanir bjóða
írökum liðsauka
Nicosia, Kýpur, 4. október. Al\
ÍRANIR sögðu í morgun að herir þeirra hefðu hrundið tveimur árásum
íraka, sem þeir telja hafa verið stjórnað af Saddam Hussein, forseta lands-
Að sögn opinberrar fréttastofu í
landinu, Irna, var fyrri árásin
gerð í Sumar-héraði um kl. 22 að
þarlendum tíma í gær og hin síð-
ari átta klukkustundum síðar við
Koneh Rig-hæðirnar.
Sagði í tilkynningu fréttastof-
unnar, að írakar hefðu hörfað
mjög fljótt eftir að tekið var
hraustlega á móti þeim. Sagði
ennfremur að íranir hefðu tekið
fimm fanga.
Ríkisstjórn Súdan tilkynnti í
gær, að hún væri reiðubúin til að
senda írökum liðsauka til að
hjálpa herliði landsins í bárátt-
unni við írana. Var þetta tilkynnt
að loknum fundi forseta landsins
og æðstu manna hersins.
Ekkert var tekið fram um hugs-
anlegan fjölda hermanna, né
hvenær þeir kynnu að verða
sendir til aðstoðar. Verði af hjálp-
inni verða Súdanir þriðja þjóðin
til að rétta írökum hjálparhönd í
stríðinu við írani. Jórdanir hafa
sent nokkur hundruð manna her-
lið og Egyptar hafa sent þeim
hergögn.
írönsk herflutningavél af Herc-
ules-gerð, sem rænt var í gær,
lenti snemma í morgun í Sharjah í
Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum eftir flug frá Dubai og tók
þar eldsneyti. Vélin hélt síðan
áfram, en ákvörðunarstaður henn-
ar var óljós. Öllum farþegunum,
79 að tölu, var sleppt í Dubai.
Ræningjarnir vilja fá pólitískt
hæli í Bandaríkjunum.