Morgunblaðið - 05.10.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
3
Rannsóknir á krabbameini
hér eru mjög mikilvægar
Á blaAamannafundi Krabbameinsfélags íslands: Frá vinstri: Dr. Gunnlaugur Snædal, dr. Lorenzo Tomatis og
Hrafn Tuliníus. Á þessu línuriti má sjá tídni leghálskrabbameins frá 1945 til 1979. Eftir að rannsóknir á
orsakavöldum þessa sjúkdóms hófust hér á landi 1964 hefur mjög dregið úr tíðni hans og á árunum 1980—82
hefur tíðni leghálskrabbameins minnkað enn meira.
—segir dr. Tomatis
forstjóri IARC
Forstjóri Alþjóða-
krabbameinsrannsókna-
stofnunarinnar (IARC) í
Lyon, dr. Lorenzo Tomat-
is, sem er af ítölsku bergi
brotinn, dvaldist hér á
landi um helgina í boði
Krabbameinsfélags ís-
lands. Markmiðið með
komu hans var að ræða
við lækna og sérfræðinga
um samvinnu og framtíð-
arstefnu krabba-
meinsrannsókna á íslandi.
Á blaðamannafundi, sem
Krabbameinsfélag Isiands,
gekkst fyrir sagði Tomatis, að
rannsóknir hér á orsakavöld-
um krabbameins væru mjög
nytsamar og mikilvægar eink-
um á sviði legháls- og
brjóstkrabbameins. Tomatis
kvað það eitt meginmarkmið
IARC að koma þessum upplýs-
ingum á framfæri og sjá um að
þekkingin á þessum sjúkdóm-
um bærist sem víðast. T.a.m.
legði stofnunin sig í líma við
að uppfræða vanþróuðu löndin
þar sem krabbameinstíðni er
mjög há, á nýjustu rannsókn-
um á krabbameini.
Á fundinum kom ennfremur
fram að starf IARC spannar
vítt svið, en sérstök áhersla er
lögð á þátt umhverfis í rann-
sóknum á orsökum krabba-
meins. — Leitast vísindamenn
IARC við að safna upplýsing-
um um krabbamein í fólki um
allan heim. Og er reynt að
finna þjóðir sem hafa óvenju
háa eða lága tíðni af ákveðnu
krabbameini. Ennfremur er
gerð tilraun til að meta hve- '
nær fólk hefur orðið fyrir
áhrifum ákveðinna umhverfis-
þátta, s.s. siða og matvenja,
svo og efna í umhverfinu. Síð-
an er unnið úr upplýsingum
um hugsanleg krabbameins-
valdandi áhrif efna og annarra
þátta á manninn.
Ennfremur leggja sérfræð-
ingar stofnunarinnar mat á
aðferðir sem notaðar eru til
leitar á efnum sem valda
krabbameini og endurbæta
þær.
Gunnlaugur Snædal læknir
sagði að árangur leitarstarfs
Krabbameinsfélags íslands í
samvinnu við krabbameins-
skrár, Leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins og IARC að
orsökum krabbameins í leg-
hálsi hefði verið mjög góður,
og hefði dauðsföllum, sem
rekja má til þessarar tegundar
krabbameins fækkað til muna
eftir að þessar rannsóknir hóf-
ust hér á landi. Tomatis tók
undir þessi orð og sagði að
niðurstöður rannsókna á leg-
hálskrabbameini hér hafi ver-
ið haldið mjög á lofti erlendis,
enda hefði IARC reynt að
koma þessum upplýsingum til
fjölda landa.
Hörður Túliníus prófessor
sagði að á Islandi hefðu
krabbameinsrannsóknir mið-
ast við einstök líffæri, s.s.
brjóst og legháls. í framhaldi
þessa væri í ráði að rannsaka
ristil og endagörn með tilliti
til krabbameins. Hörður sagði
ennfremur að allt frá því að
leit krabbameins í brjósti
hófst hér á fyrri hluta 8. ára-
tugarins hefði margt komið
fram sem staðfestir ættgengni
brjóstkrabbameins. T.a.m.
hefði komið í ljós að kona, sem
á systur með brjóstkrabba-
mein er í þrefaldri hættu að fá
þennan sjúkdóm miðað við
konu sem ekki á ættingja með
sjúkdóminn. Þá hefir fjöldi
barna og aldur móður við
fyrstu fæðingu áhrif á hætt-
una á að fá brjóstkrabbamein.
Þannig sé kona sem á 1—2
börn og er eldri en 35 ára þeg-
ar hún á sitt fyrsta barn í
fimmfaldri hættu á að fá
brjóstkrabbamein miðað við
konu sem á 5 börn eða fleiri og
á sitt fyrsta barn yngri en 20
ára. Hörður sagði að haldið
yrði áfram þessum rannsókn-
um með því að leitast við að
finna hinar raunverulegu
orsakir brjóstkrabbameins og
þau áhrif á hvort sjúkdómur
myndist eða ekki. En tilgang-
urinn væri einnig að hjálpa til
við meðferð á sjúkdómnum í
heild.
Dr. Tomatis kvað þær fyrir-
byggjandi ráðstafanir sem
gerðar væru samkvæmt niður-
stöðum rannsókna á krabba-
meinsvaldandi efnum í ein-
stökum líffærum, ekki leiða til
þess að hættan á krabbameini
yxi annars staðar í líkaman-
um. Hins vegar drægi oft og
tíðum úr líkum á öðru krabba-
meini ef spornað væri mark-
visst við einni tegund.
Dr. Tomatis kvað ísland
einnig tilvalið fyrir rannsóknir
á krabbameini þar sem unnt er
að fylgjast með fólksfjölda um
langt skeið og sveiflur væru
litlar. Sagði hann að samvinna
Islendinga og IARC mundi
halda áfram, enda væri um
mjög gagnlegt samstarf að
ræða. Ljóst væri að nauðsyn-
legt væri að fleiri lönd nytu
góðs af þeim rannsóknum sem
hér væru gerðar.
Loks má geta þess að 160
starfsmenn vinna á vegum
IARC að rannsóknum á
krabbameini, en 12 ríki eiga
aðild að stofnuninni, sem er
sjálfstæð rannsóknarstofnun í
tengslum við Alþjóða heil-
brigðismálastofnunina,
WHO.
Rithöfunda-
ráðstefna
í Færeyjum
ÞRÍR íslenskir rithöfundar halda til
Kæreyja í dag, þar sem þeir sitja
fyrir Islands hönd ráAstefnu í bodi
Rithöfundafélags Færeyja. Til ráð-
stefnunnar er boðið rithöfundum frá
Islandi, Grænlandi, Færeyjum og
Sömum. Til umfjöllunar verða hinar
sérstöku aðstæður sem rithöfundar
þessara norrænu þjóða búa við.
Fulltrúar íslands á ráðstefn-
unni, sem stendur yfir frá 7. til 11.
október, eru Jóhann Hjálmarsson,
Ása Sólveig og Böðvar Guð-
mundsson. í viðtali við Mbl. sagði
Jóhann að ráðstefnunni væri ætl-
að að fjalla um sérstöðu rithöf-
unda þeirra norrænu þjóða sem
tala tungumál sem fáir skilja. Þá
yrði rætt um aðstöðu þeirra al-
mennt til að sinna ritstörfum,
einnig yrði bókaútgáfa, dreifing
bóka og þýðingarmál til umræðu.
Þá sagðist Jóhann hafa heyrt að
áhugi væri á að efla tengsl þjóð-
anna á þessu sviði, jafnvel hefðu
menn rætt um stofnun einhvers
konar samtaka.
Rithöfundafélag Færeyja stend-
ur að ráðstefnunni eins og fyrr
segir, en Norðurlandaráð veitir
fjárstyrk til hennar.
og veröiö aöeins frá
(með ryðvörn, skráningu og fullum benzintanki).
Lúxusbill
i gæöaflokki
L- I W
k **
&&HARMAMT. , ■%&■■*
f m
• 1
DAIHATSU CHARMANT er meöalstor fjölskyldubill í hæsta gæöa-
flokki, þar sem sameinast íburöur, hagnytni, sparneytni, fallegt
nýtízkulegt útlit og síöast en ekki sízt ströngustu öryggiskröfur viö
alla hönnun.
Viöurkennd varahluta- og verkstæöisþjónusta á einum staö.
DAIHATSU
UMBOÐIÐ
S. 85870—39179.