Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 11

Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 11 Vonarland: Góðar gjafir til sundlaugarbyggingar AÐALFUNDUR Styrktarfélags van- gefinna á Austurlandi var haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað, sunnudag- inn 5. sept. sl. Á fundinum kom fram að fjár- hagur félagsins er góður og sam- þykkt var að leggja áherslu á framhald byggingar sundlaugar- innar við Vonarland. Samkvæmt því, sem forstöðumaður heimilis- ins, Bryndís Símonardóttir, upp- lýsti, verður sundlaugin mjög kærkomin heimilisfólki Vonar- lands, sem nú er 10 að tölu. Listasafn Einars Jónssonar: Selja Konunginn og steypa í eir LISTASAFN Einars Jónssonar hefur á morgun, miðvikudag, sölu á afsteypum af lágmynd Einars Jónssonar, Konungurinn í Thule. Lágmyndin er gefin út í 200 ein- tökum og kostar kr. 3000 eintakið. Konungurinn í Thule er 42 sm í þvermál. Fjármagnið sem fæst fyrir af- steypur af verkum Einars Jónssonar er notað til þess að steypa gipsverk hans í eir og er unnið skipulega að því verki að sögn Ólafs Kvarans forstöðu- manns Listasafns Einars Jóns- sonar. Stefnt er að því að koma eirafsteypum fyrir í garði safns- ins og opna hann almenningi, en vonir standa til að hægt verði að hefjast handa við það verk næsta sumar. Undanfarið hefur heimilisfólk Vonarlands notið þess velvilja sveitarstjórnar Egilsstaða að fá sundlaug staðarins til afnota, eftir því sem aðstæður hafa leyft. í skýrslu formanns kom fram að málefni þroskaheftra á Austur- landi hafa notið sérstakrar fórn- fýsi og velvilja almennings. Gjafir sem borist hafa bera þess gleggst vitni. Á liðnu sumri heimsóttu samtök austfirskra kvenna í Reykjavík átthagana og færðu við það tæki- færi SVA kr. 25. þúsund, sem renna skulu til sundlaugarbygg- ingarinnar og sömuleiðis kr. 5 þúsund frá Fáskrúðsfirðingafélag- inu í Reykjavík. Fyrir þessar höfð- inglegu gjafir flytur stjórn SVA alúðarþakkir. Á fundinum skýrði formaður svæðisráðs, Guðmundur Magnús- son, fræðslustjóri, frá stöðu mála þroskaheftra í fjórðungnum og Bryndís Simonardóttir lýsti fyrir- komulagi sambýlis fyrir þroska- heftra, sem töluverð reynsla er komin á hérlendis og hefur gefist vel. Úr stjórn félagsins gengu Aðal- björg Magnúsdóttir, sem gegnt hefur formannsstarfi undanfarin 6 ár og Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri. I þeirra stað voru kjörin sr. Davíð Baldursson, Eski- firði, og Sigríður Halldórsdóttir, kennari, Egilsstöðum. Aðrir í stjórn eru: Hulda Bjarnadóttir, Neskaupstað, Kristján Gissurarson, Eiðum, og Björg Blöndal, Seyðisfirði. í fundarlok þágu gestir kaffi- veitingar í boði bæjarstjórnar Neskaupstaðar. Hafnarfjörður — Norðurbær Nýkomiö til sölu 4ra herb. mjög falleg og vönduð endaíbúö á efsti hæö í 3ja hæöa fjölbýlishúsi á róleg- um staö viö Laufvang. Stórar suöur svalir. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Raðhús — tvær íbúöir Svo til nýtt, glæsilegt endaraöhús viö Bakkasel um 265 fm. Á jarðhæðínni er: 3ja—4ra herbergja íbúö, geymsiur 9«. Á aöalhæöinni er: stofur meö arni, eldhús meö borökrók, búr, snyrting, forstofuherbergi, þvotta- herb. og forstofur. Á efri hæö eru: svefnherbergi, sjónvarpsskáli og bað meö kerlaug og sturtuklefa. Frábært útsýni af öllum hæöum. Teikning til sýnis. Hluti hússins laus fljótlega. Steypt bílskúrsplata. Árni Stefánsson, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. SuAurgötu 4. Simi 14314. Kvöldsími: 34231. Espigerði Vorum aö fá til sölu 4ra—5 herb. ca. 105 fm íbúö á 2. hæð í lítilli blokk viö Espigeröi. íbúöin skiptist í stofu, hol, 3 svefnherb., baöherb., eldhús, búr og þvottaherb. Suöur svalir. Góö íbúö. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, s. 26600 Ragnar Tómasson hdl. 15 ár í fararbroddi 1967-1982 Farmennirnir á Öskju gerðu hlé á vinnu sinni í góðviðrinu í gsr og tóku sér stöðu frammi fyrir myndavél Kristjáns Einarssonar Ijósmyndara Mbl. Frá vinstri: Njáll Guðmundsson, Snorri Júlíusson og Jón Ólafsson. Samningar undirmanna á kaupskipum: Sæmilegustu samningar EINS OG kunnugt er var verkfalli undirmanna á kaupskipum frestað eftir að samningar tókust með deiluaðilum á fostudaginn á grundvelli sáttatillögu Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara. Samningarnir voru þó undirritaðir með þeim fyrirvara að félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur sættu sig við þá, og stendur atkvæða- greiðsla þeirra nú yfir og mun hún væntanlega taka u.þ.b. hálfan mánuð. Helstu atríði nýja samningsins eru 8% grunnkaupshækkun, ásamt breytingum á vinnutímastyttingu sem þýðir rúmlega 10% launa- hækkun til viðbótar. Launin hækka svo aftur um 3% 1. janúar '83. Yfirvinnutaxti hækkaði um 8% og orlof hækkar úr 8,33% í 8,71% eftir 5 ár og í 9,47% eftir 8 ár. Önnur atriði samningsins eru m.a.: stytting á úthaldstíma, far- menn fá aukinn hlífðarfatnað og breytingar voru gerðar á skyldu út- gerðar til að senda mann heim í frí í langferðum. En hvernig leggjast þessir samn- ingar I farmenn? Mörg farskip- anna héldu úr höfn um helgina en Mbl. leitaði svara hjá nokkrum farmönnum á Öskju sem voru við störf í Reykjavíkurhöfn I gærdag: „Ég er ánægður með samning- ana,“ sagði Njáll Guðmundsson háseti, „ég segi það alveg eins og er. Við fengum talsverða hækk- un á grunnkaupi og yfirvinnan hækkaði úr 100 kr. í 108 kr. Svo fáum við aukin hlífðarföt, t.d. þrjá galla á ári í stað tveggja áður, og einnig sérstaka skó með stáltá." Það kom fram í samtali Mbl. við Guðmund Hallvarðsson, formann Sjómannasambands Reykjavíkur, að þessir nýju skór með stáltánni væru mikið örygg- isatriði fyrir sjómenn. Skýrsla sjóslysanefndar sýnir að yfir 10 ára tímabil hafi 126 farmenn slasast ofanþilja eftir að hafa runnið til á þilfarinu. Snorri Júlíusson, trúnaðar- maður var feginn því að ekki kom til langs verkfalls. „Það hefur enginn efni á því að vera í verkfalli lengi í okkar — aÖ mati farmanna á Öskju stétt,“ sagði Snorri, „því er ég mjög feginn að fór sem fór.“ — Voru menn óánægðir með að byrja strax að vinna eftir að samkomulagið náðist á föstu- daginn? „Menn voru ekki óánægðir með að byrja að vinna í sjálfu sér; heldur það að ekki skyldi kosið um samningana áður. En svo sáu flestir að sér, því það nær auðvitað engri átt að bíða eftir úrslitum kosninganna, sem gætu tekið hálfan mánuð.“ — Hver er afstaða farmanna almennt til þessara samninga? Teljið þið að þeir verði sam- þykktir? „Ég býst fastlega við því,“ sagði Jón Ólafsson, „og vona það líka. Við fengum ekki allar okkar kröfur í gegn, en þetta eru þó sæmilegir samningar.“ « Bæklingur með kjúklingauppskriftum Fuglæsláturhúsið ísfugl, Mos- fellssveit og Móar fuglabú, Kjal- arnesi, hafa gefið út í samvinnu við Vörukynningu sf. bækling um kjúklingauppskriftir og leiðbein- ingar. Inngang ritar Jón Ottar Ragnarsson matvælafræðingur og svarar spurningunni: „Hvers vegna kjúklingar?" Þessi bæklingur er jafnframt sá fyrsti í röð bæklinga sem koma munu út mánaðarlega með völdum uppskriftum og leiðbeiningum um matargerð. Ritstjóri er Páll Kristjáns- son. Margar skýringarmyndir eru í bæklingnum sem er 16 síður að stærð, prentaður í Prentsmiðj- unni Eddu. Bæklingurinn „Kjúklingar — uppskriftir og leiðbeiningar" fæst í flestum matvöruverslun- um og bókaverslunum landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.