Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 12

Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 Egilsstaðir: Skóflustunga að skólahúsi Kgilsstoóum. 29. soptvmber. í I)AG VAR tckin fyrsta skóflustunga aó skólahúsi í Kellabæ í Fellahreppi. Skólahúsió er teiknaó af Kjartani Sveinssyni, arkitekt, 595 fermetrar.aó flatarmáli og er ætlaó aó rísa austan við götuna Kinhleyping, sem liggur af Austurlandsvegi yfir á Lagarfell í Fellabæ. Helgi Gíslason, fyrrum oddviti Fellamanna, tók fyrstu skóflu- stunguna. Helgi reisti hús sitt, Helgafell, árið 1937. En þar hefur síðan myndast þéttbýliskjarni sem nú hefur hlotið nafnið Fella- bær. Helgi, sem nú er kominn á áttræðisaldur, var oddviti Fella- hrepps í 28 ár og kennslu stundaði hann í hreppnum í 20 ár, áður en hann réðist til Vegagerðar ríkisins sem umdæmisverkstjóri — en af því starfi lét hann fyrir rúmum tveimur árum. íbúafjölgun hefur verið mjög ör í Fellahreppi eða um 4,9% að með- altali síðastliðin 10 ár. I Fellabæ búa nú um 200 m anns, en í sveit- arfélaginu öllu um 300 manns. Grunnskólanemendur munu vera um 60 í Fellahreppi, þar af 35 í Fellabæ. Nemendum hefur verið ekið í skóla á Egilsstöðum undan- farin ár. Að sögn Þráins Jónssonar, oddvita, og Svölu Eggertsdóttur, sveitarstjóra, er áætlað að steypa stökkla hússins nú í haust og fáist næg fjárveiting frá fjárveitinga- valdinu er þess vænst að hlut: hússins a.m.k. verði kominn í notkun haustið 1985. I skólahúsinu munu verða þrjár kennslustofur auk fylgirýmis; matsalur, eldhús og hvíldarað- staða fyrir heimanakstursnem- endur. Þá verður einnig rými í húsinu fyrir almenna félagsstarf- semi, en aðstöðu fyrir slíka starf- semi hefur skort í sveitarfélaginu þar sem samkomuhúsið að Rauða- læk er nú úr sér gengið. Sá hluti hússins sem teiknaður er sem skóli verður reistur í samvinnu við Egilsstaðahrepp — en þessi sveit- arfélög hafa verið eitt skólahérað frá 1974. Þá er áætlað að reka skólann í Fellabæ sem skólasel frá Egils- staðaskóla fyrstu árin og kenna þar eingöngu yngstu nemendum. Við athöfnina í dag fluttu ávörp Helgi Gíslason og Þráinn Jónsson. Skólanemendur úr Fellahreppi voru viðstaddir athöfnina. Formaður byggingarnefndar hússins er Baldur Einarsson, Fellabæ. — Ólafur. Helgi Gíslason tekur fyrstu skóflustunguna að skólahúsinu í Fellabæ. Frá aðalfundi kjördæmisráðs sjálfstæóisfélaganna í Austurlandskjördæmi. MorjtunblaJið/ólafur. Austurlandskjördæmi: Albert Kemp formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins KgilsNtöAum, 27. .september. SÍDASTLIÐINN laugardag var haldinn á Reyðarfirði aóalfundur Kjördæmisráós sjálfstæóisfélaganna í Austurlandskjördæmi. Fundinn sátu um 30 manns víósvegar aó úr kjördæminu ásamt þingmönnum og gestum. Fundurinn hófst klukkan tíu á laugardagsmorgun. Auk venjulegra aóalfundarstarfa var fjallað um blaóaútgáfu í kjördæminu, úrslit sveitarstjórnarkosninga síðastliöió vor og síóast en ekki síst um útlit og horfur í landsmálum og væntanlegar alþingiskosningar. Eftirfarandi stjórnmálaályktun var samþykkt á fundinum: „Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi haldinn á Reyðar- firði 25. september 1982 vekur at- hygli á að stefna núverandi ríkis- stjórnar í atvinnumálum hefur leitt til sívaxandi erfiðleika í at- vinnurekstri. Nægir þar að nefna rekstur sjávarútvegs sem heldur við stöðvun og iðnaður berst í bökkum, enda hafa allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennst af bráðabirgðaráðstöfunum, sem reynst hafa haldlausar. Þessi stefna hefur leitt til þess að hlutur hins opinbera í atvinnurekstri fer vaxandi en þáttur einstaklingsins minnkar að sama skapi. Fundurinn átelur harðlega Albert Kemp hvernig þingræði er í raun fótum troðið þar sem lítil hluti Alþingis hefur aðstöðu til að beita neitun- arvaldi í mikilvægum málum. Auk þess sem augljóst er að núverandi ríkisstjórn hefur ekki starfhæfan meirihluta á Alþingi og ætti þess vegna að víkja ef lýðræðisreglur væru í heiðri hafðar. Fundurinn vekur sérstaka at- hygli á hvernig kosningaloforð Framsóknarflokks um niðurtaln- ingu verðbólgu og Alþýðubanda- lagsins sem óskert kaup hafa gjör- samlega brugðist. Vakin er athygli á að aldrei hafa stjórnmálaflokkar orðið eins berir að því að svíkja gefin loforð. Fundurinn lýsir ánægju sinni með úrslit síðustu sveitarstjórn- arkosninga þar sem störf og stefna sjálfstæðismanna í sveitar- stjórnum hlaut mikið traust. Auk þess sem úrslit kosninganna voru ótvíræður dómur á störf ríkis- stjórnarinnar. Fundurinn hvetur til einhuga og markvissrar sóknar sjálfstæð- ismanna því að takmarkið er sigur Sjálfstæðisflokksins í næstu kosn- ingum.“ Fundinn sátu alþingismennirnir Egill Jónsson og Birgir ísleifur Gunnarsson, sem ræddu stjórn- málaviðhorfið. Ennfremur sat fundinn Inga Jóna Þórðardóttir. Fundinum barst kveðja frá Sverri Hermannssyni, alþingismanni, en hann hefur undanfarið legið á sjúkrahúsi og átti þess ekki kost að sækja fundinn. I stjórn kjördæmisráðsins voru kjörnir: Albert Kemp, Fáskrúðs- firði, formaður, Brynjar Júlíusson, Neskaupstað, Ragnar Steinarsson, Egilsstöðum, Unnsteinn Guð- mundsson, Höfn og Alexander Arnason, Vopnafirði. Um kvöldið var haldið haustmót sjálfstæðisfélaganna sem var fjöl- mennt. Gestur haustmótsins var Birgir ísleifur Gunnarsson og kona hans. — Úlafur. Bankamenn þjörmuðu að Spassky Skák Margeir Pétursson BOKIS Spassky, fyrrum heimsmeist- ari í skák, kom hingaö til lands um helgina til að heyja fjögurra skáka einvígi vió Friðrik Olafsson fyrir luktum dyrum. Spassky kemur hingað á vegum tímaritsins Storð, en bankarnir bera verulegan hluta af kostnaðinum við komu hans, því á sunnudaginn tefldi hann fjöltefli við 26 starfsmenn ríkisbankanna þriggja. Meðal þátttakenda voru nokkrir af þekktustu skákmönnum landsins, enda fór svo að Spassky átti fullt í fangi með þá. Urslitin urðu þau að hann vann 14 skákir, gerði átta jafntefli og tapaði fjórum, sem þýðir 69% vinningshlutfall. Óvenju slök frammistaða hjá stórmeistara í fremstu röð, en mótstaðan var líka miklum mun sterkari en gengur og gerist í venjulegu fjöltefli. í fyrra náði Viktor Korchnoi þó betri árangri gegn ámóta öflugu liði banka- manna. Þeir sem sigruðu Spassky voru Bragi Kristjánsson, Búnað- arb., Gunnar Gunnarsson, Út- vegsb., Hilmar Karlsson, Búnað- arb., Jóhann Örn Sigurjónsson, Landsb., sem allir eru vel þekktir meistarar. Jafntefli gerðu Björn Þorsteinsson, Útvegsb., Leifur Jó- steinsson, Búnaðarb., Guðjón Jó- hannsson, Búnaðarb., Karl Jens- son, Búnaðarb., Guðmundur Theó- dórsson, Útvegsb., Sigurður Reyn- isson, Landsb., Júlíus Óskarsson, Landsb., og Jón Gunnar Pálsson, Reiknistofu bankanna. Áhorfendur á fjölteflinu sem fram fór í afgreiðslusal Útvegs- bankans við Lækjartorg, leiddu getum að því að Spassky hafi fyrirfram ekki verið fyllilega ljóst hversu öflugir andstæðingar hans væru. T.d. beitti hann hinni hæpnu nítjándualdarbyrjun, kóngsbragðinu, á mörgum borðum og varð það honum að falli gegn þeim Jóhanni Erni og Hilmari. Tvær af tapskákum Spasskys voru sérlega skemmtilegar: Hvítt: Boris Spassky Svart: Bragi Kristjánsson Frönsk vörn. 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3 — Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Ba5l? Miklu algengara er 5. — Bxc3, en þessi leikur leiðir til mjög tví- sýnnar stöðu. Fleiri íslendingar en Bragi hafa dálæti á leiknum, þeir Jón Þorsteinsson og Sævar Bjarnason hafa t.d. báðir beitt honum í kappskák. Spassky svarar með ieik Aljekíns, þeim hvassasta í stöðunni. 6. b4! — cxd4, 7. bxa5 — dxc3, 8. D*4 — Re7, X Dxg7 — Hg8, 10. I)xh7 — Rbc6, 11. Rf3 — Dxa5, 12. Rg5 - Hf8, 13. f4 — Bd7, 14. Be2 Keres mælti eitt sinn með þessu framhaldi, en nú er 14. Hbl! talinn betri leikur. Bragi reynist öllum hnútum kunnugur: 14. — 0-0-0!, 15. Rxf7 — Hxf7, 16. Dxf7 — Dc5, 17. Bd3 — Rd4. Þó hvítur hafi unnið skiptamun er hann í hræðilegri klemmu, því menn hans vinna alls ekkert sam- an. Ef nú 18. a4 — Ref5, 19. Ba3, þá er 19. — Rxc2+! mögulegt. 18. Hfl — Hh8, 19. h3 — Ref5, 20. Hf2 — Be8! Bragi hefur fundið bráðsnjalla áætlun. Nú virðist hver leikur þvingaður, allt til enda. 21. Df6 - Hh6, 22. Dg5 - Hg6, 23. Dh5 — Hg8, 24. Ddl Eftir 24. Dh7 — Df8 og síðan 25. — Hh8, fellur hvíta drottningin. Rg3! Hótar 25. — Bh5. 25. a4 — Bl»5, 26. Ba3. 26. — Rxc2+!, 27. Dxc2 — De3+, 28. Be2 - Rxe2, 29. Kfl - Dxh3!! Stórkostlegur endir. Spassky gafst upp. Hvítt: Boris Spassky Svart: Hilmar Karlsson Kóngsbragð. 1. e4 — e5, 2. f4 - exf4, 3. Rf3 - d5, 4. exd5 — Rf6, 5. Bb5+ — c6, 6. dxc6 — Rxc6. Þannig hefur Spassky einmitt teflt sjálfur með svörtu. Svartur skilar peðinu aftur og jafnar tafl- ið. 7. d4 — Bd6, 8. (M) — 0-0, 9. c4 Upphafið á mjög hægfara áætl- un. 9. Rbd2 og síðan 10. Rc4 var e.t.v betra. 9. — Bg4, 10. Bxc6 — bxc6, 11. Rc3 — He8, 12. b3 — Bc7, 13. Bb2 — Bh5, 14. Dd2 — Dd7, 15. Hael — Had8, 16. Hxe8? Þessi tvöföldu hrókakaup bera ekki miklum innblæstri vitni. 16. — Hxe8, 17. Hel — Hxel, 18. Rxel — g5! Svartur hefur náð öruggu frum- kvæði. 19. Ra4 — Re4, 20. Dd3 — Bg6, 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.