Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 13 Sæljónið með 1300 tunnur Kskifirði, 30. september. SÍLD er söltuð úr sex skipum hér í dag. Alls munu þau hafa komið með 3.050 tunnur af síld. Veiði sumra nótaskipanna var góð í nótt. Hingað hafa komið Sæljónið með 1.300 tunnur, Gísli Árni með 1.200, en Stykkishólmur: Dagheimila- rekstur hafinn ÁRIÐ 1957 hófu St. Fransiskus- systur rekstur barnaheimilis í Stykkishómi. í fyrstu var starf- semin hluta úr degi yfir veturinn, en hefur með árunum aukist til þess sem nú er. 1960 hófu systurn- ar rekstur sumardvalarheimilis og hafa þær tekið við börnum víðs- vegar að af landinu til sumardval- ar. Nú hefur sá þáttur í starfi systranna verið lagður niður og voru síðustu sumardvalarbörnin hjá þeim sl. sumar. Eftir því sem fólki hefur fjölgað í Stykkishólmi hefur starf systranna að þessu máli farið vaxandi. Nýtt hús var byggt árið 1970 fyrir barna- heimilisreksturinn. Þar með hófu systurnar rekstur leikskóla sem síðan hefur verið rekinn yf- ir veturinn. Með bættum atvinnuháttum og aukinni eftirspurn eftir dag- vistun hefur rekstur dagvistar- stofnana orðið umfangsmeiri. Nú hefur sú breyting verið gerð á rekstri barnaheimilis St. Fransiskussystra að auk leik- skólans sem starfar svo sem verið hefur, hófst 15. september sl. rekstur dagheimilis. St. Fransiskussystur og Stykkishólmshreppur hafa sam- einast um rekstur dagheimilis- ins og leikskólans, sem verður opinn allt árið að undanteknum einum sumarleyfismánuði. I samvinnu við Svandísi Skúladóttur, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, hefur verið unnið að endurskipulagn- ingu húsnæðis með hliðsjón af breyttu rekstrarfyrirkomulagi. Með starfrækslu leikskóla og dagheimili St. Fransiskussystra er stefnt að því að eftirspurn eftir dagvistun barna í Stykk- ishólmi verði að jafnaði full- nægt. (Frélt frá Stykkishólmshreppi) De2 — g4, 22. Rd3 — Df5, 23. Rel — Bh5, 24. Rc5 hann landaói einnig í gær, þá 600 tunnum. Guðrún Þorkelsdóttir kom aó landi með 300, og aðrir bátar minna. Saltað er á þremur stöðum, og er búið að salta daglega frá því um helgina, þegar fyrsta síldin barst til Eskifjarðar. Sjómenn segja mikla síld á ferðinni, en erfitt hef- ur verið að ná henni. Hún hefur verið við botninn, sem er slæmur, og margar nætur hafa rifnað. Fjöldi aðkomufólks er kominn til þess að vinna í síldinni. Ævar. 24. - f3!!, 25. Dxe4? Eftir skákina sagði Spassky að hér hefði sér yfirsézt 27. leikur svarts og taldi 25. Rxf3 betra. Það er rétt en eftir 25. Rxf3 — Rf6!, 26. Rel (Ef 26. Re5 þá Dbl+) Bxh2+!, 27. Khl — Dg5 hefur svartur einn- ig vinningsstöðu. 25. - f2+, 26. Kfl — fxel=D+, 27. Kxel — Ba5+! Spassky gafst upp. Eftir 28. Kdl - g3+, 29. Kc2 - gxh2!, 30. Dxf5 — Bg6! er frekari barátta vonlaus, en þannig hafði Hilmar í hyggju að Ijúka skákinni. Saltað á Eskifirði. Nú höfum við tekið í notkun rúmgóðan sýningarsal í verksmiðju okkar að Skeifunni 6. Par sýnum við og seljum húsgögn allt árið um kring á „verksmiðjusölu" í orðsins fyllstu merkingu. • Eldhúsborð - eldhússtólar •Skrifstofuborð - skrifstofustólar • Skólahúsgögn •Staccóstólar með öllu tilheyrandi • O.m.fl. af snjöllum hjálpartækjum á heimilum, í fyrirtækjum, skólum, mötuneytum, félagsheimilum og víðar. Iiusi|.*h|ii;iI;iihI STALHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 6 - RVÍK - SÍMAR: 33590, 35110,39555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.