Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 20

Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Sjálfseignar- stofnanir og ríkið Nú lÍKííur fyrir að Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, hefur notað vald sitt sem félagsmálaráðherra til að svipta sjálfseignarstofnanirnar Sólheima í Grímsnesi, Sólborg á Akureyri og Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit því sjálfsforræði um eigin rekstur, sem þær þó höfðu. Til þessa ráðs grípur Svavar Gestsson án samráðs við stjórnir sjálfseignarstofnan- anna. Það litla sem ráðherrann hefur viljað um þetta mál segja bendir til þess, að hann ætli sínu fram hvað sem tautar og raular, enda eru þeir alþýðubandalagsmenn haldnir þeim al- kunna kvilla ríkisforsjármanna, að þeir viti allt best og auðvitað séu hugmyndir sjálfs ráðherrans um rekstur slíkra sjálfseign- arstofnana viturlegri en þeirra sem fyrir starfseminni standa og hafa staðið. Reykvíkingar kynntust þessu viðhorfi svo sannar- lega á meðan vinstri menn höfðu meirihluta í borgarstjórninni, þá þótti þeim háu herrum síst nauðsynlegt að taka tillit til skoðana borgarbúa. Þessu yfirlæti var hafnað með eftirminni- legum hætti í borgarstjórnarkosningunum. Hreggviður Jónsson, framkvæmdastjóri Skálatúnsheimilis- ins, sagði að ákvörðun Svavars Gestssonar væri „stjórnarfars- legt ofbeldi", þar sem peningavaldi, skattfénu, væri beitt til að beygja stofnanir undir vald ríkisins. Og Hreggviður sagði: „Spurningin er, hvaða stofnun verður næst? Verður það ef til vill DAS, SIBS, Grund, Landakotsspítali eða einhver önnur sjálfseignarstofnun." Auðvitað svarar Svavar Gestsson ekki slíkum spurningum. Hann beitir þeirri aðferð að setja mönnum fyrirvaralaust úrslitakosti og við stofnanirnar þrjár segir hann núna: Ef þið viljið fé frá ríkinu þá verðið þið að fara eftir því sem ég ákveð. Slík fjárkúgun með peninga almennings að vopni er eftirlæti ríkisforsjármannanna. Skúli Johnsen, borgarlæknir í Reykjavík, segir hér í blaðinu á sunnudag, að aðför Svavars Gestssonar að sjálfseignarstofnun- um þremur gangi í berhögg við 22. grein laga um málefni þroskaheftra frá 1979, þar sem segir, að eðlilegur rekstrarkostn- aður við heimili sjálfseignarstofnana skuli greiddur af dag- gjöldum, sem ákveðin eru af stjórnarnefnd um málefni þroska- heftra. Svavar Gestsson er einmitt að taka sjálfseignarstofnan- irnar út af daggjaldakerfinu og færa rekstur þeirra beint inn í ríkishítina. Borgarlæknir er ómyrkur í máli og segir að mælir- inn sé „löngu fullur í útþenslustefnu og yfirráðagræðgi ríkisins á sviði heilbrigðismála“. Sé það stefna Svavars Gestssonar að taka upp miðstýringu ríkisins í heilbrigðismálum á hann að skýra frá því opinberlega og verja sjónarmið sín í málefnalegum umræðum. Hvað veldur því að ráðherrann kýs að beita peningavaldinu á bakvið tjöldin og fer síðan undan í flæmingi? Ofvöxtur togaraflotans Hagfróðir menn telja offjárfestingu í togaraflotanum ein- hver mestu mistök í efnahagsstjórn síðustu ára og dæmin sýna, að ógjörningur er að láta hin nýju skip standa undir sér. Stjórnmálamenn telja það sér hins vegar til hins mesta sóma að hafa átt hlut að þessari offjárfestingu og staðreynd er að til hennar hefur verið stofnað á pólitískum fyrirgreiðsluforsendum. Hilmar Viktorsson, viðskiptafræðingur, gerði á sínum tíma úttekt á fjárfestingu í fiskiskipum tímabilið 1969—77 og komst að þeirri niðurstöðu, að um offjárfestingu hefði verið að ræða. í grein sem Hilmar hefur ritað um þetta sama efni og birtist hér í blaðinu á föstudaginn kemst hann að þeirri niðurstöðu, að togaraflotinn sé nú 37,50% of stór miðað við afrakstur fisk- stofna og hafi offjárfesting aukist um a.m.k. 54% frá 1978. Hilmar Viktorsson segir að orsakir ofvaxtarins séu margar en einkum megi rekja hina óskynsamlegu fjárfestingu til stjórn- leysis og pólitísks pots stjórnmálamanna, án þess að heildar- stefna hafi verið mörkuð 1971—1982, þótt varlega hafi verið farið af stað 1969—1971. Forsætisráðherra 31. desember 1980: „Einn mikilvægasti þátturinn... að gera gengið stöðugt“ 4. sept. 1978 15% HfMBKt 31. mars 1980 -----3% 26. ágúst 1981 4,76% 10. nóv. 1 6,50% GENGISFELLING I TÍÐ VINSTRI STJÓRNA ~ Vj .-v 14. jan. 1982 12% mm. • H|| 21. ágúst 1982 13% í ÁVARPI á gamlársdag 1980 sagði Gunnar Thoroddsen, forsst- isráðherra, meðal annars: „Þau tímamót verða á morgun, að gjald- miðli þjóðarinnar verður breytt, þannig að ein ný króna jafngildir 100 gömlum krónum. Um leið eru gerðar ýmsar efnahagsráðstafanir: í fyrsta lagi: gengissigi verður hætt og gengi krónunnar haldið stöðugu næstu mánuði. Sú sí- fellda lækkun krónunnar, sem lengi hefur verið framkvæmd með gengissigi, hefur verið nauðvörn vegna atvinnuveg- anna... Það er mikilvægt að nýta þessi tímamót þegar nýr gjald- miðill er tekin í notkun, til þess að treysta gildi hans, auka trú manna á hinni nýju krónu, örva menn til aðgæslu í fjármálum og hvetja til sparifjármyndunar. En allt þetta miðar um leið að viðnámi gegn verðbólgu. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari viðleitni er einmitt þessi, að gera gengið stöðugt." Á myndinni sjást formlegar gengisfellingar í tíð vinstri stjórnanna, sem setið hafa við völd frá 1. september 1978. — Myndin sýnir hins vegar ekki hina „sífelldu lækkun krónunn- ar, sem lengi hefur verið fram- kvæmd með gengissigi" svo að notuð séu orð forsætisráðherra. Sú ríkisstjórn, sem nú situr, hefur formlega fellt gengið 6 sinnum og hafa stökkin orðið stærri og stærri. 1. janúar 1981 þegar nýja krónan kom til sögunnar gátu menn keypt 80 bandaríska doll- ara fyrir 500 krónur. Hinn 1. október 1982 fengust 34 dollarar fyrir 500 krónurnar. Og hverfa má lengra aftur í tímann. Hinn 21. febrúar 1960 var gengi doll- arans skráð þannig að einn doll- ari svaraði til 16,32 króna. Hinn 1. október 1982 var ferðamanna- gengi á dollara þannig, að einn dollari svaraði til 16,09 ný- krona, en hinn 1. janúar 1981 voru 6,85 nýkrónur í dollaranum á ferðamannagengi. Skuldir hafa hlaðist upp í út- löndum. Hinn 15. júní sl. var til dæmis tekið stórlán í Japan sem svarar til 5 milljarða yena. Á lántökudegi nam skuldin 222,5 milljónum íslenskra króna. 1. október 1982 var hún komin upp í 270 milljónir íslenskra króna vegna rýrnandi verðgildis krón- unnar gagnvart yeni — hafði á þremur og hálfum mánuði hækkað um 47,5 milljónir ís- lenskra króna. Norðurlandamót framhaldsskóla í skák: MH hlaut 16'/2 vinn- ing af 20 mögulegum SVEIT Menntaskólans í Hamrahlíð sigraði í skákmóti fram- haldsskóla á Norðurlöndum, sem fram fór í Holstebro á Jótlandi. Sveit MH hlaut 16‘/2 vinning af 20 mögulegum, en A-sveit Dana varð í öðru sæti með 1 IVt vinning. Svíar urðu í þriðja sæti með 11 vinninga, Finnar í fjórða sæti með 8 vinninga, Norðmenn höfn- uðu í fimmta sæti með 7‘/2 vinning og B-sveit Dana hafnaði í neðsta sæti með 5'/2 vinning. Sveit MH mætti finnsku sveitinni í 1. umferð og vann öruggan sigur, 4—0. I ann- arri umferð vann MH norsku sveitina með 3 V2 — '/2, sænsku sveitina 2V2—ÍV2 í þriðju umferð og strákarnir unnu A-sveit Dana 2'/2 — V/2 í fjórðu umferð. I síðustu umferðinni vann MH svo B-sveit Dana, 4—0, á meðan Svíar og Danir, helstu and- stæðingar þeirra, gerðu inn- byrðis jafntefli, 2—2. Því ör- uggur sigur í höfn. Arangur einstakra skák- manna varð: Jóhann Hjartar- son hlaut 4'Æ vinning af 5 á 1. borði, Róbert hlaut 3 vinn- inga af 5 á 2. borði, Hrafn Loftsson 3xk vinning á 3. borði og Lárus Jóhannesson vann allar skákir sínar, fjór- ar að tölu, á 4. borði. Páll Þórhallsson kom inn sem varamaður og hlaut llÆ vinning í tveimur skákum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.