Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 29 Ég er sjálfs mín herra og ann frelsinu „Það var óskemmtilegt að tapa skákinni, — vegna atburðanna í Belgrad 1977. En nú er ég reiðu- búinn að takast á við hvern sem er; þarfnast kannski meiri and- legs undirbúnings." SOVÉSKI stórmeistarinn i skák, Boris Spassky, er íslendingum að góðu kunnur frá því hann háði einvigi sitt við Bobby Fischer hér á landi árið 1972. Hann missti heimsmeistaratitilinn í hendur Bobby Fischer i „ein- vigi aldarinnar", en ávann sér virðingu íslenzku þjóðarinnar með fram- komu sinni. Hann sneri til fslands á nýjan leik fyrir fimm árum og bar þá sigur úr býtum i viðureign við Tékkann Vlastimil Hort i áskorendaein- vígi. Og hann er nú í þriðja sinn staddur hér á landi. Nú mætir hann Friðriki Ólafssyni stórmeistara i lokuðu einvígi. Blaðamaður Mbl. ræddi við Spassky áöur en hann gekk til einvígisins við Friðrik Ólafsson í gær. — Nú eru tíu ár liðin síðan þú beiðst lægri hlut fyrir Bobby Fischer. Og í fyrsta sinn á ferli þínum tókst þér ekki að komast í kandidatakeppni. Er Boris Spassky ekki lengur meðal al- sterkustu skákmanna heims? „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, að bestu ár mín í skák- inni eru að baki. En ég er síður en svo niðurbrotinn, þó það kunni að hljóma undarlega. Frá því ég settist að í Frakklandi fyrir sex árum hefur mér aukist sjálfstraust frá ári til árs. Ég hef verið að laga mig að breytt- um aðstæðum — aðlaga mig að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. Ég hef búið vestan járntjalds í sex ár og mér líður nú vel — mjög vel. Ég held mér í góðri æfingu, leik tennis daglega. í Sovétríkjunum hafði ég það mjög gott miðað við almenning — í Frakklandi lifi ég fremur fábrotnu lífi. Ég hef ekki mikla peninga milli handanna, en hef það sem er öllu öðru dýrmætara — frelsi. Ég er sjálfs mín herra og ann því frelsi sem mér hefur áskotnast. Ég komst ekki í kandidata- keppnina, það er rétt. En hvort það þýðir að ég sé á niðurleið ætla ég að láta ósagt um. Mér finnst ég betur í stakk búinn, að takast á við sterka skákmenn við skákborðið í dag en undanfarin ár. Ég ætla til að mynda ekki að líkja því saman, hve miklu betur ég er á mig kominn nú, en þegar ég tefldi áskorendaeinvígi við Lajos Portisch í Mexíkó 1980 og tapaði á jöfnu vinningshlutfalli. Báðir hlutum við 7 vinninga, en Portisch komst áfram á því, að vinna fyrstu skákina. Ég bar sigurorð af Vlastimil Hort hér á landi 1977 en þegar ég lít til baka, þá hefði ég betur tapað. Ég tefldi illa gegn Viktori Korchnoi í Belgrad og tapaði. Ég er betur á mig kominn í dag og því hef ég ekki áhyggjur þó mér hafi ekki tekist að komast áfram í Mexíkó. Þvert á móti — mér líður betur, en ef ég þyrfti að vera að undirbúa mig undir kandidataeinvígi. Það má segja að það sé millibilsástand hjá mér. Ég mun nota tímann til þess að ná mér á strik á nýjan leik og tefla af djörfung." — Því var haldið fram eftir millisvæðamótið í Mexíkó í sumar, að þú hefðir ekki verið nægilega vel að þér í byrjunum. „Já, það er rétt — byrjanir eru mín veika hlið. Þar hef ég dreg- ist aftur úr, því þróunin er ör. A næstunni mun ég einbeita mér að þeim og þá kemur í ljós hve miklum styrkleika ég næ.“ — Þú þurftir að sigra Ivanov í síðustu skák þinni í Mexíkó til þess að komast áfram og áttir vænleg færi, en tókst ekki að knýja fram sigur. „Ivanov var heppinn. Mig skorti aðeins herzlumuninn til að sigra. En ég fann ekki vinn- ingsleið og Ivanov varðist vel — en ég fór síðar yfir skákina og þó sigur virtist vera í stöðunni, þá fann ég hann ekki við rannsókn- ir.“ — Þú hefur nú yfirgefið Sov- étríkin og sest að í Frakklandi — hvers vegna? Ég var látinn gjalda þess að hafa tapað titlinum „Ég lenti í útistöðum við sov- ésk yfirvöld eftir einvígið í Boris Spassky á Hótel Loftleiðum. Mynd Kristján Einarsson Friðrik hefur að vísu aldrei unnið mig við skákborðið — Þá komum við að einvíginu við Friðrik Ólafsson. Áttu von á harðri keppni? „Þetta verður ekkert blóðbað — Friðrik hefur að vísu aldrei unnið mig við skákborðið, en ég er þess fullviss að hann mun berjast af hörku. Við erum ekki lengur upp á okkar besta, en ég er fullur sjálfstrausts. Mér hefur vaxið ásmegin með hverju árinu sem liðið hefur síðan ég fluttist vestur fyrir járntjald. Ég geng ekki með þær grillur, að ég muni gersigra Friðrik — það getur allt eins farið, að Friðrik nái sér á strik. Hann getur sigrað mig. Nú eru 23 ár síðan við tefldum fyrst — það var í Moskvu og ég vann Einvígi Friðriks Ólafssonar og Boris Spasskys hófst á Hótel Loftleiðum í luktum dyrum. Reykjavík 1972. Eg fékk ekki lengur að ráða hvaða mótum ég tæki þátt í erlendis og var undir mikilli pressu frá sovéskum yfir- völdum — ég var látinn gjalda þess að hafa tapað titlinum. í fjögur ár átti ég í harðri baráttu við sovésk stjórnvöld. Ég ein- angraðist, skildi við konu mína, Larissu, — ég var einn og yfir- gefinn og átti mjög erfitt upp- dráttar. Árið 1974 hitti ég Marínu, nú- verandi konu mína. Hún reynd- ist mér vel — og við felldum hugi saman. Ég hafði barist fyrir því, að fá að búa utan Sov- étríkjanna. Ég fékk leyfi árið 1976 til þess að flytja til Frakk- lands. Þetta var síður en svo auðveld barátta — sovéska kerf- ið refsar fólki fyrir slíka bar- áttu. Síðan hef ég verið að laga mig að vestrænum háttum — mér líður mun betur nú og ég er frelsinu feginn. Nú er svo komið að ég tek vestræna lifnaðarháttu fram yfir þá sovésku. En árlega fer ég til Sovétríkjanna og heim- sæki vini mína, ættingja og börn. Ég legg mikla áherzlu á góð samskipti við sovésk stjórn- völd. En það er mér mikilvægt, að vera ekki háður sovéskum stjórnvöldum — að geta farið allra minna ferða og notið frels- isins. Ég kunni ekki að meta baráttuaðferðir Korchnois — Sovéski útlaginn Viktor Korchnoi hefur átt í stríði við sovésk stjórnvöld og nýlega fengið fjölskyldu sína úr landi. Ykkur lenti saman í einvíginu í Belgrad. Hvert er þitt viðhorf til Korchnois? „Ég fagna því, að fjölskylda Korchnois hefur fengið að fara úr landi, en ég hef ekki verið sammála gjörðum Viktor Korchnois. Ég er þess fullviss að hann hefði getað náð samkomu- lagi við sovésk stjórnvöld með öðrum hætti. Hvað persónuleg samskipti við Korchnoi snertir þá lít ég ekki á hann sem óvin — fyrir mér er Korchnoi einskisverður og það er kannski enn verra. Ég kunni ekki að meta baráttuaðferðir hans í einvígi okkar í Belgrad — persónulegt stríð hans. Fischer var duttlungafullur, en hann barðist heiðarlega — 100% heið- arlega. Korchnoi beitti þvingun- um, hann ásakaði mig um að svindla á sama tíma, og hann hafði í frammi furðulegustu uppátæki. Það vita allir sem mig þekkja, að ég hef aldrei haft rangt við. ÖIl einvígi Korchnois hafa endað með hneyskli á einn eða annan hátt. Ég tefldi við hann í Sviss fyrir ekki löngu og þá vildi hann sætt- ast við mig. Ég hafnaði boði hans og þá ásakaði hann mig um að vera undirlægja Moskvu- valdsins — að Moskva bannaði mér að vingast við hann. Eins og Moskva hafi eitthvað yfir mér að segja nú. Það er fráleitt." — Þú tapaðir fyrir honum í Sviss. Var það sár ósigur? gær. Þeir tefla fjórar skákir að baki Mynd Mbl. RAX eftir að hafa beitt spánskri byrj- un.“ Styð eindregið framboð Friðriks — Innan skamms verðui gengið til forsetakosninga í Luz- ern í Sviss á þingi FIDE. Hverja telur þú möguleika Friðriks? „Það er erfitt að meta — Flor- enzio Campomanes er skæðui keppinautur. Einvígi þeirra ei svipað og einvígi heimsmeistara og ákoranda. Allir þekkja til heimsmeistarans — hann berst fyrir opnum tjöldum, en áskor- andinn er ávallt óskrifað blað. Svo tel ég vera nú. Ég styð ein- dregið framboð Friðriks Ólafs- sonar.“ — Teflir þú í sovésku sveit- inni á Olympíuskákmótinu í Luzern? „Nei, ég hef ekki fengið boð um það — tefldi ekki heldur á Olympíuskákmótinu á Möltu. Ég tel þetta raunar fyrir bestu. Ég hef rétt til að tefla fyrir Frakk- lands hönd, en vil það ekki að svo stöddu. Það gæti spillt fyrir samskiptum mínum við Sovét- menn. Ef til vill tefli ég næst fyrir Frakklands hönd.“ Fischer varð heimsmeistari á íslandi en glataði sjálfum sér — Nú eru 10 ár síðan þú tap- aðir HM—titlinum til Bobby Fischers. Hvaða tilfinningar berðu til hans nú? Rætt við Boris Spassky, fyrrum heims- meistara í skák, sem nú teflir fjögurra skáka einvígi við Friðrik Ólafsson „Ég mun ávallt meta og virða Bobby Fischer. Hann varð heimsmeistari á íslandi, en glat- aði sjálfum sér. Honum hefur reynst það um megn að snúa aft- ur til skákgyðjunnar. Ef til vill gerði ég honum bjarnargreiða hér á landi — ég gat haldið af landi brott að loknum 2 skákum og haldið titilinum. Ég gerði það ekki — ég gaf honum færi á að ljúka einvíginu en í kjölfar sig- urs síns hefur Bobby Fischer horfið af sjónarsviðinu. Árið 1974 barst sovéska skák- sambandinu bréf, þar sem Bobby Fischer bauð mér að ná fram hefndum. En ég fékk engu að ráða þar um — sovéska skák- sambandið tók málið í sínar hendur og ekkert varð úr einvígi okkar á milli.“ — Síðan hafa einvígi um HM-titilinn verið stormasöm. Hverja telur þú helstu keppi- nauta Anatoly Karpovs? Kasparov er hættulegasti keppinautur Karpovs „Já — skákin varð að víkja fyrir heiftinni í Baguio á Fil- ippseyjum og Meranó í Italíu. Skákin beið hnekki — þeir sem unna skák urðu fyrir vonbrigð- um og sjálfur varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum með þróun mála. Vonandi er tímabil haturs að baki — en þú spyrð um helstu keppinauta Karpovs. Ég tel eng- um vafa undirorpið, að Garry Kasparov hættulegasti keppi- nautur Karpovs. Skákstíll hans minnir um margt á stíl Fischers og Tals — hann er svona mitt á milli þeirra. Hann hefur sókn- dirfsku sína frá Tal og teflir gjarna á ystu nöf. Hitt er svo, að ólíklegt er að stund Kasparovs renni upp nú — líklega er Karp- ov enn of sterkur fyrir hann.“ Var sennilega öflugasti skákmaöur heims á árunum 1964 til 1970 — Átján ára gamall varðstu stórmeistari. Hvernig metur þú styrkleika þinn nú í Ijósi liðinna ára? „Skákin hefur breyst mikið. Ef vel á að vera, þá þurfa menn helst tölvu í herbergið til þess að varðveita upplýsingar um byrj- anir. Meiri keppni er nú í skák- heiminum, en frumlegheitin hafa minnkað. Ég var latur á sínum tíma, en praktískur. Ung- um tókst mér að beisla hæfileika mína og ná miklum styrkleika. Staða mín í skákheiminum var mjög sterk — ég hef sennilega verið öflugasti skákmaður heims á árunum 1964 til 1970. Árið 1971, ári fyrir einvígið hér á landi, var Elobby Fischer líklega orðinn sterkari. En ég held að ég hafi verið betri fram að þeim tíma.“ Ég er ekki kommúnisti — hef aldrei verið kommúnisti — Nú hefur þú búið um nokk- urra ára skeið á Vesturlöndum og hefur fylgst með heimsvið- burðum; innrás landa þinna í Afganistan og afskiptum þeirra af Póllandi. Hvernig horfa þessi mál við þér nú þegar þú ert vest- an megin við járntjaldið? „Þetta er athyglisverð spurn- ing — og erfið. Þessir atburðir þurfa í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Stefna sovéskra stjórn- valda er vel þekkt. Við lifum á öld mikilla harmleikja. Banda- rískir valdhafar eru engir engl- ar. I heiminum eigast við tvö stórveldi — hugmyndakerfi og smáþjóðir líða fyrir það. Ég er ekki kommúnisti — hef aldrei verið kommúnisti. Ég er miklu fremur sovéskur þjóðernissinni. Allir vita að stefna sovéskra stjórnvalda er að útbreiða kommúnisma um allan heim; brjóta þjóðir undir vald sitt. Þjóðernissinnar spyrna við fót- um gegn þessari viðleitni. Samúð mín er meðal þeirra hundruða þúsunda sem þjást.“ Il.Halls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.