Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 31 Frásagnirnar htjóta að hafa verið skrifaður, a.m.k. að miklu leyti. Mætti jafnvel vera, að ýmsar slíkar ritaðar frásagnir hefðu verið til, er efnissöfnun til Landnámu hófst. Ekki verður fullyrt, hvað hefur hrundið söfnuninni af stað, en miðað við Landnámu sjálfa er fræði- mennska aðaltilgangurinn. Sést það m.a. á hinum fjölmörgu landnámslýsingum, sem greina að- eins frá upphafi byggðar á hverjum stað. I formála að hinu mikla ritverki sínu segir höfundur m.a.: „Mjög eru sterk tengsl milli Landnámabókar og landsins. Þekki ég ekkert sagnfræði- rit, sem svo er tengt staðháttum, og má segja að landið sé hluti af Land- námu. Þeir fræðimenn, sem rannsak- að hafa Landnámu fram að þessu, hafa sinnt öðru fremur en staðfræð- inni, þó að ýmsir hafi að henni vikið. Það er von mín, að þessi bók megi nokkru bæta þar úr.“ Sextugsafmæli SEXTUGUR verður á morgun, 6. október, Alexander Stefánsson, al- þingismaður og oddviti í Ólafsvík. Kona hans er Björg Hólmfríður Finnbogadóttir frá Gerðum í Garði. Maríuhöfn — Rétta myndin AÐALMYNDIN sem birtist með greininni um Maríuhöfn í Hval- firði á sunnudagsblaði var týnd þegar til átti að taka í prent- smiðju, og kom þar inn önnur mynd og af allt öðrum stað, sem villir mjög um fyrir mönnum, sem lesa greinina. A þeirri mynd er ekkert af því sem stendur í textan- um að þar sé, hvorki rústirnar merkilegu, sem greinin er um, né annað. Hér birtist myndin, sem Ólafur K. Magnússon tók úr lofti og er tilefni og skýring á öllum texta greinarinnar. Þar er Búða- sandur og fyrir innan hann af- langt lón, sem læna fellur úr til sjávar. Á háflæði var skipunum fieytt inn eftir lænunni og voru þá örugg fyrir sjógangi. Á kambinum sjást búðarústirnar, sem liggja í sveig, sem byrjar rétt ofan við sumarbústaðinn á myndinni og liggur fram hjá hjólhýsinu og upp undir miðja mynd. Liggja húsa- rústirnar þar í röð. í leiðinni hefur Magnús Þork- elsson fornleifafræðingur beðið um að geta þess að verkefnið við uppgröftinn er fjármagnað með styrk frá Þjóðhátíðarsjóði. — E.Pá. „f heljargreipum“ í Háskólabíói ,.f HEUARGREIPUM“ heitir kvikmynd, sem Háskólabíó byrjar að sýna í dag. í myndinni leikur David Jansen eitt aðalhlutverkið og var þetta síðasta myndin, sem hann lék i. Söguþráðurinn er sem hér segir: „Tvenn ung hjón leggja í hættu- lega fjallgöngu. Ævintýri þeirra breytist í martröð þegar snjó- skriða hrífur annan piltinn með sér og setur hin þrjú í sjálfheldu. Næturkuldinn gerir næstum því út af við fjallgöngufólkið og fyrsta björgunartilraunin mistekst hrap- allega. Þrátt fyrir slys og náttúru- hamfarir er björgunarstarfinu haldið áfram og menn berjast upp á líf og dauða. Spennan í kvik- myndinni í heljargreipum fellur aldrei. Myndin hefur hlotið lof í “£PIC. .DAfílNG...nH£ ANDIC£ A MILE HIGH!" bandarískum blöðum, þeirra á meðal Time og Variety," segir í frétt frá bíóinu. Viltu grennast, viltu styrkjast viltu verða brún(n), viltu slappa af? Nú er bara að drífa sig af stað, eins og þú hefur lengi ætlað þér — aðstaðan er í Apolló. • Æfingatæki eru af fullkomnustu gerð • Sólböð eru hreinleg og fljótvirk • Tilsögn er byggð á langri reynslu • í baðherbergjum eru gufubað, vatnsnuddpottur, nudd- belti, nuddkefli, vigt og hárþurrka • Húsakynni eru björt og vistleg • í setustofu er boðið upp á kaffi og svaladrykki Opnunartímar í október. Þú nærð árangri í Apolló. AIMILLO Nl' LÍ|[AA\SK£KT Brautarholti 4, sími 22224. Konur: Þri. 12—21. Fim. 12—21. Lau. 10—15. Sun. 14—18. Karlar: Man. 12—21. Miö. 12—21. Fös. 12—21. Sun. 10—14. Nýju vasamyndavélarnar frá Caiion Snafifuj 50/20 ekki sambærilegar við venjulegar vasamyndavélar Snappy-vasam y nda vélar innar: SnRPPV vasamyndavélarnar nota 35 mm filmu sem skilar ávallt skarp- ari og skýrari Ijósmyndum, heldur en venjuleg vasamyndafilma. SnRPPV vasamyndavélamar eru meö sjálfvirka filmuþræðingu. SIIRPPV vasamyndavélar eru með sjálfvirka filmufærslu áfram og aftur- ábak. SRRPPV vasamyndavélar eru með innbyggt sjálfvirkt flash. SnflPPV vasamyndavélar eru einfaldar og handhægar en nákvæmar. SnflPPV vasamyndavélarnar sjá um allar stillingar fyrir þig svo að þú náir rétta augnablikinu áður en það er orðið um seinan. Lítið inn hjá okkur og skodið Snappy-vélarnar, þá sannfærist þiö um að Snappy er vélin fyrir ykkur. ÚTSÖLUSTAÐIR: Filmuhúsió, Akureyri, Fókus, Reykjavík, Ljósmyndaþjónusta Mats, Reykjavík, Týli, Rcykjavík, Verslun Einars Guðfínnssonar, Bolungarvík, Verslunin Eyjabær, Vestmannaeyjum. EINKAUMBOÐ A ISLANDI. lylÍ Sérverzlun með ljósmyndavörur. Austurstræti 7. Símar: 10966, 26499 Póstsendum JlfoqguiifybiMfe Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.