Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 41

Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 41 fclk í fréttum Ritsafnið Rætur íslenskrar menningar eftir Einar Pálsson. Ritið baksvið Njálu hefur verið endurprentaö. Hægt er nú að fá allt settið á skrifstofu Mímis í Brautarholti 4, sími 10004, kl. 1—5 síödegis. Saman á sviði + Við höfum sagt frá því áður hér á síðunni, að þau Elízabet Taylor og Kichard Burton ætli nú að leika saman á ný í leikriti er ber heitið „Private Lives“ og verður frumsýnt á Broadway í vor. Þau sýndu handriti þessu mikinn áhuga vegna þess hversu mjög það líktist þeirra eigin lífi, og nú hefur höfundurinn, Noel Coward, tilkynnt að hann hafi ómeðvitað skrifað það handa þeim fyrrverandi hjónum. Þau sjást hér á blaðamannafundi er haldinn var í síðustu viku i tilefni sviðssetningarinnar og virðast hin ánægðustu með skipan mála ... Síðbúin brúðargjöf + Karl prins og Díana prinsessa eiga nú von á síðbúinni brúðargjöf, eða þann 26.október næstkomandi, frá hinum víðfræga sellóleikara Mstislav Rostropovich í formi hljómleika. Rostropovich ritaði Karli sem sjálfur dútlar við sellóleik í frí- stundum, og bauðst til að leika á einkahljómleikum, eða opinber- um, í tilefni brúðkaupsins, sem var sem kunnugt er þann 29. júlí 1981 við stórkostlega athöfn. Buckingham-höll tilkynnti síðan í síðastliðinni viku að ágóða af þessum hljómleikum sellóleikarans heimsfræga, er haldnir verða í Barbican-hljómleikahöllinni, verði skipt milli hljómlistarstofnana og verður að nokkru leyti helgað ungum hljómlistarmönnum til að auðvelda þeim að kaupa sér ný og betri hljóðfæri... COSPER — Bara rólegur, þú vinnur hana kannski aftur, þegar við spilum næst. Rauðar rósir drífur að ■ ■ ■ + í tuttugu ár minntLst Joe I)i- maggio fyrrverandi eiginkonu sinn- ar, Marilyn Monroe, með því að senda rauðar rósir á leiði hennar þrisvar í viku. Blómasalinn segir nú að Dimaggio hafi lagt niður þessa venju sína, en annar maður hafí hins vegar tekið við. Sá maður segist hafa verið kvæntur henni í eina viku árið 1952 og heitir Robert Slatzer. Hann hefur nú undirritað samn- ing við blómasalann um send- ingu blómanna annan hvern dag. Slatzer heldur því fram, að samstarfsmenn Marilyn í Holly- wood hafi þvingað hana til að skilja við hann er þau höfðu ein- ungis verið gift í eina viku, en þau hafi allt að dauða hennar verið mjög nánir vinir. Hann er höfundur nokkurra bóka, meðal annarra einnar sem ber nafnið „Einkennilegt líf og dauði Mari- lyn Monroe" ... Dimaggio var hins vegar ann- ar þriggja eiginmanna Marilyn og talinn vera hennar eina sanna ást af mörgum er með fylgdust. Marilyn Monroe lést af of stór- um lyfjaskammti 5. ágúst 1962 og skömmu síðar fór rauðar rósir að drífa að legsteini hennar og hefur það greinilega engan enda tekið þrátt fyrir árin tuttugu ... Besta heimilishjálpin fullkomin uppþvottavél frá Bauknecht 5 þvottakerfi þvær eftir 12manna boröhald Úr ryðfríu stáli aó innan Hæð 85,0 cm breidd 59,5 cm dýpt 60,0 cm Greiðsluskilmálar eða staðgreiðslu- afsláttur KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 Utsölustaðir DOMUS, LIVERPOOL og kaupfélögin um land allt 50.493 mín. löng dagskrá eöa — ef þú heldur vilt — 10 ára birgöir af laugardagsmyndum. Yfir500 titlar. Fyrir VHS, BETA og 2000. Opiö frá kl. 12.00 -21.00 virka daga. 12.00 — 18.00 laugardaga. Lokaö á sunnudögum. 03 VIDEOMIÐSTÖÐIN Laugavegi 27 — Sími 14415.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.