Morgunblaðið - 05.10.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 05.10.1982, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 íiefc/nAíífi ást er... ... ad hugsa um litla skrattann sinn. TM Raa U.S Pat Off -all rigWs reserver) • 1982 Los Angetes Times Syndicate Þið látið alltof mikið með þennan hund ykkar. Með morgrmkaffinu Eru þetta einu mótorhjólin sem þið hafið hér? HÖGNI HREKKVÍSI aLEGSEnJ EKKI ÖHDin...é<5 X AP TA-PA Seðlabanki íslands: Svar við fyrirspurn Hrafns Bachmanns Velvakanda hefur borist svar Seðlahanka Islands við fyrirspurn Hrafns Bachmanns hér í þættin- um hinn 30. sept.: „Nokkuð ber á því, að misskiln- ings vilji gæta meðal almennings um reglur skattalaga varðandi skattlagningu sparifjár, þ.m.t. spariskírteina ríkissjóðs. Fyrirspurn Hrafns Bachmann, kaupmanns í Kjötmiðstöðinni, i Velvakanda hinn 30. september sl. gefur tilefni til að vekja athygli hans og annarra á ákvæðum nú- gildandi iaga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/ 1981 (áður nr. 40/1978, varðandi skattalega meðferð vaxta og verðbótatekna, en orðalag áminnstrar auglýs- ingar bankans um skattfrelsi þeirra tekna er sótt í nefnd lög. I þessu sambandi er rétt að taka orðrétt nokkur ákvæði laga 75/ 1981, sem fjalla um þetta efni: „Frádrátlur manna frá tekjum utan atvinnurekstrar 30. gr. Frá tekjum manna skv. II kafla laga þessara, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, má draga: B 1. Vaxtatekjur afföll og gengis- hagnaður skv. 8. gr. enda séu tekjur þessar ekki tengdar at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Skattskyldar eignir 74 gr. 5. Skuldabréf og önnur slík verð- bréf skal telja til eignar á nafn- verði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuð- stól. Séu hlutabréf eða önnur verðbréf skráð á opinberu kaupþingi skal telja þau til eignar á kaupþingsverði síðasta kaupþingsdags fyrir lok reikn- ingsárs. 78 gr. Heimilt er mönnum að draga frá eignum sínum, sbr. 73. gr., inn- stæður sínar í bönkum, sparisjóð- um og innlánsdeildum samvinnu- félaga, svo og verðbréf, sem hlið- stæðar reglur gilda um samkvæmt sérlögum, að því marki sem inn- stæður þessar og verðbréf eru um- fram skuldir, enda séu eignir þess- ar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi." Af ofangreindu leiðir m.a., að við skattlagningu vaxta- og verð- bótatekna eru allar vaxta og verð- bótatekjur manna af kröfum eða inneignum, þ.á m. af sparifé í bönkum og sparisjóðum og spari- skírteinum ríkissjóðs, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi þeirra, frá- dráttarbærar að fullu við ákvörð- un tekjuskattstofns. í þessu felst, að ekki kemur í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- eða verð- bótatekjum af sparifé manna utan atvinnurekstrar, en hér er um all- verulega rýmkun á skattfrelsi þessara tekna að ræða frá því sem var samkvæmt eldri skattalögum. Hins vegar eru tekjur þessar ávallt framtalsskyldar þrátt fyrir skattfrelsið. Að því marki sem vaxtagjöld eru frádráttarbær við álagningu tekjuskatts skerða vaxta- og verð- bótatekjur af sparifé manna utan atvinnurekstrar (þ.m.t. spariskír- teini ríkissjóðs) ekki þann vaxta- frádrátt á nokkurn hátt. Skattfrjálsar vaxtatekjur (þ.á m. vaxtatekur af sparifé) samkvæmt núgildandi almanna- fpyKK'ngalögum hafa ekki áhrif til skerðingar á tekjutryggingu al- mannatrygginga. Jón fá l’álmholti skifar: „Mig langar að koma á fram- færi þökkum til Helgá Péturs- sonar fréttamanns fyrir erindi hans í útvarpi sl. laugardags- kvöld, 2. október, um málefni Ríkisútvarpsins. Það var sérleg- ur fengur að þessu erindi vegna reynslu höfundarins af svo- nefndu frjálsu útvarpi í Ameríku, þar sem frelsið snýst helst um vöruviðskipti og val milli hinna ýmsu sorta. Erindi Helga leiddi áhuga minn að öðru menningarfyrir- tæki hér, sem ekki síður en út- varpið hefur goldið fjármála- stefnunnar í menningarmálun- um. Þar á ég við Menningarsjóð. Það, sem við vanalega köllum menningu, skiptist í tvo megin- þætti, varðveislu og sköpun. Menningarsjóður ætti með réttu að vera svo öflugur, að hann gæti verið forystuafl á báðum þessum sviðum. Staðreynd er, að allstór hluti íslenskrar bókaútgáfu er rekinn með næsta líkum hætti og myndbandaleigurnar eða frjálsu útvörpin. Einstaklingar reka fyrirtækin í gróðaskyni og hagn- Við ákvörðun á eignarskatti manna ber að telja sparifé, þ.m.t. spariskírteini ríkissjóðs, til eign- ar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna er heimilt að draga þær aftur frá eignum að því marki sem þær eru umfram skuld- ir. Um skattskyldu eða skattfrelsi spariskírteina, svo og vaxta- og verðbótatekna af þeim, hjá mönnum, þar sem eignir þessar eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna og tekjur af þeim á sama hátt tengd- ar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna, gilda önnur ákvæði laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sem ekki er efni á að fara út í á þessum vettvangi. Framangreind túlkun á ákvæð- um laga 75/1981 er byggð á fréttatilkynningu fjármálaráðu- neytisins um skattalega meðferð sparifjár frá 30. maí 1980. Seðlabanki íslands. Jón frá Pálmholti ast helst á að flytja inn ódýrt drasl, stundum án þess að hafa útgáfuleyfi eða greiða höfund- arlaun, oghafa hrúgað þessu á markaðinn, meðan íslenskir höf- undar hafa unnið næstum kaup- laust margir hverjir eða bitist um smákökur. Við höfum átt því láni að fagna að eiga nokkra merkilega menn, sem hafa af menningar- áhuga tekið að sér það hlutverk, sem Menningarsjóður hefði átt að rækja. Má þar nefna fyrstan Ragnar í Smára, en einnig Krist- in E. Andrésson, og nú síðast Sigurjón í Letri, og eflaust fleiri, t.d. þá sem gáfu út tímaritið Birting hér á árunum eða Lyst- ræningjann. Fátæklegra væri hér nú án þessara manna og framhaldið ótryggt, nema eitthvað verði gert. Þeir, sem vilja veg íslenskrar menningar sem mestan, ættu að stuðla að eflingu Menningarsjóðs og vera samtaka um að hefja hann úr niðurlægingu sinni.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fbstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þeir sem vilja veg íslenskrar menningar sem mestan ættu að stuðla að eflingu Menningarsjóðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.