Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
45
Greinar mínar byggðar á
því sem ég sá og skynjaði
Jón Birgir Pétursson skrifar:
„Velvakandi góður.
Þegar ég var að lesa mig gegn-
um blaðið þitt snemma á laugar-
dagsmorguninn kom nafnið mitt
skyndilega fljúgandi á móti mér
efst af síðu 36. Skyndilega var ég
orðinn einhver aðili að því að „lofa
að prísa kínverska einræðið". Ein-
hver steinrunninn launvígamaður
frá tímum kalda stríðsins, sem
kallar sig S.J. sendir mér þarna
tóninn og vegur að blaðamanns-
heiðri mínum. Tel ég rétt að svara
manni þessum nokkrum orðum og
bið því fyrir nokkra dálksenti-
metra til viðbótar um kínversk
málefni. „Ritdóm" sinn skrifar
S.J. reyndar þann 2. september,
þrem vikum áður en fyrsta grein
mín birtist, svo ljóst er að hér á ég
ekki aðeins við huldumann að etja,
heldur mann sem er svo sannar-
lega forvitri.
Strax í byrjun greinar sinnar
hefjast dylgjur um að ég muni
e.t.v. hafa skrifað grein mína án
þess að fara nokkru sinni til Kína,
greinarhöfundur segir að ég sé
„sagður hafa ferðast þangað aust-
ur ...“. Síðar virðist hann þó hall-
ast að því að ég hafi í rauninni
komið til Kína og er það vel.
Staðreyndir S.J. um Kina eru
fátæklegar. Sem sé meira en ald-
arfjórðungs gömul sendibréf frá
íslenskum, óánægðum námsmanni
í Kína, breskum blaðamanni, sem
ég þekki ekki (skrifaði hann e.t.v.
furðugreinar um þorskastríð
okkar við Breta?), — og til að kór-
óna allt, Heimsmetabók Guinness!
S.J. virðist ekkert vita um þá
ánægjulegu þíðu sem orðið hefur á
samskiptum við Kína á undan-
förnum árum, né heldur þær
breytingar til batnaðar, sem orðið
hafa í landinu. Hallast hann helst
að því að ég vilji að tekið verði upp
kínverskt fyrirkomulag á stjórn-
arháttum hér á landi. Kannski er
það misskilningur minn, a.m.k.
vona ég það, enda aldrei verið
bendlaður við einræði eða komm-
únistastjórnir.
Örn skrifar:
„Velvakandi.
Vopniaust smáríki eins og Is-
land á að ástunda góða sambúð við
allar þjóðir. Eitt sinn var í gildi
lagaákvæði hérlendis, sem bann-
aði móðgandi ummæli í fjölmiðl-
um um erlenda þjóðhöfðingja. Það
var viturlegt ákvæði og ætti að
setja að nýju. Við eigum ekki að
Jón Birgir Pétursson
Eftir að kalda stríðinu lauk,
virðist S.J. hafa hætt að lesa.
Hann er fastur í þessu leiðinda-
timabili og dæmir allt út frá því
sem honum var sagt að væri rétt
þá, en forðast að rýna í greinar
sem leitast við að segja sannleika
dagsins í dag. Margir vestrænir
greinarhöfundar skrifa lofsam-
lega um það sem gerst hefur í lífi
kínverskrar alþýðu á síðari árum.
Svo eru það aðrir sem ferðast að
því er virðist eingöngu til þess að
skoða sora mannlífsins, dökku
hliðarnar, hvort heldur það er í
Kina, eða hér á Islandi. Þetta vit-
um við mæta vel, eða var Breið-
holtshverfið okkar ekki stimplað
sem Sódóma og Gómorra vorra
tima í virtasta blaði Svíþjóðar í
fyrra?
láta teyma okkur út í áróðursstríð
stórvelda.
Það er sérleg árátta íslendinga
að tala um heimsmálin eins og við
séum sjálfir stórveldi. Þetta kem-
ur berlega fram í ræðum íslenzkra
fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, nú síðast ræðu Ólafs Jó-
hannessonar utanríkisráðherra.
Hann réðst á iðnríki fyrir hernað
og atvinnuleysi og kostaði hnútum
í allar áttir. Það er hlálegt, þegar
þess er gætt, að hjá okkur logar
allt í verkföllum og innanlandserj-
um, en atvinnuleysi hefir í mörg
ár verið bægt frá með lánum frá
sömu þjóðum og Ólafur var að
skamma. Hvað halda þessir póli-
tísku dvergar að þeir séu? Eigum
við ekki sjálfir að reyna að halda
friðinn — og halda kafti?"
En víkjum að spurningunni i
fyrirsögn umræddrar greinar.
Viðmælendur vel ég mér yfirleitt
sjálfur, enda frægur fyrir annað
en að vera leiðitamur blaðamaður.
Hitt er svo annað mál, að velflest-
ir blaðamenn setja sig í samband
við blaðafulltrúadeildir viðkom-
andi utanríkisráðuneyta. Naut ég
sérlega góðrar fyrirgreiðslu ráðu-
neytisins og hef ekki minnstu
ástæðu til að ætla að starfsmenn
þar hafi reynt að blekkja mig í
einu eða neinu. Bað ég um viðtal
við „dæmigerða kínverska fjöl-
skyldu“. í blokkum í nágrenni
Chen-fjölskyldunnar, sem ég
ræddi við, sá ég nýrri blokkar-
byggingar og mun fallegri en þá
sem ég var leiddur inn í. Eflaust
hefði ráðuneytið getað fundið
eitthvert lúxusheimili á þeirra
mælikvarða, því þau munu vera til
í Kína eins og víðar, en það var nú
ekki. Að öðru leyti voru greinar
mínar byggðar á því sem ég sá og
skynjaði, með því fororði að eftir 2
vikna dvöl í landi viti maður harla
lítið en geti miðlað af því sem
gests augað sjái.
Staðreyndin er sú að í Kína var
ég fullkomlega frjáls að því að
skoða nákvæmlega það sem ég
óskaði eftir sjálfur. Það sama gilti
auðvitað um ferðafélaga mína líka
og fórum við vítt og breitt um í
skoðunarferðir. Eflaust kemur
þetta S.J. undarlega fyrir sjónir.
Hann vill að sannleikurinn sé ann-
ar.
Frásagnir kínverskra flótta-
manna eru ljótar segir S.J. Nú
flytja fjölmargir burtu frá íslandi
til annarra landa, frjálsir að því
að fara, en eiga að skilja eignir
sínar eftir hér á landi. Líklega
bera þeir stjórnarfari hér ekki
góða sögu, úr því þeir telja sig
verða að flytjast á brott? Og
Pótemkíntjöldin eru víðar en í
Kína. Heyrði ég ekki rétt í útvarp-
inu núna í kvöld að íslendingar
auglýstu helgarferðir til Reykja-
víkur þar sem Svíar ættu að
skemmta sér í hinu alþjóðlega um-
hverfi erlenda auðjöfra í Broad-
way eða Hollywood?
Eg get ekki séð að Morgunblaðið
sýni einum eða neinum móðgun
með því að leyfa blaðamönnum og
öðrum að skrifa greinar um er-
lendar þjóðir, sem við höfum
kynnst of lítið af eigin raun. Þvert
á móti sýnir blaðið mikla víðsýni
með birtingu slíkra greina. í
greinum mínum get ég ekki merkt
neitt sem heitir oflof. Þær eru rit-
aðar með það eitt í huga að segja
frá Kína nútímans, ekki gærdags-
ins.
Vona ég svo að íslendingar beri
gæfu til að eiga góð viðskipti við
Kínverja í framtíðinni. Þeir eru
stórþjóð, sem án efa mun eiga
viðskipti við okkur, þrátt fyrir
mikla fjarlægð milli þjóðanna.
Vona ég að þau viðskipti verði
ekki aðeins á sviði sölu á afurðum
þjóðanna, heldur og menningar-
legs eðlis. Slík samskipti við hinar
ýmsu þjóðir stuöla að friði í heimi
hér. Skrif eins og þau sem huldu-
maðurinn S.J. lét frá sér fara til-
heyra ekki nútíma samskiptum
manna á meðal."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Fólkið á bænum skammaði hvert annað.
Rétt væri: Fólkið ... skammaði hvað annað.
Oft er sagt sem svo: Þetta svarar til annars.
Ýmsum þykir það óþarflega dönskulegt.
Góð íslenska væri: Þetta samsvarar öðru.
Eigum við ekki sjálfir að
reyna að halda friðinn?
Notadir lyftarar
í miklu úrvali
2. t. raf/m. snúningi
2.5 t raf
1.51 pakkhúslyftarar
2.5 t dísii
3.21 dísil
4.31 dísil
5.01 disil m/húsi
6.01 dísil m/húsi
M
K. JÓNSSON & CO. HF.
Vitastíg 3
Simi 91-26455
STJORNUNARFIUEflSlA
LaiObeinendur:
TÖLVUR OG NOTKUNAR-
MÖGULEIKAR ÞEIRRA
Tilgangur námskeiðsins er að gela stjórnendum fyrir-
tækja yfirlit yfir helstu hugtök á aviöi tölvutækni og kerf-
iafræöi og yfirfara forsendur fyrir ákvaröanatöku um
notkun tölva viö rekstur.
Gerö veröur grein fyrir grundvallarhug-
tökum í tölvufræðum og lýst helstu
tækjum og skýrö hugtök tengd þeim.
Fjallað veröur um hugbúnaö tölva og
hvernig byggja má upp tölvukerfi. Aöal-
áhersla veröur síöan lögö á að kynna
hvernig mæta má upplýsingaþörf
stjórnenda og leysa vandamál innan
fyrirtækja meö notkun tölva. í lok nám-
skeiðsins veröur gerö grein fyrir fram-
tíöarþróun á sviöi tölvutækni.
Námskeiöiö er ætlað framkvæmda-
stjórum og öörum stjórnendum í fyrir-
tækjum sem taka þátt í ákvörðunum
um tölvur og notkun þeirra innan fyrir-
tækja.
Hjörtur Hjartar,
rekstrarhag-
frasöingur
Staður:
Ármúli 36, 3. hæö (gengiö inn
frá Selmúla).
Tími:
18,—20. okt. kl. 14—18.
BOKFÆRSLA
Dr. Jóhann Malm-
quist, tölvu-
fræöingur
Lmöbainandi:
Tilgangur námskeiösíns er aö stuöla aö því aö þátttak-
endur geti fært almennt bókhald eftir námskeiöiö og hafi
nokkra innsýn í gerö rekstraryfirlits og ársuppgjörs.
Efni:
Á námskeiöinu veröur farlö yflr megin-
reglur tvíhliða bókhalds meö færslum í
sjóöbók, dagbók, viöskiptamannabæk-
ur og aðalbækur. Fariö veröur yfir gerö
rekstraryfirlita og uppgjörs smárra fyrir-
tækja.
Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim sem
hafa litla eöa enga bókhaldsmenntun.
Námskeiðið ætti aö geta komiö að
góöu gagni fyrir þá sem stunda eöa
hafa í hyggju aö stunda einhvers konar
rekstur og þá sem hug hafa á skrif-
stofustörfum í framtíöinni.
ÞorvaMur Ingi
Jónsson viðskipta-
frasóingur
Staður:
Síðumúli 23, 3. hæð.
Tími:
15. okt.: kl. 13—18
16. okt.: kl. 08:30—13
18. okt.: kl. 13—18
19. okt.: kl. 13—18
Ath.:
Fræöslusjóöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur
greiöir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu
námskeiði og skal sækja um þaö á skrifstofu VR.
Þátttaka tilkynnist til stjórnunarfélagsins í síma
82930.
STJQRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS
SIÐUMULA 23 SÍMI 82930