Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
47
Aðförin að sjálfseignarstofnunum:
„Ríkið hefur engan fulltrúa
í stjórnum þessara stofnana“
— segir í yfirlýsingu Félagsmálaráðuneytisins
Morgunblaöinu hefur borizt eftirfar-
andi yfirlýsing frá félagsmálaráöuneyt-
inu:
í tilefni tveggja blaðagreina sem
birst hafa í Morgunblaðinu þ. 1. og3.
október sl. varðandi þrjár stofnanir
fyrir þroskahefta vill félags-
málaráðuneytið taka fram eftirfar-
andi.
Stefnt er að því að þrjár sólar-
hringsstofnanir fyrir þroskahefta
verði færðar af svonefndu dag-
gjaldakerfi yfir á fastar fjárveit-
ingar.
Stofnanir þær, sem um ræðir eru
þessar: Skálatún í Mosfellssveit, Sól-
heimar í Grímsnesi og Sólborg Ak-
ureyri.
Rekstur þessara stofnana hefur
hingað til að fullu verið fjármagnað-
ur með daggjöldum úr ríkissjóði,
sem eru greidd út frá Trygginga-
stofnun ríkisins til viðkomandi
stofnunar. Daggjaldanefnd sjúkra-
húsa fjallaði um upphæð daggjalda
þangað til lög nr. 47/1979 um aðstoð
við þroskahefta tóku gildi þ. 1. janú-
ar 1980.
Samkvæmt 22. gr. þeirra laga
skulu daggjöld ákveðin fyrir stofn-
anir, sem ekki eru í eigu hins opin-
bera af stjórnarnefnd um málefni
þroskaheftra sbr. gr. 3 sömu laga.
Samkvæmt þessari grein hefur
stjórnarnefnd um málefni þroska-
heftra fjallað um daggjöldin á 2ja og
3ja mánaða fresti og hefur starfs-
maður daggjaldanefndar unnið að
útreikningi þeirra.
Eins og fyrr er getið er rekstrar-
kostnaður greiddur að fullu og öllu úr
rikissjóði í formi daggjalda til fyrr-
nefndra stofnana.
Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur
ríkið engan fulltrúa í stjórnum þess-
ara stofnana né önnur tök á að fylgj-
ast með innri stjórnun þeirra og
rekstri, eins og nú er háttað.
Stjórnir stofnananna ráða starfs-
fólk og ákveða laun þeirra. Markmið
og hlutverk þessara stofnana eru
engan veginn skýr og afdráttarlaus,
þar sem skipulagsskrár þeirra eru
áratuga gamlar. Sólarhringsstofn-
anir þær sem hér um ræðir hafa
gegnt mikilvægu hlutverki meðan
engin önnur úrræði voru til varðandi
þjónustu við þroskahefta. Vafalaust
verður svo enn næstu ár. Hins vegar
er óhjákvæmilegt að endurskoða
hlutverk þeirra og markmið og sam-
ræma þau þeirri þróun, sem nú á sér
stað í kjölfar laga um aðstoð við
þroskahefta. Þar sem félagsmála-
ráðuneytið fer með yfirstjórn mál-
efna þroskaheftra samkvæmt lögun-
um um aðstoð við þroskahefta taldi
ráðuneytið eðlilegt að fram færi at-
hugun á mögulegum rekstrarbreyt-
ingum sólarhringsstofnana fyrir
þroskahefta og sama rekstrarform
yrði viðhaft þar og gildir um aðrar
þær stofnanir, sem ráðuneytið er að
koma á fót í samræmi við lögin s.s.
sambýli, vinnustaði, meðferðarheim-
ili, leiktækjasöfn o.s.frv. Þetta er í
meginatriðum ástæðan fyrir því að
hinn 20. janúar sl. skipaði félags-
málaráðherra nefnd til að endur-
skoða rekstur og skipulag nokkurra
sólarhringsstofnana með það fyrir
augum að kanna m.a. hvort æskilegt
væri að færa þær stofnanir sem
reknar væru á daggjöldum yfir á
fastar fjárveitingar.
I nefndinni áttu sæti: Þórður Ingvi
Guðmundsson fulltrúi í félagsmála-
ráðuneyti, formaður, Davíð A.
Gunnarsson forstjóri ríkisspítal-
anna, Edda Hermannsdóttir fulltrúi
í fjárlaga- og hagsýslustofnun, Egg-
ert Jóhannesson formaður Lands-
samtakanna Þroskahjálpar og Ingi-
mar Sigurðsson deildarlögfræðingur
i heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu.
Meðal þeirra stofnana sem nefnd-
in skyldi skoða voru m.a. Sólheimar í
Grímsnesi, Tjaldanes í Mosfellssveit,
Sólborg á Akureyri, Skálatún í Mos-
fellssveit og Kópavogshælið.
Nefndin hélt allmarga fundi, þar á
meðal fundi með forráðamönnum
Solheima, Sólborgar, Tjaldaness,
Skálatúns og Kópavogshælis.
Nefndin lauk störfum í lok júlí sl.
og skilaði félagsmálaráðherra grein-
argerð sinni. Nefndin gerði ítarlegar
tillögur og var það einróma niður-
staða hennar að frá og með næstu
áramótum yrðu Sólborg á Akureyri,
Skálatún í Mosfellssveit og Sólheim-
ar í Grímsnesi færð af kerfi dag-
gjalda yfir á kerfi fastra fjárveit-
inga. Ennfremur var sú tillaga gerð
að frá og með næstu áramótum yrði
öllu starfsfólki áðurnefndra stofn-
ana greidd laun á vegum launadeild-
ar fjármálaráðuneytis.
Nefndin gerði sömu tillögur til
heilbrigðisráðherra hvað varðar
Tjaldanesheimilið og hefur heil-
brigðisráðuneytið unnið að fram-
kvæmd tillagnanna hvað þá stofnun
varðar.
Rekstur Kópavogshælisins hefur
um nokkurt skeið verið fjármagnað-
ur með rekstrarframlagi samkvæmt
fjárlögum. Nefndin komst að þeirri
niðurstöðu varðandi Kópavogshælið
að rekstrarkostnaður þess hefði á
árunum 1978—1981 hækkað hlut-
fallslega minna en á þeim stofnun-
um sem hér hafa verið til umræðu.
Tillögur þessar voru til umfjöllun-
ar í félagsmálaráðuneytinu og í
framhaldi af þeirri umfjöllun var
forráðamönnum Sólheima, Sólborg-
ar og Skálatúns gerð grein fyrir
helstu niðurstöðum nefndarinnar og
afstöðu ráðuneytisins með bréfi 20.
ágúst sl.
Hinn 24. september sl. var síðan
haldinn fundur með forráðamönnum
Skálatúns, Sólborgar og Sólheima.
Þann fund sátu auk fulltrúa frá fé-
lagsmálaráðuneyti fulltrúar frá
fjármálaráðuneyti. Á þeim fundi
komu ekki fram athugasemdir eða
mótmæli í þeim dúr að með þeim
breytingum sem hér um ræðir, væri
verið að leggja sjálfseignarstofnanir
undir ríkið eða svipta þær sjálfræði
og sjálfsstjórn.
Stjórnarnefnd um málefni þroska-
heftra hefur einnig fjallað um mál
þetta og lýst fullu samþykki sínu
enda telur hún að margnefnd breyt-
ing „gæti orðið til mikilla bóta varð-
andi rekstur þessara stofnana."
I blaðaskrifum hefur komið fram
sú skoðun að með því að færa launa-
greiðslur frá skrifstofum Sólborgar,
Skálatúns og Sólheima til launa-
deildar sé ríkisvaldið einhliða að
breyta ráðningarkjörum viðkomandi
starfsmanna. I þessu sambandi þyk-
ir rétt að undirstrika enn það sem
áður er fram komið, að hið opinbera
hefur að fullu og öllu staðið undir
rekstri áðurnefndra stofnana þ.á m.
launum sem eru um 70—80% af
rekstrarkostnaði. Eftir því sem best
er vitað taka starfsmenn laun sam-
kvæmt samningum og ættu því ekki
að verða breytingar þar á hvar svo
sem útborgun launa fer fram.
Einnig hefur komið fram, að sú
ákvörðun að færa stofnanir af einu
fjármögnunarkerfi yfir á annað, í
þessu tilviki af daggjöldum yfir á
kerfi fastra fjárveitinga, gangi í
berhögg við lög.
Ákvörðun um breytingar á fyrir-
komulagi greiðslu rekstrarkostnaðar
stofnana felst að sjálfsögðu í sam-
þykki Alþingis á rekstrarframlagi
samkvæmt fjárlögum til þar nafn-
greindra stofnana. Hér er því um
það að ræða að tillaga verður gerð
um það í fjárlagafrumvarpi fyrir
1983 að Sólheimar, Skálatún og Sól-
borg fái framvegis fastar fjárveit-
ingar til reksturs.
Alþingi tekur síðan endanlega
ákvörðun í málinu.
Hliðstæðar breytingar hafa verið
gerðar á rekstrarfyrirkomulagi rík-
isspítalanna með ágætum árangri að
því er best verður séð.
Hvað varðar umræður um þátt
sveitarfélaga í rekstri sjúkrahúsa og
annarra þátta heilbrigðisþjónust-
unnar vill ráðuneytið upplýsa, að á
þess vegum fer nú fram endurskoðun
á verkaskiptingu ríkis- og sveitarfé-
laga þar sem þessi mál eru m.a. til
umfjöllunar. Ráðuneytið gerir sér
vonir um að niðurstöður og tillögur
um þau mál liggi fyrir hið fyrsta.
Á því er mikil nauðsyn að friður
og eindrægni ríki um þær stofnanir
sem hér hafa verið til umræðu og hið
mikilvæga starf sem þar er unnið.
Það er von ráðuneytisins að þær
upplýsingar sem hér hafa verið rakt-
ar megi verða til þess að eyða tor-
tryggni og misskilningi.
Félagsmálaráðuneytinu,
4. október 1982.
Jolly er bólstraö í krómsútaö nautaleður og meö formsteypta
gúmmípúöa í sætum. Horn 283x228: Óseld eru: Brúnt, svart,
naturgrænt. 3+2+1 sófasett, óseld eru: Rautt, grænt. 3+1+1
sófasett, óseld eru: Tan, rautt.
Við skulum ekki vera í neinum vafa um þaö
að hvergi er hægt að gera betri kaup
í leðursófasettum í dag.
Síðasta
sendingin
af Jolly leðursófasettum
sem við fáum á þessu ári
er nú nær uppseld.
3ja ára ábyrgð.
PÚ ÞARFT ÉKKI AÐ FARA ANNAÐ
HÚSGACNAHÖLLIN
BlLDSHÖFOA 20 * 110 REYKJAVlK » 91-S1199 og 01410
L\i\ l)S hlOXI ST.A
okkar pakkar og sendir
hvert á land sem er.
I sima 91-81410 færðu
upplysingar um verð,
gæði og afborgunarkjör.
J