Morgunblaðið - 05.10.1982, Síða 48
.A^glýsinga-
síminn er 2 24 80
jKgjpUltflIftftÍfr
^skriftar-
síminn er 830 33
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1982
^ LjÓ8mynd Mbl. (iunnar Berg.
Askriftarkort með afslætti á Akureyri!
Mikið húllumhæ var á Akureyri í gærdag, þegar leikhúsfólk frá Leikfélagi Akureyrar fór um götur bæjarins og bauð
áskriftarkort með 10% afslætti.
Riðuveiki hefiir fundist á
20 nýjum bæjum á
Leitað á
sex ára
telpu
MAÐIIK lcitaði á sex ára gamla
telpu á Miklatúni á laugardag. Hann
bauð tveimur telpum fé og mun hafa
haft í frammi ósiðlegt athæfi gagn-
vart annarri þeirra. Mál þetta var
kært til Kannsóknarlögreglu ríkisins
og er unnið að rannsókn á grund-
velli upplýsinga, sem liggja fyrir.
Skömmu áður en maðurinn leit-
aði á telpurnar á Miklatúni, var
telpum á öðrum stað í Reykjavík
boðið fé ef þær vildu þýðast mann.
I byrjun september hafði maður í
frammi ósiðlegt athæfi gagnvart
konu á Miklatúni. Ástæða er til að
vara stúlkur við ókunnugum
mönnum, sem bjóða fé fyrir við-
vik. RLR biður fólk að gera við-
vart um menn, sem þykja sýna af
sér óeðlilega framkomu.
Kattavinafélagið:
Mótmæla
sýningum
á Tomma
og Jenna
KATTAVINAFÉLAGIÐ hefur nú
ákveðið að mótmæla sýningum
sjónvarpsins á þáttunum um
Tomma og Jenna. Er ákvörðunin
tekin vegna þess að félagið telur,
að í þáttunum sé gefin röng mynd
af eðli kattarins og að þátturinn
geti haft þau áhrif á börn, að þau
meðhöndli ketti á svipaðan hátt
og farið er með Tomma í þáttun-
um.
Vegna þessa ræddi Morgun-
blaðið við Svanlaugu Löve,
formann Kattavinafélagsins, og
sagði hún meðal annars: „Okkur
finnst, að í þessum þáttum sé
sýnt svo mikið af ofbeldi og það
er ljóst að þættirnir hafa
óæskileg áhrif á börn og með-
ferð þeirra á köttum. Að vísu er
ekki kunnugt um dæmi þess, en
maður veit að sjónvarpið hefur
afskaplega sterk áhrif á börn.
Mér finnst ósmekklegt að sýna
þessa þætti aftur og aftur.
Þetta getur orðið til þess að
börn haldi að kettir þoli jafn
illa meðferð og Tommi hlýtur í
þáttunum og meðhöndli þá því
á svipaðan hátt. Þetta er ekki
til þess að vekja samúð með
kettinum, hann er alls ekki
grimmt dýr. í þáttunum er
hann sýndur mjög ofbeldis-
hneigður, sem hann er ekki.
Þorsteinn Erlingsson sagði
meðal annars um köttinn:
„Kötturinn veitist aldrei að1
neinum að fyrra bragði og
mætti margur maðurinn taka
hann í því efni sér til fyrir-
myndar."
Við vinnum að dýravernd og
óskum þess auðvitað að fjöl-
miðlar styðji okkur í þeirri bar-
áttu, en vinni ekki á móti
okkur.“
RIÐDVEIKI hefur fundizt á 20 nýj-
um fjárbúum það sem af er þessu
ári og breiðist ört út á svæðum þar
sem hún hefur náð að hreiðra um
sig. Af þessum 20 jörðum, eru 8 í
hreppum, sem hún hefur ekki fund-
izt í áður, að sögn Sigurðar Sigurð-
arson, dýralæknis hjá Sauðfjár-
sjúkdómanefnd.
Sigurður segir í viðtalinu, að
aðalriðusvæðin séu mið-Norður-
VÖRUMARKAÐURINN Ljónið á
ísafirði var seldur Kaupfélagi ís-
firðinga sl. laugardag. Kaupverð
hússins var 9 milljónir króna og
kaupverð vörulagers og tækja um
4—5 milljónir króna, þannig að
heildarkaupverð er 13—14 milljón-
ir króna. Ekki fengust upplýsingar
um veltu fyrirtækisins, þrátt fyrir
óskir þar um.
Framkvæmdastjóri Ljónsins,
Heiðar Sigurðsson, tjáði frétta-
ritara blaðsins, að viðunandi
samningar hefðu náðzt og fengju
eigendur greiddar um 7—9 millj-
ónir króna á árinu. Auk þess fá
þeir aðgang að hluta af efri hæð
hússins í sex mánuði, þar sem
nytt fyrirtæki í eigu hans og Ein-
ars Árnasonar hæfi verzlunar-
rekstur með húsgögn nk.
fimmtudag. Samningar náðust
land og Austurland, en sum hér-
uð hafi hingað til svo til alveg
sloppið við veikina. Sigurður
sagði, að riðuveiki væri versti
sauðfjársjúkdómurinn, sem herj-
aði hér á landi, fyrst og fremst
vegns þess hve smitefnið væri
iífseigt, meðgöngutíminn langur,
sjúkdómurinn langvinnur og
kvalafullur, tjónið mikið og að
Vörumarkaóur Ljónsins á ísafiröi.
hins vegar ekki um hljómtækja-
sölu í þeim húsakynnum og verð-
ur slík verzlun opnuð síðar í
mánuðinum í húsakynnum
Ljónsins við Silfurtorg, en hún
verður einnig í eigu þeirra Heið-
ars og Einars.
engin læknislyf væru til né próf
til að finna veikina. Það kom
ennfremur fram hjá Sigurði, að
niðurskurði hefði verið beitt til
að halda veikinni í skefjum á
ósýktum svæðum og virtist það
gefa góða raun.
í haust væri fyrirskipaður
niðurskurður á fjárstofni á ein-
um bæ, en margir bændur hefðu
Kaupfélagið kaupir auk húss
og innbús á Skeiði allan lager og
innréttingar í matvöruverzlun
Ljónsins við Silfurtorg.
Engar skammtímaskuldbind-
ingar Ljónsins fylgdu í kaupun-
um og verður skrifstofa fyrir-
árinu
lýst áhuga sínum á því, að fella
sýkta fjárstofna sína, sem lið í
fækkun sauðfjár í landinu, sam-
kvæmt sérstökum ráðstöfunum,
sem ríkisstjórnin hefur sam-
þykkt.
Morgunblaðið grenslaðist fyrir
um hversu mikill niðurskurður-
inn yrði í haust, en tölur þar að
lútandi liggja enn ekki fyrir.
tækisins opin eitthvað áfram í
húsgagnaverzluninni á Skeiði.
Aðspurður um ástæður þess,
að hann dregur nú svona saman
seglin, sagði Heiðar Sigurðsson,
að sér fyndist, að stjórnvöldum
væri að takast það sem þau
stefndu að, þ.e. að þjarma svo að
verzluninni og þá sérstaklega
matvöruverzluninni, að hún
kæmist öll á eina hendi og fynd-
ist honum ekki ástæða til þess
lengur, að taka þátt í þeim
skollaleik stjórnvalda.
Eftir að Kaupfélagið hefur
keypt Ljónið rekur það fjórar
matvöruverzlanir á ísafirði, auk
útibúa í Súðavík og á Suðureyri,
en tvær matvöruverzlanir eru
eftir í eigu kaupmanna á ísafirði,
verzlunin Björnsbúð og verzlun
Jónasar Magnússonar. _ (jlfar.
Kaupfélagið keypti Ljónið
fyrir 13—14 milljónir króna
Ljósmynd Mbl. Úlfar