Morgunblaðið - 06.10.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 06.10.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 43 Hörkukeppni á Atla-mótinu BADMINTONFÉLAG Akraness hélt um helgina 2. og 3. október annað minningarmótiö um Atla Þór Helgason sem lést af slysför- um haustið 1980. Mót þetta heitir Atla-mótið. Kiwanisklúbburinn Þyrill Akranesi gaf veglega far- andgripi til að keppa um og á mót þetta að fara fram á hverju ári. í mótiö á Akranesi voru aö þessu sinni mættir allir bestu bad- mintonmenn íslands og á laugar- daginn var leikiö fram í úrslit en úrslitaleikirnir síöan á sunnudegin- um. í einliöaleik karla léku til úrslita þeir Broddi Kristjánsson TBR og Víöir Bragson ÍA. Broddi fór nokk- uö létt í gegnum fyrri umferöirnar en tapaöi þó lotu á móti Indriöa Björnssyni TBR. Víöir þurfti aö hafa aðeins meira fyrir hlutunum og lenti fyrst í oddaleik viö Harald Kornelíusson TBR en vann þó nokkuö örugglega tvær seinni lot- urnar eftir aö hafa tapaö þeirri fyrstu. Þá lenti hann einnig í mikl- um hörkuleik viö Þorstein Hængsson TBR en sigraöi einnig þar í þremur lotum. Broddi sigraöi síðan örugglega í úrslitum meö 15—3 og 15—7. i einliöaleik kvenna sigraöi Kristín Magnúsdóttir TBR en hún lenti í oddaleik viö Elísabetu Þórö- ardóttur TBR og einnig viö ís- landsmeistarann Þórdísi Edwald í úrslitum og vann þar meö 11—2, 8—11, 12—9. j tvíliöaleik karla sigruöu þeir Víöir Bragason ÍA og Sigfús Árna- son TBR þá Brodda Kristjánsson og Guðmund Adolfsson TBR í úr- slitum meö 17—14, 9—15, 15—4. i tvíliöaleik kvenna sigruöu þær nöfnurnar Kristín Magnúsdóttir og Kristin Kristjánsdóttir TBR þær Þórdísi Edwald og Ingu Kjartans- dóttur TBR i úrslitum meö 15—9 og 15—2 og í tvenndarleik sigraöi Kristín M. einnig ásamt Brodda Kristjánssyni. Þau sigruöu í úrslit- um þau Vildisi K. Guömundsdóttur KR og Sigfús Árnason TBR meö 15—14 og 15—8. Akraprjón á Akranesi gaf fallega ullarjakka og ullarpeysur öllum sem sigruöu í tvíliöaleik á þessu móti og eru því verölaun í þessu móti þau veglegustu sem um getur á íslandi. Helgi ráðinn framkvæmdastjóri KKÍ, körfuknattleíkssambandið, hefur ráðið nýjan framkvæmda- stjóra. Er það hinn góókunni knattspyrnumaöur úr Breiðablíki, Helgi Helgason. Að eigin sögn mun hann vera við á skrifstofu KKÍ frá hádegi og fram undir kvöldmatarleyti, en sennilega veröi best að ná í sig á skrifstof- unni eftir að bankar og sparisjóð- ir hafa lokað. Kðrluknaltielkur HIVI á Spáni 1982 — og saga Hm-keppninnar í knattspyrnu BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „HM á Spáni 1982 — og saga heims- meistarakeppninnar I knatt- spyrnu, eftir Sigmund Ó. Stein- arsson blaðamann. Eins og nafn bókarinnar ber meö sér fjallar hún um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu allt frá því að hún fór fyrst fram í Uruguay árið 1930 til keppninnnar sem fram fór á Spáni sl. sumar. Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um þátttöku islendinga í heims- meistarakeppninni I knattspyrnu en íslendingar hafa fjórum sinn- um tekiö þátt í undankeppninni, 1958, 1974, 1978 og 1982. Sagt er frá leikjum fslendinga í keppninni • Forsíða bókarinnar er litprent uö og er hin glæsilegasta. og birtar fjölmargar myndir úr þeim. Saga heimsmeistarakeppninnar er síöan rakin í bókinni og sagt frá mörgum eftirminnilegum leikjum og leikmönnum í keppninni. Koma þar fjölmargir eftirminnilegir kapp- ar viö sögu, svo sem Pele, Garr- incha, Eusebio, Gerd Muller og Kempes. j bókinni er síðan ítarlega fjallaö um heimsmeistarakeppnina á Spáni sl. sumar. Sagt er frá öllum leikjum í keppninni og ýmsum at- vikum, auk þess sem fjallaö er um frægustu leikmenn keppninnar. Formála bókarinnar skrifar einn af þeim leikmönnum sem voru í eldlínunni á Spáni í sumar, Eng- lendingurinn Bryan Robson, sem er einn dýrasti leikmaöur ensku knattspyrnunnar. Segir hann m.a. svo í formálsoröum sínum: „Ég vil aö lokum geta þess aö þaö er mikill heiöur fyrir mig aö fá tækifæri til aö rita formáia í bók um HM og þá sérstaklega um fyrstu heimsmeistarakeppnina, sem ég tek þátt í. Bækur um HM, þar sem finna má úrslit frá ieikjum í HM frá upphafi, umsagnir um helstu leiki og atburöi, eru ómet- anlegar fyrir knattspyrnuunnend- ur. Ég hef lesiö margar bækur um HM og hef alltaf haft gaman af. Ég vona aö þiö lesendur góöir, eigið eftir aö njóta áömu ánægju.“ Bókin „HM á Spáni 1982 — og saga heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu" er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuö hjá Prent- stofu G. Benediktssonar, en bók- band annaöist Arnarfell hf. Höf- undurinn, Sigmundur Ó. Stein- arsson, hannaöi bókina sem prýdd er miklum fjölda mynda. • Hinn kunni íþróttafréttaritari Sigmundur örn Stainarsaon með hina nýútkomnu bók sína HM á Spáni. Þetta ar önnur bókin sem örn og Örlygur gefa út eftir Sigmund. Sú fyrri var Ásgeir Sigurvinsson. Sig- mundur dvaldi á Spáni síðastliðið sumar og fylgdist með heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu. ■ verið velkomin í myndatöku | LJOSMYNDAÞJONUSTAN ^^Laugavegi 178 — s. 85811. I tilefni árs aldraðra er mér sérstök ánægja aö bjóöa öllum 70 ára og eldri ókeypis myndatöku. Á hamingjustund ríkir há- tíöarstemmning á stofunni hjá mér. CcJourcy^rt ‘Photo Vandaöar stofumyndir Gjafa- myndatökur aldraðra Ekta strigamyndir, Barr- okk-rammar, Innrömmun. Mikiö úrval. Þau vaxa, dafna og breyt- ast. Þessvegna er það svo gaman aö eiga góöa Ijósmynd. Þaö er góöur siöur aö láta taka mynd af börnunum meö jöfnu milliblli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.