Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 49 Skákvertíðin er hafin Skák Margeir Pétursson Haustmót Taflfélags Reykjavik- ur hófst i húsakynnum félagsins við Grensásveg sunnudaginn 26. september. Þar með er skákstarf- semin á höfuðborgarsvæðinu í vet- ur komin i fullan gang, en haust- mót TR er hið fyrsta af hinum þremur hefðbundnu mótum. Hin eru Skákþing Reykjavíkur og Skákþing Islands, sem fara fram eftir áramót. Að þessu sinni eru þátttakendur á mótinu 84 talsins auk þátttakenda i unglingaflokki. Eins og venjulega er keppendum raðað niður í riðla eftir stigum, en sá neðsti, E-riðillinn, er opinn og er þar teflt eftir Monrad-kerfi. Nú- verandi skákmeistari TR er Jó- hann Hjartarson, en um þann titil er teflt á haustmótinu. Mótið hefur oft verið betur skipað en nú og munar þar mestu um ólympíufarana, en af þeim er enginn með. Margir öfl- ugir skákmenn og efnilegir ungl- ingar eru þó á meðal þátttak- enda, en töfluröð í efsta flokki er þessi: Stig 1. Guðmundur Halld., T. Sel. 2060 2. Arnór Björnsson, TR 2175 3. Björn Þorsteinss., TR 2325 4. Haukur Angantýss., TR 2405 5. Karl Þorsteins, TR 2255 6. Hrafn Loftsson, TR 2080 7. Árni Á. Árnason, TR 2040 8. Ágúst S. Karlss., S. Hf. 2050 9. Róbert Harðars., TR 2170 10. Björn Sigurjónss., T. K. 2090 L HDrnar Si Karbs, T. SeL 2175 12. Dan Hansson, TR 2210 Eini alþjóðlegi meistarinn á mótinu, Haukur Angantýsson, ber sem sjá má, höfuð og herðar yfir aðra þátttakendur i stigum og virðist líklegur til sigurs, en hann hefur unnið þá Róbert og Björn Sigurjónsson i þeim tveimur umferðum sem nú hafa verið tefldar. Liklegastir til að veita Hauki harða keppni eru þeir Björn Þorsteinsson, en hann tapaði óvænt fyrir nafna sínum úr Kópavogi i fyrstu umferð, og Karl Þorsteins, sem spreytir sig nú loksins á innlendum vett- vangi eftir frækinn sigur á ungl- ingamótinu í Rio de Janeiro fyrir síðustu áramót. Þá má ekki gleyma Svíanum Dan Hansson, sem hefur gengið vel á helgar- mótum upp á síðkastið, en hann tapaði fyrir Guðmundi í fyrstu umferð. Á haustmótinu er teflt á sunnudögum kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákir eru tefldar á fimmtu- dögum kl. 19.30. Skemmtilegasta skákin í fyrstu umferð var tvímælalaust uppgjör stigahæstu ungl- inganna, þar sem gekk á með fórnum og árásum á víxl. Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Karl Þorsteins Nútímavörn 1. e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. c3 — d6, 4. Bd3 — Rf6, 5. Re2 — 0-0, 6. OO — e5, 7. f4 Róbert velur mjög hvasst af- brigði. Framhaldið í skákinni Bukhman-Savon, sovézka meist- aramótinu 1967, varð 7. — exd4?!, 8. cxd4 — Rc6, 9. Rbc3 — He8, 10. f5 og hvítur náði betri stöðu. Hort hefur mælt með 7. — exf4, en Karl kýs að halda spennunni á miðborðinu. — He8, 8. fxe5 — dxe5, 9. Bg5 — h6, 10. Bh4 — exd4, 11. cxd4 — g5, 12. e5 Nauðsynlegt, því eftir 12. Bg3? — Rxe4, hefur hvítur engar bæt- ur fyrir peðið. — gxh4, 13. exl6 — Bxf6, 14. Rbc3 — Rc6, Svartur er peði yfir, en með veika kóngsstöðu og það hefði því verið of mikil græðgi að leika 14. - Bxd4+, 15. Rxd4 - Dxd4, 16. Khl og hvítur hótar 17. Bh7+. 15. Bc4 — Bg4, 16. Dc2! Nú hótar hvítur bæði 17. Bxf7+ og 17. Dg6+. Karl finnur beztu vörnina: — Bxd4+, 17. Khl — Be6, 18. Hxf7! — Bxf7, Þvingað, því eftir 18. — Kxf7, 19. Dh7+ er svartur í mátneti. 19. Dg6+ — Bg7, 20. Bxf7+ — Kh8, 21. Bxe8 — Dxe8, 22. Dg4 — De3, 23. Rf4 — Re5, 24. Dxh4 — Hf8, Hvítur hefur unnið allt liðið til baka, en svartur á heldur virkari stöðu. Nú bregst Róbert hins vegar illilega bogalistin, því að hér hefði hann getað jafnað taflið með 25. Re6!, því eftir 25. - Rd3, 26. Rxf8 - Rf2+, 27. Kgl á svartur ekkert mát í stöðunni, heldur aðeins þráskák með 27. — - Re4+. 25. Rcd5? Ein af kennisetningum meist- ara Benónýs er sú, að ekki skuli láta riddarana valda hvorn ann- an. Þessi skák rennir stoðum undir regluna. — Dd2!, 26. h3? 26. g3! var eini leikurinn, því að 26. Hfl dugir ekki vegna 26. - Dxd5! — c6, 27. Re6 — Dxd5, 28. Rxf8 — Bxf8, 29. Hfl — Bg7, 30. b3 — Dd2, 31. Hf2 — Del+ og hvítur gafst upp, því að hann sá fram á hið skemmtilega framhald 32. Kh2 — Rg4+!, 33. hxg4 — Be5+ og ef 34. Kh3, þá Dhl mát. Ruslapokar við eina heimreiðina í Reykboltsdalnum. Stundum, ef pokarnir eru ekki teknir fljótt eftir að þeir eru komnir á vegamótin, keraur krummi og krunkar í þá til þess að gá, hvort ekki sé eitthvað fyrir sig í þeim til að gæða sér á. Er hann þá fljótur að dreifa draslinu, sem er í pokunum, mönnum til armæðu. Ruslabíll í Reykholtsdal BorgarfirAi, í ofanverrtum seplember. „ÞAÐ ætla margir suður með Sæ- mundi sérleyfishafa í dag,“ gæti ein- hver hugsað, sem á leið um Reyk- holtsdalinn um hádegisbil á fostu- dögum. Þá eru margir svartir pokar við hverja heimreið heim á bæina. Elísabet II: FerÖast um Kyrrahafið London, 4. október. AP. ELÍSABET II Bretadrottning lagði í morgun af stað frá Heath- row-flugvelli áleiðis til Ástralíu og Kyrrahafsins í mánaðarlanga ferð. Á ferð sinni mun hún hafa viðkomu á eyjaklösunum Nauru, Kiribati og Tuvalu, en þangað hefur drottningin ekki komið áður á hinum 30 ára langa ferli sínum og hafa verið ráðgerð gifurleg hátiðarhöld á eyjunum í tilefni heimsóknar- innar, en þær eru sem kunnugt er hlutar breska heimsveldis- ins. Fyrsti viðkomustaður drottningar er Darwin í N-Ástralíu, en þaðan mun hún síðan fara til austurstrandar- innar þar sem eiginmaður hennar, Filippus prins, mun slást í förina. Það var ótvirætt merki þess áður fyrr, að einhver ætlaði sér að fara suður með sérleyfishafanum. Þá nægði það að setja pokann sinn niður á vcgamótin og fara inn í bæ aftur, þar sem þá sá áætlunarbifreið- arstjórinn, að einhver ætlaði með sér suður og flautaði til að láta vita, að hann væri kominn. En nú er þessu á annan veg far- ið, þar sem sú ágæta þjónusta hef- ur verið tekin upp, að á föstudög- um gengur ruslabíll um dalinn og hirðir þessa poka, sem eru við vegamót heimreiðanna. Fer rusla- bílinn að sunnanverðunni um dal- inn annan föstudaginn og að norð- anverðunni hinn föstudaginn. Er þetta til mikilla þæginda, þar 3em á veturna er örðugt að finna ein- hverja holu til að brenna rusli í á freranum, án þess að það fjúki um. Verður sóðaskapur af bréfa- drasli og plastpokum, sem ekki eyðast svo auðveldlega úti í nátt- úrunni. Fer ruslabíllinn með rusl- ið niður á ruslahauga Borgar- neshrepps, þar sem því er örugg- lega brennt, án þess að það sé hætta á því að það fjúki út um allt. En eftir þessar miklu framfarir I í ruslahirðingu, þá er mun erfið- ara fyrir Sæmund sérleyfishafa að átta sig á því, hvort einhver ætli með sér suður, þar sem svo margir pokar eru við hverja heimreið. Því þurfa menn að fylgjast sjálfir með því, hvenær áætlunarbifreiðin kemur á föstudögum. — pþ- Bílaleigan hf. býöur nú sérstakt haustverö á bílaleigubílum sínum áem gildir frá 1. okt. til áramóta. Innifalið í þessu fasta veröi er ótakmark- aöur fjöldi ekinna km, tryggingar svo og söluskattur. Verðskrá pr. sólarhring. Toyota Starlet kr. 690 Toyota Tercel kr. 710 Toyota Corolla kr. 730 Toyota Corolla St. kr. 750 Erum einnig meö sérstök helgartilboö sem gilda frá kl. 16.00 á föstu- degi til kl. 9.00 á mánudagsmorgni. Veröskrá pr. helgi Toyota Starlet Toyota Tercel Toyota Corolla Toyota Corolla St. kr. 1500 kr. 1540 kr. 1580 kr. 1620 Nú er hægt aö láta veröa af því aö heimsækja Jónu frænku á Húsavík eöa hann Palla frænda í Þykkvabænum verösins vegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.