Tíminn - 29.07.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 29.07.1965, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 29. júlí 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skriístofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiósluslmi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands — f lausasölú kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hættuleg skammsýni Fréttir berast stöðugt af fleiri og fleiri iðnfyrirtækjum sei eru að gefast upp vegna þess, að ríkisstjórnin hefur b, ;:t erlendum iðnvarningi nær hömlulaust inn í land- ið. F/rirtækin voru ekki á neinn hátt búin undir það að mæta þessari samkeppni, t.d. með því að tryggja þeim sambærileg vaxta- og lánakjör og iðnaðurinn býr yfir- leitt við annars staðar. Ef engin breyting verður í þessum efnum, mun fjöldi atvinnutækja verða að hætta starfsemi sinni í náinni framtíð og hundruð manna missa atvinnu sína. Einhverjir kunna að segja, að þetta geri ekki mikið til, þar sem atvinna sé næg, og gjaldeyrisafkoman sæmi- leg. Vonandi helzt áfram sú velgengni til sjávarins, sem nú er helzta undirstaða mikillar atvinnu og sæmilegrar afkomu út á við. Reynslan hefur þó sýnt oft áður, að þetta er ekki fullkomlega öruggt. Komið getur fyrir, að sjávarafli bregðist og verðlag á útflutningsvöru lækki. Afkoma þjóðarinnar verður aðeins örugglega tryggð, að hún búi við fjölþætta atvinnuvegi. Fjölþættnin á að geta aukizt í sama hlutfalli og þjóðinni fjölgar og sjálf- virkni vex. Hér á því nð stefna að fjölbreyttum iðnaði, en e'kki aðeins fábreyttri'stóriðju, eins og suma virðist dreyma um, þótt hún eigi að sjálfsögðu að vera einn þátturinn. Menn verða jafnframt að gera sér ljóst, að atvinnugrein, sem sparar erlendan gjaldeyri, er ekki síður mikilvæg en hin, sem aflar hans. Á seinasta þingi lögðu Framsóknarmenn til, að ríkis- stjórnin léti athuga það í samráði við fulltrúa iðnrek- enda og iðnverkafólks, hvað gera mætti til stuðnings þeim iðnaði, sem nú stendur höllustum fæti. Stjórnar- liðið hafnaði þeirri tillögu. Allt bendir til, að stjórnarliðið ætli að láta sig engu skipta, þótt aðgerðir ríkisstjórnar- innar leiði til þess, að veigamiklir þættir íslenzks iðnað- ar leggist í rúst. Hér ræður vissulega mikil og hættuleg skammsýni. Furðuleg afstaða Þjóðviljinn heldur áfram furðuskrifum sínum um hækkun hitaveitu- og strætisvagnagjalda. Fulltrúi hans í borgarráði var þó búinn að viðuúkenna nauðsyn þessara hækkana, en breytti síðar um afstöðu, og gekk þó ekki lengra en að leggja til, að þessu yrði frestað í 2—3 mán- uði! Þá veit Þjóðviljinn mæta vel, að þessar hækkanir rekja ekki rætur til seinustu kaupsamninga, heldur eldri orsaka. Það er því furðulegt, að Þjóðviljinn skuli halda því fram, að með þessum hækkunum sé skapað fordæmi fyrir því, að seinustu kauphækkanir verði almennt tekn- ar inn í verðlagið. Furðulegust er þó afstaða Þjóðviljans til hitaveitunnar. Mörg bæjarhverfi eru enn hitaveitulaus- Þar verða menn að greiða miklu meira fyrir upphitunina. Framsóknar- menn hafa m.a. af þessum ástæðum lagt kapp á, að hitaveitan nái sem fyrst til allra bæjarhluta. Það hefði verið ósamrýmanlegt þessu sjónarmiði þeirra að hafna hinni hóflegu hækkun hitaveitugjaldanna á dögunum, þar sem afleiðing þess hefði orðið minni framkvæmdir við lagningu hitaveitunnar. Þjóðviljinn og flokkur hans taka hins vegar ekki tillit til þeirra, sem nú þurfa að búa við miklu hærri hitunarkostnað en hinir, sem búa á hitaveitusvæðinu. En illa sæmir það flokki, sem kennir sig við alþýðuna að vilja þannig ekki taka tillit til þeirra, sem eru útundan. TÍIV8INN_______________________________________ r"1------------------ ■■■— ■■■ ■■■■■■■■■■ ' Walter Uppmann ritar um alþjóðamái; Viðsjál braut, sem enginn getur séð íyrir endann á Þó er aukið amerískt lið í Víetnam sennilega skársti kosturinn johnson EFLING bandaríska land- hersins í Suður-Vietnam er sennilega skásti kosturinn, sem forsetinn á nú um að velja. Stafar þetta fyrst og fremst af því, að við eigum nú um færra að velja en áður. Við okkur blasa þær stað- reyndir, að her Suður-Vietnam er í þann veginn að hætta að vera starfhæfur til baráttu og Viet Cong og valdhaíarnir í Hanoi eru enn ófúsari til samn- inga en nokkru sinni fyrr. Efl- ing landhers er langtum skárr: kostur en tilraun til að vinna sigur í stríðinu með skefjalaus- um loftárásum. En þótt gengið sé út frá þessu sem gefnu, stríðir sú mikilvæga spurning engu að síður á, hvort tilgangurinn með eflingu land- hersins sé að senda Bandaríkja menn út af örkinni til þess að friða Suður-Vietnam, dvelja þar og stjórna því um óákveð- inn tíma? Að mínu viti er efl- ing landhersins því aðeins skyn samleg, að tilgangurinn með henni sé að viðhalda nærveru Bandaríkjamanna og tryggja hana þar til unnt verður að ná víðtækum samningum um skip- an mála í SúJSUfiAsiu. | g ' if.s .’ Wr *■ u VIÐ ERUM nú staddir á nýj- um og örlagaríkum vegimótbm í stríðinu. Johnson forseti var staddur á öðrum slíkum vega- mótum vorið 1964, við upphaf kosningabaráttunnar, þegar hann vísaði á bug ráðleggmgu um tilraun til viðræðna um umsamda stjórnmálalausn, sem tryggði hlutleysi Suður-Viet- nam. Ef til vill hefðu slíkir samningar ekki einu sinni verið mögulegir þá. En vorið 1964 var engu að síður síðasta hugs- anlega tækifærið til að ná siík- um samningum, þar-sem hern- aðarlegri og stjórnmálalegri að- stöðu Saigon-stjórnarinnar hrak aði hröðum skrefum upp frá því. Forsetanum fannst hann knúinn til að hefja loftárásir á Norður-Vietnam vegna þessa yfirvofandi hruns í Saigon. En þessi stefna hefur gersamlega brugðizt. Hún hefur ekki á nokk urn hátt orðið til þess að gera samninga auðveldari en áður. Og meðan þessari stefnu hefun verið fylgt, hefur her Suður- Vietnam svo gersamlega giatað baráttuhæfni sinni og baráttu- vilja, að stríðið er að verða bandarískt stríð gegn Viet Cong. STJ ÓRNARSTEFNA forset- ans hefur undantekningariaust verið of seinfær, miðað við hernaðaraðstæður, alla tíð síð- an vorið 1964. Um áramótin, þegar Saigon-stjómin riðaði gersamlega til falls, var það stefna ríkisstjórnar Bandarikj- anna, að ekki væri um neitt að semja og ófriðnum lyki þá fyrst er Norður-Vietnamar hyrfu á brott úr Suður-Vietnam. Um þetta leyti þótti orðið „samn- ingaumleitanir“ ljótur munn- söfnuður í stjórnarherbúðun- um. í febrúar réði forsetinn til atlögu með loftárásunum á Norður-Vietnam. Þá kom fljót- lega í ljós, að ekki reyndist unnt að réttlæta stefnu Banda- ríkjastjórnar í augum banda- manna okkar, né í augum okk- ar eigin þjóðar, nema því að- eins að forsetinn brygði út af andstöðu Dean Rusks utanrík- isráðherra gegn samningaum- leitunum. Forsetinn stakk því upp á „óskilorðsbundnum samn ingaviðræðum" í ræðunni, sem hann flutti í Baltimore. Ekki verður í efa dregið, að þetta tilboð styrkti mjög að- stöðu forsetans, bæði heima og erlendis. Wilson forsætisráð- herra Breta hefði til dæmis ekki með nokkru móti getað stutt stefnu forsetans ef Balti- more-ræðan hefði aldrei verið flutt. EN NÚ nægir samningstil- boðið frá Baltimore ekki fram- ar, þegar Bandaríkin eru að efla landher sinn svo mjog í Suður-Vietnam, að meginá- byrgð stríðsins og allur þungi þess hlýtur að hvíla á honum. Óhjákvæmilegt verður að svara þeirri spurningu, á hvern hátt Bandaríkjamenn hyggist ná settu marki sínu í Indókína og tryggja, að unnt reynist að halda því í framtíðinni? Vel er til dæmis hugsanlegt, að Bandaríkjamönnum auðnist að halda enn öruggri fótfestu í Suður-Vietnam að regntíman- um liðnum, og jafnvel að nokkr um regntímum liðnum. En þetta er þó hvergi nærri ör- uggt. Og hvernig ætlum við og hvernig getum við náð þvi marki, að friður komist á í Suðaustur-Asíu, svo að unnt 6 reynist að hverfa á burt með bandaríska herinn? Þessi mikilvæga spuming hvílir á okkur eins og mara. Sá uggur sækir fast að okkur, að við séum komnir út á við- sjála braut, sem hvorki forset- inn né nokkur annar sjái iyr- ir endann á. Allt of langt er nú gengið til þess, að forsetinn geti vísað þessum ugg á bug með því að endurtaka enn einu sinni, að eina markmið okkar sé að hrinda árásinni og við munum gera allt, sem f okkar valdi stendur til þess að svo megi verða. Þurfi forsetinn að bjóða út her til þess að efla landherinn í Suður-Vietnam, kemst hann ekki hjá að sannfæra þjóðina um, að tilgangur hans með stríðinu samræmist varuleikan- um. Enn sem komið er hefur hann ekki gert neina tilrarm til þessa. Sá tilgangur or i samræmi við vermeiknnn að ætla sér að yfirbuga Viet Cong í eitt skipti fyrir öll og um alla framtíð. J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.