Morgunblaðið - 29.10.1982, Qupperneq 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982
„Vinnum flesta undirbúningavinnu sjálfar, en látum bora fyrir okkur í þessar hnetur til aö þær
festist betur í aðventukransinn." Guðrún og yngsti sonurinn af þrem, Haukur Árni.
Litid inn til Guörúnar Geirsdóttur
Þó enn sé langt til jóla eru
jólaskreytingar og jóla-
stemmning farin að setja
sviþ sinn á nálægar stór-
borgir. Þeir forsjálustu hér
á landi eru ef til vill farnir
aö kaupa eina og eina jóla-
gjöf svo lítið ber á til að
minnka desemberútgjöld-
in. Núna eftir helgina verð-
ur fyrsta jólaskreytingin
sett út í glugga Rajnma-
gerðarinnar samkvæmt
venju og er þá ekki mjög
langt að bíða þess að
Reykjavík fari aö komast í
jólabúning. Námskeiö í
jólaföndri eru farin af stað
é nokkrum stöðum í bæn-
um. M.a. hjá versluninni
Handíð og íslenskum
Heimilisiönaði. Fyrir
skömmu litum við þó inn í
eitt hús í Breiðholtinu, en
þar var Guðrún Geirsdóttir
aö undirbúa námskeið í
jólaföndri sem hún og
móðir hennar, Árný Guð-
mundsdóttir, hafa staöið
fyrir á undanförnum árum.
Þær Guörún hafa veriö
meö jólaföndursnámskeið
síöastliöin fimm ár, og
kennir hjá þeim margra
grasa, þarna má sjá jóla-
sveina og alls kyns jóla-
skreytingar. Viö spyrjum
Guörúnu hvaðan hún fái
hugmyndirnar aö þessu
föndri. Hún segir aö hug-
myndirnar fæöist jafnan út
frá þeim efnum sem þær
eru aö vinna meö. „Viö er-
um t.d. nýbúnar aö búa til
þessar fígúrur hérna," segir
hún og bendir á nokkra
skemmtilega karla og kerl-
ingar. „Þessi litli jólasveinn í
pappírskörfunni fæddist
hérna fyrir skömmu." Þær
Guörún og Árný sníöa til allt
efni sem þarf, prjóna fötin
sem fígúrurnar klæöast í
prjónavélum til aö auövelda
þeim sem eru á námskeið-
unum vinnuna. „Viö erum
meö þessi námskeið hérna
frá októberlokum og fram í
fyrstu vikuna í desember.“
Þátttakendur eru aöallega
konur og margar þeirra
koma aö sögn Guörúnar ár
eftir ár. „Þetta er flest mjög
auövelt, þaö geta í raun allir
föndraö hérna hjá okkur
sem hafa á annað borö ein-
hvern tíma fest á tölu. Viö
leggjum áherslu á aö hlut-
irnir veröi varanlegir frá ári
til árs og endist lengur en
ein jól,“ segir Guörún, „Viö
undirbúum allt efniö sjálfar,
fáum eingöngu lítilsháttar
aöstoö annarstaöar frá.“
Viö spyrjum Guörúnu
hvort hún geti gefiö okkur
einhverjar einfaldar föndur-
hugmyndir. „Þaö er t.d.
hægt aö gera margar
skemmtilegar skreytingar
úr saltdeigi, en það er búiö
til úr tveim bollum af hveiti,
einum bolla af fínu salti og
einum bolla af vatni. Deigiö
er síðan hnoöaö og flatt út
og hægt aö búa til alls kyns
skreytingar, ýmist á jólatré
eöa skornar eru út myndir
sem límdar eru á pappír og
þær síöan settar á vegg.
Þetta skraut má gjarnan lita
meö vatnslitum eöa þekju-
litum, sumir lakka reyndar
yfir þetta á eftir.“ Guörún
segir okkur einnig frá
skemmtilegri nýjung sem
frændur okkar á Norður-
löndum eru mikið meö um
þessar mundir, en þeir
skrifa aftan á jólakort og
klippa þaö síöan niöur í
púsluspil og senda þaö
þannig til viðtakanda. Þaö
er síöan ágætis dægradvöl
aö raöa brotunum saman
og fá þannig upplýsingar
um frá hverjum kortiö er.
Það er virkileg jóla-
stemmning þarna hjá Guö-
rúnu eins og meöfylgjandi
myndir sem Emilía Ijós-
myndari tók bera meö sér.
Audrey Hepburn var afar vinsæl leikkona hér á árum áður og skapaöi
sér sinn eigin stíl eða slíkur stíll var búinn til fyrir hana á hvíta tjaldinu.
Nú hafa þeir, sem áhrif hafa á tískuna rifjað upp gamla tímann, dregið
upp föt, sem líkjast þeim, sem hún klæddist fyrir 25 árum, klætt ungar
fyrirsætur sem líkjast Audrey í þennan fatnað og segja svo: „Þetta er
le Style Audrey," eins og þeir kalla þessa tískulínu.
Þegar Audrey Hepburn kom fyrst
fram á sjónarsviöiö á sjötta ára-
tugnum, þá skar hún sig úr þeim
kvennafans sem vinsælast var af
kvikmyndahúsagestum um þær
mundir. En þaö voru barmamiklar
og breiömjaöma Hollywood-dísir
eins og Marilyn Monroe, Sophia
Loren, Gina Lollobrigida, Jane
Mansfield og Brigitte Bardot.
Audrey Hepburn sem var afar
grannvaxin og nánast flatbrjósta en
meö ákaflega fallegt og tjáningar-
fullt andlit, varö því aö skapa sér
sinn eigin sííl. Þetta heppnaöist og
hún varð ein vinsælasta leikkona
hins vestræna heims næstu tvo
áratugi. Hún lék meðal annars í
kvikmyndinni Roman Holiday áriö
1953 og hlaut Óskarsverölaun fyrir
leik sinn. Á næstu árum á eftir lék
hún í kvikmyndum eins og Funny
Face, Nun’s Story, Breakfast at
Tiffanys og fór meö hlutverk Lizu
Doolittle í söngleiknum May Fair
Lady.
Fatnaöurinn, sem Audrey Hep-
burn klæddist á þessum árum bæöi
í kvikmyndum og í einkalífi, ein-
kenndist af því aö hann var afar
tískulegur, en franskir tískuhönnuö-
ir voru gjarnan fengnir til aö hanna
fatnaöinn á Audrey Hepburn.
Þaö eru eflaust hæg heimatökin
hjá einhverjum að finna föt sem líkj-
ast þessum í klæöaskápnum hjá
mömmu eöa ömmu eöa þá hægt er
aö finna svipaöan fatnað í verslun-
um, sem versla með gömul föt.
Hringskorin pils, þröngar rúllu-
kragapeysur meö breiöu belti eöa
þröngar síðbuxur meö klauf á hlið-
inni, víðar peysur, svartir sokkar,
hanskar og baröastórir hattar eöa
slæður bundnar um höfuö eöa háls
og ekki má gleyma sólgleraugun-
um. Hér sjáum viö sýnishorn af
fatnaöi í stíl Audrey Hepburns.
Audrey Hepburn ásamt Fred
Astaire í kvikmyndinni Funny
Face.