Morgunblaðið - 29.10.1982, Side 9

Morgunblaðið - 29.10.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 41 Komin í gallann, Jóhanna Glaladóttir, ain af þeim fáu konum sem hafa kafað, er eina og ajá má meó flotvesti; hún er í blautbúning en Jónaa í þurrbúning. Jónas heldur á myndaválinni góóu. myndavélin, hnifurinn, þrýstimaalirinn og áttavitinn eru með í förinni. á vit hins ókunna ... fullt af neðansjávarhellum og hvelfingum sem enginn okkar vissi um áöur. Þaö eru óteljandi mögu- leikar hérna i sambandi viö köfun- ina, mörg vötnin eru t.d. mjög skemmtileg til köfunar." Er hægt aö stunda köfun eitthvað á veturna? „Já, viö höfum fariö talsvert í gjárnar á Þingvöllum, fengiö leyfi hjá þjóögarösveröi og förum t.d. mikiö í peningagjána, en vatniö í henni er mjög kalt, alltaf 4 gráöur á Celsius jafnt sumar sem vetur. Þá er einnig hægt aö kafa undir ís, en þaö er talsvert hættuleg köfun, menn þurfa aö hafa band í sér, slík köfun krefst þess aö annar maður standi uppi á ísnum og taki viö merkjum frá þeim, sem er aö kafa, en þetta er þaö vandasamt aö ég myndi ekki ráöleggja neinum nema viðkomandi hafi fariö á sér- stök námskeiö." Er kðfun ekki dálítið hættuleg? „Þetta getur auövitaö veriö hættulegt eins og allt annaö ef far- iö er út í þetta af vankunnáttu eöa vanbúnaöi. Maöur veröur líka aö vera í frekar góöu formi líkamlega, því maöur þarf aö geta synt talsv- ert, og þetta er áreiöanlega auö- veldara þeim sem ekki reykja. Annars er réttur og viöurkenndur útbúnaöur frumskilyröi fyrir því aö hella sér út í þetta, og ákveöin lág- markstilsögn veröur einnig aö vera til staðar. Oft veröa slys vegna þess aö viökomandi þekkir ein- faldlega ekki þær grundvallarregl- ur sem fylgja veröur. Margir byrj- endur hafa t.d. flaskað á því aö þeir hafa verið í kafi t.d. á nokk- Engin hætta á að loftiö vanti þarna niðri. urra metra dýpi og þjóta síöan upp á yfirboröiö, en gleyma aö anda frá sér á leiðinni upp, þetta getur leitt til lungnasprengingar og dauöa. Eins veröa menn aö fylgja ákveön- um reglum um afþrýstingsstopp ef þeir eru á leiðinni upp eftir aö hafa kafaö á töluverðu dýpi. Þessi stopp eru nauösynleg vegna þess aö þegar menn eru aö kafa er í blóöinu uppleyst koldíoxíö, og ef fariö er upp án þess aö stoppa á leiðinni, getur myndast blóötappl sem leitt getur til dauöa. Sportkaf- arar reyna yfirleitt aö foröast þau dýptarmörk sem krefjast þessara stoppa á leiðinni upp. Annars er vanþekking aöalástæöa þess aö illa fer fyrir mönnum, ásamt ónóg- um útbúnaöi eins og ég sagöi áö- an. Viö í sportkafaraklúbbnum höfum til dæmis veriö aö reka áróöur fyrir réttri notkun flotvesta, en þaö er köfurum mikilvægt ör- yggistæki. KÖFUNARREGLUR Sportkafarafélag Reykjavíkur 1. VERID í ÞJÁLFUN: Hafiö læknisvottorö, veriö vel synd. Kafaðu ekki ef þér líður óeölilega. 2. SÆKIÐ NÁMSKEIÐ: Lestur bóka er ekki nægjan- legur, lærið staöreyndir og reglur öruggrar köfunar. 3. HAFIÐ GÓÐAN ÚTBÚNAÐ: Látiö ekki ginnast af ódýrum útbúnaöi og smíöið ekki sjálf. Athugiö fyrir hverja köfun. Framkvæmiö helst ekki breytingar eöa óþekktar still- ingar á útbúnaði. 4. KAFAÐU ALDREI EIN(N): Hafið mann á yfirborðinu ef hægt er. Hafið alltaf félaga meö í köfuninni. 5. ÞEKKID KÖFUNARSVÆÐID: Forðist hættuleg svæði og slæmt skyggni. Athugið strauma og sjávarföll. Hafið í huga hverja þá varúðarráö- stöfun sem staðurinn krefst. 6. NOTIÐ BÁT, FLOT EÐA HVORTTVEGGJA: Notiö flagg, ef vélbátur er á svæöinu, fariö þá aðeins upp nálægt flagginu og gætiö varkárni. 7. SKIPULEGGIÐ KÖFUNINA: Leysið vandamálin með fyrir- vara. Kynniö ykkur afþrýsti- reglur, haldið áætlun um dýpt og tíma. Gætið þess að áætl- unin sé raunhæf. Lærið táknmál kafara. 8. VERIÐ UNDIRBÚIN FYRIR NEYÐARTILFELLI: Hafiö tilbúna neyöaráætlun. Hafið útbúnað fyrir skyndi- hjálp. Kynniö ykkur staðsetn- ingu næsta afþrýstitanks. 9. FORÐIST AÐ HALDA í YKKUR ANDANUM: Með lungum: Andið stöðugt og eðlilega alla köfunina. I neyðartilfellum, þá andið stööugt frá ykkur alla leiö upp. Án lungna: Foröist of mikla yfiröndun (mjög ör önd- " un) fyrir ferðina. Reynið aldrei aö pressa takmörk ykkar út við að halda í ykkur andan- um. 10. LEITIÐ LÆKNIS: Ef einhver óeðlileg einkenni koma fram í eða eftir köfun, þá leitiö læknis. Dragið aldrei aö leita læknishjálpar. tT KAFIÐ ALDREI DÝPRA EN 30 METRA: Þetta er hámarks dýpi sem sportköfurum er ráðlagt aö fara á. 12. SETJIÐ BLÝBELTID SÍÐAST Á: Ef þú þarft að sleppa blýbelt- inu í neyðartilfelli, þá skaltu gæta þess aö þaö falli örugg- lega af en krækist ekki í. 13. NOTIÐ ALDREI EYRNATAPPA EDA SUNDGLERAUGU: Þrýstingsmismunur sem ekki er hægt að afþrýsta veldur skaöa og sársauka. W. KAFIÐ REGLULEGA: Líkamleg þjálfun dettur fljótt niður ef ekki er æft reglulega. Ef ekki er kafað í langan tima, þá ættiröu aö synda, hlaupa o.s.frv. 15. NOTID ALLTAF FLOTVESTI: Flotvestið er mikilvægasta öryggistæki kafarans. Flot- vestin hafa margoft sannað notagildi sitt. Lærið aö blása upp vestiö bæöi með munni og með lofti frá kút. Kynnið ykkur meðferð og viðhald þessa mikilvægasta öryggis- tækis kafarans. niður í djúpin. (LjAsmyndari: Krittjén Órn).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.