Morgunblaðið - 29.10.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982
55
Ávallt fólk innan um sem
flýtur með straumnum ...
Vilhjálmur Sigurðsson skrifar:
„Ágæti Velvakandi.
Félagsmálaráðherra undirrit-
aði sl. sumar samning um þátt-
töku okkar í norrænum vinnu-
markaði og er ekkert nema gott
eitt um það að segja. Það kemur
t.d. íslendingum er sækja vinnu á
Norðurlöndum til góða á allan
hátt, og sömuleiðis Norðurlanda-
búum sem vilja vinna hér á landi.
En vonandi er þetta samstarf
eingöngu bundið við Norður-
landabúa, en ekki hina svonefndu
gestaverkamenn, sem úir og grúir
af á Norðurlöndunum. Sem betur
fer hafa ísland og Finnland að
mestu verið laus við þetta fólk.
sem Danir, Svíar og Norðmenn
vilja nú helst losna við, en sitja
uppi með. Þó að meirihluti þessa
fólks komi í því skyni að vinna og
styrkja fjölskyldur sínar í Tyrk-
landi, Indlandi og ýmsum Araba-
löndum, þá er ávallt innan um
fólk sem flýtur með straumnum,
eiturlyfjasalar og neytendur, for-
hertir sakamenn og jafnvel
hryðjuverkamenn. Til dæmis var
Tyrki sá er sýndi páfa banatil-
ræði búinn að vera víða í Evrópu,
m.a. í Þýskalandi, Frakklandi og
Danmörku, svo að vitað sé, sem
gestaverkamaður, og var samt
margdæmdur í sínu heimalandi.
Norðurlönd eru því miður opin
og eftirlit lítið. Það er víst svo, að
hafi gestaverkamaður unnið í
einu Norðurlandanna, er honum
opin leið til hinna. Ef svo er, þá
býður það ákveðinni hættu heim.
Þennan leka verða fulltrúar
okkar í Norðurlandaráði að setja
fyrir.
Norðurlandabúar eru að sjálf-
sögðu alltaf velkomnir hingað til
lands, en smæð samfélags okkar
gerir það að verkum, að landið
þolir ekki að allt fyllist hér af
gestaverkafólki. Við viljum held-
ur ekki eiturlyfjasala eða hryðju-
verkamenn. Ég vona því að
stjórnvöld hér séu vel á verði;
sömuleiðis útlendingaeftirlit og
verkalýðsfélög.
Með vinsemd og virðingu."
Er ekki
eitthvert
ósamræmi
þarna?
K.S. skrifar 17. október.
„Ágæti Velvakandi.
Ég sé í dálkum þínum í dag,
að ellilífeyrisþegi kvartar und-
an því, að í Reykjavík fáum við
gamla fólkið ekki afslátt á far-
gjaldi með SVR fyrr en sjötug.
Mér finnst þessi kvörtun
mjög réttmæt, þar sem 67 ára
og eldri Kópavogsbúar fá frítt
með vögnum þar — og þar
með einnig í Reykjavík með
skiptimiðum! Þeir sem hafa
afsláttarmiða í Reykjavík geta
ekki notað þá í Kópavogi og
verða þar af leiðandi að borga
fullt gjald.
Er nú ekki eitthvert ósam-
ræmi þarna? Reykvíkingar, 67
ára og eldri, borga fullt gjald í
Kópavogi, en 67 ára Kópa-
vogsbúi fær frítt bæði þar og
með skiptimiða í Reykjavík.
Vill nú ekki einhver sem kann
skýringu á þessu láta frá sér
heyra um þetta?
Með vinsemd á ári aldr-
aðra.“
í sláturtíö:
Notum sem best
gæðafæðistímann
Karl Karlsson skrifar:
„Velvakandi.
Sláturtíð hefur staðið yfir um
allt land. Hér í Reykjavík eru
margar ömmurnar og langömm-
urnar, sem hafa verið að hjálpa
dætrum sínum og tengdadætrum
og öðrum nákomnum eða tengd-
um, ungum frúm, við sláturgerð.
Það er gott, því slátur er góður og
hollur matur.
Ég minnist þess, að oft var á
mínu æskuheimili, á haustin,
steikt lifur eða þá svið, auk
blóðmörs og lifrarpylsu og kart-
öflurnar komu beint úr pottinum
á diskinn. Og þannig á það að
vera.
Ég gæti vel hugsað mér að fá á
haustin steikta lifur með hjörtum
og nýrum einu sinni í viku, og
svið einu sinni í sömu viku. Að
sjálfsögðu ekki til lengdar.
Ég er hvorki læknir né nær-
ingarsérfræðingur, en ég veit, að
í lifur eru nauðsynleg næringar-
efni.
Og svo er það grænmetið, gott
og nýtt á þessum tíma árs. Not-
um það mikið. Það er hollt. Not-
um þetta yfirstandandi gæðafæð-
istímabil, bæði á heimilum okkar
og á vistheimilunum. En hér
kemur svo dálítil saga um svið:
Ég ætlaði nú í sláturtíðinni að
fá mér hreinsuð svið í búð hér í
Reykjavík. En það gekk ekki auð-
veldlega. Ég hringdi í stóra og
góða búð, þar sem mér hefur þótt
gott að versla. Og svarið var
þetta: „Hreinsuð svið höfum við
ekki fyrr en eftir sláturtíð." Ég
hringdi í aðra búð og fékk sama
svar. Og svo hringdi ég í þá
þriðju, þrátt fyrir skrefagjaldið.
Svarið var þetta: „Við höfum
hreinsuð svið á fimmtudögum og
föstudögum." Sem sagt, það er
mögulegt að fá hreinsuð svið í
Reykjavík í sláturtíð. Gott og vel.
Notum sem best gæðafæðistím-
ann.“
GÆTUM TUNGUNNAR
í orðunum hvass og frost eru hljóðin a og o bæði stutt.
Þess vegna er framburður eins og í kassi og kostur (en
ekki hvas:s og fro:st, eins og Englendingur kynni að
bera þessi orð fram og stundum heyrist). ,
Hjaríanlegar þakkirfæri ég öllum sem glöddu mig með
skeytum, gjöfum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu
þann 23. okt.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Ögnwndsdóttir,
Miðtúni 88.
Loðdýraræktendur
Hudsons Bay London heldur námskeiö í flokkun líf-
dýra í samvinnu viö Refabú Blárefs hf., í Krísuvík,
sunnudaginn 7. nóv. og hefst kl. 1.00. Leiöbeinandi
veröur Blake Mundell frá Dalchonzie Minkfarm Ltd.,
Skotlandi. Væntanlegir þátttakendur tilkynni vin-
samlegast þátttöku í síma 91-44450.
Skúli Skúlason, f.h. Hudsons Bay London.
Blaðburóarfólk
óskast!
Vesturbær
Garöastræti
Austurbær
Lindargata 39—63.
Laugavegur 1—33.
Þingholtsstræti