Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
Vöruskiptajöfnuður:
Óhagstæður um 2.384
milljónir króna
Vöruskiplajöfnuður landsmanna
var óhagstæður um liólega 2.384
milljónir króna fyrstu níu mánuói
Svarfaðardalur:
Vinnuvökunni
lýkur í dag
Dalvík, .10. oklóbcr.
VINNUVAKA kvenfélajranna í Svarf-
aóardal, á Dalvík «)> ÁrskÓKsslrönd
stendur yfir þessa heljji. Ilún hófsl á
foslud;i'V kl. Ifi.OO ng stóó fram á nólt.
Konurnar byrjuðu aftur um há-
dejrið í daK, cn vinnuvakan fer fram
að Húsahakka í Svarfaðardal. Henni
lýkur í dau með því að haldinn verð-
ur basar í Víkurröst ok hefst hann
kl. 16.00. Þar verða til sölu allir þeir
munir sem unnir voru á vinnuvök-
unni og má þar nefna saumaða
muni, föndurdót af ýmsu tani, mál-
aða Klerplatta ok síðast en ekki síst
mariískonar hakkelsi. Allur átíóði af
vinnuvökunni rennur til Systrasels á
Akureyri. — Kréttaritarar.
Leiðrétting
ORD féll út í forsíðufrctt Morgun-
hlaðsins um kosningarnar á Spáni í
|{a‘r, með þtúm afleiðingum að fréttin
breyttist talsvert.
í miðri frétt stóð að Manuel Fratja
hefði verið ótvíræður sigurvegari
kosninganna, en átti að vera annar
ótviræður .sigurveKari, oj{ hljómar
setningin því svo: „Annar ótvíræður
sitturvetíari kosnint>anna er Manuel
Fraga og flokkur hans, hið hægri
sinnaða Bandalag alþýðunnar, sem
kemur til með að verða sterkasti
stjórnarandstöðuflokkurinn, með 105
þingsæti."
ársins, en verðmæti innflutnings á
þessu tímahili var liðlega 8.041 millj-
ón króna. Verðmæti útflutnings var
hins vegar tæplega 5.697 milljónir
króna.
í septembermánuði var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
tæplega 297 milljónir króna, en þá
var verðmæti innflutnings liðlega
1.145 milljónir króna, en verðmæti
útflutnings hins vegar liðlega 848
milljónir króna.
Þessu til samanburðar má geta
þess, að vöruskiptajöfnuður lands-
manna var óhagstæður um tæp-
lega 540 milljónir króna, fyrstu
níu mánuði ársins í fyrra, en þá
var verðmæti innflutnings á um-
ræddu tímabili liðlega 5.027 millj-
ónir króna, en verðmæti útflutn-
ings hins vegar liðlega 4.487 millj-
ónir króna.
I útflutningi vegur ál og ál-
melmi þyngst, en verðmæti þess
fyrstu níu mánuðina í ár var tæp-
lega 542 milljónir króna. Til sam-
anburðar var verðmæti þessa út-
flutnings liðlega 433 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
Innflutningur fyrir Islenzka ál-
félagið vegur þyngst í innflutn-
ingstölum, en verðmæti hans
fyrstu níu mánuðina í ár var tæp-
lega 450 milljónir króna, saman-
borið við tæplega 330 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Þá má
nefna, að innflutningur skipa
fyrstu níu mánuðina í ár var um
253 milljónir króna, en á sama
tíma í fyrra var verðmæti skipa-
innflutnings um 42 milljónir
króna.
Við samanburð á utanríkis-
verzlunartölum 1981 verður að
hafa í huga, að meðalgengi erlends
gjaldeyris í janúar-september
1982 er talið vera 51,0% hærra en
það var sömu mánuði í fyrra.
„Lyklabörn“ fjöl-
menn í Reykjavík
NÆSTUM þriðja hvert barn í
Reykjavík á aldrinum 7—12 ára sem
á útivinnandi foreldra er svokallað
lyklaharn, eða á eigin vegum að
meira eða minna leyti meðan for-
eldrarnir eru í vinnu. Þessar upplýs-
ingar koma fram í skýrslu jafnrétt-
iskönnunar í Reykjavík.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem þarna koma fram er sá tími
sem börnin sjá um sig sjálf mis-
langur eða frá kiukkutíma og upp
í meira en hálfan vinnudag dag-
lega.
Fjöldi barna á aldrinum 7—12
ára, sem eiga útivinnandi foreldra
og könnunin nær til, er 226, en af
þeim sjá 71 þeirra, eða rúmlega 31
af hundraði, um sig að meira og
minna leyti meðan foreldrarnir
eru í vinnu. Algengast er að börn-
in séu í skóla meðan foreldrarnir
eru báðir að vinna, en einnig er
algengt að annað foreldrið sé allt-
af heima þegar hitt er í vinnu og
sinni þannig barnagæslunni.
Sölutregða á áli
Ljósm. Mbl. Kristján.
Vegna sölutregðu á áli hafa birgðir hlaðist upp á athafnasvæði ÍSAI, við Straumsvík. Samkvæmt upplýsingum
Einars Guðmundssonar, söluframleiðslustjóra, er gert ráð fyrir því að á svæðinu verði um 40 þúsund tonn um
næstu áramót, en birgðir hafa aldrei verið meiri. Kins og sjá má á meðfylgjandi mynd, er farið að stafla upp áli
á svæðinu á milli Keflavíkurvegarins og kerskálans, og sagði Einar að það væri gert vegna þess að allt annað
pláss væri fullt.
Sykurinnflutningur hefur
dregizt saman um 13% í ár
— Innflutningur á vindlingum og tóbaki hefur aukizt um 22%
INNFLUTNINGUR á strásykri og
molasykri dróst saman um liðlega
13% fyrstu átta mánuði ársins í
magni talið. í ár hafa verið flutt inn
5.588,4 tonn, en á sama tíma í fyrra
höfðu verið flutt inn 6.430,0 tonn.
Innflutningsverðmætið í ár er tæp-
lega 27,9 milljónir króna, saman-
borið við liðlega 34,4 milljónir
króna í fyrra. Samdrátturinn er því
um 19%, og er m.a. tilkominn vegna
lækkandi sykurverðs á heimsmark-
aði.
Innflutningur á kaffi jókst um
tæplega 6% fyrstu átta mánuði
ársins, en á þessu ári hafa verið
flutt inn 1.668,4 tonn, samanborið
við 1.574,2 tonn á sama tíma í
fyrra. Verðmætaaukning inn-
flutningsins milli ára er aðeins
6,3%, en verðmæti innflutningsins
í ár er tæplega 55,5 milljónir
króna, samanborið við 52,2 millj-
ónir króna á sama tíma í fyrra.
Fyrstu átta mánuði ársins jókst
innflutningur á vindlingum og
öðru tóbaki um liðlega 22% í
magni talið, en alls voru flutt inn
363,8 tonn í ár samanborið við
297,9 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukning innflutnings-
ins milli ára er liðlega 60%, en
verðmæti innflutningsins í ár er
liðlega 53,4 milljónir króna, sam-
anborið við liðlega 33,3 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
Þá má geta þess, að innflutning-
ur á litsjónvörpum dróst saman
um 16,4% fyrstu átta mánuðina í
ár. A þessu ári hafa verið flutt inn
4.360 litsjónvörp, samanborið við
5.215 tæki á sama tíma í fyrra.
Innflutningsverðmætið í ár er lið-
lega 16 milljónir króna, saman-
borið við tæplega 13,5 milljónir
króna á sama tíma í fyrra, eða
18,2% meira.
Höfn, Hornafirði:
Um níu þúsund tunnum
af síld landað í gær
llöfn, Mornafiröi, 30. oklóbcr.
í DAG var landað um 9.000 tunnum
af síld. Síldarsöltunarstöð FH tekur
á móti 5.300 til 5.500 tunnum, en þar
af fara um 250—300 í frystingu. Hjá
söltunarstöðinni starfa um 90
manns. Hjá söitunarstöð Stemmu
hf. verður tekið á móti 3.500 til 3.600
tunnum og hjá Stemmu starfa um 80
manns.
Verður saltað hér á Höfn sleitu-
laust í dag og á morgun. Jafnvel er
búist við meira magni en að fram-
an greinir, en þetta er eingöngu
það sem búið var að tilkynna
snemma í morgun að bærist á
land. Einar
Sjómannaþing:
„Sjómenn einir bera
byrði minnkandi aflaa
ATVINNU- og kjaramálanefnd 13. þings Sjómannasambands íslands gerði
eftirfarandi ályktun:
Mjög alvarlegar horfur eru nú með atvinnuöryggi og fjárhagslega afkomu
sjómanna, eftir hrun loðnustofnsins og minnkandi þorskafla.
13. þing SSÍ bendir á að með
minnkandi afla og breyttri afla-
samsetningu hafa tekjur sjó-
manna dregist verulega saman og
þeir einir þurft að bera þá byrði.
Þingið bendir á að á undanförnum
árum þegar afli fór vaxandi var
fiskverð oft skert af hálfu stjórn-
valda. Þingið krefst þess að skerð-
ingin verði bætt að fullu. Einnig
er það krafa þingsins að haldið
verði fast við þá stefnu sem hefur
verið viðhöfð á þessu ári, að fisk-
verð hækki aldrei minna, hverju
sinni, en sem nemur verðbótum á
laun.
13. þing SSÍ gerir sér grein fyrir
því, að eins og nú er komið verður
ekki hjá því komist að ströng
stjórn sé höfð á fiskveiðum og
vinnslu. Þingið fagnar því að
stjórnvöld hafa í vaxandi mæli
haft samráð við samtök sjómanna
um mótun fiskveiðistefnu og skor-
ar jafnframt á stjórnvöld að auka
slíkt samstarf eins og kostur er.
Miðað við stærð nýttra fiski-
stofna, styður þingið ákvörðun
stjórnvalda um stöðvun innflutn-
ings notaðra fiskiskipa, þess skal
gæta að eðlileg endurnýjun eigi
sér stað. Þá ber að leita eftir nýj-
um og fleiri verkefnum fyrir flot-
ann.
Enn er olíuvandinn að hluta til
leystur á kostnað sjómanna með
síendurteknum lagasetningum Al-
þingis um olíugjald, sem skerðir
hlutaskiptakjör sjómanna, í stað
þess að viðurkenna þá staðreynd
að þarna er um að ræða vandamál
allrar þjóðarinnar. Nú hafa níu
sinnum verið sett lög um tíma-
bundið oliugjald og falla núgild-
andi lög úr gildi um næstu áramót
og er það krafa þingsins að það
verði ekki endurnýjað.
Heildarkjarasamningur fiski-
manna hefur nú verið laus frá 1.
sept. sl. Ljóst er að knýja verður á
um ýmsar úrbætur á samningnum
á næstunni. Síðustu kjarasamn-
ingar tengdust mjög ýmsum kröf-
um á hendur stjórnvöldum um fé-
lagslegar umbætur til handa sjó-
mönnum, svo sem um aukin lífeyr-
isréttindi og aukinn orlofsrétt.
Séra Jón Thoraren-
sen áttræður í dag
ÁTTRÆÐUR er í dag séra Jón
Thorarensen, fyrrverandi sókn-
arprestur í Nessókn og Hruna-
prestakalli. Jón var vígður sókn-
arprestur í Hruna 1930 og varð
fyrsti prestur í Nessókn í Reykja-
vík, þegar hún var sett á laggirnar
árið 1941. Hann verður staddur á
heimili sínu í dag.
Varðarfundur
á miðvikudag
Landsmálafélagið Vörður held-
ur félagsfund miðvikudaginn 3.
nóvember næstkomandi, en þar
verður kosin uppstillingarnefnd
sem siðan mun gera tillögu um
næstu stjórn Varðar, fyrir næsta
aðalfund félagsins.
Aðalfundurinn verður að lík-
indum haldinn um eða fyrir
miðjan nóvember, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Arna Sigfússyni, framkvæmda-
stjóra Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík.
Gestur fundarins nk. miðviku-
dag verður Friðrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, og mun hann flytja ávarp.
Fundurinn hefst klukkan 8.30.,
og verður haldinn í Valhöll, Háa-
leitisbraut 1.
Forsetinn 1 Khöfn
í einkaerindum
FORSETI íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, fór í gærmorg-
un til Kaupmannahafnar í
einkaerindum. Forsetinn verð-
ur fram á föstudag í Dan-
mörku.