Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
7
Boðskapur þessa sunnudags
fjallar um bænina, hversu ein-
læg, óaflátanleg bæn geti miklu
áorkað. Biðjið án afláts, það er
ekki til einskis.
Hér er þó ekki verið að boða
neina „hókus-pókus-aðferð“, sem
kemur með kraftaverk á færi-
bandi, en hitt engu að síður, að
það er til einhvers að biðja.
Hverjum, sem opnar sig fyrir
hjálp Guðs og krafti, gefur hann
það, sem honum er fyrir bestu og
mögulegt er. Þar sem ekki er
hægt að uppfylla allt, sem um er
beðið, þar er örugglega gefið
annað í staðinn, eitthvað sem
hjálpar til að bera mótlætið og
jafnvel breytir böli í blessun, þar
sem rétt er við tekið og á málum
haldið.
Þannig er boðskapur kirkj-
unnar, og hún segir jafnframt,
að lífið og reynsla þess sanni
hann. En rödd kirkjunnar er
ekki alltaf gaumur gefinn. Við
lifum á öld, sem leggur mest upp
úr efnislegum gæðum. Meðan
hægt er að njóta þeirra, er víða
lítið um annað hugsað og þeir
ekki mjög margir, sem beina
huganum að óáþreifanlegum
hlutum eins og bæn og trú. Þó
gera sumir undantekningu, þeg-
ar þekkt nöfn fylgja, er styðjast
við eigin reynslu, ekki síst ef það
eru þekkt nöfn úr heimi raunvís-
indanna, sem fást fyrst og
fremst við hinn efnislega heim.
Eitt slíkt nafn er Alexis Carr-
el, fransk-amerískur skurðlækn-
ir og Nóbelsverðlaunahafi í
læknisfræði. Ég hef lesið eftir
hann tímaritsgrein, þar sem
hann segir athyglisverða hluti,
og ætla ég að endursegja kjarn-
ann úr boðskap hans hér. Carrel
segir: Bænin færir lífi okkar
geysilegan styrk og lífskraft.
Ahrif hennar á sál og líkama eru
eins greinileg og áhrif kirtla-
starfseminnar, afl hennar eins
raunverulegt og aðdráttarafl
jarðarinnar. Bænin er eina aflið,
sem virðist geta sigrað eða upp-
hafið, það sem við köllum nátt-
úrulögmál. Og þegar hún orsak-
ar á áhrifaríkan hátt algjöra
breytingu á lífi og aðstæðum
manna,' þá köllum við það
kraftaverk. Bænin er í dag meiri
nauðsyn en nokkru sinni fyrr,
segir Carrel. En þessi uppspretta
innra og ytra afls, hún er mörg-
um týnd um þessar mundir,
gleymd eða ófundin, þegar þeir
þó þurfa hennar mest við. — Ef
hún yrði hreinsuð af allri vantrú
og öðru, sem dregur úr mætti
hennar, og notuð sem sjálfsagð-
ur hlutur af djörfung og einlægu
Biðjið
og yður
mun
gefast
trausti, mundi hún geta breytt
miklu í lífi mannanna og orðið
þeim til mikillar blessunar. Til
að nota hana þurfa menn hyorki
að vera miklir hugsuðir né verð-
launahafar. Hún er alveg eins á
valdi hins venjulega manns og
honum ætluð ekki síður. Að
reynslu Carrels er sýnilegur
árangur af bænalífi þeirra, sem
trúa á mátt bænarinnar og not-
færa sér hann, meira líkamlegt
þol, aukið siðferðilegt þrek og
andleg orka.
Þetta er óvenjuleg yfirlýsing
og vegna vísindalegrar stöðu
Carrels er hún líka óvenjulega
sterk. En trúlega reka sig fáir á
það sem læknarnir, hve efní og
andi eru nátengd hugtök, og þeir
efast fæstir lengur um andlegar
orsakir ýmissa vefrænna sjúk-
dóma. Þar af leiðir, að ekki ætti
síður að vera hægt að leita við
þeim lækninga að andlegum
leiðum. Þetta eru íhugunarverð-
ir hlutir, sem segja okkur hik-
laust, að efnishyggjan sé þegar
úrelt orðin. Þess vegna á og hver
einasti maður að geta kinnroða-
laust gengið til móts við sína
andlegu þörf á vegum bænar og
trúar.
Bænin er ekki sérkristið fyrir-
bæri. Hún er það atriði, sem
sameinar alla trúmenn. Hvar
sem traust er til á afli æðra
manninum sjálfum, þar stígur
upp bæn. Hér er þó ekki frum-
stætt fyrirbrigði á ferð, heldur
frumlegt, til að sinna meðfæddri
trúarþörf, sem myndast af því að
Guð hefur skapað manninn til
samfélags við sig.
í dag er mikið talað um, að
ekki megi raska jafnvægi í hinni
sýnilegu sköpun, náttúrunni. Þá
eyðileggjum við hana. En hitt er
ekki síður nauðsynlegt að halda
jafnvægi í hinni ósýnilegu sköp-
un, trúarlegu og öðru andlegu
lífi mannanna. Mikilvægast af
öllu mun þó að halda jafnvægi
milli hins sýnilega og hins ósýni-
lega, hins efnislega og hins and-
lega í lífi mannanna.
Þessir hlutir verða aldrei í
lagi, nema leið bænarinnar sé
opin og greið. Stuðlum því að
andlegri heill með því að iðka
bæn okkar æ meir, æ reglulegar
og af æ meiri innlifun og sann-
færingu. Sköpum eftirkomend-
um okkar auðveldari leið til
lífshamingju með því að leiða þá
fyrstu sporin á þessari braut og
kenna þeim að þekkja þar leið-
arsteina. Látum þá ekki blind-
andi frá okkur fara í þessum
efnum og þurfa að reka sig á til
þess að skilja gildi bænar og trú-
ar.
Ég þakka þér, lesandi minn,
samfylgdina hér í blaðinu nú um
nokkurra mánaða skeið. Ég
þakka einnig mörg hlý orð til
mín töluð í þessari samfylgd.
Mér finnst gott að mega ljúka
henni með gömlum orðum og
dýrmætum, sem ég bið þig að
hugfesta:
„Biðjið ofj yöur mun f?efast.
Leitið of? þér munuð finna.
Knýid á of? fyrir ydur mun upp lokiö verða.“
Við vorum að taka upp sendingu
af bráðfallegum frönskum herraskóm
Þetta eru
sérstaklega vandaðir skór
( mörgum litum
frá þekktum framleiðendum.
Gæðavara, sem við eigum
(takmörkuðu upplagi
HERRA
F’GARrÐURINN
Aöalstræti 9 sími 12234
GENGI VERÐBRÉFA 31. OKTÓBER 1982
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI Sölugengi pr. kr. 100.-
RÍKISSJÓÐS:
1970 2. flokkur 9.379,64
1971 1. flokkur 8.225.56
1972 1. flokkur 7.133.13
1972 2. flokkur 6.041,03
1973 1. flokkur A 4.359,26
1973 2. flokkur 4.016,23
1974 1. flokkur 2.771,99
1975 1. flokkur 2.277,47
1975 2. flokkur 1.715,72
1976 1. flokkur 1.625,21
1976 2. flokkur 1.299,80
1977 1. flokkur 1.205,84
1977 2. flokkur 1.006.80
1978 1. flokkur 817,55
1978 2. flokkur 643,17
1979 1. flokkur 542,22
1979 2. flokkur 419,10
1980 1. flokkur 307,72
1980 2. flokkur 241,79
1981 1. flokkur 207,74
1981 2. flokkur 154,29
1982 1. flokkur 140,16
Meóalévöxtun ofangremdra flokka um-
fram verötryggingu ar 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGÐ:
Sölugengi m.v. nafnvextí
12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40%
1 ár 63 64 65 66 67 77
2 ár 52 54 55 56 58 71
3 ár 44 45 47 48 50 66
4 ár 38 39 41 43 45 63
5 ár 33 35 37 38 40 61
VEDSKULDABREF
MEO LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
2 afb./ári (HLV) verðtr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2'/i% 7%
4 ár 91,14 2’/r% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7’/.%-
7 ár 87,01 3% 7'/.%
8 ár 84,85 3% 7Vi%
9 ár 83,43 3% 7%%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS JTS'-
B — 1973 2,851,48
C — 1973 2.553,05
D — 1974 2.216,18
E — 1974 1.515,96
F — 1974 1.515,96
G — 1975 1.005,61
H — 1976 958,22
I — 1976 729,11
J — 1977 678,42
1. fl. — 1981 135,84
Seljum og tökum í umboössölu verðtryggð spariskírteini Ríkis-
sjóðs, happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs og almenn veðskulda-
bréf.
Höfum víðtæka reynslu í veröbréfaviðskiptum og fjármálalegri
ráögjöf og miðlum þeirrí þekkingu án endurgjalds.
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
LæKjargötu 12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Simi 28566
Finnskir
frakkar
frá Trinet
BflZIIII
Hafnarstræti 15,
sími 19566