Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 26

Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 26
26 Er Kristján J. Gunn- arsson að haetta sem fræðsiustjóri í Reykja- vík, rúmlega sextugur maðurinn? sögðu menn hver um annan, er það frétt- ist að Kristján hefði sagt lausu fræðslustjórastarfinu í þessu um- fangsmesta fræðsluumdæmi landsins með liðlega 20 grunnskól- um, fjölbrautaskóla og sérskólum. Svo vanir voru menn að hafa þennan mikla skólamann í fram- varðarlínu. Kn Kristján varð strax forustumaður í litlu sveitarfélagi úti á landi fyrir fjórum áratugum, síðan skólastjóri í einum stærsta skólanum í Reykjavík á frumbýl- isárum Langholtsskóla og mót- andi í fræðslumálum allt frá því hann tók sæti í fræðsluráði Reykjavíkur 1954, þar sem hann varð formaður og loks fræðslu- stjóri í höfðuborginni. Á ferli sín- um hugmyndasmiður um margar þær nýjungar, sem nú eru komnar í gagnið í okkar skólakerfi og ötull við að koma þeim í framkvæmd. Nægir að nefna fjölbrautaskólann og ýmislegt það sem svo varð lög- fest í grunnskólalögum. Kristján skilur því vissulega eftir sig spor í fræðslumálum landsins. Á raunar eflaust eftir að bæta þar við. Það var því dálítið skrýtið að hitta nú Kristján J. Gunnarsson á miðjum degi heima í stofu hjá sér, í hlutverki „heimahúsmóður", eins og hann orðaði það hlæjandi. En heim var hann sóttur af blaða- manni Mbl. til að fá við hann við- tal á þessum tímamótum. Við byrjuðum á að spyrja um unga manninn, sem á árinu 1942 lagði upp í lífsstarfið að nýloknu kenn- araprófi. Ungi kennarinn hélt vestur — Þá réðist ég kennari á Súg- andafjörð og hélt vestur með Súð- inni gömlu, svaraði Kristján. Lenti í versta veðri, en þar sem ég hafði verið sjómaður á Vatns- leysuströndinni í tvo vetur kom það ekki að sök. Á Suðureyri við Súgandafjörð voru slæm hafnar- skilyrði og ferja varð farþega og varning með báti milli skips og lands. Svo illt var í sjóinn að skip- stjórinn kvaðst ekki reyna að stansa þar, en fara beint til Isa- fjarðar. Ég hafði leitað upplýsinga á Flateyri, en fékk að vita að heið- in væri líka ófær. Ég fór því áfram til ísafjarðar og fékk mér gist- ingu. Frétti þá að Ásgeir Ás- geirsson væri að fara á framboðs- fund á Suðureyri, en haustkosn- ingar voru þetta ár, og ég fékk far með honum á mótorbáti. Á ísa- firði hitti ég Guðmund Hagalín, sem þá var formaður skólanefnd- ar. Hann sagði við mig: Þú skalt ekkert vera að fara lengra. Okkur vantar kennara á ísafjörð! En ég var ráðinn til Suðureyrar. Þegar við komum þangað, komu niður á i’LVggju nokkrir stuðningsmenn Ásgeirs og eitthvað af strákum til að sjá nýja kennarann. Ekki hafði verið hugsað fyrir því að koma kennaranum fyrir til frambúðar en úr því var fljótlega bætt. í fæði var ég um veturinn hjá Guðmundi Daníelssyni, sem þá var skóla- stjóri, en við vorum sveitungar úr Holtunum og líklega hefur það verið ástæðan fyrir því að ég réð- ist vestur. Samskipti okkar voru mjög góð og skemmtileg þennan vetur. Á Suðureyri kynntist Kristján konu sinni, Þórdísi dóttur Krist- jáns Alberts Kristjánssonar, kaupmanns á staðnum. Hún var við nám í hjúkrun fyrir sunnan, en kom heim og varð heimkoman af- drifarík fyrir þau Kristján. — Þessi frásögn sýnir vel að- stöðu kennaranna á þeim árum, Kristján. En hvernig fór fyrir þing- mannsefninu? — Maður fór auðvitað á fram- boðsfundinn, þar sem Ásgeir sagði orð, er síðar urðu fleyg. Einhver andstæðingurinn hafði verið að gagnrýna haustkosningar og taldi ótækt að hafa aðeins einn kjördag. Ásgeir svaraði að bragði: Mér hef- ur nú hingað til dugað einn dagur til að vera kosinn á þing hér í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Þetta málverk hangir í stofunni hjá Kristjáni J. Gunnarssyni. Hróbjartssyni. Ætla nú Það sýnir Sand þegar hann var þar og málað af Jóni aðeins að gera það sem mér gott þykir — segir Kristján J. Gunnarsson í þessu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, Elínu Pálmadóttur Norður-ísafjarðarsýslu. En ég ef- ast um að það komi mótframbjóð- endum mínum á þing, þótt fjölgað verði kjördögum. Varst þú nokkuð sjálfur byrjað- ur í pólitikinni á þeim tíma? — Ég var búinn að vera á stjórnmálanámskeiði hjá Sjálf- stæðisflokknum, sem Gunnar Thoroddsen veitti forstöðu. Þá var ég 17 ára gamall. 1942 var Gunnar orðinn þingmaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og það varð til þess að ég réðist eftir þennan fyrsta vetur á Suðureyri að Hell- issandi sem skólastjóri. Við þekkt- umst frá stjórnmálanámskeiðinu og auðvitað varð ég stuðningsmað- ur hans í þorpinu, þótt ég gerði þá ekki ráð fyrir að hafa mikil af- skipti af pólitík. Frá Sandi á ég skemmtilegar minningar. Þórdís var starfandi við Landspítalann og ég fór einn vestur þennan fyrsta vetur á Hellissandi. Var það jafn söguleg ferð og ár- ið áður? — Ég fór með Laxfossi í Borg- arnes þaðan með rútubíl til Ólafsvíkur og varð svo að fara með mótorbáti á Sand. Vitanlega var vitlaust veður, eins og fyrri daginn. Ég man að það var stúlka um borð, sem var svo sjóhrædd að hún var viss um að við myndum farast. Ég varð að halda í hendina á henni alla leiðina, en hinum megin við hana sat kennarinn sem með mér var. Henni fannst skárra en ekki að hafa samfylgd yfir landamærin. Daginn eftir komst félagi minn í líknarstarfinu að því að stúlkan var laus við sjóhræðsl- una og harðgift í ofanálag. Svona fór um sjóferð þá. Engar ráðstaf- anir höfðu verið gerðar að fá inni fyrir okkur og gistum við hjá Benedikt S. Benediktssyni kaup- manni. ílentist ég þar til frambúð- ar, því við hjónin leigðum svo hjá honum í nokkur ár. Rafljós í stað stormlukta Þetta hefur ekki verið stór stað- ur þá? — Nei, ætli ekki hafi verið milli Kristján J. Gunnarsson 200 og 300 manns. Skólahúsið var ónothæfur gamall timburhjallur og enginn bústaður fyrir skóla- stjóra eða kennara. Þarna var engin vatnsveita og ekkert raf- magn. Menn gengu um göturnar með stormluktir. Hafnaraðstaðan var slæm. Á fjöru var höfnin að mestu á þurru. Sjósóknin því mið- uð við sjávarföll. Samt byggðist afkoma fólksins á sjósókn. En margir dugnaðarformenn höfðu drifið sig í burtu. Þarna var ágæt- isfólk og vann vel, en þorpið bar þess merki að það var á niðurleið og erfitt um úrræði til að snúa þeirri þróun við. Þú hefur þá komið eins og af himnum sendur. Varstu ekki strax gripinn? — Áhugi minn á sveitarstjórn- armálum var lítill á þessum árum, en stjórnmálaáhugi það mikill að í næstu hreppsnefndarkosningum lét ég til leiðast að vera á lista sjálfstæðismanna og var kosinn. Þetta var 1946. Mér féll allur ketill í eld þegar ég var þá strax kosinn hreppsnefndaroddviti og varð þar með að takast á hendur meiri ábyrgð en ég hefði kosið. Ég hafði ekki komið nálægt sveitarstjórn- arstörfum og reynslulaus í vafstri opinberra mála. En ég var svo oddviti þarna til 1952 að ég flutti burt. Gekk það ekki vel? — Samvinnan innan hrepps- nefndarinnar var mjög góð og lítið flokkspólitísk. Á þessum árum var ýmsu þokað áfram. Það var stór sigur og mikil hátíðastund, þegar hleypt var rafmagni á veitukerfi þorpsins og kveikt á götuljósum. Þetta var á þorláksmessukvöld. Fólkið flykktist út á göturnar, því mest voru viðbrigðin að losna við myrkrið úti. Við gengum í að byggja skólahús og skólastjóra- bústað, síðan sundlaug og svo komum við upp vatnsveitu. Satt að segja man ég ekki hvernig gekk með fjármögnun, en við stóðum alltaf í skilum með greiðslur af lánum. Ég minnist þess þegar ég fór til Jóns Árnasonar banka- stjóra að leita eftir láni. Hann gaf sér góðan tíma að spjalla við mig og tók sér síðan nokkurn umhugs- unartíma. Þetta fátæka útnesja- þorp með reynslulausan sveita- strák í forsvari var sjálfsagt ekki í röð æskilegustu lántakenda. Ég hefi oft velt því fyrir mér hvers vegna ég fór út frá þessum aldna heiðursmanni með lánsloforð fyrir upphæð, sem var stórfé í þá daga, og ekki fundið svar. Þetta var í stríðslok og enn erf- iðara að fá efni en fé, ef ég man rétt. Við lentum t.d. í mestu erfið- leikum með að fá rafmagnsstrengi á staura í útikerfið. Eir og kopar torfengið eins og gull. Eftir að fé var fengið, þurftum við því að bíða með rafmagnsveituna af þessum sökum. Ekki .var betra í efni að fá ljósavél. Ég frétti þá af 30 kw diesel-rafstöð, sem hafði verið notuð í einhverju frystihúsi á Akranesi. Ég dreif mig þangað, samdi um kaupin og lét flytja hana vestur. Þetta dugði til rafmagnsframleiðslu til lýsingar fyrir allt þorpið. I kveðjuræðu um daginn rifjað- irðu upp hvaða embættisverk þér væri minnisstæðast á þínum ferli og sagðir skemmtilega sögu af því. — Á útnesinu bjó sérkennilegur karl, góður vinur minn, náttúru- barn og veiðimaður, sem m.a. stundaði refaveiðar. Það var í verkahring oddvitans að borga verðlaun fyrir refaskott. Eitt sinn hafði karlinn verið að veiðum á hraununum úti á Nesi og veitt sex refi. Þá skildi hann eftir við jeppa- slóð og ætlaði að sækja þá seinna. Einhverjir skotglaðir veiðimenn „að sunnan" komu svo með sex refaskott til oddvitans, sem hann borgaði fyrir orðalaust. Þeir hröð- uðu sér að svo búnu hið bráðasta út úr þorpinu. Skömmu seinna kemur refaskyttan áðurnefnda til oddvitans og segir sínar farir ekki sléttar. Hann hafði skotið marga refi, dregið þá í kös, en þegar hann seinna vitjaði þeirra reyndust þeir allir skottlausir. Oddvitinn sagði að þarna yrði að bjarga við. Skyldi hann bara taka löpp af hverri tófu og mundi það látið gilda sem skott væri. Ekki leið á löngu áður en karl var kominn aftur, nú með 24 tófulappir, sem oddvitinn greiddi fyrir orðalaust. Þetta var fátækur maður, sem alltaf hafði bjargast af, aldrei þegið neitt af ríkinu. Tími til kominn að hann fengi ein- hverja viðurkenningu frá því opinbera, þótt í smáu væri. En sjálfsagt hefur fé á fjárlögum til refaveiða farið fram úr áætlun það árið, segir Kristján og hlær dátt. Reist á sandi án hafnar á Sandi — En þrátt fyrir þessar fram- kvæmdir við að fá rafmagn, vatn og fleira mundi allt reist á sandi ef ekki tækist að koma lagi á út- gerðarmálin. Hafnarskilyrðin voru vonlaus, heldur Kristján áfram frásögninni af veru sinni á Sandi. — Árum saman hafði verið talað um að fá höfn á Rifi, en ekk- ert orðið af framkvæmdum. Þar voru hafnarskilyrði einstök frá náttúrunnar hendi. Ég hafði kynnst Ólafi Thors litillega á þeim tíma. Hafði sem formaður hérað- sambands sjálfstæðismanna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu staðið fyrir héraðsmóti þar sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.