Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 27 Langholtsskólinn í Reykjavík nýbyggður. Þar var Kristján yfirkennari og síðan skólastjóri meðan hann var að byggjast upp og þrengslin voru sem mest. Nemendur voru um 1.200 talsins. Rifsós og Ólafsvíkurenni. Svona leit hafnarstæðið á Rifi út þegar Kristján kom þangað. I.jósm. Vigf. Sigur(>«irs»on. Ólafur Thors var aðalræðumaður. Hann hafði þá heitið mér liðsinni ef á þyrfti að halda, „nefndu mig ef þér liggur lítið á“, eins og segir í þjóðsögunni. Þetta varð til þess að ég hringdi til Ólafs eitt haustið, áður en gengið var frá fjárlögum á alþingi. Ég sagði Ólafi í símanum að við yrðum að fá landshöfn á Rifi, annars yrði fólkið bara að flytja í burtu. „Já, við skulum ræða þetta mál. Komdu í fyrra- málið í stjórnarráðið til mín,“ svaraði Ólafur. Og þú hefur ekki látið segja þér þetta tvisvar? — Það var ekki fyrr en ég hafði lagt tólið á, að ég mundi eftir því að engin ferð var til Reykavíkur þann daginn, enda slæmar sam- göngur. En þá var búið að gera litla flugbraut á Gufuskálum og ég hringdi til Björns heitins Pálsson- ar, sem sótti mig. Það þótti heldur völlur á oddvitanum, þegar hann pantaði flugvél undir sig til að skreppa til Reykjavíkur, sem ekki var algengt á þeim tíma. En ég var kominn til Ólafs í stjórnarráðið á tilteknum tíma morguninn eftir. Hann spurði mig mikið um hafn- armálið og margt fleira og sagði svo: „Jæja, Kristján, ég skal sjá um að frumvarpið um landshöfn á Rifi verði lagt fram og samþykkt fyrir áramót og að fyrsta fjárveit- ing fáist á fjárlögum nú. Ég fór vestur og þorði ekki einu sinni að segja frá þessu loforði. Hlustaði bara spenntur á þingfréttirnar í útvarpinu. Og þetta stóðst allt. Lyktir málsins voru óvæntar og góðar fréttir á Hellissandi. Þar með voru tryggðir afkomumögu- leikar innan Neshrepps utan Enn- is, en svo hét sveitarfélagið í heild. Hafist var handa um hafnargerð- ina, sem miðaði hægt fyrst í stað, en komst þó í gagnið eftir nokkur ár. En þú varst þá farinn, ekki satt? — Um það leyti sem þessi áfangi náðist var ég á förum. Ég var kominn með 3 börn og sá fram á erfiðleika þegar þau kæmust á legg og þyrftu í framhaldsskóla. Sú var ástæðan fyrir flutningi margra til Reykjavíkur á þessum árum. Þá var Langholtsskóli í Reykjavík nýbyggður. Ég sótti þar um yfirkennarastöðuna og fékk hana 1952. Það var þó ekki sárs- aukalaust að rífa sig upp frá Hell- issandi. Mér þótti leitt að geta ekki orðið við almennri áskorun þorpsbúa um að ég endurskoðaði ákvörðun mína um að flytjast burt. Ég þóttist sjá fram á að til þess myndi koma fyrr eða síðar og að frestur um einhver ár myndi engu breyta. Eins gott að fram- kvæma strax þegar tekna ákvörð- un. Þú segir að Sandarar hafi skor- að á þig að vera áfram? — Þessu svarar Kristján með því að draga út úr skáp heilmikið skjal, þar sem eru álitleg sýnis- horn af rithöndum þorpsbúa 1952 í undirskriftarformi. Kristján með dóttur sina i skólastjóraárunum á Sandi. Þarna eru líka þakkir til konu þinnar. Var hún hjúkrunarkona á staðnum? — Nei, en hún hafði réttindi sem hjúkrunarkona og hjálpaði oft til. Veitti þá aðstoð sem hún gat í þorpinu. Vitanlega var hún ekki í launuðu starfi. Þetta þótti sjálfsagt. Það var alveg það sama sem mamma hennar hafði gert á Suðureyri. Miklar breyt- ingar með grunn- skólalögunum Og svo tókuð þið ykkur upp og fluttuð suður? — Já, þá tók maður eina af þessum erfiðu ákvörðunum, raun- ar töluverða áhættu. Erfitt var að fá húsnæði í Reykjavík. Við vorum á hrakhólum í nokkra mánuði, fengum svo leiguhúsnæði og 1955—’56 réðumst við í að byggja hér við Sporðagrunnið. Langholtsskólinn var í byggingu í nýju hverfi þegar þú komst að honum. Er ekki mikill munur á að vera með lítinn skóla úti á landi eða stóran skóla í þéttbýli? — Þótt nemendur séu alls stað- ar svipaðir, þá voru umsvifin ekk- ert lík. Haustið 1952 var ekki hægt að byrja kennslu fyrr en undir áramót, því verið var að vinna í byggingu Langholtsskólans. Barnafjöldinn í skólahverfinu fór í 1.200 börn þegar flest var og Síðasta fræðsluráðið í Reykjavík, sem Kristján J. Gunnarsson starfaði með sem fræðslustjóri eða á árunum 1978—'82. Frá vinstri: Kennarafulltrúarnir Örlygur Richter og Elín Ólafsdóttir, þá fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson, Ragnar Júliusson og Elín Pálmadóttir. Fræðslustjórinn Kristján J. Gunnarsson, formaður fræðslu- ráðs Kristján Benediktsson, skrifstofustjórinn Björn Halldórsson og skólafulltrúinn Ragnar Georgsson. Síðan koma fulltrúar Alþýðubandalags þeir Hörður Bergmann og Sigurður Tómasson, fulltri Alþýðuflokks Bragi Jósepsson og Haraldur Finnsson, kennarafulltrúi. þrísett að mestu í skólahúsinu. I nokkur ár urðum við að leigja hús Ungmennafélags Reykjavíkur hin- um megin við Holtaveginn. Gísli Jónasson var skólastjóri og við urðum góðir vinir. Ég var yfir- kennari hjá honum til 1961, þegar ég varð skólastjóri Langholtsskóla og var þar þar til ég varð fræðslu- stjóri í Reykjavík 1973. Hefur skólahald ekki breyst mikið á þessum tíma, sem þú hef- ur verið við fræðslumálin? — Sérstaklega urðu miklar breytingar eftir 1974, þegar grunnskólalögin voru sett. Ertu sæmilega ánægður með hvernig þau hafa þróast? — Ég held að í grunnskólalög- unum hafi verið margt sem horfði til framfara. Annars má e.t.v. segja að þar sé ég ekki hlutlaus áhorfandi, þar sem ég átti sæti í þeirri nefnd, sem samdi upphaf- lega frumvarpið að grunnskóla- lögunum. Breytingar voru gerðar á frumvarpinu við endurskoðun og í meðferð á Alþingi við afgreiðslu þess, sem ég tel að hafi ekki allar orðið til bóta. Og vitanlega þarf að lagfæra ýmislegt í þessum lögum eins og mörgum öðrum. Lögin hafa ekki verið lögð endurskoðuð fyrir Alþingi, eins og gert var ráð fyrir við setningu þeirra. Þú hafðir nóg að starfa á þess- um árum, Kristján. Með skóla- stjórastarfinu varstu í allskonar nefndum um fræðslu- og menn- ingarmál, svo sem útvarpsráði og Ríkisútgáfu námsbóka. Og ýmsu að auki. Varstu ekki með Lesbók barnanna í Morgunblaðinu i 10 ár og skólastjóri Vinnuskólans í mörg sumur. Nú, og svo varstu kominn í pólitíkina sem borgar- fulltrúi. — Þetta leiddi nú hvað af öðru. Svo var maður að byggja og bætti á sig aukavinnu eins og aðrir und- ir þeim kringumstæðum. Ég byrj- aði eiginlega strax í fyrstu póli- tísku nefndinni í borginni 1954. Það var auðvitað fræðsluráð, þar sem ég sat til 1973, síðustu árin sem formaður. Einn góður vinur minn og samstarfsmaður í fræðsluráði, stríddi mér einhvern tíma á því að í fræðsluráði Reykjavíkur gerðust engar breyt- ingar aðrar en þær, að á hverri mynd af nýkjörnu fræðsluráði væri Kristján J. Gunnarsson fjór- um árum eldri en á þeirri síðustu. Já, það er rétt að maður hafði nóg á sinni könnu á þessum árum, kannski meira en nóg. Auk þess, eins og þú nefndir, varð ég borg- arfulltrúi 1970 og átti sæti í borg- arráði, en hafði áður verið vara- borgarfulltrúi frá 1958 og þessu fylgja mikil nefndastörf, eins og þú þekkir. Sameinaður fram- haldsskóli dreifðist frá Reykjavík Ýmislegt merkilegt gerðist nú SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.