Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 36

Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Sextugur: Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri Skömmu eftir að ég kom frá námi ákvað ég að endurnýja kynni mín af vinum mínum hestunum. Ekki svo að skilja að Reykjavík- urhestamennskan svokallaða hefði nokkurn tíma fyrr höfðað til mín. Óravegur virtist milli þeirrar hestamennsku, sem sveitarstrák- ur kynntist eða þeirrar uppábúnu skrauthestamennsku, sem virtist eiga sér stað í Reykjavík. Heill heimur leit út fyrir að vera á milli þess að eiga hestinn að daglegum vin og vinnufélaga eða að því er virtist vikulegu leikfangi. Ekki er nú allt sem sýnist í þessum efnum frekar en öðrum. Brátt komst ég að því að reyk- vískir hestamenn unnu sínum hestum ekki síður en aðrir. Nutu • þess heilshugar að vera samvist- um við gæðinga sína og spöruðu hvorki tíma né fyrirhöfn svo fer- fættum vinum þeirra mætti líða sem best. Annað atriði sem ég kynntist fljótt var hversu alúðlegir reyk- vískir hestamenn voru við ný- græðinga í hópnum og hversu innilega bátt áfram og skemmti- legir þeir voru viðkynningar. Þetta var að vísu það einkenni hestamanna sem ég þekkti úr sveitinni, enda hefur hin göfuga lund hestsins áhrif á knapann óháð því hvar hann annars er. Og einhver er ekki breyttur til hins betra eftir að hafa lifað unað og frelsi fjallanna og hreina loftsins í félagsskap hins ferfætta vinar. Einn af þeim mönnum sem ég kynntist á hestbaki hér 1 Reykja- vík verður sextugur á morgun. Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Innflutningsdeildar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Hin innri áhrif hestamennsk- unnar eru kunn: „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kór- ónulaus á hann ríki og álfur", seg- ir Einar Benediktsson. Hitt vita náttúrlega margir einnig, að áhrif knapans og reiðskjóta hans á um- hverfi sitt er ákaflega misjafnt. Allt frá því að minna á einhvern ólániegan göndul sem villst hefur uppá annarshugar færileik, til hreinnar staðfestingar á fyrr- nefndum tilvitnuðum hughrifum skáldsins. Hjalti Pálsson er einn þeirra manna sem mér hefur jafnan þótt sitja hest hvað best. Fleiri eru sama sinnis, því eitt sinn þegar vinir hans gáfu honum hest, þá datt þeim ekkert tilhlýðilegra orð á hann en einmitt Kóng. „Sækjast sér um líkir“, segir máltækið. Að skrifa um Hjalta er á vissan hátt að fjalla um þjóðsagnarper- sónu, þótt ekki eldri sé en sextug- ur. Starf manna er stór þáttur af þeim sjálfum og ekki þarf að fjöl- yrða um það hvaða augum Islend- ingar líta á Samband íslenskra samvinnufélaga. Sumir sjá hrein- um ofsjónum yfir vexti þess og viðgangi, aðrir viðurkenna vissu- h>ga veldi þess og mátt, en eru bara hæstánægðir með það. Eng- um finnst það lítið og allir hafa skoðun á því. Hjalti hefur verið fram- k æmdastjóri hinna ýmsu deilda þessa mikla fyrirtækis allt frá því að hann kom sem verkfræðingur frá Bandaríkjunum árið 1948. Fvrst Dráttarvéla hf., þá Véla- d( ildarinnar og síðast Innflutn- ingsdeildarinnar frá 1967. Auk þess stóð honum til boða fram- kvæmdastjórn Sjávarafurðadeild- arinnar. Þvílíks traust hafa aðeins fáir notið innan samvinnuhreyf- ingarinnar. Engir menn eiga t.d. eins mik- inn þátt í því að vélvæða íslenskan landbúnað með dráttarvélum eins og Hjalti. Með Ferguson-dráttar- vélunum, sem hann lagði sérstaka iherslu á að yrðu fluttar inn til andsins, varð hann oft á tíðum læstum einn í innflutningi þess- ara mikilvægu véla, til að minnka þrældóminn á bændum. » Og meira en það. Með banda- ríska verkþekkingu í landbúnaði að leiðarljósi var það einmitt Hjalti, sem kenndi íslenskum bændum að nota súgþurrkun. Sjálfur hannaði hann og teiknaði súgþurrkanir í ótölulegan fjölda af hlöðum víðsvegar um landið og á notagildi þeirra er ekkert lát enn þann dag í dag. • Sé mikiivægi trausts landbún- aðar skoðað í ljósi efnahagslegs- og stjórnmálalegs sjálfstæðis hverrar þjóðar, þá er ég viss um að gömlu sjálfstæðishetjurnar, sem hófu upp merki samvinnu- hreyfingarinnar gegn ofurkúgun- arvaldi erlends kaupmannavalds norður í Þingeyjarþingi fyrir hundrað árum síðan, væru stoltár af þessum bandamanni sínum. Spor Hjalta fyrir samvinnu- menn liggja víðar. Stórhýsin Sam- vinnutryggingahúsið og Holta- garðar bera framsýni hans og stórhug glöggt vitni. Og enn er Hjalti að byggja. Stórhýsi í Smá- löndum fyrir Byggingarvörudeild- ina sér brátt dagsins ljós. Auk alls þessa er maðurinn stórvirkur ættfræðingur. Deild- artunguættin, tvö bindi, sem tekur a.m.k. á annan tug þúsunda manna, með nær tvö þúsund myndum af fólki dreifðu um allan heim, af móðurætt hans, ættar Guðrúnar Hannesdóttur frá stórbýlinu Deildartungu í Borg- arfirði, skipar honum í sess mik- ilvirkustu fræðimanna á ætt- fræðisviðinu. Hjalti hefur sagt mér sjálfur að þetta mikla verk hefði hann skrifað svo ekki hallað- ist á með umfjöllun um ættir hans, en ætt föður hans Páls Zóphóníassonar búnaðarmála- stjóra er löngu landskunn af um- fjöllun hinna miklu ættfræðinga, sem þar eru, t.d. Péturs Zóphóní- assonar, ættfræðings föðurbróður Hjalta. Félagsmál hestamanna hefur Hjalti einnig mikið látið til sín taka. Setið í stjórn Fáks og Lands- sambands hestamanna í áratugi og t.d. núna formaður nefndar sem er að skila stórmerku starfi um varðveislu og kortlagningu helstu reiðleiða landsins. Þá hefur Hjalti látið félagsmál sykursjúkra mikið til sín taka. Svo hraustlegur sem hann er, þá hefur hann borið þann þunga kross syk- ursýkina í nær tvo áratugi. Kvæntur er' Hjalti Ingigerði Karlsdóttur, fyrrum flugfreyju, sem þjóðin kynntist í Geysisslys- inu á Vatnajökii 1950. Börn þeirra eru: Karl Óskar á skrifstofu ísbjarnarins í Reykja- vík. Þeir feðgar eru mjög sam- rýndir í hestamennskunni og hef- ur undirritaður verið svo lánssam- ur að fá að deila mörgum gleði- stundum með þeim á hestbaki. Þá kemur Guðrún Þóra matvæla- fræðingur og yngstur er Páll Hjalti, sem nemur arkitektúr. Innilega til hamingju með dag- inn. Njótið gæfu og góðhesta sem lengst. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Á haustnóttum 1939 hittust á Hólum í Hjaltadal rúmlega fjöru- tíu ungir og hraustir sveinar víðs- vegar að af landinu, fullir hug- mynda af framtíðar draumum um að verða sjálfum sér og þjóð sinni til gagns og sóma. Tilgangurinn með komunni, „Heim til Hóla“ var að iðka þar og nema andlegan vís- dóm og Hkamlega þjálfun næstu þrjú misserin til undirbúnings ókomnu lífshlaupi sínu. Einn af þeim yngstu í þessum hópi vakti fljótt athygli á sér með djarf- mannlegri framkomu og heims- borgarlegu fasi og ekki laust við að hann gerði sig nokkuð heima- kominn á hinu forna menntasetri en á því fékkst skýring síðar. Allt benti til í öndverðu að þessi ungi maður yrði til forustu kallaður einhversstaðar þar sem á reyndi glöggskyggni og áræði. Sá sem um er rætt er Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Hann er samkv. tímans tali 60 ára mánudaginn 1. nóvember 1982. Hann er fæddur að Hólum í Hjaltadal og ekki að furða þó hann gerði sig heimakominn þeg- ar í upphafi. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Guðrún Hannes- dóttir og Páll Zophaníasson þá skólastjóri að Hólum og síðar ráð- unautur hjá Búnaðarfélagi ísl. og alþingismaður í fjölda ára þeirra Austfirðinga. Ungur að árum fluttist hann til Reykjavíkur og ólst þar upp í foreldrahúsum og kom þaðan til náms að Hólaskóla, hins vegar taldi hann sig í hópi skagfirskra nemenda, ef til flokkadrátta dró milli nemenda frá hinum einstöku landshlutum, enda ekki óeðlilegt, þar sem hann er fæddur Skagfirðingur og átti þangað að telja ættir í marga liði. Okkur, öðrum Skagfirðingum þótti og fengur, að hafa hann með í okkar sveit. Á þessum árum var það eins og nú að æskan var lífs- glöð og gerði sér margt til gamans og Hólasveinar voru þar engir eft- irbátar, en ekki verða hér tíundað- ir einstakir atburðir eða strákapör sem framin voru. Hjalti var þegar á þessum árum góður liðsmaður að hverju sem hann gekk, hvort heldur sem það var til leiks eða starfs. Hann hafði fengið góða leikni í meðferð knattspyrnu og því eftirsóttir í þann leik. Er ég fletti upp í minningarbók frá Hólaárum þá stóð þessi kveðja frá Hjalta P. „Á Hólum er uppi fótur og fit, en fórða hvað allt er í standi. I*að þarf engin að hugsa til að vinna þá ósigrandi.** Tilefnið til þessa stefs var það að fimm félagar sem vissu um mátt sinn og megin í knattspyrnu mynduðu „grúbbu" sem þeir köll- uðu Hina ósigrandi. Hratt flýgur stund og komið er fram til vorsins 1941 og brottskráðir nemendur setja upp merki námsins, sem er húfa búfræðingsins. Skólanámið er að baki með mörgum góðum og ljúfum minningum frá sambúð skólafélaganna og menn kveðjast með góðum óskum til hvors ann- ars um velgengni er þeir ganga á vit lífsins og alvörunnar. Hjalti Pálsson hafði er hér var komið, gagnfræða- og búfræðinám. Hann var með frekari hugmyndir og áætlanir til undirbúnings framtíð sinni, og hafði útþrá og löngun til frekara náms. Sumarið 1943 hélt Hjalti til vesturheims og lauk þar námi í landbúnaðarverkfræði frá háskóla í Norður-Dakóta og BS. prófi frá háskóla í Iowa-ríki 1947. Við heimkomuna gerðist hann starfsmaður hjá SÍS og hefur ver- ið þar síðan, fyrst sem fjram- kvæmdastjóri véladeildar og síðan innflutningsdeildar. Störfum Hjalta hjá Sambandinu get ég ekki eða þarf að lýsa, það gera aðrir kunnugri þeim, en tel hins vegar víst að hefði hann ekki stað- ið vel undir stöðu og starfi þá hefði hár hans ekki gránað hjá fyrirtækinu. Tómstundagaman Hjalta hefur verið til fjölda ára að umgangast og njóta þess félaga sem eitt sinn var kallaður þarfasti þjónninn. Hann nýtur þess að fara á vit náttúrunnar í hópi góðra fé- laga og hafa góða hesta. Ég tel hann hafa gott mat á kostum og gæðum hestsins, enda langa reynslu í þeim efnum. Ég minnist þess meðan ég sótti hestamanna- mót og þar sem Hjalti var kynnir að hann bar þar af öðrum í stjórn- un og skýringum. Annað starf hef- ur hann og sem tómstundagaman og það er ættfræði og hefur hann gefið út bók þar um. Hjalti er gift- ur þeirri myndarkonu Ingigerði Karlsdóttur, en hún var vel þekkt með þjóðinni þegar hún var flug- freyja og flugvél hennar lenti á Vatnajökli. I heildina má segja að Hjalti hafi verið lánsmaður í gegnum lífið, — hlaut góða menntun, góða atvinnu, góðan maka og barnalán, á fallegt heim- ili þar sem hann nýtur hvíldar og friðar, en einn skugga ber á, heilsa hans hefur ekki verið sem skyldi, en hann lætur það ekkert á sig fá og horfir björtum augum mót til- verunni. Þessar fáu línur eiga að færa afmælisbarninu bestu óskir í til- efni tímamótanna og að hans megi njóta við um langa ævi enn. Um leið þakka ég löng og góð kynni. Afmælisbarnið tekur á móti gestum kl. 16.30—19 í Sambands- húsinu, Holtagörðum við Holta- veg. Heill sé þér sextugum gamli fé- lagi og velkominn í öldungahóp- inn. Guðmundur Jóhannsson „Mikið er ég orðinn gamall," varð mér að orði, þegar kunningi minn sagði við mig í sumar, að bráðum yrði Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri Innflutningsdeildar Sambandsins, sextugur. Eg dokaði við og hugurinn leitaði aftur í tím- ann. Eins'og margir vita er Hjalti sonur Páls heitins Zóphóníasson- ar, búnaðarmálastjóra og alþing- ismanns og fyrrum skólastjóra á Hólum í Hjaltadal, og konu hans Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu. Ég sá Hjalta fyrst vorið 1941 á bændanámskeiði, sem haldið var á Hólum á útmánuðum, en þá var hann við nám þar í skól- anum. Áður hafði ég kynnzt tveimur bræðrum hans, sem báðir höfðu verið skólafélagar mínir við nám í landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, þeim Zóphóní- asi, skipulagsstjóra ríkisins, og Páli Agnari yfirdýralækni. Þessir bræður allir eru slíkir öðlings- drengir, að maður tengist þeim vináttuböndum og hugarhlýju, sem endist ævina. Þau munu vera þessarar manngerðar öll þessi systkini, þótt ég þekki hin minna. Og þeir, sem kynntust heimili þeirra Páls og Guðrúnar á Sóleyj- argötunni, þessu einstæða gest- risnisheimili, þar sem ég held að hvern dag ársins hafi verið næt- urgestur úr sveitum landsins, ef ekki einn, þá fleiri, eiga endur- minningu um inni, sem varla átti sína hliðstæðu í landinu. Ég naut allmargra jólaboða á þessu heimili hjá Gúðrúnu minni Hannesdóttur og Páli Zóph., eins og hann var oftast kallaður, og sú rausn, slíkur vinafjöldi og slík glaðværð, sem fyllti stofurnar, það gleymist aldrei. Svo hitti ég Hjalta aftur, er hann kom heim frá námi í iand- búnaðarverkfræði í ríkisháskólan- um í Ames í Iowa-fylki í Banda- ríkjunum. Síðan hefur Hjalti verið fyrirferðarmikill framkvæmda- stjóri á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar. Hann var fyrst kjör- inn framkvæmdastjóri Dráttar- véla hf., sem er í eigu Sambands- ins. Næst tekur hann við Véladeild SÍS (1955), og þá hefur hann for- göngu um byggingu hins glæsilega verzlunarhúss Sambandsins við Ármúlann. Árið 1967 ræðst hann framkvæmdastjóri Innflutnings- deildarinnar, og hann lætur þá heldur betur hendur standa fram úr ermum. Kornhlaðan við Sunda- höfn var reist í félagi við tvo aðra aðila 1970, og nú síðast er kominn í notkun hluti af hinum stórhuga byggingaframkvæmdum í Holta- görðum ásamt sérstakri höfn Sambandsins þar við. Og þótt að- eins sé búið að reisa hluta af hin- um fyrirhuguðu byggingum, er það samt talið vera stærsta at- vinnuhúsnæði í eigu íslendinga hér á landi. Nefndur hefur verið stórhugur manna af minna tilefni. Ymsum landsmönnum þykir nóg um hið s.k. „veldi Sambands- ins“. Ég er ekki viss um, að margir þeirra geri sér fullkomna grein fyrir í hverju þetta liggur. Hlunn- indum, segja sumir. Ég hef aldrei þekkt þess dæmi í sögunni, að hlunnindi eða sérréttindi gerðu nokkurri verzlun eða atvinnugrein gagn til lengdar. Allt „prívílegí- um“ spillir og úrkynjar og leiðir til eyðingar. Mér kemur þetta „veldi Sambandsins" þannig fyrir sjónir að það byggist á kerfi Sam- bandsins að ala upp starfsama menn og velja hina hæfustu til forystu. Þar innan veggja ríkir hin harðasta samkeppni. „Mottóið" í sölumennskunni er þetta: hafðu betra verð og meiri gæði en kaup- mannaverzlunin. „Mottóið" innan starfsliðsins er þetta: gerðu betur en hinn. í þessu „klíma" hefur Hjalti, vinur minn, Pálsson starf- að og vaxið eins og kröftugur hlynur, sem óx upp af öflugri rót en mörg önnur tré þessa „gróður- ríkis", sem þó nutu sömu sólar. Hjalti hefur verið kjörinn í stjórnir margra annarra atvinnu- fyrirtækja, s.s. Osta- og smjörsöl- unnar, Tollvörugeymslunnar og fl. Hann á margvísleg áhugamál, sem hann hefur sinnt af áhuga sínum og natni. Hann var t.d. kjörinn í stjórn Landssambands hesta- mannafélaga árið 1969 og var þar atkvæðamikill stjórnarmeðlimur fram á síðasta ár. Hann er hesta- maður og öræfaferðamaður af lífi og sál, sem hefur haft þau orð um illviðri á hestaferðalögum, að þau hefðu líka bjartar hliðar, og þau yrðu hvað minnisstæðust í kveðju ævintýramanna. Hann hefur átt landsþekkta gæðinga. Hjalti legg- ur mikla stund á ættfræði, eins og margir frændur hans, sérstaklega af Víðivallaættinni, sem fræg er fyrir nákvæmt minni, s.s. bræð- urnir séra Pétur á Kálfafellsstað og séra Brynjólfur á Ólafsvöllum, en þar má engu síður nefna föður hans og föðurbróður, Pétur Zóph- óníasson, einn mesta ættfræðing landsins á þessari öld. Hjalti lagði mikla vinnu í og átti drýgstan þáttin í að koma út hinni mynd- arlegu bók um Deildartunguætt- ina í Borgarfirði. Þá var Hjalti einn af stofnendum Samtaka syk- ursjúkra í landinu og í stjórn þeirra frá byrjun. Ég vil ljúka þessum fátæku orð- um með því að óska Hjalta til hamingju með afmælið og árang- urinn af starfsamri ævi fram til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.