Morgunblaðið - 12.11.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 12.11.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Gengið verður frá prófkjörslist- anum um helgina Á FIINDI með stjórnum sjálfstaeðis- félaganna í Keykjavík í gærdag, var leitad eftir uppástungum um nöfn á framboóslista flnkksins til prófkjörs í Keykjavík. I*á kom fram að próf- kjörsnefnd hefur að venju sent þing- mönnum og þeim sem hlutu bind- andi kjör, bréf þar sem þeir eru spurðir, hvort þeir hafi hug á að taka sæti á prófkjörslistanum. Hér er um tvo menn að ræða, sem ekki hafa nú þegar tilkynnt um prófkjörsþátttöku, Ellert B. Schram og Gunnar Thor- oddsen. Gunnar Helgason, formaður prófkjörsnefndar, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að gengið yrði frá prófkjörslistanum um helgina. Hann sagðist reikna með að á list- anum yrðu 26 til 30 nöfn, en 17 hafa þegar boðið sig fram. Á und- anförnum árum hafa verið allt frá 26 til 43 nöfn á prófkjörslistum flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Mbl. voru þeim Ellert og Gunnari send bréf í fyrradag þar sem tilkynnt var, að kjörnefnd snéri sér skv. venju til þingmanna flokksins og þeirra sem hlotið hefðu bindandi kjör í þeim tiigangi að kanna hvort þeir hefðu hug á að taka sæti á prófkjörslistanum. Mun frestur til svara vera til kl. 14 á laugardag, að öðrum kosti lítur nefndin svo á að viðkomandi hafi ekki áhuga á þátttöku. Fer Vilmundur ekki í prófkjör- ið í Reykjavík? VILMIJNDUR Gylfason alþing- ismaður mun nú íhuga að taka ekki þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Keykjavík fyrir næstu alþingiskosningar, þar sem hann og stuðningsmenn hans stefni að því að stofna Bandalag jafnaðarmanna og bjóða fram í öllum kjördæmum landsins við næstu alþingiskosn- ingar. Fyrir flokksþing Alþýðu- flokksins, sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi, hafði Vilmundur á orði að ef hann bæri ekki sigurorð af Magnúsi H. Magnússyni í kosn- ingum um varaformann flokks- ins, væri ekkert annað að gera en axla pokann sinn og koma sér á annan bát þar sem „klassísk jafnaðarstefna og nýróttækni" væru í heiðri hafðar. Vilmundur INNLENT sagði á flokksþinginu aö hann ætlaði sér ekki að verða nein hornreka í Alþýðuflokknum. Ljósm: Kristján Kinarsson. Filippus hertogi í Reykjavík FILIPPUS hertogi og drottningarmaður af Englandi hafði hálftíma viðdvöl hér á landi í gærdag, þar sem hann kom frá Grænlandi á leið til Bretlands. Fékk prinsinn sér kaffi og pönnukökur á meðan sett var eldsneyti á flugvél- ina, ræddi um íslensk stjórnmál og náttúru landsins, og hélt síðan för sinni áfram. Filippus stjórnaði flugvélinni sjálfur i lendingu og sat við stýrið í flugtaki. Á myndinni má sjá Filippus ganga frá flugvélinni í fylgd þeirra Olafs Egilssonar sendiherra og Williams McQuillan sendiherra breta á íslandi. Qlympíuskákmótið: Island gerði jafn- tefli við Indónesíu ÍSLENZKA karlasveitin gerði jafntefli 2—2 gegn Indónesíu á Ólympíuskák- mótinu í Luzern í gær. Jón L. Árnason gerði jafntefli við Handoko á 1. borði, Helgi Ólafsson tapaði fyrir Adianto á 2. borði, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Miolo á 3. borði og Jóhann Hjartarson vann Ging á 4. borði. íslenzka sveitin hefur hlotið 24% vinn- ing. Sovézka sveitin er lang efst og virðist stefna í öruggan sigur á mótinu. Islenzka kvennasveitin hefur komið mjög á óvart með góðri frammistöðu. í gær tefldi hún t.d. gegn rúmensku stúlkunum á 2. styrkleikaborði, þ.e. á borðinu við hliðina á sovézku sveitinni. íslenzku stúlkurnar urðu að þola 0—3 tap, fyrir geysisterkri rúmenskri sveit, þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, ðlöf Þráins- dóttir og Áslaug Kristinsdóttir töpuðu allar. Forsætisráðherra um vantrauststillögu Alþýðuflokksins: Verður að traustsyfirlýsingu Alþingis, er hún verður felld Væntir fundar með formanni Alþýðuflokksins eftir nokkra daga „ÉG GEKI ráð fyrir viðræðufundi með formanni Alþýðuflokksins eftir fáeina daga,“ sagði Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra er Mbl. ræddi við hann í gær um stöðu mála í viðræðum Alþýðuflokksins og ríkis- stjórnarinnar. Þá sagðist forsætis- ráðherra vænta þess, að vantrauststil- laga þingflokks Alþýðuflokksins, sem lögð var fram á Alþingi í gær yrði ríkisstjórninni til halds og traust. Forsætisráðherra sagði varðandi viðræðurnar við Alþýðuflokkinn og þær kröfur sem formaður hans hef- ur lagt fram: „Bráðabirgðalögin hafa þegar verið lögð fyrir þingið. Varðandi annað atriðið sem er stjórnarskrármálið þá höfum við unnið að því undanfarna mánuði að hraða störfum stjórnarskrárnefnd- ar þannig að hún geti skilað sínum greinargerðum sem allra fyrst. Hún var m.a. á fundi í dag milli klukkan fimm og sjö. Hún var á öðrum fundi fyrr í vikunni og það fer að líða að því að hún skili grein- argerðum til þingflokkanna. Varð- andi þriðja atriðið, kjördag, þá er það til umræðu og athugunar hjá ríkisstjorninni. Ég geri ráð fyrir viðræðufundi með formanni Al- þýðuflokksins eftir fáeina daga. Þá var forsætisráðherra spurður álits á framkominni vantrauststil- lögu. Hann svaraði: „Um van- traustið verða útvarpsumræður frá Alþingi og þá fáum við ráðherrarn- ir gott tækifæri til þess að skýra okkar viðhorf og svara ýmsum ásökunum og leiðrétta mishermi. Það gefst líka tækifæri til þess að ræða nokkuð um tómahljóðið í stjórnarandstöðunni og spyrja hana nánar út í tillögur hennar í efnahagsmálum, sem hefur nú reynst erfitt að fá út. Að þessum umræðum loknum verða greidd at- kvæði um vantrauststillöguna. Hún verður felld og þá er það um leið traustsyfirlýsing Alþingis til ríkisstjórnarinnar, svo ég vona að þetta verði okkur allt til trausts og halds.“ — Þú fagnar sem sagt framkom- inni vantrauststillögu á ríkis- stjórnina? „Það er síður en svo að ég hafi á móti henni." Þingflokkur Alþýðuflokksins leggur fram vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi: Vantrauststillagan og viðræður við ríkisstjórnina óháðir hlutir — segir Kjartan Jóhannsson formaöur Alþýðuflokksins „Vantrauststillagan stendur engu art sírtur. Þetta eru óháðir hlutir," svararti Kjartan Jóhannsson formart- ur Alþýrtuflokksins á blarta- mannafundi sem hann bortaði til í gær í tilefni af þvi að þingflokkur Alþýrtuflokksins samþykkti á fundi sínum sem haldinn var skömmu ártur vantrausLstillögu á ríkisstjórnina og var hún lögrt fram í gær. Kjartan er hér art svara spurningu um þart, hvort hann muni halda áfram virtræðum virt rikisstjórnina, ef hún gengur að fram- settum skilyrrtum hans, þrátt fyrir að vantrauststillagan verrti á sama tíma til mertferðar á Alþingi. Kjartan sagði í upphafi fundar- ins, að vantrauststillagan væri fram komin vegna þess að því hefði verið haldið fram bæði af sjálf- stæðismönnum og talsmönnum ríkisstjórnarinnar að Alþýðuflokk- urinn stæði í viðræðum við ríkis- stjórnina um að styðja hana. „Þetta er svo dæmalaus rangtúlkun að engu tali tekur. Eins og allir ættu að vita, þá myndu hugsanleg- ar viðræður, sem ekki hafa verið í gangi, snúast um það að koma rík- isstjórninni frá og ákveða kosn- ingar, og þá aðeins að kröfum okkar uppfylltum, og um afgreiðslu brýnustu þingmála." sagði Kjartan og bætti því við að afstaða Alþýðu- flokksins til ríkisstjórnarinnar væri alveg skýr. Hann væri andvíg- ur henni og væri vantrauststillag- an flutt til þess að taka af allan vafa um það. Kjartan var þá spurður hvort viðræðum við ríkisstjórnina yrði haldið áfram þrátt fyrir van- trauststillöguna. Hann svaraði: „Það hafa engar viðræður átt sér stað og ég hef ekkert heyrt frá rík- isstjórninni síðan á þriðjudaginn. Skilyrðin sem ég setti verða ekki slitin í sundur og þeim hefur ekki verið fullnægt. Vantraustið er ein aðferðin til þess að knýja á um að ríkisstjórnin gefi tafarlaust svar. Þá var Kjartan spurður hvað hann myndi gera, ef ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að öllum skilyrðum hans. „Vantrauststil- lagan stendur engu að síður," svar- aði hann. Hann var þá spurður í framhaldi af því hvort hann myndi samt sem áður ganga til viðræðna við ríkisstjórnina á sama tíma og vantrauststillagan væri til með- ferðar á Alþingi. Hann svaraði: „Þetta eru óháðir hlutir, en ég verð nú að segja það að framkoma ríkis- stjórnarinnar um að fara ekki að þessum skilyrðum fljótt og afdrátt- arlaust gefur ekki tilefni til þess að ætla að hún hafi neinn áhuga á þessum viðræðum." Hann vildi ekki svara ákveðið nánar spurður hvort hann myndi ganga til við- ræðna við þær aðstæður. Sagðist fyrst vilja sjá hvort hann fengi taf- arlaust svar við skilyrðum sínum. Þá var þingflokksformaðurinn spurður hvort allir þingmenn flokksins hefðu samþykkt tillög- una. Hann sagði alla tíu þingmenn hans vera flutningsmenn. Aðspurð- ur um hvort Vilmundur Gylfason hefði setið þingflokksfundinn þar sem tillagan var samþykkt kvað hann Vilmund ekki hafa setið fundinn, en hann hefði verið í þing- húsinu. Haft hefði verið talsam- band við hann og Vilmundur væri flutningsmaður eins og aðrir þing- menn flokksins. Kjartan ítrekaði í lokin að það hefði aldrei verið ætlun Alþýðu- flokksins að styðja ríkisstjórnina og að vantrauststillagan væri fram komin til að taka af allan vafa um það. Þá var Kjartan beðinn álits á ummælum Magnúsar H. Magnús- sonar varaformanns flokksins í viðtali í Mbl. í fyrradag. Hann viidi ekki tjá sig um þau á fundinum. Kjartan sagðist aðspurður reikna með að vantrauststillagan yrði tekin til meðferðar í samein- uðu Alþingi í næstu viku, þó kvað hann þá staðreynd, að margir þing-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.