Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 3
■
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
3
Ljósastaurar fast við akbrautina
„ÞETTA er mál sem er til úr-
vinnslu hjá bæjaryfirvöldum, því
Nýbýlavegurinn er gata sem verió
er aó gera allsherjar úttekt á,“
sagði Ásmundur Guðmundsson, yf-
irlögregluþjónn í Kópavogi í sam-
tali við Mbl. Hann var spurður
hvort staðsetning Ijósa- og raf-
magnsstaura við Nýbýlaveg væri
ekki hættuleg, en þeir standa mjög
nálægt akbrautinni, eins og sést á
meðfylgjandi mynd. Eins og kunn-
ugt er hafa að undanfornu orðið
þrjú banaslys í Kópavogi, þegar
ekið hefur verið á staura.
Ásmundur sagði að lagfær-
ingar væru að hefjast við vest-
anverðan veginn, austur af
Birkigrund, en síðan ætti að
halda áfram endurbótum.
Endurbætur af þessu tagi hefðu
verið lengi á döfinni og margar
samþykktir hefðu verið gerðar
þar um af umferðarnefnd bæjar-
ins. Ásmundur sagði að ástandið
nú væri engan veginn gott, því
Nýbýlavegurinn væri ein mesta
umferðargatan í Kópavogi.
100% fjölgun at-
vinnuleysisdaga
ATVINNULEYSISDAGAR fyrstu tíu
mánuði þessa árs eru í námunda við
160.000, en voru til samanburðar um
80.000 á sama tíma í fyrra. Fjölgun
þeirra milli ára er því um 100%.
I október sl. voru skráðir samtals
5.600 atvinnuleysisdagar á landinu
öllu, en þetta svarar til þess að 260
manns hafi verið án vinnu allan
mánuðinn, sem jafngildir um 0,2%
af mannafla í mánuðinum, I sama
mánuði í fyrra voru skráðir
atvinnuleysisdagar um 4.500 á
landinu. Fjölgunin milli ára er því
tæplega 24,5%.
Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins bárust í október
10 tilkynningar frá fyrirtækjum
um uppsagnir á starfsmönnum á
móti 2 á sama tíma í fyrra. „Fyrir-
tækin eru úr ýmsum greinum at-
vinnulífsins, svo sem fiskiðnaði,
verktakastarfsemi, verksmiðjuiðn-
aði og byggingariðnaði. Gefur
þetta til kynna að meiri óvissa ríki
nú á vinnumarkaðnum almennt, en
á sama tíma undanfarin ár,“ segir í
frétt ráðuneytisins.
Mynd þessa tók Kristján Einarsson Ijósm. Mbl. á blaðamannafundinum með
Kjartani Jóhannssyni í gær, en til hans var boðað í þingflokksherbergi Alþýðu-
flokksins í Alþingishúsinu strax að afloknum þingflokksfundinum, þar sem
gengið var frá vantrauststillögunni.
menn verða fjarverandi á fundum
Norðurlandaráðs og Atlantshafs-
bandalagsins geta orðið til þess að
seinka meðferð hennar. Samkvæmt
55. gr. þingskapa skal útvarpa um-
ræðum á Alþingi um vantrausts-
tillögu, ef níu þingmenn krefjast
þess.
Helgarpósturinn falur
Morgunblaðsins felast fjárhagserf- '
iðleikar blaðsins einkum í skulda- <
söfnun þess gagnvart Blaðaprenti á I
fyrri hluta þessa árs. Við brott- j
hvarf dagblaðsins Vísis úr því j
fyrirtæki hækkaði mjög gjaldskrá I
fyrirtækisins, þ.e.a.s. hlutur blað- '
anna, sem eftir urðu, í reksturs- ,
kostnaði Blaðaprents stækkaði i
mjög. Síðari hluta árs mun rekstur \
Helgarpóstsins hafa rétzt nokkuð J
og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri j
munu endar síðastliðins mánaðar I
ná nokkurn veginn saman, en ekki 1
þó svo að unnt sé að greiða niður . j
skuldir. /
DÖdU-
GARÐURINN
____xpnar í Aóalstosti 9____
Erla Ólafs hefur opnað nýja kvenfataverslun í
Aðalstræti 9. Erla er reyndar eiginkona herra
Garðars í Herragarðinum, þannig að það kom
aðeins eitt nafn til greina á nýju búðina:
______ Dömuaarðurinn. __
Dömugarðurinn er fullur af fötum og skóm fyrir dömur
á öllum aldri. Fötum sem ekki eru valin af handahófi, heldur fengin
hjá virtustu og frægustu fataframleiðendum heims.
Meðal beirraeru:
nstian D íor_____
Cristian Dior Paris, óumdeilanleqa eitt þekktasta merkið í
tískuheiminum. Við verðum með Dior kvenskó í mjög góðu úrvali.
___________,<M
Jaeqer, klassískar vörur sem aldrei verða gamlar.
Jaeger er sérstaklega þekkt fyrir úrvals ullarvörur og frábæra
hönnun.
_______daniel hechter_________________
Daniel Heckter, bekktur tískukóngur í París sem gjarnan fer
ótroðnar slóðir.
í Dömugarðinum verður áherslan sem sagt á vönduðum fatnaði,
framleiddum úr úrvals efnum eftir fyrirsögn færustu fatahönnuða.
Erla hefur fengið til liðs við sig sem verslunarstjóra
Svölu Haukdal og saman eru þær ákveðnar í að veita
viðskiptavinum sínum
bestu biónustu í bænum.
Aðalstræti 9 - Sími 16600
Stjóm útgáfufelags Helgarpóstsins
kannar nú möguleika á sölu blaðsins.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins hafa a.m.k. tveir aðilar sýnt áhuga
á að kaupa hlaðið og er annar þeirra
aðila Ásgeir Hannes Eiríksson kaup-
maður.
Fyrirhugað var að í dag yrði
haldinn framhaldsaðalfundur Vit-
aðsgjafa, sem er útgáfufélag Helg-
arpóstsins, en fundinum hefur verið
frestað í einn mánuð, að því er segir
í bréfi, sem framkvæmdastjóri
blaðsins, Bjarni P. Magnússon, hef-
ur sent handhöfum hlutafjárins.
Bjarni vildi í gær ekkert tjá sig um
málið að svo stöddu, en staðfesti, að
áðurnefnt bréf hafi verið sent
hluthöfum. í bréfinu segir, að á síð-
ustu vikum og dögum hafi ýmsir
möguleikar komið fram á lausn
fjárhagsvandamála blaðsins, sem
treyst gætu sjálfstæði þess og á for-
sendum þeirra hafi stjórnin ákveðið
að fresta aðalfundinum á meðan
þessir möguleikar yrðu kannaðir
nánar.
I bréfi Bjarna P. Magnússonar til
hluthafa segir, að rekstur Helgar-
píóstsins hafi í ár ekki gengið sem
skyldi. Samkvæmt uonlvsimrum